Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
Um fiskiræktarmál
Sem betur fer virðast fiskirækt-
armál eiga nú um stundir nokkr-
um áhuga að mæta hjá almenn-
ingi, þar sem skrif um þau mál
hafa verið meiri um hríð en oft
áður.
Allmargir áhugamenn um þau
mál hafa þó alltaf átt þau í
pokahorninu undanfarin ár og
unnið að þeim.
Það leikur ekki vafi á að þeim
málum ber að gefa meiri gaum,
eftir að svo er komið að leita þarf
nýrra og áður ónýttra leiða til að
auka útflutning og gjaldeyristekj-
ur.
Norðmenn hafa nú hafið fram-
leiðslu á sjóöldum laxi og seldu á
síðasta ári 2300 tonn til Vestur
Evrópulanda, sú framleiðsla
byggðist að verulegu leyti á
seiðum frá Islandi.
Um aðstöðu til fiskiræktar á
hinum ýmsu svæðum í ferskvatns-
kerfi landsins, er sú þekking
manna, sem byggð er á vísindaleg-
um rannsóknum ennþá allt of lítil.
Síðan Laxeldisstöðin í Kollafirði
tók til starfa hefur þó rætzt
nokkuð úr þeim málum, þó ennþá
sé ekki nálægt því nóg að gert. Það
þarf að efla svo fjárframlög til
þeirrar stöðvar að þeir vísinda-
menn, sem þar starfa, geti helgað
sig vísinda- og rannsóknarstörfum
eingöngu og fært síðan árangur
þeirrar þekkingar, sem af þeim
störfum leiðir, út um landsbyggð-
ina í stað þess að þurfa að eyða
kröftum sínum og tíma í að
framleiða markaðsfisk til þess að
ná endum saman fjárhagslega.
Byggja þarf keðju eldisstöðva
kringum allt landið, sem hefðu það
verkefni að fóðra hver sitt um-
dæmi með seiðum.
Andvirði eins skuttogara
í erindi, sem Árni ísaksson
fiskilíffræðingur flutti í útvarpið
fyrir skömmu, sagði hann að
byggja mætti 10 slíkar eldisstöðv-
ar fyrir andvirði eins skuttogara,
svo eitthvað sé við að miða.
Eignarhald slíkra stöðva væri
sennilega æskilegast að væri
einhverskonar félagsform veiði-
réttareigenda, fiskiræktarfélaga,
landeigenda og jafnvel sveitarfé-
laga á hverjum stað.,
Skilyrði til fiskiræktar með
hinni hefðbundnu aðferð (Hafbeit-
araðferð), sem byggist á því að
sleppa seiðum í ár og vötn með það
fyrir augum að seiöin gangi til
sjávar og skili sér síðan aftur til
upprunastaðar sem fullvaxinn
fiskur, eru eflaust mismunandi á
ýmsum stöðum á landinu. Sum-
staðar eru öll náttúrleg skilyrði
fyrir hendi, en annars staðar þarf
að hjálpa til.
I Isafjarðardjúpi eru allar að-
stæður með því bezta sem gerist,
þar er bæði fyrir hendi heitt og
kalt vatn til reksturs eldisstöðvar,
svo og góðar ár og vötn til að
sleppa seiðum. Sumstaðar er að
vísu um að ræða dragár, sem eru
kaldar fram eftir sumri, en
margar þeirra má bæta með ýmsu
móti, svo sem með dýpkun og
byggingu uppistöðulóna, sem
hægja á rennslinu og auka hitastig
vatnsins.
Stærsta og mest aðkallandi
verkefni fiskiræktarmanna og
landeigenda við Djúp er að sam-
einast um byggingu seiðaeldis-
stöðvar á hentugum stað við
Djúpið með það verkefni fyrir
augum að metta öll möguleg
fiskiræktarsvæði með seiðum. Því
það er eins með fiskirækt og
garðyrkju, að því meira sem
útsæðið er því meiri er uppskeran,
ef landið er vel unnið fyrir. Leita
þarf aðstoðar sérfræðinga Veiði-
málastofnunarinnar um að gera
úttekt á' svæðinu öllu og kanna
hvar aðstæður eru beztar frá
náttúrunnar hendi og hvar þarf úr
að bæta og með hverjum hætti.
Fyrir nokkrum árum fór undir-
ritaður með Árna Isakssyni hring-
ferð um Djúpið til mælinga á heitu
vatni. Úr þeirri ferð eru eflaust til
nokkrar upplýsingar hjá Veiði-
málastofnun, en þær grundvallar-
rannsóknir, sem áætlun um heild-
ar fiskvæðingu Djúpsins ætti að
byggjast á, yrðu að vera miklu
umfangsmeiri.
