Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsíngar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. ó mánuði innanlands.
j lausasölu 100 kr. eíntakið.
Fyrir kosningar lögðu
Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag áherzlu á
kröfuna um samningana í
gildi. Mánuðum saman
hömuðust talsmenn
flokkanna tveggja á þess-
ari kröfu í málflutningi
sínum og beittu áhrifum
sínum í verkalýðshreyf-
ingunni til þess að fylgja
henni eftir með verkfalls-
aðgerðum af ýmsu tagi.
Eftir að þessir flokkar
tóku höndum saman
ásamt Framsóknar-
flokknum um myndun
meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur sviku þeir
gefin kosningaloforð og
borguðu til baka 30% af
því, sem þeir höfðu lofað.
Þessi 30% borga þeir til
baka með því að skera
niður framkvæmdir en í
því felst, að þeir draga úr
vinnu og tekjum al-
mennra verkamanna og
iðnaðarmanna til þess að
geta greitt borgarstarfs-
mönnum hærri laun.
Þrátt fyrir þessa niður-
stöðu í borgarstjórn
Reykjavíkur héldu fram-
bjóðendur Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags til
þings áfram að krefjast
gildistöku samninganna
og þar með fullra vísi-
tölubóta. Þess vegna er
það eðlileg krafa, að
þessir tveir flokkar geri
þjóðinni grein fyrir því,
hver úrræði þeirra í
efnahags- og atvinnumál-
um eru. Hér er um slíkt
stórmál að ræða, að hvort
sem þessir flokkar leita
til Sjálfstæðisflokks eða
Framsóknarflokks um
þátttöku í nýrri ríkis-
stjórn hlýtur það að
verða krafa hvors flokks-
ins sem er, að áður en
setzt verður að samn-
ingaborði liggi úrræði og
tillögur Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags í efna-
hags- og atvinnumálum
fyrir.
Sjálfstæðisflokkur eða
Framsóknarflokkur
hljóta að krefjast þess
áður en slíkar hugsanleg-
ar viðræður hefjast, að
Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag geri grein
fyrir því í fyrsta lagi,
hvernig þeir ætla að
greiða fullar vísitölubæt-
ur á laun. í öðru lagi
hvernig þeir ætla að
tryggja rekstrargrund-
völl atvinnuveganna og
þá sérstaklega útgerðar,
fiskvinnslu og iðnaðar við
þær aðstæður og í þriðja
lagi hvernig þeir ætla að
ráða niðurlögum verð-
bólgunnar. Tillögur þess-
ara tveggja flokka í þess-
um efnum verða að liggja
á borðinu áður en annar
hvor núverandi stjórnar-
flokka ljær máls á alvar-
legum viðræðum. Miðað
við ummæli Geirs Hall-
grímssonar í viðtali við
Morgunblaðið í fyrradag
og ummæli Ólafs Jóhann-
essonar strax eftir kosn-
ingar verður að ætla, að
þessir tveir flokkar muni
setja slík skilyrði.
Morgunblaðið hefur
skýrt frá því, að í viðræð-
um fulltrúa Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags hafi
verið rætt um einhvers
konar blöndu af milli-
færslu og niðurfærslu. Þá
þarf það að liggja fyrir
hvernig menn hugsa sér
það. Hvað á að færa á
milli og frá hverjum til
hvers? Hvað á að færa
niður og hvernig og með
hverju? Millifærslu- og
niðurfærsluleið er ekki
þekkt frá síðari árum en
var hins vegar alkunn
fyrir Viðreisn, þegar upp-
bóta- og styrkjakerfið
reið húsum árum saman
og þeir sem komnir eru
yfir miðjan aldur muna
vel eftir en hinir yngri
ekki. En hvað sem um
það má segja er nauðsyn-
legt, að flokkarnir tveir
geri grein fyrir því,
hvernig þeir hugsa sér
framkvæmd slíkra úr-
ræða.
