Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
47
Bjarna Markúsar Jóhannfessonar,
eykur heildarsvip á myndlist
okkar þessa tíma, enda eru sum
verkin gerð á síðastliðnu ári og
þessu. Það er ósk mín, að lista-
verkin fái rúm í sömu salarkynn-
um og hin fyrri verk, en það er í
Listasafninu á Selfossi."
Þessar eru myndirnar:
Konumynd eftir Ásgrím Jóns-
son. Konumynd eftir Braga Ás-
geirsson. Garður í Reykjavík
eftir Hring Jóhannesson. „Húsið“
Sigurjón Ólafsson myndhöggvara
til þess að gera af mér mynd, sem
staðsett yrði í safninu. Og nú er
myndin hingað komin.
Eg vil færa Árnessýslu alúðar
þakkir fyir þennan heiður, sem
mér er sýndur. En það sem gleður
mig mest er, að nú hefur Listasafn
Árnessýslu eignast verk eftir hinn
frábæra myndhöggvara okkar,
Sigurjón Ólafsson, Konumynd,
sem mun vera sú sjöunda í röðinni
er listamaðurinn hefur gert af
konum. Og ég vil jafnframt þakka
Sigurjóní og konu hans, frú
Birgittu, fyrir ánægjuríkar stund-
ir á heimili þeirra, þegar ég sat
fyrir hjá honum fyrir rúmu ári.
Nýlega hefi ég sent Páli Lýðs-
syni stjórnarformanni Lista- og
byggðasafnsins svohljóðandi bréf:
„Hér með afhendi ég Árnessýslu
að gjöf 7 myndir eftir 6 íslenska
myndlistarmenn. Þessi viðbót við
hina fyrri gjöf mína og sona
minna, Lofts Jóhannessonar og
Mynd af frú Bjarnveigu
Bjarnadóttur afhjúpuð
í listasafni Árnessýslu
Þann 1. júlí var minnisstæð
athöfn í salarkynnum Byggða- og
listasafns Árnessýslu, er afhjúpuð
var brjóstmynd af frú Bjarnveigu
Bjarnadóttur, er Sigurjón Ólafs-
son myndhöggvari hefur gert að
frumkvæði Árnessýslu. Við þessa
athöfn voru mættir margir fyrir-
svarsmenn Árnessýslu og Selfoss-
bæjar, ættingjar frú Bjarnveigar
og listafólk, er komið hefur við
sögu safnsins.
Páll Hallgrímsson hafði orð
fyrir gefendum, og kvað framlag
frú Bjarnveigar Bjarnadóttur svo
mikilsvert fyrir menningarlíf Ár-
nesinga, að þeir hefðu sérstaklega
viljað minnast þess með því að
bæta við einu listaverki: af frúnni
sjálfri og þá eftir valinkunnan
listamann úr héraðinu, Sigurjón
Ólafsson myndhöggvara frá
Eyrarbakka. Nú væri þetta lista-
verk komið á sinn rétta stað, og
bað sýslumaður frú Bjarnveigu að
afhjúpa verkið.
Að afhjúpun lokinni flutti frú
Bjarnveig Bjarnadóttir ávarp það,
sem hér fylgir með óstytt og lýsir
hug hennar til Árnessýslu og
skýrir það markmið hennar að
afhenda ættarhéraðinu dýrmæt
listaverk hvað eftir annað. Er
gestir höfðu gengið um sýningar-
sali Listasafnsins var boðið til
kaffidrykkju í sýningarsal hússins
á neðri hæð. Þar sagði Páll
Lýðsson stjórnarformaður
Byggða- og listasafnsins frá starf-
semi safnsins og minntist þess
fyrst að nú væru 17 ár liðin frá því
frú Bjarnveig Bjarnadóttir lýsti
fyrstu listaverkagjöf sinni til
Árnessýslu. Árið 1963 afhenti hún
gjöf sína sýslumanni Árnessýslu í
Bogasal Þjóðminjasafnsins, en
listaverkunum var komið fyrst
fyrir í eldra safnahúsinu á Selfossi
í júlíbyrjun 1964.
Árið 1974, á landnámshátíð
Árnesinga, var málverkasafn Ár-
nessýslu flutt í ný og rúmbetri
húsakynni safnanna á Selfossi.
Þar var fleiri listasöfnum einnig
komið fyrir í sama húsi og tekinn
í notkun sýningasalur fyrir far-
andsýningar. Allt gefur þetta betri
möguleika til eflingar listaáhuga
innan héraðs, og kvað Páll aðsókn
hafa farið stórbatnandi að öllum
söfnunum þessi síðustu fjögur ár.
Listamenn kæmu oft með sýning-
ar að Selfossi, og áberandi væri
einnig, að innanhéraðsmenn héldu
nú samsýningar og einkasýningar
í ríkari mæli en áður. Nýir menn
kæmu nú fram, sem áður hefði
ekki verið vitað að fengjust við
listiðkun og vísir að kennslu í
listfræði hefði einnig komið fram.