Með stofnun Inn-Djúpsáætlunar
var mörkuð ákveðin stefna um að
treysta grundvöll til búsetu í
Djúpinu; þeirri upprunalegu áætl-
un er nú senn að ljúka. Er
hugsanlegt að tengja þetta verk-
efni Inn-Djúpsáætlun? Virkjun
fallvatna til raforkuframleiðslu er
vissulega stórmál en undirritaður
er jafn sannfærður um að jafn-
hliða er ræktun ferskvatnskerfis
landsins til framleiðslu á tugum
þúsunda tonna af laxfiski ekki
minna mál.
Lífæð fiskiræktar í ám og
vötnum Isafjarðardjúps er þó
Djúpállinn, sem klýfur landgrunn-
ið úr botni Isafjarðar óslitið út
undir Haft, sem er yzt á land-
grunnsbrú'ninni úti undir Hala.
Minnsta dýpi á Haftinu er 85—90
faðmar.
Þegar lax gengur að landinu
velur hann sér það dýpi, þar sem
hitastigið er honum æskilegast.
Eins og öllum er kunnugt, er
sjórinn lagskiptur hvað hitastig
snertir. Sá kjörhiti, sem laxinn
þarf til göngu á leið sinni til
heimastöðva í Djúpinu, er alltaf
fyrir hendi á einhverju dýpi álsins,
sem er allt að 120 faðma djúpur.
I’étur Bjarnason
Hann á því alltaf greiða leið til
átthaganna.
Til fróðleiks má geta þess að 12.
maí í vor fékkst 14 pd. hrygna í
grásleppunet úti undir Stigahlíð
og fyrsti laxinn á ræktunarsvæði
Djúplax h/f í botni Reykjarfjarðar
barst á land 10. júrií í ár.
Djúplax h/f
Fiskiræktarfélagið Djúplax h/f
var stofnað 1974. Tilgangur félags-
ins er að vinna að fiskirækt á þeim
svæðum, sem félagið fær umráð
yfir. Félagið hóf starfsemi sína
með því að kaupa fiskiræktarrétt-
indi í Svansvíkurvötnum og í
Reykjarfirði, þar sem ekki hafði
verið laxveiði áður.
Fyrsta sumarið fór í rannsóknir
á aðstöðu til fiskiræktar á svæð-
inu; gerðar voru hitamælingar,
sem leiddu í ljós að hitastig
vatnanna og árinnar, sem úr þeim
rennur, fylgdi mjög hitastigi
Laugardalsár og Laugardalsvatna,
sem eru með beztu laxeldissvæð-
um við Djúp. Ennfremur voru höfð
net í vötnunum, með mismunandi
riðli, til að kanna hvað væri fyrir
af villifiski og uppræta hann áður
en seiðum væri sleppt í vatnið.
Vorið 1975 var sömu starfsemi
haldið áfram þar til í ágúst. Þá
virtust vötnin hreinsuð af villifiski
og hitastig þeirra vera að jafnaði
11 til 12 stig.
Þá var sleppt í vötnin 3500 stk.
af niðurgönguseiðum frá Kolla-
fjarðarstöð. Þar sem seiðunum var
sleppt svo seint á sumri, virðist
aðeins lítill hluti þeirra hafa
gengið niður samsumars, því
aðallega varð vart við niðurgöngu
snemma vors árið eftir. Sumarið
1976 var beðið átekta um heimtur
þeirra seiða sem sleppt varp,
haldið var áfram hitamælingum
og höfð net í vötnunum til að
kanna hvort nokkuð hefði orðið
eftir af seiðum í vötnunum frá
fyrra ári. Svo virtist ekki vera. Um
haustið var reynt að fylgjast með
hugsanlegri fiskiferð við ósinn og
í september sáust tveir laxar
renna upp að ósnum við flóð. Það
var fyrsti vísir þess að nokkur
hluti seiðanna hefði gengið niður
samsumars, en vegna slæmra
veðurskilyrða það haust var ekki
reynt við veiði.
Sumarið 1977, þegar von var á
aðalheimtunum, var fylgzt vel með
fiskiferð á Reykjarfirði og þegar
leið að miðjum júlí sáust fiskar
stökkva á firðinum. Var þá strax
sótt um leyfi til Veiðimálastjóra
um að fá að hafa net í fjarðarbotn-
inum, þar sem netalagnir höfðu
áður verið fyrir silung þó aldrei
hafi þar áður fengizt lax, til þess
að ná einhverju af þeim fiski, sem
leitaði upp að ósnum, meðan annar
búnaður til móttöku var ekki fyrir
hendi. Leyfið fékkst og er skemmst
frá því að segja að til 30. ágúst
þegar netin voru tekin upp veidd-
ust 98 fiskar í tvö net, sem
vanalega voru látin liggja frá
hálfföllnu að til hálffallins út.
Hver einasti fiskur var veginn og
mældur og tekin hreistursýni, sem
send voru Veiðimálastofnuninni. I
svari Veiðimálastofnunar við
rannsókn á hreistursýnum kemur
fram að fiskurinn er allur eins árs
úr sjó og öllum sleppt sem
niðurgönguseiðum á sama tíma.
