Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 23 Um 350 bókatitlar í Njóðbókasafninu Um daginn áttu blaða- menn Morgunblaðsins leið í útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur í Sólheimum 27, oftast kallað Sólheima- útibúið, en þar er starfrækt deild er nef nist „Bókin heim.“ Nafnið segir ekki mikið og fannst okkur því ástæða til að kanna betur þá starfsemi sem þessi deild sér um. í því skyni ræddum við við þau Helgu Ólafsdóttur og Gísla Helga- son. Deildinni „Bókin heim“ er ætlað að þjóna fötluðu fólki sem ekki getur nálg- ast bækurnar sjálft. Bækur eru sendar heim til fólks, en þar á meðal er blint og sjónskert fólk sem fær sendar heim hljóðbækur. Það sem fengið hefur naf n- ið hljóðbækur, eru prent- verk sem hljóðrituð hafa verið á segulbandsspólur. í reglum um þessa starfsemi segir að rétt til að lesa hljóðbækur hafa sjónskert- ir og aðrir sem sakir bæklunar eða sjúkdóma hafa ekki full not af prent- uðum bókum. Hljóðbækurnar, sem lánaðar eru út, eru gerðar í Hljóðbóka- deild Blindrafélagsins, Hamra- hlíð 17, og sér Gísli Helgason um þá starfsemi. Gísli sagði okkur að fyrsti vísirinn að Hljóðbókasafninu hafi myndast árið 1957, en þá var Blindrafélaginu gefið segul- bandstæki, og byrjað var að lesa inn á stórar segulbandsspólur. „Árið 1970 hafði Eiríkur Hreinn Finnbogason, þáverandi borgarbókavörður, orð á því að æskilegast væri að Blindrafé- lagið og Borgarbókasafnið störf- uðu saman að uppbyggingu hljóðbókasafns. Var þá farið að athuga hvernig best væri að koma þessari hugmynd í fram- kvæmd, sem fyrirsjáanlegt var að yrði mjög dýr.“ „Sumarið 1971 byrjaði ég að starfa við Borgarbókasafnið við merkingar á spólum sem safnið hafði fengið og voru þær aðal- lega frá útvarpinu. Þegar núver- andi borgarbókavörður, Elva Björk Gunnarsdóttir, kom frá námi sínu í Svíþjóð árið 1974 var sett á stofn deildin „Bókin heim“ og er henni ætlað að þjóna öllu fötluðu fólki, þar á meðal þeim sem ekki geta lesið prentaðar bækur." „Um þetta leyti var nýbygging Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 tekin til notkunar og var sýnt að hér var nóg húsrými fyrir hljóðbókagerð. Af þeim sökum var farið að leita eftir hentugum tækjum í hljóðbókagerðina og eftir leiðum til fjármögnunar. Snemma árs 1975 gaf Kiwanis- klúbburinn Hekla segulband og Lionsklúbbur Reykjavíkur gaf tvö segulbönd og fjölspólunar- tæki, sem afritar yfir á 8 kassettur á tvöföldum hraða og báðar hliðar um leið. Blindrafé- lagið lét gera hér tvö upptöku- stúdíó og í september 1975 var þessi aðstaða tilbúin til notkun- ar.“ Borgarbókasafnið og Blindrafélagið gerðu með sér samstarfs- samning Helga Ólafsdóttir bókasafns- fræðingur tjáði okkur að í nóvember 1975 hefðu Blindrafé- lagið og Borgarbókasafnið gert með sér samstarfssamning um hljóðbókaþjónustuna. Sagði hún að bókaval annaðist nefnd, sem skipuð væri af aðilum tilnefnd- um af Borgarbókasafninu og Blindrafélaginu og væri sú nefnd ólaunuð. „Þar sem okkar stærsti lesendahópur er eldra fólk, og það vill helst hugljúfar sveita- lífssögur, er tekið tillit til þessara sjónarmiða við val á nýjum titlum, þó jafnframt sé reynt að byggja upp alhliða bókasafn." Helga sagði að hvað snerti kaup á efni (kassettur, segul- bandsspólur undir frumrit, um- búðir og fleira) þá skiptu Borgarbókasafnið og