Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 37 hæfilegu yfirfalli til að rúma mesta og minnsta vatn ánna allra sem næði úr Arnagerðareyrar- tanga í Hundatanga, svo að dýpi í Nauteyrarflóa, sem er nokkrir tugir hektara að flatarmáli, færi aldrei niður fyrir smástraumsflóð- mörk, þannig að með vaxandi straumi myndi seltan aukast en með smækkandi straumi minnka. Þar myndu seiðin, sem ganga úr ánum, aðlagast hæfilegri seltu áður en þau ganga burt, í stað þess að veltast um hálfþurrar leirurnar innan um þau ókjör af vargfugli, sem þar er oft. Frá leikmannssjónarhóli líta þessar aðgerðir vel út og með nútíma vinnuvélum eru þær ekk- ert stórvirki, en engar vísindaleg- ar rannsóknir eru til að byggja á. Hvað myndi hitastig vatnasvæðis- ins hækka mikið við þessar aðgerðir? Myndu þær hafa einhver óæskileg áhrif á fiskiræktina? Þá hver? Til fiskiræktar með hafbeitarað- ferðinni á fjörðunum fyrir vestan Djúpál, eru að mínu mati allt aðrar ytri aðstæður. Á sama tíma og fiskur er að ganga að landinu, er hafísinn norður af landinu að brotna upp og reka suður sundið milli Islands og Grænlands. Sunn- an- og vestanátt hindra oft rek íssins svo að hann leitar upp á grynninguna, mismunandi langt eftir aðstæðum. Þetta írek veldur oft mikilli yfirborðs kólnun á sjónum og getur í sumum tilvikum náð alla leið til botns svo að vestan við álinn gæti myndazt kuldatjald, þar sem dýpi er víða 15 til 18 faðmar þegar nær dregur landinu. Þegar fiskur, sem á uppruna sinn í fjörðunum fyrir vestan Djúpál, þarf að ganga úr álnum yfir þetta grunnsævi og mætir þessu kuldatjaldi getur alveg eins farið svo að hann renni meðfram því og lendi inn í Djúp. Þegar svo líður á sumar og ísinn er farinn og sólin hefur hitað yfirborðið aftur getur fiskur átt greiða leið til síns upprunastaðar ef hann er þá ekki kominn framhjá og setztur að inni í Djúpi, því þó laxinn sé heimfús og átthagatryggur verða ytri skilyrði að vera fyrir hendi svo að hann komist til sinna heimkynna. Tilraun við Grindavík Þó þessari skoðun undirritaðs sé slegið hér fram, er hún ekki byggð á neinni vísindalegri sérþekkingu og þarf alls ekki að vera staðreynd, en vert væri þó fyrir fiskiræktar- menn fyrir vestan Djúpál að athuga þetta atriði. Þó renna þær stoðum undir þessa skoðun að í nýjasta hefti ársrits Sögufélags Isfirðinga skrifar Jóhannes Davíðsson um klakhús á Núpi í Dýrafirði og á Þórustöðum í Önundarfirði fyrir stríð. Á báðum stöðunum var klakið út miklu af laxahrognum og seiðunum sleppt i ár í Dýrafirði og Önundrfirði en aldrei kom neitt af þessum fiski til baka þar um slóðir, en þess er getið að á sama tíma hafi laxa- gengd aukizt mikið í Djúpinu. Við Grindavík er nú í gangi athyglisverð tilraun, með laxeldi i sjó með þeim hætti að sjó er dælt í eldistjarnir úr borholu til eldis á laxaseiðum til markaðsstærðar. Þar stendur að verki fullmenntað- ur vísindamaður. Vonandi á sú tilraun eftir að takast vel og sú þekking, sem af henni leiðir, eftir að breiðast út um landsbyggðina öðrum til uppörvunar. Það er vissulega þess virði fyrir fiski- ræktarmenn hér vestra að gefa þessari tilraun gaum, því aðstaða til þessarar aðferðar er hér víða góð. Norðmenn ala sinn lax í flot- girðingum úti í sjó. Sú aðferð hentar ekki hér vegna lagnaðarís- hættu, en viða hagar svo til að stutt er til sjávar og landrými nægjanlegt fyrir eldistjarnir og Sjötugur á morgun: Sr. Finnbogi Krist- jánsson frá Hvammi Á morgun, 10. júlí, er sjötugur sr. Finnbogi Kristjánsson fyrrum prestur að Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi. Faðir sr. Finnboga var norskur maður, veggfóðrari í Reykjavík, Axel Kristján Lassen. Nefndi Finnbogi sig lengi því ættarnafni, en tók síðar upp föðurnafn á. íslenskan máta. M3 MS MZ 2lðl MS MY Adals (ÍÁ£\ AUGL \3fVy teikp IVIDAM ræti 6 sinii MS ÝSINGA- UISTOFA ÓTA 25810 En í móðurkyn er