Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 45 ; VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI vr f\y í/^míts^\“uíjH'd ir sem hver og einn græfi upp beinagrindur á beinagrindur ofan. Tölu yrði kastað á stykkin og þau yrðu aldursgreind og þeim síðan fleygt. Nei, það minnsta sem hægt er að biðja fornleifafræðinga um að gera er að leyfa beinum feðra sinna að hvíla í dufti jarðar, en snúa sér þess í stað af alhug að lífsháttum fornra þjóða sem þjónar áreiðanlega meiri tilgangi. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Einar I. Magnússon.“ • Guðmundur fyrstur? í Morgunblaðinu 3. ágúst er grein um Sigríði Björnsdóttur, listmálara, í sambandi við sýningu hennar í Helsinki, að það muni vera fyrsta sýning íslensks málara í finnlandi. Þetta er ekki rétt. Árið 1952 hafði Guðmundur, listmálari og myndhöggvari, frá Miðdal geysilega stóra einkasýn- ingu í kunsthallen í Helsinki, held að það sé óhætt að segja að hann hafi verið fyrsti íslendingurinn með einkasýningu í Finnlandi, þá hafði undirrituð einkasýningu í Helsinki 17.—28. sept. 1966 í „Gallery Pinx“ með 35 myndir. Mér er ekki kunnugt um fleiri en það getur auðvitað vel verið. Með þökk fyrir birtinguna. Helga Weisshappel Foster.“ • Verkfall til blessunar? „Velvakandi góður. Fregnir bérast um að einn þrýstihópurinn innan ríkiskerfis- ins, nefnilega leikarar, telji sig sjá stórleik í peningatafli sínu við ríkisfjölmiðlana og hyggi á verk- fallsaðgerðir gegn þessum fyrir- tækjum skattþegnanna. Ég leyfi mér fyrir hönd mikils fjölda fólks, að bera þá von í brjósti, að þetta verkfall standi sem allra lengst. Ekki munu útvarpshlustendur fara neins á mis í hinni stórömurlegu útvarps- dagskrá, þótt leikarar fari í verkfall. I sjónvarpinu er hreint smámál að bæta úr „leiksýninga- þörfinni", með því bara einfaldlega að sýna erlendar kvikmyndir. Lokaorð mín eru: megi þetta verkfall standa sem allra lengst, þjóðinni til blessunar. F.S.Þ.“ Liggur þér á að koma pakka út á land? Þá nægir að koma með hann í vöru- afgreiðslu einni klukkustund fyrir brottför vélar, getur þá pakkinn orðið í höndum viðtakanda tveim til þrem klukkustundum síðar. Nánari upplýsingar veita afgreiðslumenn okkar um allt land. FLUGLEIÐIR INNANLANDSFIUG Móðir hafði samband við Velvakanda og vildi vekja athygli á kostnaði við ferðir unglinga um verzlunarmannahelgina: „Það kostar heilar átta þúsund krónur fyrir barn að komast inn á mótssvæðið við Ulfljótsvatn, og þá er ekkert innifalið annað en aðgangur að hreinlætisaðstöðu og skemmtiatriðum. Hins vegar er unglingamót í Vatnaskógi, sem tekur þrjá sólarhringa eins og mótið við Ulfljótsvatn, en aðgangur að því kostar níu þúsund krónur og þar er allt innifalið — það er að segja hreinlætisaðstaða og matur og gisting í skála fyrir þá sem ekki vilja vera í tjöldum. Það getur verið að einhver segi að skýringin á aðgangseyrinum að fyrrnefnda mótinu sé sú að skemmtikraftar séu þar í boði, en ýmis dagskráratriði eru einnig í boði í Vatnaskógi. Það væri út af fyrir sig fróðlegt að vita hver heildarkostnaður er fyrir ungling sem fyrst borgar átta þúsund krónur í aðgangseyri að mótssvæði og þarf síðan að halda sér uppi á kók og pulsum, samlokum og súkkulaðikexi í þrjá sólarhringa". SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Revjakins og Urjushkins. sem hafði svart og átti leik. 34. ... Hhl+!, 35. Kg2 (Eða 35. Kxhl — Dh4+, 36. Kg2 — Df2+ og mátar). f3+. 36. Kxf3 - DÍ8+, 37. Kxg4 (Ef 37. Ke2 þá Hxel+, 38. Kxel - Df2+, 39. Kdl - Re3+ og mátar í næsta leik). Df4 mát. • Merkilegt menningar- framtak Ammai — Ég var áhorfandi að sýningu hjá íslenzka brúðuleik- húsinu fyrir skömmu með barna- barn mitt. Og átti þessi skemmtun engan sinn líka. Þarna komu fram brúður á öllum aldri, páfagaukur 111 ára svo eitthvað sé nefnt og var hann einnig kynnir. Síðan kom hver brúðan af annarri, hannaðar af Jóni E. Guðmundssyni og eru þær hreint listaverk. Virtust börnin kunna vel við heimsókn af þessu tagi. Jafnvel tveggja til þriggja ára börn stigu ófeimin á pallinn og sungu einsöng fyrir dýrin í brúðuleikhúsinu undir stjórn Sigríðar Hannesdóttur, sem tekst á frábæran hátt að fá börnin til að tjá sig. Vil ég vekja athygli á að hér er merkilegt menningar- framtak á ferðinni. Á leikvalla- nefnd Reykjavíkurborgar miklar þakkir skyldar fyrir þetta fram- tak. HÖGNI HREKKVÍSI S&’ SlGeA V/öGA £ \iLVt?AU Nýtt f ^ Nú fæst Pinotex í fleiri litum en nokkuð annað fúavarnarefni Málningarverzlun Péturs Hjaltested, Suöurlandsbraut 12, sími 82150. YIA90Z /W/V JQk MW/ Mrí-. n/£\K,w ynwí'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.