Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
Hákon Bjarnason
Skógrœkt
Upphaf byggðar
í fyrsta kafla íslendingabókar
Ara Þorgilssonar hins fróða segir
svo: „í þann tíð var ísland viði
vaxið milli fjalls og fjöru." Bókin er
talin traustasta heimild okkar um
upphaf þjóðarinnar enda þótt hún
sé rituð tveim öldum eftir að
landnámi lauk. Frásögn Ara þykir
skýr og er talin áreiðanleg í flestu
nema þessu. Sakir þess, hve ísland
er nú bert og blásið, hafa menn átt
bágt með að trúa þessum orðum
Ara fróða.
Eftir því sem fleiri gögn frá fyrri
öldum koma fram og af því, sem
ráðið hefur verið af frjógreiningum
í mýrum, og ennfremur en síst af
því, 'hversu land grær upp við
friðun, má nú telja víst að Ari hafi
lýst landinu rétt. En frásögnina
verðum við að ráða á þann veg að
birkigróður, birkiskógar, birkikjarr
og birkikræða hafi þakið langmest-
án hluta hins gróna lands eins og
það var í árdaga. Þetta er líka í
samræmi við það, sem enn má sjá
á fáeinum stöðum á landinu, þar
sem gróðri hefur ekki verið ofgert
með rányrkju.
Skógurinn
ísland í árdaga
Nú ber flestum þeim, sem við
gróðurathuganir hafa fengist, sam-
an um að um helmingur alls
landsins hafi verið þakinn sam-
felldu gróðurlendi á landnámsöld.
Sumir álíta að það hafi verið enn
víðlendara. Ýmsu hefur verið hald-
ið á lofti um stærð og víðáttu
skóglendisins á þeirri tíð. Ég þykist
hafa fært nokkur rök fyrir því að
skóglendið á landnámsöld hafi
þakið um tvo fimmtu hluta lands-
ins eða um 40.000 ferkílómetra.
(sbr. Athugasemdir við sögu ís-
lendinga, Ársrit Skógræktarfél.
íslands 1974).
AugljóSt er að slík gróðurþekja,
skógar, kjarr eða kræða, hefur hlíft
og verndað allan lágvaxnari gróður
og forðað jarðvegi frá eyðingu af
völdum vatns og vinda.
Birkiskógarnir hafa líka komið
frumbyggjum landsins og fyrstu
kynslóðum Islendinga í góðar
þarfir, og reyndar hafa menn haft
mikil not af birkigróðrinum allt
fram á okkar daga.
Landnemar og
afkomendur
Landnámsmenn voru járnaldar-
menn. Þeir hefðu ekki getað haldist
lengi við í landinu, ef þeir ekki
getað unnið járn og smíðað það. En
slíkt varð ekki gert án viðarkola.
Fram á 15. öld urðu landsbúar að
vinna allt járn í landinu sjálfu því
þá fyrst verður járn verslunarvara.
Þá fellur járnvinnsla niður, en
járnsmíði hélt áfram eftir sem
áður og til hennar þurfti ógrynni
viðarkola. Þórarinn Þórarinsson
fyrrum skólastjóri hefur skrifað
ágæta grein um járnvinnslu og
járnsmíði fyrri alda. Hún er í
Ársriti Skógræktarfél. íslands árið
1974 og heitir: Þjóðin lifði og
skógurinn dó. Hann kemst að þeirri
niðurstöðu að viðarkolaþörf þjóðar-
innar hafi numið um 65.000 tonna
ár hvert meðan járn var bæði unnið
og notað til smíða, en eftir að
járnvinnsla lagðist niður ætlar
hann að þörfin hafi veriö um 42.00C
tunnur á ári. Til að afla 65.000
tunna af kolum hefur þurft að
stráfella skóg á um 1.000 hektara
svæði ár hvert. Eftir að járnvinnsla
hvarf úr sögunni telur hann að
skógur af 650 hektörum hafi nægt
til járnsmíða.
Það er því ekkert smáræðis
skógarhögg, sem farið hefur fram
ár hvert allt fram yfir 1870, en þá
hættir viðarkoiagerð að mestu með
tilkomu skosku ljáanna. Meðan
skógar voru víðlendari en síðar
varð og landinu var ekki ofgert með
beit hafa skógar víða getað vaxið á
nýjan leik.
Skógarnir voru undirstaða þess
að landsbúar gætu lifað í og á
landinu. Hver sá, sem varð örkola,
gat ekki heyjað fyrir búpening sinn
eða rekið skeifu undir hest.
