Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ 1978 7 I friösælum dal standa tvö falleg bændabýli. Þau blasa viö sól og brosa jafnt viö heimafólki og vegfarendum. Saklausir lækir vefja silfurlindum hlíöina, en fyrir neðan bylgjast kornstangamóö- an og skiptir litum viö engi og tún. Og vel hafa bænd- urnir byggt sín hús. En „ein nótt er ei til enda trygg“. Flóðgáttir himins opnast og sakleysislegu silfruöu læk- irnir, sem áöur voru, velt- ast kolmórauöir yfir bakk- ana. Eins og flakandi sár veröa fagrar akurreinar, engin fögru eins og aur- slóö. í morgunsáriö blasir viö ömurleg sjón: Annaö húsiö haföi hrunið, en hitt stóö óhaggað: Á slíkum grunni höföu bændurnir byggt: Annar á bjargi, hinn á sandi, sem flóðiö haföi sópaö burt. Meö þessum orðum lauk Jesús Fjallræöunni, sem engri ræöu verður jafnaö viö, nema aö sumra ‘dómi varnaöarræðu Sókratesar og ræöu Búddha viö Benares. En nú ert þú á þessum sunnudagsmorgni spurö- ur: Hvernig er hús þitt byggt? Hverjar eru undir- stööur þess? Hverjir eru efniviöir þíns innra manns? Er trú þín, er lífsskoðun þín á því bjargi byggö, aö hún standist steypiflóð stórrar lífs- reynslu? A bjargi — eða sandi? Meðan sólin skein og logn var í Ijúfum dal stóöu húsin óhögguö bæði, og svo er um þig og þitt hús. Meðan allt leikur þér í lyndi er húsi þínu óhætt. En silfraöir lækir kunna aö breytast í beljandi röst, og þá hrynur allt, sem ekki er á bjargi byggt. Missir þú jafnvægið eöa varöveitir þú sálarró, þeg- ar örlög þín taka óvænta rás? Hefur þú reist hús þitt þar, sem því er óhætt þótt allra veöra sé von? Þegar húsiö er hrunið er of seint aö hugsa um undir- stööurnar. Storma og steypiregn umflýr engin kynslóð til frambúöar, hvorki einstaklingar né þjóö. Ég þykist ekki böl- sýnn. Þeir sem öörum augum líta en ég á sum kenningaratriöi kristin- dómsins, telja þá sann- færingu mína viösjár- veröa, aö þrátt fyrir gönu- hlaup og hiröuleysi um Guö og helga dóma muni hver mannssál aö lokum finna leiöina heim, — heim til Guös. En varlega skal fávís maöur dæma um leiðir Guös og lögmál. í sérstæöum og merkileg- um sálmi, sem því miöur er ekki í sálmabókinni segir sra Matthías: „Þótt glögg sé ei leiöin á Guö þinn nógleg ráö... og velji hann ekki mína og vilji ekki þína, hann vill og velur sína og vantar aldrei ráð“. En þótt stjórnin sé örugg í hendi hans og allt komist aö lokum aö mark- miðum, sem hann hefur sett, hefur 19 alda reynsla sannaö þaö sem Kristur kenndi, aö veikur er sá maður, sem innri kjölfestu skortir, og illa farin sú þjóö, sem ekki byggir á „bjargi aldanna" sitt hús en fyrirlítur þaö. Þaö kom mér oft í hug er ég átti vikudvöl fyrir fáum árum í Leningrad, einni fegurstu borg Evrópu, enda höfuðborg Rússlands allar aldir frá dögum Péturs mikla og fram til 1918. Fagrar hallir, dýröleg listasöfn og lítt viöjafnanleg skipulagning borgarinnar, sem byggö er á 100 hólmum á Neva- fljóti, gera hana unaösiega feröamönnum. En hitt þótti mér dapurlegt, aö sjá hinar mörgu veglegu kirkj- ur lokaðar guösþjónustu- haldi og teknar til verald- legra afnota, svo aö aö- eins voru leyfðar u.