Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 25 „Aldrei er fjallað um þessi mál af neinni heildarsýn." Ummælin í einum af þessum umræðuþáttum, sem möluðu í útvarpinu ög vöktu mig upp úr bókarlestrinum, hljóðuðu eitt- hvað á þessa leið. Þar var verið að fjalla um fækkun fæðinga á Islandi og að farið væri að hægja á fólksfjölguninni. Við- mælendur virtust vera komnir að þeirri niðurstöðu, að slíkt væri alveg afieitt. Fjölgun íslendinga með sem mestum hraða væri það sem gera skal. Ég lagði frá mér bókina, til að heyra rökin. Bjóst við að nú yrði tekið til við að kryfja málið í heild og með yfirsýn. Arangurslaus var biðin eftir að heyra vangaveltur um það hvernig við Islendingar ætlum og viljum búa í landi okkar. Hve mikið þetta land geti gefið af sér og hve mörgum séð farborða í samræmi við þær kröfur, sem íbúarnir gera. Hve mörgum geti liðið hér vel. Og í hve marga staði við viljum skipta gæðum landsins. Og í framhaldi af því, hve mikið af lífi sínu, tíma og lífsgæðum foreldrar og aðrir fullorðnir vilja láta ungviði í té. Ef á að fá heildarsýn yfir æskilegan eða óæskilegan fjölda íslendinga á þessu norræna landi í framtíðinni, hlýtur að þurfa að byrja á því að gera sér grein fyrir þessum spurningum og taka ýmsa aðra þætti inn í myndina. Svo sem aukna notkun hvers einstaklings á landsgæð- um með meiri kröfum og lengri notkun með meira langlífi, þegar meðal dvöl okkar hér hefur meira en tvöfaldast frá aldamótum. Úr því þátttakend- ur gáfu sér það, að æskilegt væri að sem flestir íslendingar upp- fylltu fósturjörðina og ræddu það eitt hvernig mætti hvetja Islendinga til að setja fleiri börn í heiminn með sem minnstri fyrirhöfn fyrir lysthafendur, þá hélt hugur Gáruhöfundar áfram sínar eigin leiðir eftir þáttarlok. Náttúran virðist á umliðnum öldum hafa varið sig upp að vissu marki fyrir mannfólkinu á Islandi, sé rétt sú sögukenning að hún hafi ávallt haft snör viðbrögð, þegar mannfjöldi var kominn upp fyrir 50 þúsund. Látið yfir dynja alls konar óáran, ísa, eld og hvers kyns plágur, með tilheyrandi mann- felli. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist að halda við landsins gæðum. Við höfum eytt af höfuðstólnum og gerum enn. Saga okkar í þessu landi virðist hafa verið hvert samsærið af öðru til að ná út úr náttúrunni lífsins gæðum, án þess að borga fyrir það eða hugsa fyrir fram- tíðinni. Nú þykjumst við vita betur og jafnvel vera að taka okkur á. En ekki vill betur til en svo, að alveg nýlega gerðu tveir af færustu vísindamönnum okk- ar grein fyrir ástandinu í samræmi við nýjustu rannsókn- ir á sjó og landi. Og lítt er það uppörvandi. Ingvi Þorsteinsson, magister, sagði á aðalfundi Rannsókna- ráðs ríkisins, að frá búsetu hefði íslenzkur landbúnaður byggst á nýtingu hins náttúrulega gróð- urs og geri enn í verulegum mæli. En að nú sitjum við ekki við sama nægtaborð og forfeður okkar, því stöðug rýrnun gróð- urlendis hefði átt sér stað frá upphafi landnáms. Nú væru ekki nema 25 þúsund fermetrar landsins þaktir gróðri á móti 60—70 þúsund við upphaf land- náms. Ekki væri þó eingöngu um að ræða tap gróðurlendis og eyðingu skóganna, sem átt hefði sér stað frá landnámi, heldur gerðu menn sér ekki grein fyrir þeirri rýrnun, sem hefði átt sér stað á þessum gæðum og fram- leiðslu þeirra gróðurlenda sem eftir stæðu. Nú væri semsagt komið í ljós að gróður landsins væri ekki lengur í jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði nema á mjög takmörkuðum svæðum. Landsmenn yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að víða á landinu væru landgæði og beit- arþol langtum minna en efni stæðu til. Sums staðar á hálend- inu væri ástand gróðurs svo slæmt að hann þyldi ekki áföll af völdum versnandi veðráttu. Einnig sagði hann að nú væri svo komið að beitarþol úthagans hefði aldrei verið minna síðan land byggðist. En jafnframt því sé nú í sumarhögum meiri fjöldi sauðfjár og hrossa en nokkru sinni. Það kom fram í skýrslu hans