Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Heimsmeistaraeinvígið í skák: Petra gegn Baturinsky Á slaginu fimm koma þeir Korchnoi og Karpov fram á sviðið hvor úr sinni átt. Þú væntir þess næstum að sjá þá reigsa fram að sviðsbrún og frukta sig gleiðbros- andi fyrir framan ósýnilega sin- fóníuhljómsveit. En því fer fjarri. Þeir nálgast flóðlýst borðið á miðju gólfinu þar sem líta gefur hvíta taflmenn og svarta þegar til reiðu undir ábúðarmiklu þagnarskilti. Korchnoi er hærri, ögn lotinn og farinn að fella hárin, minnir jafnvel á vingjarnlegan björn. Karpov er öllu yngri, rúskinn, og brúnt hárið fellur strákslega yfir aðra augabrún. Hvorugur gefur minnsta gaum að áhorfendum sem haldið er nákvæmlega í 14 metra fjarlægð — hirða ekki hvor um hinn, þótt þeir takist í hendur eða snertist öllu heldur. Það er ekki sökum óvildar sagði Korchnoi mér. Meðan þessar þrjár erfiðu mínútur líða, sem ljósmyndarar fá til að bregða vélunum á loft skiptir það hvorugan minnsta máli hvort hinn er nærri eða ekki. Áhorfendur pískra. Ljósmynd- urum er vísað frá. Fíngerði maðurinn í ljósbláu jakkafötunum (Karpov) hagræðir sér í stólnum hvíta, hvílir olnboga á borðinu, bregður fingrum yfir munninn líkt og íkorni að nasla í hnetu, kreppir fæturna undir stólinn og leggur annan brúnlitan skóinn yfir hinn — starir líflausum augum á skákborðið. Korchnoi í sínum sérsmíðaða græna stól, sem kostaði hátt í fjórar milljónir ísl. króna grúfir sig makindalega yfir borðið og Úr frásögn Gavin Youngs lagfærir milli þumals og vísi- fingurs dökk sólgleraugu sem endurvarpa í spegli sínum köldu augnaráði Karpovs. Heyra má saumnál detta. Síðan er leikið í átta mínútur samfellt, næstum í flýti. Síðan er kyrrt á ný og Korchnoi rís á fætur og rambar með hendur í jakkavösunum í átt að hægindastól við jaðar sviðsins. Hann tekur sér sæti og krosslegg- ur fæturna og virðir fyrir sér tvo Filippseyinga baksa við að merkja leikina inn á risavaxnar skáktöfl- ur beggja vegna sviðsins. í 'kíki mínum fæ ég séð hvernig Karpov kiprar hvarmana og varir hans bærast af og til þar sem hann ígrundar leik Korchnois. Hann situr þungt hugsi í tuttugu mínút- ur. E.t.v. hugsar hann í 20 mínútur til viðbótar. Fólk fer að tínast út til að fá sér drykk. Ekki er rasað að neinu. Búist er við að einvígið haldi áfram í þrjá mánuði, ef ekki lengur. Skákin er róleg eins og allir vita, líkt og ástafarir fíla. En á þessum stað er hægagangurinn yfirþyrmandi. Annað hvort kvöld, e.t.v. fram að jólum, munu þessir tveir menn birtast í þessum hálftóma sal, sem rúmar þúsund manns, og leika skák frá fimm eftir hádegi til tíu að kvöldi. Áfram og áfram unz annar hefur unnið sex skákir. Skúrir fram í október Baguio, skákstaðurinn, er um fimm klukkustunda ferð frá Man- ila. Nú er regntími á þessum slóðum. Það á eftir að rigna dag hvern fram í október. Annað veifið er bærinn sveipaður huliðshjálmi þokunnar. Smávaxnir íbúarnir bjóða góðan dag með amerískum hreim. Þeir bera regnhlífar. Mið- aldra menn, sem minna í útliti á bronsmynd af Somerset Maugham væta kverkar sínar bjór á kránum. Þeir klæðast peysum af sömu tegund og námamenn í Wales í nóvember. Skákeinvígið þefaði snemma af stjórnmálum. Korchnoi sat undir augnaráði Marcos forseta við setningarathöfnina og tók bakföll af hlátri er hljómsveit filippínska hersins lék „Internationalinn" í stað sovéska þjóðsöngsins í mis- ripum. Það var honum meira en nóg uppbót fyrir neitun Sovét- manna við þeirri ósk hans að fá að leika með svissneska fánann sér við hlið. Þá leið ekki á löngu unz stormurinn í skyrdósinni kom til sögunnar. Karpov vildi fá júgurð — venjulega fjólubláa að lit — að borðinu til sín meðan á taflinu stóð. Einn aðstoðarmanna Korchnois, stórmeistarinn Ray- mond Keene, reit af þessu tilefni Ráöstefnuhúsið í Baguio Þar sem teflt er. Myndin er tekin skömmu áóur en einvígið hófst en Þá stóð bygging hússins yfir. Karpov. Vinafár og um- gengst ekki stúlkur. bréf til aðaldómara einvígisins, Lothar Schmids, og sagði: „Það er augljóst aðgera má úr garði kænskulegt merkjakerfi með því að afhenda öðrum hvorum skák- mannanna matvöru. Júgurð kynni t.d. að merkja „við ráðleggjum þér að bjóða