Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 48
ÍÍLYSINCÍASÍMIXN EK: 22480 ftvggttiMiitoifr Verzliö í sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki.' Skipholti 19, sími 29800 SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 TiUaga um að herða útflutningsbannið felld í stjórn VMSÍ ÁTÖK urðu innan stjórnar Verkamannasambands íslands á stjórnarfundi. sem haldinn var í vikunni. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður stjórnar Verkamannasambandsins, lagði þar til að útflutninKsbannið. sem staðið hefur frá því um miðjan aprílmánuð. yrði verulega hert. Meirihluti stjórnar felldi þessa tillöKU Guðmundar og varð niður- staðan sú, að útflutninR.sbannið skyldi vera óbreytt. Talsverður kurr hefur verið meðal verkamanna vegna þessa útflutningsbanns, sem þeir telja að sé eins konar sýndaraðgerð, þar sem undanþágur séu jafnan veitt- ar um það leyti, sem atvinnurekst- ur er að stöðvast. Forysta VMSÍ hefur jafnan sagt að takmark aðgerðanna sé ekki að skapa atvinnuleysi, heldur að refsa atvinnurekstrinum fyrir að fara ekki að samningum. Hefur út- flutningsbannið haft í för með sér að gífurlegt magn afurða liggur nú í vörugeymslum og eru miklar fjárhæðir afurðalána bundnar í þessum birgðum. Hvorki Suðurnes né Vestfirðir hafa tekið þátt í útflutningsbann- Kröflu — 8. júlí. Frá hlaöamanni Mhl.. Dórlcifi Úlafssyni. LANDRIS hófst að nýju á Kröflu- svæðinu í gærkvöldi og um hádegisbilið var hæð landsins orðin álíka og þegar sigið hófst skömmu eftir hádegi í gær. Rishraðinn er nú svipaður og var fram að 10. júní að sögn, en þá stöðvaðist ris svo til alveg. Hæð landsins er nú svipuð og fyrir umbrotin í janúar. Jarðvísindamenn, sem eru fjöl- margir í Mývatnssveit núna, vilja engu spá um framvindu mála, en segja þó að ný umbrotahrina geti allt eins byrjað í dag, eftir nokkra daga eða jafnvel að einhver frekari bið verði. Dr. Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur, sagði í samtali við Mbl. í dag, að ekkert væri hægt að segja um hvað nú gerðist. „Nú er komin sá tími sem við getum búizt við hverju sem er.“ Kvað Páll hvera- virkni hafa aukizt mikið að undanförnu við austanverðan Hófadynur HESTAMENN víða um land eru þessa dagana ýmist lagðir af stað eða fara á næstu dögum ríðandi á Landsmót hestamanna, sem haldið verður á Þingvöllum um næstu helgi. Þannig eru 6 menn frá ísafirði lagðir af stað. Fóru þeir með 16 hesta á bfl i Bjarkarlund og þar bættust í hópinn 2 menn með 6 hesta frá Súgandafirði. en þaðan leggja þeir upp. Þá er vitað um tvo hópa, sem fara úr Skagafirði með á annað hundrað hross, frá Akureyri kemur hópur með 60 til 70 hross og hópur kemur frá Hornafirði. i Leirhnúk, og ekki minna í norð- austurhlíðum hnúksins. Hjörtur Tryggvason, starfsmað- ur skjálftavaktarinnar, sagði Mbl. að tveir litlir jarðskjálftar hefðu komið nú í morgun. Kvað Hjörtur land hafa risið um ca. 1 metra frá umbrotunum í janúar en þá seig land mest um 1,05 til 1,10 metra. Sagði Hjörtur að samkvæmt út- reikningum hefðu um 200 þúsund rúmm. eða Vz milljón tonna af hraunkviku hreyfzt í siginu í gær og jafnvel fyllt í einhverjar sprungur. Sagði hann að kviku- magnið, sem verið hefði á hreyf- ingu þá, væri álíka og Kísiliðjan framleiddi á 20 árum. Dr. Guðmundur Sigvaldason, jarðeðlisfræðingur, - sagði þegar hann var spurður, að allt gæti gerzt og kvaðst hann helzt halda að umbrotahrina byrjaði í vikunni, en raunar væri erfitt að