Við blasir alvarlegur
vandi í atvinnulífinu. Sá
vandi er ekki til kominn
vegna þeirrar efnahags-
stefnu, sem núverandi
ríkisstjórn hefur markað.
Sá vandi er til kominn
vegna þess, að í kjara-
samningum hefur verið
samið um meiri útgjalda-
auka en atvinnugreinarn-
ar geta staðið undir. Ekki
er ólíklegt, að við íslend-
ingar stöndum nú á þeim
tímamótum, að lengra
verði ekki komizt með að
velta vandanum á undan
sér. Nú þurfum við að
taka á honum í alvöru og
þar þurfa verkalýðsfélög-
in að eiga hlut að ekki
síður en aðrir. En þessi
vandi er nú orðinn svo
aðkallandi, að stjórn-
málamennirnir þurfa að
láta hendur standa fram
úr ermum.
Úrræðin á borðið
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 8. júlí
öheilindi við
hvert fótmál
Fróðlegt er að fylgjast með þeim
könnunarviðræðum, sem fram
fara þessa dagana milli fulltrúa
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
um hugsanlega stjórnarmyndun.
Forseti Islands hefur að vísu ekki
falið neinum flokksleiðtoga form-
lega stjórnarmyndun enn sem
komið er, en væntanlega kemur að
því eftir helgina. Hingað til hefur
eftirfarandi komið fram í viðræð-
um þessara tveggja flokka: Al-
þýðuflokkur stefnir markvisst að
myndun svokallaðrar nýsköpunar-
stjórnar þ.e. ríkisstjórnar með
aðild Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Sjálfstæðisflokks. Sam-
stjórn þessara þriggja flokka
gengur undir þessu heiti vegna
þess, að slík stjórn sat um skeið
undir forsæti Olafs Thors á fyrstu
árum lýðveldisins. Á fundi helztu
trúnaðarmanna Alþýðuflokks
skömmu eftir kosningar munu
nær allir fundarmenn hafa viljað
slíka stjórnarmyndun en aðeins
einn verið þeirrar skoðunar, að
mynda ætti svonefnda Viðreisnar-
stjórn þ.e. samstjórn Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks, sem svo er
nefnd vegna þess, að ríkisstjórn
þessara tveggja flokka, sem sat frá
1959—1971, gekk undir þessu
nafni.
Yfirlýst markmið Alþýðubanda-
lagsins er hins vegar að koma á
nýrri vinstri stjórn með aðild þess,
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks. Slík vinstri stjórn sat á
árunum 1956—1958. í samræmi
við þessa yfirlýstu stefnu Alþýðu-
bandalagsins hafa forystumenn
þess óskað eftir viðræðum við
Framsóknarflokkinn eftir helgina
og fara þær fram á mánudag.
Flokkarnir tveir, sem taka þátt í
þeim könnunarviðræðum sem nú
standa yfir, eru því ekki sammála
um, hvaða þriðja samstarfsaðila
þeir vilja fá til liðs við sig.
Framsóknarflokkurinn hefur
markað ákveðna stefnu til stjórn-
armyndunar að því er virðist.
Framsóknarflokkurinn kveðst
vilja greiða fyrir því, að sigurveg-
arar kosninganna, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag fái að sýna
hvað í þeim býr og að þeir fái því
tækifæri til þess að stjórna
landinu með einhvers konar hlut-
leysi Framsóknarflokksins.
Það sem er athyglisvert við
þessar viðræöur allar er einfald-
lega það að óheilindi búa þar að
baki, a.m.k. bæði hjá Alþýðu-
bandalaginu og Framsóknar-
flokknum.
Hvað vakir
fyrir Fram-
sóknar
flokknum?
Við fyrstu sýn kann tilboð
Framsóknarflokksins til Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags að
virðast mjög eðlilegt. Þessir tveir
flokkar börðust fyrir því, að fullar
vísitölubætur yrðu greiddar á laun
í kosningabaráttunni og þeir hafa
fyllilega gefið í skyn, að á því séu
engin vandkvæði önnur en þau, að
í landinu hafi setið vond ríkis-
stjórn, sem hafi viljað klekkja á
launafólki. Þess vegna kann fólki
að finnast það vel til fundið, að
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
fái tækifæri til að koma þessum
stefnumálum sínum í framkvæmd.