jafntefli". „Bakki með maríneruðum eggjum gæti þýtt U U En frú Petra Leeuwerick, hinn dyggi og málreifi förunautur Korchnois, er stórkostlegur póli- tískur herbragðafræðingur ekki síður en hinn illskeytti aðstoðar- maður Karpovs Baturinsky. E.t.v. er skiljanlegt að hún skuli leggja fæð á Baturinsky. Hún fæddist í Austurríki (býr nú í Hollandi) en var tekin af Sovétmönnum í Vínarhverfi þeirra við lok heims- styrjaldarinnar síðari og dæmd til 20 ára nauðungarvinnu fyrir njósnir í hinum illræmdu Vorkuta-vinnubúðum. Þar var hún í níu ár og leiddi uppreisn oftar en einu sinni. Nú er hún 49 ára að aldri, fögur og fylgin sér. Leiðir Petru og Korchnois lágu saman þremur mánuðum eftir að hann gerðist landflótta frá Sovét- ríkjunum. „Það voru forlögin, sem stefndu okkur saman,“ segir hún. „Rússarnir ætla að ganga frá honum á sálrænan máta.“ „Þú seir að þeir beini rafbylgj- um að honum?" „Hver veit? Af hendi Rússa vænti ég margs og einskis góðs. Baturinsky? Hann var saksóknari á tímum Stalíns. Nákvæmlega eins og náunginn, sem kvað upp 20 ára dóminn yfir mér.“ Engliski húmor? í kjallara ráðstefnuhússins í Baguio ráfa aðstoðarmenn, öryggisverðir og blaðamenn á milli veitingahúss, telex-herbergis og tveggja bara meðan skákin stend- ur yfir. Strýhærðir stórmeistarar renna leikmönúum um taflborð í reykskýi og freista þess að upp- götva hvað risarnir á sviðinu ætlast fyrir. Við sitjum í svitakófi þrátt fyrir loftræstikerfi. Viktor Stean, aðstoðarmaður Korchnois, er að útlista fyrir blaðamönnum yfir glasi af ávaxtasafa að „hann hafi alltaf spilað svonefnda opna vörn gegn spænska Ieiknum. Karpov hefur leikið drottningarleik einu sinni og spilað Nimzo-indverska vörn einu sinni". „Vitfirring" muldrar Bandaríkjamaður fyrir munni sér. Þegar tekið er að líða á seinni hlutann einset ég mér að spyrja aldrei neinn „Hver er að vinna". Svarið gæti leyst sprengingu úr læðingi. Kvöldið eftir fer fram kórsöngur á skáksviðinu. Það er fillippínski óperukórinn, sem stjórnað er af föngulegri konu í hvítum kyrtli. Við hlustum á aríu úr óperu að nafni „E1 Filibusterismo". Korchnoi er skemmt. Karpov er hins vegar fjarri og hefst senni- lega við í turni sínum í Plaza- hóteli. Dauflegt bros leikur um varir Baturinskys. Ég ákveð að reyna að ná fundum með Batur- insky. Þegar ég hringi í herbergi 424 svarar djúpur rómur á ruglingslegri, frönskuskotinni ensku: „Ég er upptekinn á fundi klukkan eitt. Svo spila ég kúluspil. Hafið þér tíma klukkan fjögur?" Við hittumst síðan klukkan fjögur yfir kaffibolla. Baturinsky er smávaxinn og hnubbslegur, sköllóttur með gleraugu. I mínum augum lítur hann út eins og gamall Hollywood-gamanleikari á sjötta áratugnum, sem kallaður var „Faðmlaga-Zakal". Með aðstoð snyrtilegs og ljóshærðs túlks í bláum blazer segir hann: „Þetta júgurðarmál er hlægilegt. Og svo segja þeir að við höfum haldið Korchnoi niðri til að gera gæðingnum Karpov hærra undir höfði. Rakin ósannindi." Baturinsky blæs frá sér þykkum vindlareyk. Þarf Karpov, jafn smágerður og hann er, á mat milli mála að halda? Eitthvað þarf hann — annars er það trúnaðarmál mat- reiðslumanns okkar. Gæti ég séð kokkinn? Baturinsky brosir og reykir aftur. Því miður. Hann er ekki á staðnum. Síðan bætir hann við: „Sjáið þér til. Korchnoi-hópurinn heldur því fram að ég hafi ekki snefil af skopskyni. En þeir sem þekkja mig segja mig gæddan kímnigáfu. Hvað ég er gamall? Ég fæddist 1914, en það er nú ekki ástæða þess að stríðið hófst.“ Hann ljómar í andlitinu. „Þetta líkar mér,“ segi ég-. Ég vík að því orðum að aðstoðarmenn Korchnois haldi því fram að andstæðingurinn fái daglega hollráð frá Moskvu. „Já“, Reykský umlykur okkur báða. „Það fer gegnum kokkinn, 007. Seinna má búast við að geimeld- flaugar komi inn í spilið." Ég segist hafa hug á að hitta Karpov. Hann kveðst munu gera sitt bezta og við tökumst í hendur. „Hvað með kokkinn?" spyr ég. Hann snýr sér forviða að túlknum: „Engliskí húmor?" Hann kjagar af stað og það rýkur af honum. Karpov svalur Ég sá Karpov bregða fyrir í fundarsalnum. Sagt er að hann vegi aðeins 50 kíló. Hann er sannarlega ekki mikill fyrir mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.