Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Argentínustjóm hyggst b jóða umheimi byrginn Það virðist hafa gert herfor- ingjum í Argentínu mjög gramt í geði hversu ólánlega og sein- lega þeim hefur gengið að ráða bót á efnahagslegum vandamál- um landsins. Kann þetta að nokkru leyti að vera skýringin á hversu ötullega þeir leitast við að magna upp holskeflu þjóð- ernishyggju í landi sínu. í maí- og júnímánuði síðast- liðnum fluttu háttsettir ráða- menn innan hersins hverja þrumuræðuna af annarri um bersýnilega löngun annarra þjóða til að troða fótum réttindi Argentínumanna. Þau lönd, er herforingjarnir beindu spjótum sínum einkum að, voru Chile, Brasilía, Bretland og Bandarík- in auk þess sem erlendar frétta- þjónustur fengu vænan skammt af skattyrðum fyrir ofstækis- fulla áróðursherferð gegn Argentínu. Ætíð hefur verið rík þjóð- ernishyggja í Argentínu, en þjóðin hefur þolað margs konar niðurlægingu á undanförnum árum. Það var því ekki með öllu óvænt að sigur Argentínumanna í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu tendraði sannkall- aða fagnaðarsprengingu meðal þjóðarinnar. Ekki verður sagt að þessi sigurvíma fjöldans hafi ein- kennst af tiltakanlegu steigur- læti. A hinn bóginn fer ekki hjá því að ríkisstjórn á höttunum eftir nýrri múgtrú hafi haft vakandi auga með þessarri vísbendingu hamslauss þjóðar- stoits. í fyrstu lagðist herstjórnin á sveif með nokkurs konar „Vesturlandahyggju" og gerði THE OBSERVER eftir JAMES NILSON mikið úr tengslum Argentínu og Vesturlanda. Hnykk í átt til þjóðernisstefnu var fyrst að merkja í lok maí, eftir að undirbúningur heimsmeistara- keppninnar hófst. Allir sem einn byrjuðu leiðtogar landsins skyndilega að gefa óánægju sinni með ýmis stefnumál Bandaríkjamanna lausan taum- inn, en Bandaríkjamenn höfðu komið til leiðar að endi var bundinn á fyrirgreiðslu lána- stofnana eins og Ex-Im bankans vegna þess að mannréttinda- stefna Argentínumanna var yfirvöldum í Washington ekki að skapi. Það bætir síðan gráu ofan á svart að Argentínumenn óttast að þeir fái ekki að kaupa meiri vopn af Bandaríkjamönn- Sigur Argentínumanna í heimsmcistarakeppninni í knattspyrnu í síðasta mánuði virðist hafa gefið herforingjastjórninni byr undir báða vængi. Leiðtogi herforingjastjórnar innar, Jorge R. Videlai Enginn treður Argentínu um tær. um eftir að Humphrey-Kennedy lögin taka gildi 1. október næstkomandi. Enginn hefur skýrgreint hið nýja, opinbera viðhorf betur en stjórnandi flugflotans og yfir- ofursti, Orlando Agosti. I ræðu einni harmaði hann hve fús Vesturlönd væru til að kasta Argentínu fyrir marxísku úlf- ana þar eð landið væri hernaðarlega léttvægt og full- yrti hann að þjóðin myndi heldur kjósa að róa ein á báti en láta fyrir róða traust sitt á lýðræðisstjórnarháttum. Herstjórnin í landinu hefur fullyrt að helzta stefnumið sitt sé að koma á fót öflugu og staðföstu lýðræðisskipulagi en fyrst verði að ryðja burt hinum heiðinglegu leifum marxisma og skrílræðis, sem fyrri ríkis- stjórnir skildu eftir sig. Krafa Bandaríkjastjórnar um að argentínski herinn lagi sig að vestrænni fyrirmynd í sam- skiptum sínum við hryðjuverka- öfl hefur alið á fjandskap Argentínumanna og Bandaríkj- anna, en það mælist ekki vel fyrir á Vesturlöndum að hinn opinberi öryggisvörður notfæri sér starfshætti hermdarverka- manna. Þá er einnig vaxandi úlfúð í garð nágrannaríkja