Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 Frá 800—1200 eftir Krist varð loftslag á norðurhveli aftur hlýrra en það er nú. Þessu „Litla hlýviðrisskeiði" fyldu betri ræktunarskilyrði í Norður-Evrópu og hefur það ef til vill valdið að hluta hinni miklu útþenslu Skandinava, sem fram kom í Víkingaferðum og landvinningum allt frá írlandi til Rússlands og landnámi íslands og Grænlands. Afturhvarf til kaldara veðurfars frá 1550 til 1850, höfðu næstum haft sömu afleiðingar á íslandi, þar sem korn hætti að geta vaxið ailt fram til 1920. I kjölfar þessarar „litiu ísaldar“ fylgdi mildara loftslag á nær allri jörðinni og náði hámarki um 1950, en síðan hefur hitastigið fallið nokkuð. Ótal skýringar eru til á þessum tiltölulega stuttu breytinga- skeiðum á loftslagi með samsvar- andi erfiðleikum fyrir landbúnað- inn. Flestar eru líklegar, en undantekningarlaust eru þær ósannaðar. Gallinn er sá, að nákvæmar skýrslur um veðurfar ná, þegar best lætur, ekki lengra aftur en nokkrar aldir, svo að samsvörun veðurfars og annarra breytinga getur verið hrein tilviljun, þó samsvörun sé nógu nákvæm. Sólblettir og eldgos Ein þeirra kenninga, sem lofar góðu, tengir skammtíma breyting- ar á veðurfari orkumagni frá sólu. Oft er þetta magn kallað „stöðugt", en er í raun ekki stöðugra en svo að munar 1—2% og ekki vitað nema það geti jarnvel verið enn breytilegra. Stöðugleiki þessarar orku virðist fara eftir sólblettamagni. Til dæmis var litla ísöldin án efa á sama tíma þegar sólblettir voru óeðlilega litlir, þar sem aukning á sólblettum síðan 1850 kemur heim við hlýrra tímabil. Svipaða en nákvæmari líkingu milli sólbletta og loftslags má rekja næstum aftur til Krists burðar. Önnur eða öllu heldur viðbótar- kenning um veðurfarsbreytingar tengir þær við eldgos. Við eldgos geta milljónir tonna af fínu ryki safnast í lofthjúpinn og haldist þar í mörg ár. Slíkt ryk gæti sjálfsagt dregið úr hita með því að skyggja á sólina og draga úr geislum hennar á leið til jarðar. Og enn kemur fram, að mikil eldvirkni virðist vera á sama tíma sem veðurfar er kaldara. Öruggar heimildir um eldgos ná þó ekki lengra aftur en tvær aldir. Við þessi náttúrufyrirbrigði sem hafa eða hafa ekki áhrif á lofstlagið, verðum við að bæta mannlegum þáttum. Einn slíkur er losun á útblástursefnum frá olíu- brennslu í andrúmsloftið. Þessi efni eru stór þáttur í svokölluðum gróðurhúsaáhrifum í andrúmsloft- inu, sem verður til þess að mikið af langbylgjum eða hitaútstreymi frá jörðinni lokast inni vegna agna í andrúmsloftinu, og þar með hækkar hitinn. Enginn efi virðist á því, að aukinn kolsýringur í andrúmslofti, sem fylgdi iðnaðar- byltingunni á síðustu öld, hefði þá átt að hækka hitastig á jörðinni, og það var einmitt þetta sem gerðist milli 1880 og 1950. En þá lækkaði hitastigið samt sem áður, þótt iðnaður, bílar og húsahitun héldu áfram að senda frá sér kolsýring í vaxandi mæli. Sumir veðurfræðingar, svo sem Reid Bryson frá Viseonsinháskóla, telja að önnur framleiðsla mann- fólksins hafi dregið úr hitanum, en það er rykið. Vélvæðing land- búnaðar og byggingarstarfsemi hafi aukið rykið í lofthjúpnum, sem hafi þá orsakað meiri svala, alveg eins og eldgosaagnirnar. Allar þessar kenningar eru trúlega miðað við hitastig á norðurhveli. Samkvæmt nýlegum skýrslum virðist loftslagsmynstrið hafa verið andstætt þessu í stórum landshlutum á suðurhveli, þar sem hitastig fór lækkandi milli 1880 og 1940 og reis eftir það hærra en nokkru sinni fyrr. Enn önnur tegund breytinga af manna völdum hefur ef til vill orsakast af ofbeit á úthögum. Hún minnkar gróið land og um leið „nothæft" regn, þ.e. rakamagnið sem jörðin getur haldið. En þetta getur líka, vegna flókinna veður- fræðilegra lögmála, dregið úr raunverulegri rigningu, sem aftur minnkar gróður o.s.frv. Bryson hefur látið sér detta í hug, að þetta hafi, ásamt þurrara loftslagi frá náttúrunnar hendi, orðið þáttur í því að eyða menningunni við Indusfljót. Aðrir telja að þetta kunni að hafa hjálpað til þess að koma af stað þurrkunum í Sahel nú nýverið, þar sem án efa hefur verið almenn ofbeit á landi undanfarna áratugi. Líklegt er að athafnir mannsins hafi áhrif á loftslag, en áætlanir um þátt þeirra áhrifa stranda á fáfræði okkar um orsakir lofts- lagsbreytinga af náttúrunnar hendi — — sem urðu hvað eftir annað fyrir tilkomu iðnaðar, vélvædds landbúnaðar og þessháttar þátta. Þar sem við vitum semsagt ekki hvernig lofts- lagið hefði orðið, ef mannlegir þættir hefðu ekki komið þar við sögu, þá getum við ekki sagt í hve ríkum mæli aðgerðir mannanna hafa raunverulega breytt ein- hverju. Spá um loftslagsbreytingar Þegar litið er á alla þessa óvissuþætti getur það varla verið miklu meira en ágiskun hvaö veðurfar gerir í framtíðinni. Ófyrirséðar eru langtima breyt- ingar á sólblettum og raunar líka eldgos. Og þótt bæði kolsýringur og ryk af mannavöldum muni áreiðanlega fara vaxandi í and- Kramhald á bls. 94 Hyndlistaihom Pennans er listaukandi Allt frá því að vlð opnuðum myndlistar- og teiknivöruhornið í Hallarmúla 2 fyrir 2 árum höfum við kappkostað að hafa á boðstólum góðar vörur á hagkvæmu verði. Við höfum þreifað fyrir okkur á heimsmarkaðinum, látið reyna á efnin og áhöldin hér heima og valið síðan það besta miðað við verð. i dag erum við reynslunni ríkari og getum fullyrt að allar vörur, sem við höfum fyrir mynd- listarmenn, teiknara, arkitekta, verkfræðinga o.fl. auka bæði afköst og ánægju í starfi. Komdu við í Pennanum Hallarmúla 2 og skoðaðu úrvalið í myndlistar- og teiknivörum. Hallarmúla 2 simi 83211.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.