Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 46
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 „Þettavex bara eins og blóm” Litíð við hjá Björgu Þorsteinsdóttur í rúnstykki með tómat og málningu Björg Þorsteinsdóttir í vinnustofu sinnii Það er líka allt mengað og útklínt í lit heima hjá mér. Myndi Emilía. Björg hafði hvílt sig á grafikinni og var að mála þegar við litum inn á vinnu- stofu hennar á Háaleitisbraut- inni. „Maður kemur svo fáum hugmyndum á framfæri í graf- íkinni vegna þess hve seinunn- in hún er,“ sagði hún. „Það er töluvert lýjandi. Þess vegna finnst mér miklu léttara að mála, — ég sé jafnóðum hvað ég er búin að gera, en maður verður að geta í eyðurnar í graííkinni.“ “Ég hef gaman af að nota „hættulega" liti,“ játaði Björg þegar hún dró fram hverja myndina á fætur annarri til að sýna okkur. Formin reyndust við nánari athugun eiga upp- runa sinn á næsta leiti; Björg náði til dæmis í fyrirmyndir út um gluggann, sótti sér hús og turna og felldi saman í heilar litahljómkviður á léreftinu. „Þetta vex eins og blóm,“ sagði hún. „Eða kannski elti ég bara pensilinn. „Ég veit ekki hvort mig langar til að gera einhverjar stórfelldar skipulagsbreytingar á húsum og turnum þegar ég geng úti á götu En drottinn skapaði manninn í sinni mynd, og þó að ég sé langt frá því að vera einhver almátt- ugur, hlýt ég alltaf að gefa eitthvað af sjálfri mér í mynd- irnar," sagði Björg, þegar blm. tók sálgreiningardellu og fór að reyna að skýra notkun hennar á þessu forminu en ekki hinu. Svo bætti hún við: „En það eru sjálfsagt margar hliðar á mér, sem eru ekki svona vel skipu- lagðar." „Jú, kannski er ég borgar- manneskja í eðlinu. Ég myndi örugglega ekki mála nákvæm- lega eins ef ég væri einhvers staðar annars staðar á hnettin- um. Eitt er að minnsta kosti víst: ég hef alltaf haft mjög gaman af að teikna hús og skip, en aldrei fjöll." „Listamenn eru kannski bara svona frumstæöir" Björg hefur nú verið eitt og hálft ár í vinnustofunni á Háaleitisbrautinni. „Myndlistin krefst mikil svigrúms, og þótt ég vinni yfirleitt reglulegan vinnu- tíma, á ég mjög mismunandi góða spretti og þykir bezt að vinna þegar ég hef á tilfinning- unni að ég hafi eilífðina óskipta framundan." „Ég hugsa að ég hafi alltaf verið athafnasöm. Og þetta er náttúrulega ekki nema útrás á athafnaþörfinni. Þetta er sköp- unarþrá, ein af frumstæðustu þörfum mannsins. — Listamenn eru kannski bara svona frum- stæðir. Viltu rúnstykki?" Já takk. „Ég á ekkert smjör. En þú getur haft tómat á milli — aðalfréttamatinn. Þeir eru allt- af að auglýsa tómata, til allra nota en þeir auglýsa ekki að það sé hægt að mála þá.“ Blaðamaðurinn skar rún- stykkið. Það var málning á hnífnum. „Jú, jú blessaður vertu, það er líka allt mengað og útklínt í lit heima hjá mér. Málning á eldhúsáhöldunum, og það hefur oft verið bölvað þegar fólk hefur orðið svart á hendinnni eftir að það tók símtólið. Þá hef ég verið nýbúin að hlaupa í símann beint úr grafíkinni. — Þetta er orðinn svo stór hluti af manni." Málað við ræður Kennedys Við héldum áfram að ræða myndlistina sem tjáningarform, og fyrr en varði hafði blaða- maðurinn aftur flækt sig í sálfræðilegum vangaveltum. „Þú ferð fram á svo mikla krufningu," sagði Björg. „Þetta er bara svona löngun. Eins og löngun í eftirrétt á eftir steik- inni.