En íslendingar hafa og haft ótal
nytjar aðrar af skógum og skóg-
Iendum landsins allt frá upphafi
vega. Fyrstu aldirnar hafa þeir
víðast haft gnægð eldiviðar en
hann þraut smám saman. Birkivið-
ur var notaður til áreftis, en
raftviður varð mjög dýr eftir því
sem tímar liðu og stórviðum
fækkaði. Þá er birki ágætur viður
til margskonar smíða, í búsáhöld
og verkfæri. Rætur voru notaðar til
að flétta körfur, börkur til sútunar
og Iaufið notað til heystyrks. Og
þegar allt þraut var það síðasta
úrræðið að hleypa búpeningi á
kjarrið og fella stór tré til að
skepnur gætu étið limið.
Beitt hefur verið á allan úthaga
hér á landi allan ársins hring þegar
nokkur snöp var að fá, og er síst að
furða þótt birkið hafi orðið undan
að láta er nýgræðingurinn var
jafnharðan étinn.
Búskaparhættir
fyrr og síðar
Búskaparlag fyrri alda allt fram
yfir siðaskipti var með allt öðrum
hætti en síðar hefur tíðkast. Þá var
tala nautgripa tiltölulega hærri og
tala sauðfjár miklu lægri en síðar
varð. Mun láta nærri að 6 kindur
hafi komið á móti hverjum naut-
grip. Fjöldi sauðfjár hefur farið
eftir ullarþörfum landsbúa á hverj-
um tíma meðan þetta búskaparlag
hélst. Hafi tala landsmanna verið
um 50.000, eins og margir telja
líklegt, hafa vart verið meira en 250
ti) 300 þúsund kindur á öllu
landinu. Meðan svo var og gróður-
lendið var miklu víðlendara en
síðar, hefur og ánauðin á gróðurinn
verið mikið minni. Af þeim sökum
hefur landeyðingu miðað miklu
hægar á fyrstu öldunum en síöar
varð.
Skógurinn og þjóðin
Þótt það kunni að láta einkenni-
lega í eyrum er það engu að síður
rétt að jafn einföld og óbrotin
áhöld og bandprjónar þekkjast ekki
á Islandi fyrr en fáum árum fyrir
1600. En notkun þeirra breiðist ört
út og veldur atvínnubyltingu. Áður
fyrr var öll ull ofin til fata og í
dúka, en það var erfitt verk að vefa
og þæfa og þótti hvorttveggja
fremur karlmannsverk en kvenna.
Með tilkomu prjóna var unnt að
vinna ullina til margskonar þarfa
á svo léttan hátt, að bæði unglingar
og gamalmenni gátu tekið þátt í
því. Upp frá þessu gátu allir notað
hverja tómstund til nokkurs gagns,
en áður hljóta slíkar stundir að
hafa verið bæði margar og langar
í íslensku skammdegi.
Þrátt fyrir að allr upplýsingar
um fjöld búpenings hér áður fyrr
séu bæði fátæklegar og mjög
ábótavant er auðsætt að sauðfé
hefur fjölgað mjög eftir að band-
prjónar komu til sögunnar. Hlut-
fallið milli nautgripa og sauðfjár,
sem hafði verið einn á móti sex,
breyttist á þann veg að það hefur
orðið einn á móti tuttugu og á
stundum farið þar yfir. Ekki þarf
neinum getum að því að leiða, að
þetta hefur aukið beitarþungann á
öllu landinu, og víða hefur hann
gengið langt úr hófi fram eftir
einstökum lýsingum að dæma.
og þjóðin
Tilviljun
eða hvað?
Það má vera mönnum um-
hugsunarefni sú tilviljun, ef
tilviljun skyldi kalla, að eyðing
skóga og jarðvegs skuli magnast
um allan helming nokkru eftir
að prjónar flytjast til landsins
og prjónles verður að verslunar-
vöru. Skyldi það vera hugsan-
legt, að hér sé eitthvert orsaka-
samband á milli? Ég eftirlæt
öðrum að svara því að sinni. En
þetta dæmi sýnir að saga
Islendinga þarf endurskoðunar
við á ýmsum sviðum.
Nú er það víst, að eyðing
landgæða hefði haldið áfram
fram á okkar daga þótt prjónar
hefðu aldrei fluttst til landsins,
en sennilega hefði hún farið
hægar yfir og við hefðum átt
miklu betra land í dag.
Gróður- og jarðvegseyðing
helst ávallt í hendur og fer fram
á sama hátt hvar sem er á
jörðinni. Hún byrjar hægt og
sígandi en vex með sífellt
auknum hraða þegar ekki er
hamlað á móti. Má líkja slíkri
eyðingu við snjóbolta, sem velt
er í bleytusnjó. Hann vindur
lítið upp á sig í byrjun en
stækkar ört og verður óvið-
ráðanlegur eftir skamma stund.