segja nokkuð nákvæmt um þessi atriði. Allir í viðbragðs- stöðu við KRÖFLU Svæðafundur „vesturblokkarinnar”: Einróma stuðningur við framboð Friðriks „ÞETTA gleður mig, sérstaklega að stuðningurinn við framboð mitt er einróma, og ég vona að þetta sé vísir þess að allt gangi sína leið“, sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari er Mbl. færði honum þær fréttir í gær að á fundi skáksambanda á svæðum I og II innan FIDE, sem haldinn var í Luxemburg hefði einróma verið samþykkt að styðja hann til forsetastarfs FIDE og vinna ötullega að kjöri hans. Sagði Friðrik að hann gæti nú ekki annað en „horft bjartari augum á framhaldið“. Friðrik Ólafsson Verðlaunin tryggð hjá Lloyds í London ALLIR vita að brezka tryggingafélagið Lloyds í London tryggir allt milli him- ins og jarðar, og hér er saga af dálítið merkilcgu trygginga- máli héðan að heiman. Þannig er mál með vexti að Golfklúbbur Reykjavíkur gengst um helgina fyrir opnu golfmóti á Grafarholtsvelli. Glæstustu verðlaunin gefur Heildverzlunin Hekla, en það er Audi-bifreið að verðmæti um 4,7 milljónir króna. Til að hreppa þennan eftirsótta vinning verður ein- hver keppandinn að fara holu í höggi á 17. braut vallarins. Takist það getur sá hinn sami ekið burtu frá keppninni á glænýjum bíl. Hverfandi möguleikar eru að sjálfsögðu á því að nokkrum takist þetta en engu að síður vill bifreiðaumboðið hafa vaðið fyr- ir neðan sig og hefur þess vegna tryggt sig fyrir óvæntu áfalli af þessu tagi hjá Lloyds í London, og eftir því sem Mbl. hefur frétt er iðgjaldið um 200 þúsund krónur. Einar S. Einarsson forseti Skák- sambands Islands sat svæðafund- inn sem haldinn var í gær í borginni Remich í Luxemburg. Sagði Einar að fyrir fundinn hefðu engar raddir heyrzt varðandi mótframboð gegn Friðrik frá V-Evrópu. Annar svæðaforsetinn, Dorazil frá Austurríki, var í forsæti á fundinum, en sögusagnir höfðu gengið um það að hann hygði á framboð. Einar sagði að hann hefði í upphafi fundarins kynnt framboð Friðriks Ólafssonar og síðan bar Ero Helme forseti finnska skák- sambandsins upp stuðningstillög- una sem var samþykkt einróma. Skáksambönd 17 þjóða áttu full- trúa á fundinum; Islands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Færeyja, V-Þýzkalands, Sviss, Austurríkis, Ítalíu, Frakklands, Hollands, Belgíu, Luxemburg, Englands, írlands og Skotlands. Fjarverandi voru fulltrúar frá Andorra, Guernsey, Monaco, Spáni, Wales og ísrael. Að tilögunni samþykktri urðu nokkrar umræður um það hvernig vinna bæri að kjöri Friðriks og flutti Harry Golombek frá Eng- landi, sem er svæðisforseti, „kröft- uga ræðu“ eins og Einar S. Einarsson orðaði það, þar sem Golombek lagði áherzlu á að þessari samþykkt yrði að fylgja eftir með öflugu starfi. Fundarmenn höfðu undir hönd- um kynningarrit um annan mót- frambjóðanda Friðriks, júgósl- Framhald á bls. 46. Bjóða aðstoð FÉLAG farstöðvaeigenda hefur bcðið Mbl. að vekja athygli á því, að félagsmenn þess séu margir á ferð úti á þjóðvegunum og séu reiðubúnir að vcita vegfarendum aðstoð sína, svo sem við að kalla upp viðgerðarbifreiðir FÍB ef eitthvað bjátar á. Félag farstöðvaeigenda er klúbbur fólks sem hefur yfir að ráða svonefndum CB-talstöðvum, og félagar þess eru dreifðir að segja má að net þess nái hringinn í kringum landið. Bifreiðareigend- ur úr röðum félagsmanna hafa sérstakt merki á bílum sínum til auðkenningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.