sprottin af gömlum rótum. Útistöður Argentínu og Chile snúast um þrjár smáeyjar suður af Eldlandi. Alþjóðlegur sátta- dómstóll, sem brezka krúnan skipaði, dæmdi Chile eyjar þessar á síðasta ári. Síðan hafa óreglubundnar viðræður ríkis- stjórnanna haldið áfram og gera enn. Eru engin merki þess að samkomulags sé að vænta. I augum margra argentínskra þjóðernissinna eru Chilebúar og Bretar nánir bandamenn í samsæri gegn Argentínu um að ræna hana sjálfsögðum réttind- um sínum. Þessu til áherzlu er bent á að Beaglesundseyjar og Falklandseyjar í Suður-Atlants- hafi lúta báðar stjórn Breta. Þann 11. júní, sem opinber- lega heitir „Hátíðisdagur argen- tínskra eignaréttinda á Falk- landseyjum og suðurskautshlut- anum“, fluttu ráðamenn tugi ræðna um landið þvert og endilangt. Varnarmálaráðherra landsins, José Klix, yfirofursti, sagði í einni ræðu sinni að um „sjálfsforræði væri aldrei hægt að semja“ og hjá „veikleikum, sem leitt gætu til sjálfstortím- ingar, og sérgæðislegum töfum“ yrði að sneiða með ráðum og dáð. Yfirmaður flotans og félagi í herstjórninni, Emilio Massera, aðmíráll, lét móðan mása gegn Bretum fyrir að teygja úr viðræðum um eyjarnar áratug- úm saman og lýsti eyjunum sem „flakandi sári á göfugleika lýðveldisins". Þótt ekki sé útlit fyrir að Argentínumenn séu að búa sig undir að hernema Falklandseyj- ar í náinni framtíð, þarfnast þeir mjög landvinninga einhvers staðar. Vitundin um þetta hefur komið mjög við kaun Chilebúa, sem óttast að Argentínumenn Framhald á hls. 38 — Fæðuöflun Framhald af bls. 19 rúmsloftinu, þá vitum við ekki hvort bein áhrif þess verður hækkað eða lækkað hitastig, eða hvort það vegur hvort upp á móti öðru. Úr því svo lítið er vitað um framvindu veðurfasbreytinga, þá hafa veðurfræðingar tekið örygg- iskostinn, sem stundum er svo nefndur — en er í raun rangnefni á meðaltalslögmálinu. Bryson, þekktur svartsýnismaður um veðurfar, bendir á, að árin 1930—60 hafi verið hagstæðust í landbúnaði á nærri þúsund ára skeiði og að héðan í frá hljóti hver breyting því að vera til hins verra. Það er að vísu rétt — en það segir bara ekkert um hvenær breytingin verður. Fyrra hlýviðrisskeið entist ekki í 30 ár heldur yfir 300 ár. Og það næsta þar á undan entist í 3000 ár. Á báðum hafa vafalaust verið tiltölulega óhagstæð ár, sambærileg við árin milli 1960 og 1970, en hagstæð veðrátta komið aftur. Engin raunveruleg ástæða er til að halda að það geti ekki einnig gerst nú. Ef reiknað er mað að skiptist á skin og skúrir í veðurfari, hvað er þá hægt að gera við því, ef eitthvað er þá hægt að gera? Sennilega er skýjasáning þekktasta tækni til áhrif á veður — þá er vjssum efnum sáð við ákveðin skilyrði svo að þau valdi snjókomu eða regni. Ennþá er þessi tækni á engan hátt Örugg, þó hún gæti vafalaust batnað við frekari tilraunir. En það sem meira máli skiptir er, að þetta hfur engin áhrif nema við ákveðin skilyrði í háloftunum sem kennd eru við óstöðugleika. Séu þau fyrir hendi, getur svolítil hvatning með sáningu komið af stað regnskúr, sem ekki félli, ef ekkert væri gert. En yfir mestu eyðimörkum eða auðnum heimsins er loftið kyrrt næstum allt árið — því væri'ekki til neins að sá ögnum þar. Auk þess þýddi lítið að reyna að leysa úr læðingi meiri vætu en fyrir hendi er. Loftið yfir Nevada- eyðimörkinni hefur til dæmist misst mest af vætu sinni á leiðinni yfir Sierra eða