Gróðureyðingunni á íslandi
mætti líka líkja við verðbólgu
síðustu áratuga hér á landi.
Allir tala um hana, allir vilja
stöðva hana, flestir tapa á
henni, fáeinir græða, alltaf vex
hún og verður óviðráðanlegri en
enginn hrærir legg eða lið til að
veita viðnám svo að haldi komi.
Lítil bót
á gamalt fat
Svo kölluð þjóðargjöf frá
árinu 1974 átti að græða eitt-
hvað af undurri íslands, en það
var lítil bót á gamalt fat og er
þannig saumuð á, að margir
þráðanna munu rakna áður en
langur tími líður. Næst verður
Alþingi að gera miklu betur.
Áf því, sem hér hefur verið
sagt og tæpt á,„ætti að vera Ijóst
að íslendingar hefðu tæpast;
lifað af, ef skógarnir hefðu ekki
verið þeim orkugjafi langt fram
eftir öldum. Þeir eru nú að
mestu horfnir ásamt með helm-
ingnum af öllu gróðurlendi
landsins, en að því mun ef til viil
vikið síðar.
talinn skógur á 6 jörðum í
dalnum og lítilsháttar skógar-
leifar á 4 jörðum. Á 188 árum
höfðu tölurnar snúist við, í stað
6 skóglausra jarða eru nú aðeins
6 skógarjarðir. Þessi gróðursaga
er því miður ekki einsdæmi, en
hér er ekki rúm til að geta um
fleiri þótt miklu sé af að taka.
Jarðabókin getur og víða um
uppblástur jarðvegs og sandfok,
en greinilegt er, að á þessum
tíma er það að hefjast á
mörgum þeim stöðum, þar sem
það gerði hvað mestan skaða
síðar. Þá er t.d. uppblástur að
hefjast innst á Haukadalsheiði í
Biskupstungum, og segir Jarða-
bókin berum orðum að þetta
verði til stórskaða ef framhald
verði á. Á næstu tveim öldum
blés svo öll Haukadalsheiðin
upp ofan að hlíðabrúnum og
blástursgeirar voru farnir að
skera sig niður í þær þegar þær
voru friðaðar árið 1939. En
Haukadalsheiðin er hvorki
meira né minna en um 6.000
hektarar að flatarmáli. Upp-
blástur í Rangárvallasýslu hefst
ekki að neinu marki fyrr en um
miðja 18. öld. Vita flestir hvað
þar hefur gerst síðan.
Gömul og ný
sagnfræði
Saga íslendinga á 18. öld er á
stundum hrakfallabálkur. Þá
gengu hér skæðar sóttir og
eldgos og ísar hrelldu mannfólk-
ið svo að þjóðin galt mikil
afhroð. Móðuharðindin fóru
hvað verst með hana og var
eldgosi um kennt. En ef menn
lesa árferðisannála fyrir og eftir
1783 er greinilegt að áfreðar á
vetrum eiga hvað drýgstan þátt
í skepnufellinum bæði norðan
lands og vestan. Bændur áttu
ekki hey handa fénaðinum þegar
vetrarbeit brást. Þess er getið að
bændur í Fnjóskadal hafði misst
mestallt fé sitt á þessum árum
og var móðunni um kennt þótt
héraðið sé allfjarri eldstöðvun-
um. Samt bjargaði einn bóndi
þar fé sínu af því hann átti hey.
Um þetta sama leyti voru menn
í óða önn að fjölga fé sínu eftir
fjárkláðann og má geta þess til
að það hafi gert fellinn enn
meiri og tilfinnanlegri. Eftir
þessi harðindi fjölgaði fé á ný á
fáum árum og var komið yfir
600 þúsund rétt fyrir miðja 19.
öld. Þá er hlutfallið orðið einn
nautgripur á móti 24 kindum.
Af jarðalýsingum í Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns má ráða ýmislegt um
gróðursöguna í nokkrum héruð-
um og ef Fnjóskadalur er tekinn
sem dæmi sést að þar var
skógur á 39 jörðum af þeim 45,
sem voru í byggð árið 1712. En
aldamótaárið síðasta var aðeins
Síðustu leifar af stórskógi á Iléraði. í grassverðinum mætti telja margar milljónir ungviðis á hverju
vori sem ekki kemst á legg sakir beitar.
I
Eldiviðarhol á Hallormsstað.