Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGUST 1978 LOUISE BROWN fyrsta bamið, sem getiðer utan líkama mdður sinnar Litfríö og Ijóshærö var hún Þegar hún fæddist, tæpar tólf merkur og svo hðvær aö gráturinn „heyröist" um alla heimsbyggöina. Hennar hafði veriö beðiö meö meiri eftirvæntingu en títt er um langpráö og síöbúin börn, og léttirinn varö mikill pegar Patrick Steptoe gat lýst pessu yfir: „Kvíöinn er á bak og burt. Barniö er vel skapað, heilbrigt og fullkomlega eölilegt." Fyrir fæöinguna, sem fram fór meö keisaraskuröi, var talaö um „tilraunaglasbarniö", en nú er nóg aó nefna Louise Brown. Nafniö sjálft getur ekki talizt sjaldgæft eöa sérstætt, en samt vita allir viö hverja er átt, — fyrsta barnið, sem getið var utan líkama móóurinnar. Með fæöingu Louise Brown er lokið 12 ára protlausum tilraunum Patricks Steptoe og Roberts Edwards til að finna aðferð, sem gæti komiö aö gagni peim fjölmörgu konum, sem ekki veröa vanfærar meö venjulegum hætti. í Bretlandi er taliö aó ófrjósemi eigi í 40% tilvika rót sína aó rekja til pess aö eggjaleiöarar kvenna séu stíflaðir, sem gerir paó aó verkum aó eggið kemst ekki sína leið pegar pað losnar út eggjastokknum. Patrick Steptoe hefur nú lýst pví yfir að ekki sé nóg meö aö Lesley Brown hafi átt vió slík vandkvæöi aö búa, heldur sjáist paó á kvikmynd, sem sýnd verói bráðlega, aö eggjaleiðarar hennar hafi veriö fjarlægðir. Árið 1970 hafi hún gengizt undir aógerö sem miöaö hafi aö Því aö hreínsa eggjaleióarana, en pað hafi mistekizt. Steptoe fékk konuna til meðferöar fyrir tveimur árum og pá leiddi speglunaraögerö í Ijós aó ekki voru eftir aö eggjaleiðurunum annaö en lífilfjörlegar leifar. Þar sem eggjaleiöararnir komu í veg fyrir að unnt væri aó komast aö eggjastokkunum meö góöu móti ákvaó Steptoe aó fjarlægja Þá, enda gegndu Þeir engu hlutverki lengur. Sú staóreynd að eggjaleiöarar konunnar eru á bak og burt taka af öll tvímæli um aó frjóvgunin hefur átt sér staó utan líkama Lesley Brown. Árangurinn segir til sín á ýmsum sviðum læknavísinda Hvaða skoðun, sem menn hafa á hinum nýju viðhorfum, sem fæðing fyrsta „tilraunaglasbarnsins" hefur óhjákvæmilega í för með sér, fer ekki á milli mála að hér hafa orðið þáttaskil. Siðferðilegar spurningar hafa orðið mjög áleitnar og deilt er um þá hlið málsins víðs vegar. En engum blandast hugur um að vísindin hafa hér komið fóstur- rannsóknum á nýtt og áður óþekkt svið, og að þetta afrek þeirra Steptoes og Edwards á eftir að hafa ómæld áhrif á ýmsum sviðum læknavísinda. Áhrifin munu segja til sín í sambandi við getnaðar- varnir, rannsóknir á orsökum vanskapnaðar og verða auk þess hvati að frekari framförum til að ráða bót á ófrjósemi, svo eitthvað sé nefnt. Það kann að virðast mótsagnakennt, en fjár til rann- sóknastarfsemi sinnar hefur Steptoe aðallega aflað með því að framkvæma fóstureyðingar. Getnaður í tilraunaglösum á sér langa sögu. Það var fyrir 42 árum, sem fyrst er til þess vitað að slíkur getnaður hafi átt sér stað. Þá var að vísu ekki um að ræða tilraunir á mönnum, heldur kanínum. Það var Gregory Pincus við Harvard- háskóia, sem náði fullþroskuðu eggi úr kanínu, setti það til tilraunaglas og blandaði svo sæði saman við með þeim árangri að frumuskipting hófst. Átta árum síðar, eða árið 1944, lýsti John Rock, einnig við Harvard, því yfir að sér hefði tekizt að frjóvga egg úr konu í tilrauna- glasi með þeim árangri að eggfrum- an hefði náð að skipta sér þrisvar. Þeir Pincus og Rock hafa þó getið sér meiri frægð fyrir framlag sitt til getnaðarvarna en frjóvgunar- starfsemi, því að báðir voru þeir í fremstu röð vísindamanna, sem fundu upp „pilluna". Það var svo árið 1961, að ítalskur læknir, Petrucci, við Bologna-háskóla, lýsti því yfir að sér hefði tekizt að frjóvga hvorki meira né minna en tuttugu egg úr konum í tilrauna- glösum. Jafnvel heyrðist því fleygt að Petrucci hefði komið einhverjum af þessum eggjum fyrir í legi viðkomandi kvenna. Svo annarleg- ar þóttu þessar fréttir að þær ollu gífurlegu fjaðrafoki, bæði meðal vísindamanna og almennings, og þær voru ýmist fordæmdar eða bókstaflega frystar. Leynd yfir rannsóknum Þegar samvinna Steptoes og Edwards hófst voru vísindamenn almennt mjög á verði gagnvart tilraunum af