Þetta taldi hann ánægjulegan vott
þess að gjafir frú Bjarnveigar
Bjarnadóttur hefðu borið verðug-
an árangur. Þær yrðu, er fram í
Frú Bjarnveig flytur ávarp sitt.
sækti, verðug arfleifð fyrir Árnes-
inga og héraðið allt.
Aðrir ræðumenn voru Ingvi
Ebenhardsson, forseti bæjar-
stjórnar á Selfossi, sem þakkaði
það, að þetta listasafn hefði nú
starfað á Selfossi um árabil, og
væri einn merkasti menningar-
þáttur staðarins. Stefán Jasonar-
son hreppstjóri í Vorsabæ mælti
einnig nokkur orð og fjallaði þá
einkum um listaverk Ásgríms
Jónssonar málara í Listasafni
Árnessýslu. Hann minntist þess,
að Ásgrímur væri bæði fæddur og
grafinn í Gaulverjabæjarhreppi og
sem sveitungi hans þætti sér gott |
til þess að vita, að nú stæði til að
reisa Ásgrími bautastein eða
minnisvarða á fæðingarstað hans,
Rútsstaðasuðurkoti. En þennan
minningarstein mun Árnesinga-
félagið í Reykjavík hafa forgöngu
um að reisa.
Við afhjúpun brjóstmyndarinn-
ar flutti frú Bjarnveig Bjarnadótt-
ir svohljóðandi ávarp:
Heiðruðu gestir.
Árið 1976, um haustið, var ég
hér stödd, en þá afhenti ég og
synir mínir Listasafni Árnessýslu
8 myndlistarverk til viðbótar
hinum fyrri. Mættir voru hér Páll
Hallgrímsson sýslumaður, stjórn-
armenn Lista- og byggðasafnsins
og konur þeirra. Einnig Pétur
Sigurðsson safnvörður.
Mér var þá tilkynnt, að sýslan
vildi heiðra mig með því að fá
á Eyrarbakka eftir Jón Jónsson.
Fjara eftir Kjartan Guðjónsson.
Þokudagur við Rcykjavíkurhöfn
eftir Skarphéðin Ilaraldsson. í
Stokkseyrarfjöru. einnig eftir
Skarphéðin.
Jafnframt vil ég geta þess, að
myndir þær sem ég afhenti hér
árið 1976 eru eftir þessa mynd-
listarmenn:
Ragnheiði Jónsdóttur (frá
Skipum), Ragnheiði Jónsdóttur
Ream. Jón Jónsson, bróður Ás-
gríms. Hjörleif Sigurðsson, Eirík
Smith. Einar Ilákonarson. Einar
G. Baldvinsson og Hörð Ágústs-
son.
Og ég vil líka geta þess hér, að
ég hefi skrifað svohljóðandi bréf
til Byggðasafns Árnessýslu á
Selfossi:
„Prýtt hefur heimili mitt í hálfa
öld hilla gerð af Ríkharði Jónssyni
myndskera, öndvegis útskurðar-
verk.
Nú hefi ég og synir mínir, Loftur
Jóhannesson og Bjarni Markús
Jóhannesson, ákveðið að gefa
Byggðasafni Árnessýslu á Selfossi
hillu þessa. Þetta tilkynni ég hér
með stjórn safnsins fyrir mína
hönd og sona minna um leið og ég
afhendi hana“.
Nú eru myndlistarverkin hér í
safninu orðin 57 að tölu. Eins og
ég hefi áður sagt á þessum stað,
eru þau gefin af heilum hug og
með þeirri ósk, að safnið verði
sýslunni menningarauki. En mik-
ils virði er það, að allir, og ekki síst
æskufólkið, eigi þess kost að
kynnast góðri list, og ættu skólar
að hafa slíkt í huga.
Hér í salnum varð að gera smá
breytingu, þegar myndunum fjölg-
aði, og álít ég að sú breyting hafi
orðið til bóta. En hún er í því
fólgin, að setja varð þrjú vegg-
spjöld útfrá aðal-veggjum. Þetta
verk annaðist Guðmundur Bene-
diktsson myndhöggvari. Hann sá
líka um upphengingu viðbótar-
myndanna árið 1976, og einnig nú.
Vil ég færa honum innilegt
þakklæti fyrir smekkvísi hans og
útsjónarsemi, en það var ekki
vandalaust að koma 57 myndum
fyrir í ekki stærri sal, svo að vel
færi. Þetta safn mynda hér í
salnum nær yfir rúmlega 70 ára
tímabil. En á þessu ári eru
fimmtíu ár síðan ég eignaðist
fyrstu myndina.
Pétri Sigurðssyni safnverði vil
ég einnig þakka innilega fyrir
prýðilegt samstarf og alla hans
umhyggju í sambandi við Lista-
safnið hér. Og að lokum vil ég enn
og aftur þakka allan hlýhug og
virðingu þá, sem mér hefur verið
sýnd í dag.
RANDVER
Það stendur mikið tii
Plata sumarsins. 14 skínandi sólarlög.