“ „Ég vona að minnsta kosti að myndlistin hafi bætandi áhrif á mig að sem flestu leyti," sagði Björg. „Maður verður náttúru- lega vandfýsnari á form og liti í umhverfinu og metur betur allt gott handbragð. Svo er ýmislegt sem særir augað. Ég held að maður verði líka næmari fyrir öðrum listgreinum. Þetta er allt svo skylt, myndlist, tónlist, ljóð...“ „Ég sakna reyndar plötuspil- arans verulega. Ég var vön því þegar ég vann heima, að leika músik og stundum leikrit á honum, — já, jafnvel málaði meðan ég hlustaði á ræður Kennedys. En nú hlusta ég á Ríkisútvarpið og hlakka alltaf til þáttanna hjá Atla Heimi og Þorkeli Sigurbjörnssyni. Björg var ekki ánægð með listgagnrýni í fjölmiðlum: „Margir gagnrýnendur virðast hvorki hafa næga þekkingu né tilfinningu fyrir listum og gera þá með skrifum sínum hvorki listamanninum né almenningi gagn.“ Grafíkin eins konar fíknilyf Björg sagði það misskilning, að hún legði meiri áherslu á grafíkina. „Ég hef hins vegar sýnt grafíkmyndirnar á fleiri sýningum," sagði hún. „Mál- verkasýningin mín lenti í miðju prentaraverkfalli og týndist næstum því. — En ég sæki alltaf einhverja endurnæringu í hvort efnið fyrir sig. Og þó að mér finnist gott að mála, þá losna ég aldrei við grafíkina. Hún er eins konar fíknilyf." En þú verður ekkert brjáluð af því að loka þig hérna inni? „Ég held ég yrði brjáluð ef ég gerði það ekki.“ - HHH „Langar í raun að vera tvö eða fleiri ár hjá L.A.” - Oddur B jörnsson tekinn tali á kaffihúsi „Þannig getur fullmótaður persónuleiki verið meira og minna kölkuð gröf hið innra.“ Mynd Emilía. Þegar Oddur Björnsson hafði svarað einni spurningu um væntanlegt ieikhússtjórastarf sitt hjá Leikfélagi Akureyrar var kaffið hans orðið kalt. Hann á ekki auðvelt með að tala við blaðamenn. „Það er rétt,“ sagði Oddur og brosti. „Maður er einhvern veginn svo mikið með hugann við hluti á öðru fjarlægara sviði. Mér finnst það ekki alveg á mínu verksviði að vera að tíunda einstök atriði í því sem ég er að gera. Ég hef það á tilfinningunni, að þar þurfi ég svolítið að sigla á milli skers og báru. — En það er bara annar hclmingurinn af mér sem gerir það? hinn er einhvers staðar allt annars staðar að undirbúa starfið hjá Leikfélagi Akureyr- ar eða æfingar með Ferðaleik- húsinu fyrir Edinborgarhátíð- ina.“ Ekki nema hálft líf án leikhússins Við sátum á Skrínunni á Skólavörðustígnum. Daginn áð- ur hafði Oddur hringt niður á blað og spurt, hvort það hefði ekki örugglega verið ég sem hann hefði ætlað að hitta daginn eftir. Blm. játti því. — Hvort ég vildi þá vera svo vænn að segja sér, hvenær við hefðum mælt okkur mót... Oddur viðurkenndi að þessi upphringing væri ekki alveg „út úr karakter", eins og hann orðaði það. „En það er óvenju slæmt nú,“ sagði hann. „Undan- farna daga hef ég bara getað stanzað í svona hálftíma heima hjá mér á hverjum degi, og þá hef ég þótzt góður að leyfa mér það. Ég hef þotið til og frá London, til og frá Akureyri, og þess á milli hef ég verið að æfa öll leikritin mín. Strax að loknum æfingum hef ég verið þotinn hingað eða þangað." Undanfarið hefur Oddur Björnsson verið að æfa sviðsetn- ingu þriggja einþáttunga á Edinborgarhátíðinni. Barnaleik- rit eftir sögunni Krukkuborg verður sviðsett