Klettafjöllin — svo engin tækni getur framleitt nema lítið ef nokkurt regn þar Heimskautaísinn bráðnar Ef einhvers konar ókyrrð er nauðsynleg til að hægt sé að hafa áhrif á veður, væri þá ekki hugsanlegt að fyrir finnist aðrir og umfangsmeiri þættir (svo sem sáning í ský) sem maðurinn geti sett af stað tiltölulega fyrir- hafnarlítið og valdið miklu stór- kostlegri breytingum? Eitt af því gæti til dæmis verið lagnaðarísinn 4 heimskautahöfunum. Þetta er þunnur ís, frá 3 metrum að vetri til í aðeins hálfan annan metra á sumrin — en hefur ótrúlega mikil áhrif á veðurfarið á þeim slóðum vegna hins mikla endurkasts. Sumir loftslagsfræðingar halda því fram, að lagnaðarísinn sé ótryggur, þannig að mjög lítil þynning á honum gæti sett af stað gagnyerktin: minni ís mundi þýða það að ísdiafið tæki í sig meira af geislun sðíar og þar með bræða meiri ís o.s.frv. Ekki færri en þrjár líklegar aðferðir hafa komið fram, sem hugsanlega mætti nota til að koma þessu af stað: Að stífla Beringsund fsem bæði er mjótt og grunnt) og dæla íshafssjó yfir stífluna og draga þar með inn sjó úr Atlantshafi. Að beina annað stærstu ánum, sem nú falla í Ishafið, svo sem Mackenzie í Kanada og Ob, Yenisei og Lena í Síberíu. Þá fengi Ishafið minna af ósöltu vatni og þar sem ferskvatn frýs fljótar en saltvatn, þá mundi vetrarísinn líklega myndast mun hægar. Að dreifa sóti (úr flugfélum) yfir milljón fermílur af ísnum. Endurkastið frá ísnum mundi þá minnka svo mikið að sólin gæti brætt hann. Ekki er hægt að fullyrða að nein af þessum aðferðum mundi bræða nokkurt verulegt magn af lagnaðarísnum — eða hvaða áhrif það mundi raunverulega hafa, ef svo yrði. íshafið yrði áreiðanlega hlýrra, að minnsta kosti um sinn, vegna þess að draga mundi úr endurskini á þessum stað við það að ís hyrfi af hluta sjávar og mundi þá líka auka uppgufun. Það, og aðrir þættir, mundu valda meira hvassviðri og skýjafari að vetrinum og einangra svæðið svo það missti minni hita á hinum löngu heimsskautanóttum. Hlýjan gæti náð svo langt suður, að stór landsvæði í Kanada og Síberíu yrðu hæf til landbúnaðar. Þetta væri út af fyrir sig mjög gott. En aukin hvassviðri mundu líka valda þykkari snjósköflum við íshafsströndina — sem gæti sett af stað annars konar gagnverk- andi áhrif og skapað aöra ísöld. Þetta væri aftur á móti slæmt. Grænlandsjökull mundi þykkna af meiri ákomu, en það hefði sennilega ekki annað í för með sér en fleiri hafísjaka á Norður-At- lantshafi — til óþæginda fyrir siglingar. Ekki svo slæmt, út af fyrir sig. Annar möguleiki er samt sá, að meira hlýviðri í heimskautslönd- unum gæti minnkað jökulinn — og komið af stað enn einni tegund gagnverkandi áhrifa, sem yrði til þess að hann bráðnaði alveg. Svo mikil aukning á vatnsmagni í sjónum mundi hækka sjávarmál um 6—9 metra — nægilega mikið til að setja flest strandsvæði um allan heim undir vatn. Það mundi hafa í för með sér að yfirgefa þyrfti alveg eða að hluta Boston, New .York, Philadelphiu, Washing- ton, Miami, New Orlea'ns, Los Angeles, San Francisco og Seattle — svo ekki séu nefndar borgir eins og London, Amsterdam, Hamborg, Stokkhólmur, Leningard, Lissa- bon, Rio, Alexandria, Tokyo, Shanghai, Calcutta, Bombay, Sid- ney og hyndruð minni hafnar- borga. Þetta er auðvitað ákaflega slæmt. Að búa sig undir slæmu árin Fyrir nokkrum árum líkti Ros- coe Brahms frá Chicagoháskóla núverandi ástandi við það að hafa „fingurinn á rofa veðurvélar náttúrunnar.