Fyrir Framsóknarflokknum
vakir hins vegar ekki gæzka og
góðvild í garð þessara tveggja
flokka. Framsóknarflokkurinn tel-
ur sig hafa gert þessum tveimur
flokkum tilboð, sem þeir geti ekki
hafnað en eins og menn vita eru
slík tilboð gjarnan banvæn. Fram-
sóknarflokkurinn stefnir að því
með tilboði sínu um hlutleysi við
minnihlutastjórn þessara tveggja
flokka að leiða þá til slátrunar.
A.m.k. vill Framsóknarflokkurinn
slátra Alþýðuflokknum og koma
myndarlegu höggi á Alþýðubanda-
lagið. Framsóknarflokkurinn veit
sem er, að hvorugur þessara
flokka býr yfir þeim úrræðum,
sem tryggt geta launþegum fullar
vísitölubætur og fulla atvinnu.
Framsóknarflokkurinn veit, að
innan örfárra mánaða mundi
minnihlutastjórn þessara tveggja
flokka hafa opinberað úrræðaleysi
sitt og getuleysi. Vafalaust finnst
mörgum nauðsynlegt, að það
gerist, en gallinn er bara sá, að
eftir eru óleyst vandamál atvinnu-
vega, sem geta leitt til atvinnu-
leysis þá og þegar. Og spurningin
er sú, hvort þjóðin hafi efni á að
horfa á þann sandkassaleik, sem
Framsóknarflokkurinn býður upp
á.
Að hverju
stefnir Alþýðu-
bandalagið?
Hin opinbera stefna Alþýðu-
bandalagsins um þessar mundir er
að flokkurinn vilji mynda vinstri
stjórn. I raun er Alþýðubandalagið
skipt í a.m.k. þrjár fylkingar.
Fyrsti hópurinn, sem lýtur leið-
sögn Lúðvíks Jósepssonar, er því
ekki mótfallinn, að mynduð verði
nýsköpunarstjórn. Þessi hópur
gerir sér hins vegar grein fyrir því,
að ekki er hægt að tala upphátt á
þann veg í Alþýðubandalaginu
fyrr en reynt hefur á það, hvort
unnt sé að mynda vinstri stjórn
með Framsóknarflokknum. Annar
hópurinn, sem segja má, að sé
undir forystu Ragnars Arnalds,
vill í raun og veru vinstri stjórn og
getur helzt ekki hugsað sér
nýsköpunarstjórn eða samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn yfirleitt.
Þriðji hópurinn vill, að Alþýðu-
bandalagið verði utan stjórnar
hvað sem á gengur.
Alþýðubandalagið er vinstri
flokkur og mikilvægt er fyrir það,
að sýna kjósendum sínum fram á,
að það hafi reynt til hins ýtrasta
að koma á nýrri vinstri stjórn.
Þess vegna fara sjónarmið fyrsta
og annars hóps saman í bili.
Auðvitað getur fyrsti hópurinn vel
hugsað sér að fara inn í vinstri
stjórn ef þess er kostur, en þeir
hafa áhyggjur af því, eins og
Alþýðuflokksmenn, að Fram-
sóknarflokkurinn leggi ekkert með
sér nema 12 þingsæti á Alþingi en
engin áhrif utan þings. Þess vegna
kann vel svo að fara, að þjóðin sitji
uppi að lokum með nýja vinstri
stjórn og jafnvel undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar. En látum
það vera. Aðalatriðið er hitt, að
komist Alþýðubandalagið að raun
um, að Framsóknarflokkurinn sé
ekki reiðubúinn til þess að fara í
Ólafur Jóhannesson gerir tilboð
sem hann telur ekki hægt að hafna
— en slík tilboð hafa gjarnan verið
talin banvæn.