Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JULI 1978
Frá reidskólanum í Saltvík á Kjalarnesi:
Síðari grein
Hér á eftir fer
síðari hluti grein-
arinnar um reið-
skólann í Saltvk,
en fyrri hluti
hennar birtist í
blaðinu sl. mið-
vikudag. í þess-
um hluta er hald-
ið áfram þar sem
frá var horfið og
reynt að bregða
birtu á þá starf-
semi, sem fram
fer í Saltvík.
Beizlum útbýtt og til að ailt gangi hraðar mynda krakkarnir einfaida röð.
Ljósmyndiri Kristján.
„Ég veit ekki hver
— þetta voru bara
átti þá
hestar
Marjjarete Ermert fannst mikili Frá prófinu í hestafræðum. sem allir nemendur reiðskólans verða að
munur á veðráttunni á ísiandi ok taka.
í Kaliforniu.
Guðrún Jónsdóttir við húsið sitt.
Guðrúnu Dröfn Emilsdóttur lang-
ar ekkert í sveit. jafnvel þótt hún
Kæti skroppið á hestbak þar.
Það er komið fram að hádegi og
þar sem lítið er að gerast í Saltvík,
þangað til næsti hópur fer í
útreiðatúr, grípum við tækifærið
og spjöllum við Hjalta Jón Sveins-
son, forstöðumann reiðskólans í
Saltvík. Við tyllum okkur niður í
anddyri gömlu hlöðunnar, en þar
hefur verið byggt skyggni í
burstabæjarstíl.
„Reksturinn hér hófst fyrir
svona 10 til 15 árum,“ segir Hjaltj,
„og fyrst í stað var reiðskólinn
eingöngu rekinn á vegum hesta-
mannafélagsins Fáks. En árið 1972
verður þar breyting á og Fákur og
Æskulýðsráð Reykjavíkur taka að
reka reiðskólann í sameiningu.
Rekstrinum er þannig háttað að
Fákur leggur til hesta og reiðtygi,
en fær í staðinn hluta af nám-
skeiðsgjaldiny, en það er nú 20.000
krónur fyrir hvern þátttakanda.
Hér eru um 20 hestar, það er þeir
20 hestar, sem notaðir eru í
hverjum útreiðatúr, en auk þess
eru nokkrir hestar til vara.
Venjulega eru hér tveir reiðkenn-
arar, Kolbrún Kristjánsdóttir og
Aðalheiður Einarsdóttir, auk
hestasveins. Þá starfa hér átta
manns á vegum Æskulýðsráðs og
ein ráðskona er hér einnig."
Mikið lagt upp
úr öryggi
í Saltvík er reynt að gæta fyllsta
öryggis og verða t.d. allir sem fara
á hestbak að nota öryggishjálma.
Við spyrjum Hjalta, hvað sé til í
því að allt of mikið sé um reglur
og bönn í Saltvík, en einn viðmæl-
andi okkar hafði orð á því að svo
væri.
„Auðvitað eru hér nokkrar
umgengnisreglur og þeim verður
að hlýta, að öðrum kosti er
viðkomandi settur í straff og fær
þá ekki að fara á hestbak í einn
dag,“ segir Hjalti, en bætir við að
sem betur fer, komi ekki oft fyrir
að reglurnar séu brotnar. „Það er
til dæmis bannað að fara niður í
fjöru í leyfisleysi og er ástæðan sú
að þar eru brattir hamrar og því
hættulegt fyrir krakka að fara
þangað. Þá er búið að girða af
sviðið, sem notað var á popp-hátíð-
inni 1971. Sviðið var orðið nokkuð
fúið og var hættulegt að príla
mikið á því. Ennfremur er bannað
fara upp á fjósþakið og bannað er
að fara inn í súrheysturninn, enda
er hann ekkert notaður.
Ég held þó ekki að krakkarnir
súti það, þótt margt sem leyft var
í fyrra sé bannað nú. Hér er hægt
að gera margt sér til dundurs og
starfsfólkið reynir einnig að hafa
ofan af fyrir krökkunum. Göngu-
ferðir eru oft farnar, enda er hér
ymislegt að skoða, fuglalíf er
nokkurt og stundum er farið niður
í fjöru og þar kveiktur varðeldur
og steiktar pylsur og annað
kjötmeti. Hafa þessar varðelda-
ferðir mælzt vel fyrir, en þær eru
mjög háðar veðri og vindum og eru
því ekki farnar mjög oft.
Síðustu tvo daga nvers nám-
skeiðs fara krakkarnir í eins dags
ferðalag og fara 40 börn hvorn
dag, en hin fara í helmingi lengri
útreiðartúra en vant er og eru þá
allt upp í þrjá klukkutíma á
hestbaki. Þessar dagsferðir eru
farnar um næsta nágrenni og er
vinsælt að fara upp í Hvalfjörð og
skoða það markverðasta þar,“
segir Hjalti að lokum.
Litli Blesi var
í slæmu skapi
Klukkan er farin að nálgast eitt
og senn líður að því að næsti hópur
bregði sér í útreiðartúr. Krakkarn-
ir, sem nú eiga að fara, eru komnir
út að réttinni og Aðalheiður biður
þá að mynda einfalda röð. Því
næst er ákveðið hvaða hest hver
fær og er ekki laust við að sumir
séu óánægðir með hestinn, sem
þeir eiga að fá; en aðrir ljóma af
ánægju. En óánægjan víkur fljótt
fyrir tilhlökkuninni til útreiðar-
túrsins og það barn er vandfundið,
sem er súrt á svipinn þegar haldið
er frá réttinni. Beizlum og hnökk-
um er útbýtt og allir keppast við
að leggja á hesta sína. „Ó, má ég
fá þetta beizli?" segir lítil stúlka
og glöð í bragði hleypur hún að
réttinni með beizlið í hendi.
Litli B.lesi er eitthvað úrillur og
strákurinn, sem á að leggja á
hann, er ekki alltof viss um hvort
hann eigi að standa inni í réttinni
eða utan hennar. Að lokum hleypir
hann í sig kjarki bindur klárinn
við einn réttarstaruanna og hyggst
síðan leggja á Litla Blesa. Við það
fælist jórinn og eys og gripið er til
þess ráðs að kalla á Aðalheiði, sem
klappar Blesa og strýkur og smám
saman róast hann. Loks er talið
óhætt að leggja á hestinn og
Aðalheiður aðstoðar, stráksa til
mikils léttis.
Við réttina stendur ung stúlka
með beizli í hendi og bíður þess að
hún komist að hesti sínum, svo
hún geti beizlað hann og lagt á
hann. Guðrún Dröfn Emilsdóttir