“ „En í svo miklum molum er þekking okkar á vélinni að við erum líklega ekki enn búin að finna rofahandfangið. Og í þeim tilfellum sem við þekkjum rofann, þá vitum við iðulega ekki í hvora áttina á að snúa honum svo að verði mannkyninu til góðs. Takið á þessum rofa er meira að segja í mörgum tilvikum ákaflega laust.“ Þó hann væri þarna fyrst og fremst að tala um. veðurbreyt- ingar í smáum stíl, þá geta ummæli hans ekkert síður átt við meiri háttar viðfangsefni, á borð við að bræða heimskautaísinn. Ef við ekki vitum hvernig veðurfarið verður og möguleikarn- ir, sem við höfum á að fikta við það, eru annað hvort sáralitlir eða skelfilega hættulegir, hvað eigum við þá að gera? Fræðimenn um veðurfar á borð við Bryson og Stephen H. Schneider frá „Miðstöð rannsókna á andrúmsloftinu," hafa gert tillögu um „Mósebókar áætlun" þ.e. að mestu kornræktar- ríkin safni í hlöður og eigi fyrningar til „slæmu áranna." Bryson að minnsta kosti telur að bráðliggi á því. Ég er þeim sammála, en af öðrum ástæðum. Þörf er fyrninga til að afstýra hungri en ekki af því að við vitum hvernig veðurfarið verður, heldur vegna þess að við yitum ekkert um það. Hvort sem veðurfar á eftir að batna, versna eða verða óbreytt, þá er von á „slæmum árum“, alveg eins og þurrkárin í kreppunni komu á „góða“ tímanum frá 1930—1960 og samskonar þurrkur varð í Bandaríkjunum á 6. ára- tugnum. Þörf er landbúnaðar- stefnu á landsvísu, sem beinist fremur að langtíma fæðuþörf á heimsmælikvarða til að búa undir slík ár, en skammtíma hagnaði ræktenda og kornkaupmanna. Þá er höfuðnauðsyn að vita að lönd á mörkum veðurskiptanna, svo sem Sahel, hluti af bandarísku sléttunum og Suðvesturríkin, eru líffræðilega mjög viðkvæm og því nauðsyn að umgangast þau með tilliti til þess. Of mikil ræktun eða ofbeit hefur kannski ekki bein áhrif á rigninguna á þe%sum stöðum, en hún dregur úr regni sem að gagni kemur, og kemur því af stað vítahring og landeyðingu, sem tekur kannski áratugi að bæta. Ef hjarðir á svo viðkvæmu landi fá til dæmis að stækka fram yfir það sem landið þolir, eins og gerðist í Sahel, þá hefur það í för með sér efnahagslegt hrun og matarskort, þegar skilyrðin hætta að vera eins og þau geta best orðið — og það gerist alltaf. Þörf á rannsóknum Þá er mikil þörf á nákvæmum rannsóknum á veðurvélinni á heimsmælikvarða. Schneider hef- ur bent á það, að ekki hafi verið gerð tilraun til langtíma ná- kvæmnismælinga utan úr geimn- um á orku sólarinnar og geisla- magni. Þessu líkir hann með réttu við „fjölskyldu eða fyrirtæki sem reynir að gera sér kostnaðaráætl- un án þess að vita tekjurnar". Það er dýrt að mæla með nákvæmni það sem gerist í andrúmsloftinu og líka er ákaflega erfitt að skilja það. En ef þetta er ekki gert, getur það valdið dauða milljóna manna. Ef til vill er mikilvægast að neyða ríkisstjórnir, sem marka stefnuna, til að afla sér undir- stöðuþekkingar á líffræði og veð- urfarsfræði. Embættismenn og stjórnmálamenn eru þekktir fyrir að taka einfaldar bjartsýnisspár fram yfir flóknar og ógnvekjandi. En allur gangur og möguleikar í sambandi við veðurfar og breyt- ingar á því, hvort sem við skiljum þær eða ekki, eru hvorki einfaldir eða bjartir. Þeir eru samt raunsæ- ir, og það er hættulegt að látast ekki vita af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.