að alltof mörgu búfé sé beitt á úthaga og sums staðar séu hagar svo illa farnir að ekki sé annað ráð en að minnka ásókn langt niður fyrir núver- andi beitarþol, eða jafnvel hvíla þá alveg í 10—20 ár, til að þeir geti náð sér. Minnkandi gæði gróðurs, sem fé leggur sér til munns, kemur auðvitað fyrr eða seinnsufram í lélegri búfjárafurðum. Og við bætist að flestir veðurvitar erlendir, sem fást við rannsókn- ir á veðurfari, virðast hallast að því að við séum á leið í kaldara skeið eftir mesta hlýviðrisskeið- ið 1930—1960. Raunar finnum við þetta sjálf. Fjölgun íslend- inga krefst meiri fæðu og meiri afurða á borð við ull í iðnað til útflutnings. Varla virðist mikill afgangur þarna. Við lifum á fiski, segja sjálfsagt margir. „Hve margir eru fiskarnir, sem synda í sjónum?“ spurði Jakob Jakobs- son fiskifræðingur í upphafi síns erindis á nefndum aðal- fundi Rannsóknaráðs. Og loka- orð hans voru: „Ég óttast þó, að engir útreikningar, hversu ná- kvæmir sem þeir kunna að vera, muni breyta þeirri staðreynd að hér eftir sem hingað til verða þeir margir Tómasarnir á vor- um dögum ekki síður en á dögum Krists, sem ekki láta sér segjast fyrr en allir fiskar, jafnt merktir sem ómerktir, eru á land komnir.“ Varla hefur það farið fram hjá okkur Islendingum að of- veiði er þegar á mörgum fisk- stofnum. Og þótt betur megi sjálfsagt nýta fiskinn, kann víst enginn lengur að metta 5 þúsund manns á tveimur fisk- um, jafnvel þótt brauðbiti úr innfluttu korni — hvað sem það yrði keypt fyrir — fylgdi með. Þetta leiðir af sér næstu spurningu: Á hverju eiga millj- ón Islendingar — tvær milljón- ir, þrjár, því hver tvöföldun er fljót að koma eftir að tölur hækka — að lifa í þessu landi í framtíðinni? Viljum við stóriðn- að? Hve mikinn? Og hversu lengi endist sú úrlausn? Eða eitthvað annað? Eða ætlum við bara að skipta kökunni smærra? Láta minna koma í hvern hlut? Ekki virðast margir í þessu landi núna a.m.k. vilja minna í sinn hlut. Eða er þetta kannski misskilningur? Ætli við séum ekki þegar orðin lík íbúunum í fiskiþorpinu í sögunni: Allir voru þar fátækir og enginn læsti dyrum sínum. Þá kom hvalreki og allir skiptu á milli sín hvalnum. Nú áttu allir nóg. Það kvöld var hverjum dyrum í þorpinu læst. Eftir stríðsára- hvalrekann okkar hafa víst fáir í þessu landi verið reiðubúnir til að opna dyrnar aftur og láta af sínum hlut. Þá er það hin spurningin: Hvað er mikið af ást og umhyggju afgangs með þessari þjóð til handa fleiri börnum? Og hve mikið vilja menn láta af tíma sínum handa börnum, umfram það að veita þeim föt, húsaskjól og fæði? Það er út af fyrir sig ágætt. En dugar skammt. Barn, sem aldrei nær því að bindast varanlegu tilfinn- ingasambandi við neinn, á ákaf- lega erfitt með að bindast neinum tilfinningaböndum síð- ar. Slíkar manneskjur eru illa settar í lífinu. Það þekkja sálfræðingar og læknar, og koma þó ekki til þeirra nema þeir sem verst verða úti af tengslisskorti. Og það er dálítið Framhald á bls. 25 Óhcilindi búa undir í hverju skrefi sem Alþýðubandalagið stígur í ] T samningaviðrasðum Þeii félagar hafa sameiginlega unnið það afrek að koma frystihúsum landsmanna í þrot. Fóikið, sem getur misst atvinnu sína á næstu vikum af þeirra völdum, hugsar vafalaust hlýlega til þeirra. nýja vinstri stjórn er það markmið Alþýðubandalagsins að halda þannig á þeim viðræðum, að talsmenn flokksins geti sagt við kjósendur á vinstri vængnum, að myndun nýrrar vinstri stjórnar hafi strandað á Framsóknar- flokknum en ekki þeim. Þetta vita Framsóknarmenn mæta vel og þess vegna hafa þeir verið að búa sig undir það — ef þeir ákveða að fara ekki í vinstri stjórn — að svara á þann veg, að þeir geti sagt við þessa sömu kjósendur, að myndun vinstri stjórnar hafi strandað á Alþýðubandalaginu. Fari svo, að tilraun Alþýðu- bandalagsins til þess að koma nýrri vinstri stjórn á laggirnar fari út um þúfur kann vel að vera, að þeir Alþýðubandalagsmenn, sem ekki eru alveg frábitnir hugmyndinni