Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 15
MOfcGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 15 Staldrað við á Löngumýri í Skagafirði Ilópurinn saman kominn í daRstofunni. Fremst eru sr. Jónas Gíslason og kona hans Arnfríður Arnmundsdóttir og þá Margrét Jónsdóttir. Þróunin sú að gamla fólkió bjargi sér sem mest sjálft Á Löngumýri í Skagafirði hefur um árabil verið rekinn Ifússtjórnarskóli kirkjunnar og ræður þar ríkjum Margrét Jónsdóttir. Auk þess sem þar hafa verið kenndar kvenlegar listir, eins og kallað hefur verið fram að þessu, hefur verið boðið upp á sumardvöl fyrir aldraða Rcykvíkinga og hafa þeir notið þeirrar dvalar við spil og lestur til dæmis og skoðað nánasta umhverfi í Skagafirði og jafnvel víðar. Margrét Jónsdóttir skóla- stjóri var tekin tali norður þar fyrir nokkru, en þá var einmitt nýkominn hópur til tveggja vikna dvalar en fyrst var rætt aðeins um málefni skólans: — Skólinn, sem heitir Hús- stjórnarskóli kirkjunnar, hefur ekki verið rekinn sem venjuleg- ur húsmæðraskóli eða hús- stjórnarskóli í vetur, en mörg undanfarin ár hefur aðsókn að skólanum farið minnkandi og er það reyndar svo um flesta eða alla húsmæðraskóla á landinu. Ekki hefur breytt neinu að ráði þótt skólarnir væru opnaðir fyrir pilta, það sem hefur orðið til þess að aðsókn að þessum skólum fer minnkandi er breyt- Tekið lagið á kvöldvöku. ing á skólakerfinu í heild, grunnskólarnir eru farnir að 'kenna meiri matreiðslu og handavinnu sjálfir og skólakerf- iö er þannig byggt upp að lítill tími er til hliðarspora eins og hússtjórnarskóla. Einnig má nefna að margir stefna frekar að því að vinna utan heimilis og því verða heimilisstörfin e.t.v. Þessar voru á dálítilli hressingargöngu svona fyrir matinn. í baksýn sést heim að Löngumýri. metin á annan hátt en gert hefur verið hingað til. Ég hefði þó haldið að meðan fólk vill vinna meira og meira úti þá væri það enn frekar áríðandi að kunna vel til verka heima fyrir. En hvernig hefur þá starfið verið í vetur úr því ekki var um venjulegan skóla að ræða? — Á liðnum vetri sóttu nemendur frá nálægum skólum hingað ýmis námskeið, frá skólunum í Varmahlíð, Hofsósi og Steinsstaðaskóla, og voru haldin bæði almenn hússtjórn- arnámskeið og saumanámskeið. Þetta verður einnig svipað á næsta vetri geri ég ráð fyrir en þetta er þó eins konar millibils- ástand og er því nokkuð óljóst um framtíð skólans og e.t.v. hússtjórnarskólanna yfirleitt. — Við höfum mikinn áhuga á því að koma hér upp einhverri starfsemi fyrir þennan aldurs- flokk sem dvelst hér nú, þ.e. 67 ára og eldri. Væri hægt að hafa að vetrarlagi ýmiss konar nám- skeið eða starfsemi, 2—3 vikna námskeið, sem yrði þá með eins Ljósm. Rax. konar lýðháskólaformi og yrði þar kennt sitt af hverju sem myndi leiða til þess að fólkið hefði einhver ákveðin tóm- stundastörf, sem jafnvel myndi veita ofurlitla atvinnu og þar með einhverjar tekjur. — I Danmörku hafa verið reknir nokkurs konar skólar með þessu sniði og kynnti ég mér starfsemi þessa er ég var erlendis nú síðla vetrar og fór ég um Norðurlöndin til að kynnast fræðslumálum fyrir aldraða. I Danmörku er t.d. fullyrt, að það spari samfélaginu miklar fjár- upphæðir ef fólk þarf ekki að lokast inni á stofnunum í 10—15 ár og öll þróun stefnir í þá átt að gamla fólkið bjargi sér sjálft eins lengi og það mögulega getur, því ekkert er eins dýrt og sjúkrahússvist og sparast því strax stórfé ef fólk þarf ekki að liggja inni í langan tíma. Margrét ræddi því næst um þessa sumarstarfsemi sem rekin hefur verið á Löngumýri síðan sumarið 1973: — Sumarið eftir Vestmanna- eyjagosið dvaldi hér einn hópur í boði Hjálparstofnunar kirkj- unnar og annar hópur á vegum Reykjavíkurborgar. Þessi starf- semi gaf strax mjög góða raun og hefur henni verið haldið stöðugt áfram þannig að sumar- ið eftir voru hér 3 hópar og í fyrra voru þeir orðnir 7 og verða það einnig á þessu sumri. 25 eru í hverjum hópi og dvelst hver hópur frá mánudegi til föstu- dags í vikunni á eftir. Við reynum að gera dvölina sem skemmtilegasta, farið er í stutt- ar ferðir um nágrennið, í sundlaug í Varmahlíð, byggða- safnið að Glaumbæ og farið að Hólum og e.t.v. víðar, sagði Margrét Jónsdóttir að lokum. Gaman að vera gamall Þórður Loftsson og Matthild- ur Jóhannesdóttir voru meðal þeirra er dvöldu á Löngumýri í fyrsta hópnum sem fór þangað í sumar og greindu þau nokkuð frá áliti sinu: — Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem við komum hingað, við komum fyrst í september í fyrra og áttum þá góða daga og vorum mjög heppin með veður. Hvað er helzt gert sér til dundurs? — Það er margt, sögðu þau, í fyrra fórum við hringferð um Skagafjörð, hlýddum messu í Glaumbæ, skoðuðum Hóla í Hjaltadal og komumst líka í réttir og berjamó. Við gerum ráð fyrir að í þetta sinn verði einnig gert ýmislegt til dundurs og hér er líka gott bókasafn, sem margir notfæra sér að glugga í. Þórður segist hafa gaman af að lesa, en sagði að minni sínu hefði hrakað og hefði hann við ýmislegt að fást t.d. heima fyrir í íbúðinni, en hann væri að mestu leyti hættur að vinna, hefði leyst af smávegis á sumr- in. — Það er gaman að vera gamall, sagði kunningi okkar einu sinni, sögðu þau Þórður og Matthildur, og við getum að mörgu leyti tekið undir þau orð. Það er ekki erfitt að vera gamall og við umgöngumst oft ungt fólk og við vildum ekki skipta á kjörum okkar við neinn. j. Frá vinstrii Margrét Jónsdóttir. Þórður Loftsson. Matthildur Jóhannesdóttir og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.