sr. Finnbogi Rangæingur, því að móðir hans var Margrét Finnbogadóttir frá Galtalæk í Landsveit og þar eystra hjá móður sinni ólst sr. Finnbogi upp og nam allan sinn skólalær- dóm með sjálfsnámi undir handar- jaðri þeirra kennimanna og miklu kennara, Felismúlafeðga, sr. Ófeigs og sr. Ragnars. Kom aðeins suður til að taka gagnfræða- og stúdentspróf. Því síðara lauk hann utanskóla hátíðarvorið 1930. Síðan settist hann í háskólann og varð cand. theol. sex árum síðar. Svo líða 5 ár unz hann gekk í þjónustu kirkjunnar, er hann vígðist til Staðar í Aðalvík 23. nóv. 1941. Því kalli hélt hann til 1945, enda var þá allt að fara í auðn þar vestra. Árið eftir fékk sr. Finnbogi Hvamm í Laxárdal. Sat hann þann stað síðastur vígðra manna því við afsögn hans árið 1973 lagðist prestakallið niður og var sameinað Sauðárkróki. Sr. Finnbogi kaus sér að starfs- vettvangi afskekkta staði, fáfarn- ar brautir, þar sem leiðir fólksins lágu frá en ekki að á þessum myndunartímum þéttbýlisins. Það var hljótt kringum hann og ekki var hann oft á ferð í margmenninu. Þess vegna bar fundum sjaldan saman lengi vel, þar til nú síðan hann settist að á Sauðárkróki eftir að hann lagði af sér prestsskap. Og þótt hann búi þar nú við „iðutorg lífsins" í ört vaxandi höfuðstað Skagafjarðar, þá lætur hann fara lítið fyrir sér og unir sér vel við lestur sinna mörgu bóka um trúspeki, mann- kynssögu og önnur sín áhugamál. í nafni samstúdentanna frá 1930 og nafni deildarfélaganna í háskólanum skulu dr. Finnboga sendar beztu afmæliskveðjur á þessum merku tímamótum. G. Br. rafmagn fyrir hendi til dælingar. Þegar ég skoðaði stöðina að Húsatóftum við Grindavík varð mér hugsað til Súgandafjarðar, þar sem fiskiðjuverin standa á kambinum og gætu með góðu móti hýst þann dælubúnað, sem til þarf, ókjör af fiskúrgangi falla til, sem nýta má til fóðurs og afrennsli hitaveitu, sem nú rennur í sjóinn mætti nýta til upphitunar á eldissjónum. Uppistaðan í fóðri, sem notað er við slíkt eldi, er fiskúrgangur og úrgangur frá sláturhúsum. Allan slíkan úrgang, sem nú fer til eldis á vargfugli og mink, má nýta til gjaldeyrisaflandi laxfiskeldis í' þúsundum tonna ef rétt er að staðið. (Hvað um umframframleiðslu í landbúnaði? Er fjárhagslega hag- stætt að breyta henni í fiskifóður og flytja hana út í formi laxfiskaf- urða í stað þess að flytja hana út á frumvinnslustigi með tilheyr- andi niðurgreiðslum? Verð á heilfrystum laxi á Vestur-Evrópu- markaði var kr. 3000 pr. kg. á síðasta ári. Er dæmið þess virði að reikna það lengra?) Þess megum við, sem búum hér við Djúpið, minnast, að það er ennþá sú sama gullkista, sem það hefur alltaf verið okkur og forver- um okkar. Fiskiræktarmöguleik- arnir í fjörðum þess og ferskvatns- kerfi er aðeins einn handraðinn sem enn er óupplokið. ísafirði 17. júní 1978 Pétur Bjarnason. SKYNDIMYNMR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fþlsk/ldu- Ijósnqrndir ^JSTLRSmtTl 6 SlMl 12644 Ég óska eftir Brayt yfirferð og Nafn_________________________________________________ stillingu. Látið Broytbílinn koma við hjá mér. Heimilisfang_________________________________Sími Vinnustaður nl Broyl eigenda Fáist næg þátttaka, þá er væntan- legur hingað norskur sérfræðingur frá Bröyt verksmiðjunum með þjónustubif- reið. Mun hann ferðast um landið ásamt viðgerðarmanni frá Velti h.f. Þeir munu meta ástand þeirra véla sem óskað er eftir. Yfirfara og stilla vökvakerfið auk 50—90 annarra atriða. Fast gjald er fyrir athugunina. í þjónustubifreiðinni verða allir helstu varahlutir. Þeir sem ætla að not- færa sér þessa þjónustu, skrifi eða hringi til Veltis h.f., Suðúrlandsbraut 16, Rvk. s. 35200, fyrir 15. júlí 1978. Verð án söluskatts og varahluta er: BRÖYT X 2 kr. 70.000,- BRÖYT X B kr. 80.000- BRÖYT X 3-x30-x4 kr. 100.000- ^VELTIR Hr HÍr Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.