í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Hjá BBC í London var nýlega flutt eftir hann útvarpsleikrit. Og nú hefur hann verið ráðinn leikhússtjóri á Akureyri. Hann sagði þetta ekki þýða, að hann væri hættur að skrifa. „En ég er ekki svo ástríðufullur rithöfundur, að ég geti ekki hætt að skrifa í hálft eða eitt ár. Ég trúi því, að fyrir bragðið snúi ég mér af enn meiri tilhlökkun að ritstörfunum. — Auk þess er ég orðinn svolítið þreyttur á þeim í svipinn, — ég hef skrifað anzi þétt upp á síðkastið; einþáttung, leikrit fyrir útvarp, og auk þess er ég með nokkurn veginn fullmótað leikrit, sem mér finnst ekki ástæða til að ota að leikhúsunum að svo stöddu. Ég vil hvíla mig á því og sjá, hvort ég verð eins ánægður með það og ég var. — Þú sérð að markaðurinn verður orðinn mettur af mér í bili.“ „Ég vil sem sagt gjarnan breyta til. Hins vegar þykir mér vænt um að þurfa ekki að segja alveg skilið við leikhúsið; þetta er eiginlega ekki nema hálft líf nema ég sé þar innan dyra. — Auðvitað er mér ljóst að þar bíður mín heilmikið starf. En mér finnst ágætt að hafa frekar of mikið en of lítið að gera.“ En hvernig hentar leikrita- skáldi starf sem leikhússtjóri? Er það ekki eins og að stjórna fyrirtæki? „I fyrsta lagi er það ákveðin manngerð sem laðast að leik- húsinu og vill starfa þar,“ sagði Oddur. „Það er áreiðanlega ekki eftirsóknarverður vinnustaður fyrir þann sem hefur ekki ástríðu. Hún veitir hins vegar þá hvatningu sem maður þarfn- ast. — Nú verð ég að reikna með að samstarfið gangi vel. En ef mig langar að sjá tvennt í senn: Að leikhúsið dafni sem atvinnu- leikhús en geti jafnframt haldið sínum metnaði og stefnt hátt, þá er það varla hægt á aðeins einu ári, því að það er svo margt sem taka verður tillit til, og fjárhagsörðugleikar L.A. eru miklir. Og í raun og veru langar mig að vera þar í tvö eða fleiri ár til að sjá árangur af starf- inu.“ Leikhúsið enginn staður fyrir taoisma eða hlutlaust ástand Oddur vildi fátt segja um | leikritið sem hann hefur nýlokið við, utan það að verkið væri tiltölulega raunsæislegt miðað við það sem menn væru vanir af hans hálfu. „Mér fannst allt í einu spennandi að fást við einhverja svipaða aðferð og vinur minn Ibsen og þeir karlar. En þrátt fyrir þetta hef ég nú á tilfinningunni að ég hverfi meira og meira til leikhúss fáránleikans, hins póetiska leik- húss. Það gefur meira rými fyrir hugmyndaflugið og ég hef meira gaman af því.“ „Minn grundvallarskilningur á leikhúsi er og hefur alltaf verið að það sé ekkert annað en leikhús. Þar sé verið að skapa líf á auðum stað, hvort sem það er kassi sem vantar á eina hliðina eða autt svæði á miðju gólfi. En spurningin er: Tekst þér að skapa líf við þessi skilyrði? Aðferðin skiptir ekki máli, en þér leyfist ekki að vera klaufi og ekki leiðinlegur. Því að það er hrikaleg mótsögn að ætlast til þess að fólk sé að kaupa sig inn til þess að sitja svo geispandi allan tímann. — Það er ekki þar með sagt, að maður eigi allan tímann að reyna að vera fynd- inn. Öll lifandi reynsla ætti að halda fólki við efnið.“ „Ég held að leikhús án ástríðu sé ekki til. Þá á ég viö, að ég held að leikhúsið sé enginn staður fyrir taoisma eða hlutlaust ástand. Þú mátt hafa rangt fyrir þér, en þú svíkur engan ef þú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.