Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978
Komið við í ungmennabúðum USÚ á Hrollaugsstöðum
Ilópurinn fyrir framan skólann á Hrollaugsstöðum. Uósm. Mbi.: Mrieifur oiafsson
langstökk og hástökk skemmti-
legast,“ sagði Þóra Bjarndís
Þorbjörnsdóttir, 12 ára frá
Gerði í Suðursveit. „Annars
finnst mér ofsalega gaman að
öllum æfingunum, þetta er
miklu skemmtilegra en I skólan-
um á vet.urna.
Þá er líka gaman hjá okkur á
kvöldin, við höfum verið með
skemmtinefnd sem sér um
kvöldvökur og þau Agústína og
Asmundur hafa lesið fram-
haldssögu, sem var alveg svaka
spennandi. Eif ég má aetla ég
aftur á svona námskeið næsta
sumar, en ég hef aldrei áður
vérið á íþróttanámskeiði-“
„Ég er nú búinn að kasta 35
•metra í boltakastinu, en annars
finnsl mér skemmtilegast þegar
við fáum að vera í hástökki og
langstökki,“ sagði Sveinn Pálmi
Skarphéðinsson, 9 ára frá Lind-
arbakka í Nesjum.
„Þá finnst mér mjög gaman á
kvöldvökunum, því þá erum við
með skemmtilegar þrautir og
svo er lesin framhaldssaga. Það
er ferlegt að þurfa fara heim í
dag, ég hefði viljað vera hér
miklu lengur, og ef svona
námskeið verður næsta ár ætla
ég að fara, bara ef mamma og
pabbi leyfa mér það.“
— I hvaða skóla ertu á
veturna?
„Þá er ég í Nesjaskóia, en það
er nú frekar leiðinlegt, það er
heldur engin sundlaug þar og
maður þarf að fara út á Höfn til
að læra að synda. Það er miklu
„Ferlegt að fara
heimídeg,ég
hefá' viljað vera
miklulengur"
Það var mikið fjör inn-
andyra þegar Morgun-
blaðið bar að garði í
barnaskólanum á Hrol-
laugsstöðum í Suðursveit
fyrir skömmu, en þar var
Úngmennasambandið
Úlfljótur með ungmenna-
búðir í sex daga. Voru þar
saman komin börn úr
öllum hreppum A-Skafta-
fellssýslu, að undanskild-
um austasta hreppnum,
Ljónshreppi. Þarna voru
börnin við leik og nám, og
var eðlilega lögð mest
áherzla á íþróttir. Þau
Asmundur Eiríksson for-
maður Úlfljóts, og Ágúst-
ína Halldórsdóttir,
íþróttakennari, sögðu að
þetta væri í fyrsta sinn,
sem Úlfljótur stæði fyrir
ungmennabúðum og kváð-
ust þau vona að framhald
yrði á þessari starfsemi.
„Við afréðum að koma á fót
ungmennabúðum í sumar, fyrst
og fremst vegna þess, að starf
sambandsins hefur verið ákaf-
lga lítið mörg undanfarin ár, og
segja má að tilgangurinn með
búðunum sé að fá fólk til að fara
að starfa að nýju innan sam-
bandsins," sagði Ásmundur.
„Þessi starfsemi er auk þess
mikil tilbreyting fyrir börnin og
hvatning fyrir fólkið hér í
kring,“ sagði Ágústína.
Þau sögðu að alls væru 17
börn í búðunum, á aldrinum
8—12 ára. Ekki hefði verið hægt
að hafa börnin fleiri, þar sem
húsrými í skólahúsinu á
Hrollaugsstöðum væri takmark-
að.
Sá háttur var hafður á alla
dagana, að börnin voru vakin kl.
8.30 í morgunverð, og á tíunda
tímanum var farið út í leiki og
í íþróttir. Var reynt að vera með
sem flestar íþróttir í gangi
hverju sinni og ennfremur var
farið í gönguferðir af og til. Þá
átti ennfremur að kenna börn-
unum skógrækt, en sá hluti féll
niður vegna óhagstæðs veðurs.
Á kvöldin var ávallt verið úti í
2 tíma og síðan var kvöldvaka,
sem stóð fram undir kl. 23.
Sveinn Pálmi Skarphéðinsson
Guðlaug Rafnsdóttir í boltakastinu
„Við erum mjög ánægð með
starfið og hafa börnin verið
mjög móttækileg fyrir því efni,
sem við höfum lagt fyrir þau.
Það kom fyrir að við þurftum að
vera inni heilan dag sökum
veðurs og eyddum við deginum
við leiki og inniíþróttir.
Það sem einkum hefur háð
okkur, er að íþróttaaðstaða er
mjög léleg hér úti fyrir, og er
svæðið vart meir en nýtanlegt.
Sömu sögu er að segja af öllum
stöðum í sýslunni, aðstaða er
verri en á flestum öðrum
stöðum á landinu," sagði Ás-
mundur og bætti því við, að
engu að síður væru þau ákveðin
í að halda þessari starfsemi
áfram á næsta sumri. Börnin
Eiríkur Hjáimarsson
væru mjög fljót að kynnast og
samvinna þeirra væri til fyrir-
myndar.
Þennan dag, sem var síðasti
dagur ungmennabúðanna, var
haldið sérstakt íþróttamót og að
því loknu áttu börnin að fá
sérstök viðurkenningarskjöl.
Keppt var í fjölda íþrótta, eins
og spjótkasti, kúluvarpi,
kringlukasti, langstökki, há-
stökki og hlaupum, en ein íþrótt
virtist þó öðrum vinsælli, en það
er boltakast. Þó svo að veður
hafi ekki verið hagstætt til
keppni, austanrok, létu börnin
það ekki á sig fá og tóku af
alhug þátt í keppninni.
„Þó það sé nú gaman að
boltakastinu, þá finnst mér
Þóra Bjarndís Þorbjörnsdóttir
skemmtilegra að vera heima og
hugsa um kindurnar, en pabbi á
363 á fóðrum og sjálfur á ég 13.
Hvort ég ætla að vera bóndi,
uss ég er svo lítill ennþá, að ég
hef ekkert hugsað um það.“
En það reyndust vera fleiri en
Skaftfellingar í unglingabúðun-
um, því sum þeirra barna, sem
eru í sveit kringum Hrollaugs-
staði, voru með. Ein Kópavogs-
stúlka var þarna og sagðist hún
heita Guðlaug Rafnsdóttir og
eiga heima á Flyðrugrund 56 í
Kópavogi. „Ég er alltaf í sveit á
Kálfafellsstað og nú er sjötta
sumarið byrjað hjá mér. Mér
finnst ofsagaman í sveitinni og
Framhald á bls. 33
Svala Ásgeirsdóttir