þ.b. 20 kirkjur til guösþjónustu- halds fyrir 4 milljónir borgarbúa. Engan veginn svo, aö ekkert sé þar trúarlíf annað en trúin á kommún- ismann. En áróöurinn gegn kristindómi er sterk- ur og eru höfuðstöðvar hans í einni fegurstu og veglegustu kirkju borgar- innar. í viðtali viö æösta mann grísk-kaþólskra manna í Bretlandi, sem ég las, fullyröir erkibiskupinn, sem árlega fer til Rúss- lands, aö í kristnum söfnuöum þar eystra séu um 30 milljónir yfirlýstra meölima, sem sæki kirkj- ur, og aö athyglisvert sé, aö unga fólkið, sem aliö er upp viö trú kommúnism- ans leiti í vaxandi mæli til kirkjunnar, sumir til aö fræöast um trúarlíf og aörir til þess aö gerast virkir meölimir safnað- anna. Auövitaö býr fólk þar eystra, þrátt fyrir andtrúaráróöur, sem magnaðastur var á dögum Stalins, aö trúararfi fyrri kynslóöa. Gamalt tré get- ur lifaö furöulengi eftir aö moldin veitir því ekki næringu. En þótt leita þurfi í hinni fögru borg Péturs mikla aö sýnilegum vitnisburðum kristnilífs eru þess sólarmerki mörg, aö í vaxandi mæli leitar fólk aö bjargi aldanna til aö byggja hús sitt á. Annað mál er hitt, — og þó ekki annað mál, aö rússneska kirkjan var svo bundin afturhaldsöflum keisarastjórnarinnar aö hún hlaut aö falla meö henni og var viönámsveik gegn guðlausum öflum byltingar. Og þegar ferða- maöur kemur til Leningrad í dag og sér þá óskaplegu auðlegð, sem variö var til kirknanna, eins og þaö, aö höfuökirkjan áöur fyrr en nú safn, helguð heil. ísaki, er skreytt 100 kílóum af gulli aö utan og öörum 100 kílóum gulls aö innan meðan hungur þjáöi tugi milljóna öreiga í landinu, er auðsætt, aö flóðalda byltingarinnar hlaut aö falla meö ofurþunga á rússnesku kirkjunni, enda er hún nú aðeins daufur svipur af fyrri sjón. í sinni görnlu mynd rís hún áreiðanlega ekki aft- ur, en „bjargiö aldanna" brotnar ekki þótt á því skelli bárur, brim og brot- sjóir. Guöspjallið um húsin tvö leiddi hug minn aö þessum minningum frá Leningrad undir ráöstjórn, en hvaö er um Vesturlönd, stendur þeirra hús á kletti? Ég verö aö fá aö geyma mér til næsta sunnudags að fara orðum um þaö viö þá, sem þessar greinar lesa. Rúm er þrotið aö sinni. Til viðskiptavina Litmynda s.f. Viö viljum tilkynna viöskiptavinum okkar, aö viö undirritaöir höfum slitiö sameignarfélagi okkar Litmyndir s.f., Reykjavíkurvegi 80, Hafnarfiröi. Báöir munum viö, hvor í sínu lagi, reka áfram prentsmiöju meö sema hætti og áöur undir eftirgreindum nöfnum: Prentsmiðja, Friðriks Jóelssonar, Reykjavíkurvegi 80, Hafnarfirði. Sími 54460. Litmyndir, Sverrir Valdimarsson, Reykjavíkurvegi 80, Hafnarfirði. Símar 54500 - 51235. Sambyggðu hljómtækin vinsælu Kristalstær hljómur hljómflutningstækjannt svíkur engan. Geríö verö- og gæöasamanburð. SHC 3150 25 wött Verö 159.980 Útb. 50 Þús. SHC 3220 70 wött Verö: 234.320 Utb: 70 þús. SHC 5300 80 wött Verö: 298.675 Útb: 100 þús. Viö bjóöum mjög hagkvæm kjör og góöan staðgreiösluafslátt 3%. Tækjunum fylgja 2 hátalarar. Þessi tæki eiga sér enga keppinauta, enda seljast hljómflutningstækin í þúsundum. Skipholti 19 Sími 29800 27 ár I fararbroddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.