Bætt móttökuskilyrði
Síðastliðið sumar var svo aftur
sleppt seiðum í vötnin, en þá
sumaröldum, svo verður einnig
gert í sumar til að kanna sem allra
bezt endurheimturnar og fá þær
til að endurtaka sig áður en farið
er í fjárfestingar í mannvirkja-
gerð.
Þess má geta að þegar setið var
yfir netunum á flóði, sáust stund-
um fimm til tíu fiskar í einu við
ósinn, þó ekki veiddust nema einn
til tveir í netin í einu. Við höfum
greinilega ekki náð nema hluta
þeirra seiða sem raunverulega
heimtust.
Til þess að mynda góð móttöku-
skilyrði við ósinn þarf að byggja
garða með inntaksmannvirki á
rifinu í fjarðarbotninum. Þau
mannvirki höfum við nú þegar
látið teikna í því formi, sem við
hugsuðum þau. Á síðastliðnu
hausti kom til mála fyrir atbeina
hreppsnefndar að athuga hvort
samræma mætti þessar garðbygg-
ingar hugsanlegu nýju vegarstæði
og garðarnir yrðu þannig byggðir
að leggja mætti veginn um þá til
að forðast klakabólstra og svella-
lög, sem langtímum saman loka
veginum kringum fjarðarbotninn.
Garðarnir yrðu þá byggðir af
Djúplax h/f og vegagerðinni í
félagi. Samþykkt var að hefjast
ekki handa fyrr en Vegagerðin
hefði lokið sínum athugunum, þar
sem við, eins og áður sagði, höfum
ekki hug á að leggja í fjárfestingu
fyrr en endurtekinn árangur hefur
komið í ljós. Við erum engir
sérfræðingar, og margt getur enn
komið uppá, sem reynslan ein
verður að kenna okkur.
Á sama tíma höfum við einnig
haft með höndum seiðakaup og
sleppingu í ísafjarðará. Hún
skilaöi 10 til 12 fiskum á ári áður
en við tókum við henni. Við höfum
látið í hana 500 til 1000 laxaseiði
á ári í 5 ár. Hún er nú komin í
fimmtíu fiska á ári og er aldrei
veidd upp. Greinilegt er að með því
að sleppa fleiri seiðum má fá þar
miklu meira fiskmagn við aðrar
aðstæður óbreyttar.
Með hugsanlegri tilkomu klak-
og seiðaeldisstöðvar í Djúpinu, er
ljóst að stórlega má auka laxa-
gengd í árnar, öllum til hagsbóta.
Tala stangaveiðidaga gæti marg-
faldazt og framleiða mætti
markaðsfisk í hundruðum ef ekki
þúsundum tonna á ári, jafnvel á
stöðum, þar sem aldrei hefur áður
verið lax. Engar rannsóknir liggja
til dæmis fyrir um það hversu
mikill fiskur raunverulega gengur
í Laugadalsá. Menn koma að henni
fullri af fiski við upphaf veiðitíma
og veiða hátt á sjöunda hundrað
fiska og skilja síðan við hana fulla
af fiski að veiðitíma loknum. Hún
er oft full af fiski fram eftir öllu
hausti, og enginn veit í hversu
miklum mæli. Enginn veit hvað
miklu af laxaseiðum Laugardals-
vötn gætu framfleytt ef þau væru
hreinsuð af villifiski (smáurriða
og fjallableikju) og notuð til
laxaræktar eingöngu.
Ákjósanlegt svæði
Það eitt vita menn að vötnin
liggja lágt yfir sjó og hitna
snemma og eru eitt ákjósanlegasta
fiskiræktarsvæði frá náttúrunnar
hendi, sem fyrir finnst hér við
Djúp. Um gildi uppistöðulóna til
hitunar á köldum dragám má
nefna Blævadalsá. Hún á upptök
sín í Mávavötnum á hálendi
Langadalsstrandar og hefur alla
tíma runnið hratt niður Blævadal
og til sjávar. Þegar Blævadalsá
var virkjuð var byggt uppistöðulón
í dalnum, sem myndar allstórt
stöðuvatn á sumrin. I fyrstu viku
september á síðasta ári átti ég leið
um Langadalsströnd og mældi þá
hita í lóninu. Hann var þá 9 stig.
Þetta leiðir hugann að því hvað
hægt er að gera til að hjálpa til
við hækkun hitastigs í köldum
dragám, sem hitna seint.
Hvað myndi til dæmis gerast á
vatnasvæði Langadalsár og
Hvannadalsár, sem báðar hiína
fr-ekar seint, ef byggt væri gott
uppistöðulón fremst í Langadal við
Skéggjastaði, og annað í Lágadal.
Síðan byggður jarðvegsgarður með
Stöðugir
Góð þrep
ALSTIGAR
Sundurdregnir álstigar
í FIMM STÆRÐUM: 4,5 mtr., 5.5, 6.5, 7.5 og 8.5 mtr. langir.
Einfaldir álstigar
2.5 mtr. og 4 mtr. langir.
Altröppur
sjö stæröir
STOFNAÐ 1903
- HAFNARSTRÆTI 21