Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG.UR 6. ÁGÚST 1978 T Annríki í innanlandsflugi; Áætlað að flytja á þriðja þiísund farþega á morgun MIKIÐ annríki var hjá innanlandsflugi Flugfélags íslands í gærmorgun, en þá voru áætlaðar 6 ferðir til Akureyrar. Völlurinn á Akureyri lokaðist í fyrra- kvöld, og tvö þotuflug, sem voru á áætlun þangað, féllu niður. í gær var flogið þrisvar til Vestmannaeyja, en fólks- flutningi á þjóðhátið lauk að mestu í fyrradag, en þá voru flognar 12 ferðir til Vest- mannaeyja og á þeirri flug- leið ferðuðust þá um 900 manns. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, að alls hefðu verið fluttir um 1700 farþeg- ar í innanlandsflugi í fyrra- dag, og hefðu þeir orðið yfir 2000 ef Akureyrarflugvöllur hefði ekki alveg lokast og Húsavíkurvöllur um tíma. Mjög mikið annríki verður hjá Flugleiðum á mánudag og áætlun spennt til hins ítrasta. Eru þá t.d. áætlaðar 12 ferðir til Vestmannaeyja, auk þess sem venjuleg áætlun verður á aðra staði og auka- ferðir á suma. Er gert ráð fyrir, ef allt gengur sam- kvæmt áætlun, að farþegar þá verði á þriðja þúsund. Upplýsinga- miðstöð lögregl- unnar Umferðarráð og lög- reglan eru að venju með upplýsingamið- stöð á lögreglustöðinni um verzlunarmanna- helgi. Þar var mikið um að vera í gærmorg- un. A annarri mynd- inni má sjá Óla H. Þórðarson sem sér um útsendingarnar í beina útvarpinu ásamt tæknimanninum Sig- þóri Marinóssyni. Á hinni myndinni er Sigurjón Pálsson lög- reglumaður við fjar- skiptaborðið. Logn og góðviðri á öllum mótstöðum Á mótstöðum var besta veður og allt í góðu gengi í gær, þegar Mbl. fékk þaðan fréttir. Engin slys höfðu orðið og mikil ánægja ríkti. Mannflest var á Þjóðhátíð í Eyjum, ívið fleira fólk en í fyrra. En hvergi var aðsókn mjög mikil eða óviðráðanleg, að sögn talsmanna mótanna. Brekkukórar alla nóttina í Eyjum í Vestmannaeyjum var glaða- sólskin og logn í gærmorgun, þegar Mbl. hafði samband við Eyjar. Var talið að um 15—16 hundruð manns hefðu komið til eyja með 12 flugferðum og tveimur ferðum Herjólfs á föstudag. Er heldur fleira að- komufólk en í fyrra og ívið fleiri hústjöld heimamanna. Er talið SHNII Þjóðhátíðarnefnd dró bæjarstjórnina út í tjörn. að á hátíðinni séu um 7000 manns, sem er fleira en í fyrra. Skemmtunin fór fram á föstu- dag samkvæmt áætlun. í reip- toginu dró þjóðhátíðarnefnd bæjarstjórnarmenn vestur yfir tjörnina. Kveikt var í brennunni um miðnætti í góðu veðri. Logn var og hlýtt alla nóttina og voru menn því á ferli fram undir morgun. Og brekkukórar alla nóttina. Gott í Galtalæk — Hér gengur allt vel, blæja- logn og létt yfir, en ekki sól, sagði Stefán H. Halldórsson úr mótsstjórninni í Galtalækjar- skógi, er Mbl. hafði tal af honum í gærmorgun. Hann sagði að ekki væri mjög margt fólk komið, nokkur hundruð manns, en venjulega væri mest að- streymi á laugardag. Mest væri þetta fjölskyldufólk, sem kæmi í einkabílum, en þó væri það ekki einhlítt. Á föstudagskvöld hefðu komið tveir stórir áætlunarbílar með unglinga. Var á föstudags- kvöld farið í leiki og sungið og mikil ánægja á staðnum. Sagði Stefán að ekki væri þörf fyrir lögreglu. Lögregan á Hvolsvelli ■r *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.