um nýsköpunar- stjórn geri tilraun til þess að fá flokksbræður sína inn á það. Því fylgir hins vegar, að Alþýðubanda- lagið verður að leggja andstöðu sína við varnarsamninginn til hliðar og slíkt mun kalla á mikið uppnám innan Alþýðubandalags- ins. Þess vegna verður engu um það spáð, hvort Lúðvík og félagar hans, „valtinkollarnir" í Alþýðu- bandalaginu, sem Árni Björnsson nefndi svo án þess að nafngreina, nái sínu fram. Takist þeim það ekki verður markmið þeirra gagn- vart Alþýðuflokknum að tryggja, að hugsanleg formleg tilraun Benedikts Gröndals til stjórnar- myndunar fari út um þúfur á þann hátt, að Alþýðuflokkurinn bíði verulegan hnekki af. Eins og sjá má búa óheilindi af einhverju tagi í hverju skrefi, sem Alþýðubandalagið stígur í þessum viðræðum og er raunar mikið álitamál, hvort sá flokkur er yfirleitt hæfur til þess að taka þátt í landsstjórn, vegna þess hversu tvístígandi hann er og hversu bágt hann á með að gera upp hug sinn um það, hvort og þá í hvers konar stjórn hann vill fara. Til viðbótar kemur, að Alþýðu- bandalagið þorir tæpast að axla þá byrði, sem fylgir þátttöku í landsstjórn. Fylgi Alþýðubanda- lagsins hefur aukizt með því að vera að mestu utan stjórnar en um leið og það kemur nálægt einhvers konar stjórn hrynur fylgið af því eins og kom í ljós, þegar flokkur- inn tapaði nær 2000 atkvæðum í Reykjavík í þingkosningum frá borgarstjórnarkosningum, vegna aðgerða hins nýja meirihluta í launamálum. Staða Alþýðuflokksins Það er augljóst, að Alþýðuflokk- urinn gengur ekki til þessa leiks með þeim óheilindum, sem ein- kenna afstöðu bæði Alþýðubanda- lags og Framsóknarflokks. En Alþýðuflokkurinn er ennþá svolít- ið dasaður eftir kosningasigurinn og rétt að byrja að átta sig á því, hvaða ábyrgð hefur verið lögð á hann með þessum kosningaúrslit- um. Alþýðuflokkurinn gerir sér grein fyrir því, að hann er kominn í þá aðstöðu að verða að gera alvarlega tilraun til stjórnar- myndunar. Hins vegar er forystu- sveit flokksins mikið í mun að halda þannig á málum, að hin mikla fylgisaukning hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu. Forystumenn Alþýðuflokksins gera sér glögga grein fyrir því, að fylgisaukningin í þingkosningun- um er ekki traust. Én þeim er líka ljóst, að með þessum kosningaúr- slitum hafa þeir fengið tækifæri, sem þeir vilja hagnýta sér út í æsar. Þessa dagana eru þeir hins vegar að tala við fulltrúa flokks, sem þolir alls ekki þessa miklu fylgisaukningu Alþýðuflokksins. Frá sjónarmiði kommúnista í Alþýðubandalaginu gat ekkert verra gerzt en einmitt það, að Alþýðuflokkurinn næði sér á strik. I áratugi hafa þeir barizt fyrir því að eyðileggja Alþýðuflokkinn og fyrir fjórum árum gerðu þeir sér vonir um, að hann væri að deyja út og þeir gætu hirt hræið. Nú standa þeir frammi fyrir því, að Alþýðuflokkurinn er orðinn jafn- stór Alþýðubandalaginu. Þess vegna er markmið þeirra í þeim könnunarviðræðum, sem standa yfir og þeim stjórnarmyndunar- viðræðum sem væntanlega fylgja í kjölfarið, að koma höggi á Alþýðu- flokkinn. Innan Alþýðubandalags- ins eru menn, sem geta vel hugsað sér að halda þannig á málum, að stjórnarkreppan verði löng og að ekki takist að mynda nýja ríkis- stjórn, þannig að efna verði til kosninga á ný í haust. Þessir menn líta svo á, að í haustkosningum muni Alþýðuflokkurinn missa verulegt fylgi. Forystumenn Al- þýðuflokksins gera sér ljóst, með hvers konar hugarfari Alþýðu- bandalagiö gengur til þessara viðræðna við þá. Þeir vita, hvað undir býr hinum megin við borðið. Sjálfstæðis- flokkur bíður átekta Meðan þessi óheilindaleikur stendur yfir á vinstri vængnum bíður Sjálfstæðisflokkurinn átekta og Sjálfstæðismenn ræða sín innri málefni fyrir opnum tjöldum. Sjálfsagt hefur Sjálfstæðisflokk- urinn gott af því að lofta svolítið út. Sagt er, að stór hópur virkra flokksmeðlima sé þeirrar skoðunar eftir kosningaósigrana í vor, að Framhald á bls. 46.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.