Blindrafé- lagið með sér kostnaði. „Innlesturinn á kassetturnar er algjörlega unninn í sjálfboða- liðsvinnu og er því ólaunaður. Þar sem ekki er of mikið að góðum lesurum vildi ég gjarnan mælast til þess að atvinnulaust eða atvinnulítið skólafólk, eða annað fólk sem hefur langt sumarfrí, eins og t.d. kennarar og sumir leikarar, kæmu til okkar og læsu eins og eina til tvær bækur inn á kassettu. Það sem við teljum góðan lesara, er lesari sem les skýrt og skil- merkilega. Einnig leggjum við mikla áherslu á að lesarinn leitist við að koma efninu hlutlaust á framfæri, og viljum við að lesturinn sé jafn hlutlaus og þegar venjuleg bók er lesin. Einnig vil ég færa öllu því fólki þakkir sem lagt hefur af mörk- um ómælda sjálfboðaliðsvinnu við lestur á bókum fyrir þennan þakkláta lesendahóp." Helga sagði ennfremur að Borgarbókasafnið greiddi starfsmanni hljóðritunar en Blindrafélagið aflaði tækjabún- aðar og sæi um viðhald hans. Borgarbókasafnið sér síöan um frágang og varðveislu hljóðbók- anna, svo og um dreifingu til lánþega, en eins og nafnið „Bókin heim“ gefur til kynna fá lánþegarnir bækurnar sendar heim.“ „Þessi þjónusta hefur orðið mjög vinsæl og lánþegum fjölg- að mun meira en gert var ráð fyrir í fyrstu," hélt Helga áfram. „Okkur kom mjög á óvart að langstærstur hluti lánþega reyndist vera eldra fólk, og í ljós kom að sjónskerðing er miklu algengari hrörnunarsjúk- dómur en ég held að fólk geri sér almennt grein fyrir." „Nýtingin á hljóðbókasafninu á sér ábyggilega enga hlið- stæðu,“ sagði Helga. „I síðásta mánuði voru útlánin á milli 800—900, en bækurnar í safninu eru 800—900 að tölu. Nýtingin er því nálægt 100% og má það teljast gott,“ bætti Helga við. En þar sem Borgarbókasafn- inu er einungis ætlað að þjóna Reykjavíkursvæðinu datt okkur í hug að spyrja Helgu að lokum hvort þessi þjónusta væri þá eingöngu ætluð borgarbúum. „Nei, alls ekki,“ sagði Helga. „Þvert á móti, því við lánum töluvert út á land. Blindrafélag- ið er samtök blindra og sjón- skertra á öllu landinu og því tók Borgarbókasafnið að sér að dreifa hljóðbókunum út um allt landið. Eðlilegt er þó að sveitar- félögin utan Reykjavíkur og ríkið taki þátt í kostnaðinum við uppbyggingu hljóðbókasafnsins, en til þess hefur ekki komið ennþá. Vonir standa þó til að samningar takist um þessi mál hið fyrsta." Mikil vinna við gerð hljóðbókanna Við Hljóðbókagerðina hefur Gísli Helgason unnið frá því í júní 1977, en eins og áður segir hafa sjálfboðaliðar annast inn- lestra á kassettur. Gísli sagði okkur að fyrst væru bækurnar hljóðritaðar á stórar segul- bandsspólur, en síðan væru gerð 3 eintök á kassettur. „Þetta er ákaflega lýjandi starf og mikið álag á einum manni að fylgjast með 2 lesur- um í einu og sjá jafnframt um afritun og merkingar. Það eru líka svo ótrúlega margir hlutir sem geta komið inn í þetta. Þó finnst mér þetta mjög ánægju- legt starf og ég hlakka alltaf til að fara í vinnuna á morgnana." „Vinnan við 90 mínútna kass- ettu getur verið mismunandi og tekið allt frá 2 tímum upp í 3—4,“ sagði Gísli ennfremur. „Þetta fer allt eftir lesurunum. Þegar þeir hafa lokið lestrinum þarf að afrita kassetturnar og hljóðprófa þær og athuga hvort þær séu í lagi að öðru leyti. Að síðustu þarf að ganga þannig frá þeim að þær geti farið niður á Borgarbókasafn til merkinga og útlána." „Þetta er því ákaflega dýr starfsemi sem útheimtir mikið' fé. Ef vel ætti að vera þyrfti nauðsynlega annan starfsmann til að bæta framleiðsluna. Við höfum þó verið ákaflega heppin með lesara og fengið til þess gott fólk, sem virðist hafa mikinn áhuga fyrir því að efla hljóðbókasafnið." Við fylgjumst nú með Gísla við störf sín í stúdíóinu um stund og sjáum strax að hann virðist vera mjög laginn í meðferð hinna ýmsu tækja. Því væri fróðlegt að fá að vita hvort hann hafi lært eitthvað þessu viðvíkjandi. „Eg hef fengist mjög mikið við segulbönd um ævina, og kemur það mér til góða í þessu starfi. Þegar ég var hjá útvarp- inu sem mest á árunum 1973—1974 lagði ég mig eftir að fylgjast með því hvernig hlutum þar væri háttað og hefur sam- starf okkar við útvarpið verið ‘með eindæmum gott og aldrei verið neitt því til fyrirstöðu að við fengjum alla þá fyrirgreiðslu sem við höfum þurft á að halda.“ Auk þess að sjá um fram- leiðslu hljóðbóka sér Hljóð- bóka-gerðin um það sam kalla mætti „hljóðtímarit", og biðjum við Gísla um að segja okkur nánar frá þeirri starfsemi. „Þegar öll þessi tæki voru komin í gagnið var ljóst að hægt var að nýta þau betur. Við hófum því samstarf við Lions- klúbbinn Njörð um að gefa út valdar greinar úr dagblöðum og tímaritum á hálfsmánaðar fresti. Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur hefur aðallega séð um þetta fyrir Njarðar hönd og unnið það starf mjög vel, en Björn Sveinbjörnsson hefur ver- ið fastur lesari með Sveini frá því í fyrrasumar, auk þess sem fleiri hafa komið þar við sögu. Með þessum kassettum hefur því fólki, sem ekki getur lesið, verið gefinn aukinn kostur á því að fylgjast með og þannig er reynt að rjúfa þá einangrun sem þetta fólk vill oft lenda í. Fastir áskrifendur eru að þessum kassettum, eins og að hverju öðru tímariti, og þegar viðkomandi hefur lokið við að hlusta á kassettuna sendir hann hana aftur til Blindrafélagsins. Auk þess sem kasssetturnar flytja fólki valið efni úr blöðum eru þær vettvangur fyrir til- kynningar og alls kyns upplýs- ingar frá Blindrafélaginu." „Veitir mér ánægju og fyllingu“ I stúdíóinu hittum við að máli Björn Sveinbjörnsson, verk- fræðing hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins, en hann var að lesa inn á kassettu úr „Sögum herlæknisins". Við spyrjum Björn hvað hafi vakið áhuga hans fyrir þessu starfi, sem að sjálfsögðu er sjálfboðaliðsvinna. „Kveikjan að þessu var sú að ég fór að lesa inn á kassettur fyrir móður mína, þegar hún ekki gat lesið sjálf. Hún hafði kennt mér að lesa á sínum tíma og átti það vel inni hjá mér. Um það leyti sem hún féll frá sá ég blaðagrein um þessa starfsemi og var í henni óskað eftir sjálfboðaliðum til að lesa og hvatti greinin mig til þess að bjóða mig fram til þessara starfa. Síðan hef ég eytt í þetta svona 3—4 tímum á viku auk þess sem ég les valdar greinar inn á kassettur, eins og Gísli nefndi áðan.“ — Hvernig finnst þér þetta starf? „Eg finn ekki annað en að þetta starf sé mikils metið og furðulega margir þekkja mig af röddinni einni saman. Starfið veitir mér ánægju og fyllingu og er það helsti hvatinn til þess að ég held áfram í því.“ // Helga og Gísli við hluta af tækjabúnaði Hljóðbókagerðarinnar. Við þiónum mjög þakklátum lánþegahópi"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.