þessu tagi, og í fyrstu fóru þeir mjög leynt með það hvers eðiis tilraunastarfsemi þeirra væri. Heimurinn var einfaldlega ekki reiðubúinn. Þeir skiptu þannig með sér verkum að Edwards sá um að bæta aðferðir við frjóvgunina sjálfa, svo og rannsóknir á efna- upplausnum til að halda frjóvg- uðum eggjum lifandi, þannig að eðlileg þróun þeirra utan líkamans héldi áfram. Steptoe einbeitti sér hins vegar að því að ná eggjunum úr eggjastokkunum og að koma þeim síðan frjóvguðum fyrir í leginu. Helzta afrek Steptoes til þessa er ef til vill það að hafa innleitt speglunartæki, sem virkar þannig að því er stungið inn um gat, sem skorið er á kvið konunnar. Tækið leitar síðan uppi fullproskað egg, sem numið er úr eggjastokkn- um með sognál. Þetta tæki gegndi úrslitahlutverki í sambandi við rannsóknirnar. Það var ekki fyrr en á árinu 1975, sem þeim Steptoe og Edwards tókst að gera konu barnshafandi, en sá ljóður var á að eggið — eða fóstrið — settist ekki að í leginu, heldur í óvirkum eggjaleiðara. Afleiðingin var fósturlát eftir tíu vikna með- göngu. Vísindamennirnir voru eftir sem áður sannfærðir um að þeir væru á réttri leið og gerðu smátt og smátt breytingar í samræmi við fyrri niðurstöður. Lesley Brown — Rita Ferguson Steptoe segir að Lesley Brown hafi að ýmsu leyti verið mjög ákjósanlegur einstaklingur til þess- ara tilrauna. Hún hafi verið á heppilegum aldri og hafi framleitt egg með fullkomlega eðlilegri tíðni. Það var svo hinn 10. nóvember í fyrra að stundin var komin. Lesley Brown hafði fengið sérstaka hormónagjöf til að hvetja egg- myndun, og margendurteknar rannsóknir höfðu gert læknunum nokkurn veginn fært að segja fyrir um það upp á hár hvenær egglosið mundi eiga sér stað og á hvaða stundu ætti að gera aðgerðina. Allt gekk samkvæmt áætlun og næstu 50 klukkustundir fylgdust vísinda- mennirnir grannt með breytingum þessarar litlu örðu í tilraunaglas- inu. Um leið og sæðisfruma Johns Brown hafði runnið saman við eggið var það sett í sérstakan næringarvökva í öðru glasi og brátt hafði eggið skipt sér í tvær, þá fjórar og loks átta frumur. Nú var komið að þeim þætti, sem úrslitum réði í þessari óvenjulegu sköpunarsögu. Fram að þessu höfðu vísindamennirnir einskorðað sig við að líkja eftir hinni eðlilegu þróun þar sem eggið frjóvgast í eggjaleiðaranum, og hefur skipt sér í 64 eða jafnvel fleiri frumur þegar það kemst upp í legið og sezt þar að. Nú höfðu nýjar rannsóknir leitt í ljós að apafóstur, sem aðeins hefur skipt sér í tvær frumur, væri lífvænlegt í legi, og með hliðsjón af þessu ákváðu vísindamennirnir að setja hið frjóvgaða egg í legið áður en það skipti sér í fieiri frumur en átta. Þetta virðist hafa gert útslagið. Fóstrið tók sér bólfestu í leginu og frumuskiptin héldu áfram. Fylgzt var með móðurinni á sama hátt og venjulega er gert þar til sjö vikum fyrir áætlaða fæðingu. Þá lagðist Lesley Brown inn á Oldham-sjúkrahúsið og var innrit- uð undir nafninu Rita Ferguson. Þessar síðustu vikur meðgöngunn- ar var hún í gjörgæzlu allan sólarhringinn. Að sögn kvenna, sem lágu á sömu deild, var hún mjög hæglát, horfði mikið á sjónvarp, prjónaði or réði krossgát- ur, um leið og hún tuggði tyggi- gúmmí og hafði óseðjandi lyst á piparmyntum. Steptoe hafði bann- að henni að reykja, en hún stóðst ekki löngunina og stalst til að fá sér reyk við og við, en blés reyknum út um opinn glugga til að Steptoe kæmist síður að óhlýðninni. Upphaflega hafði ekki verið gert ráð fyrir því að „tilraunaglasbarn- ið“ kæmi í heiminn fyrr en í fyrstu viku ágúst, en þegar blóðþrýstingur Lesley Brown hækkaði nokkuð, brugðust læknarnir við og ákváðu að gera á konunni keisaraskurð að kvöldi hins 25. júlí. Keisara- skurðurinn gerði það að verkum að stúlkubarnið langþráða var fegurra ásýndum en títt er um nýfædd börn, sem flest eru rauð og grett eftir átökin, sem fylgja eðlilegri fæðingu. Og svo ljómandi var þetta makalausa barn af hreysti að ekki þótti ástæða til að hafa það lengur í súrefniskassa en fáeinar klukku- stundir, en það þykir sjálfsögð varúðarráðstöfun að setja þau börn í súrefniskassa, sem tekin eru með keisaraskurði. Hún byrjaði strax að ambra eftir næringu og hún var komin í vöggu við hlið móður sinnar og pela fékk hún til að totta á unz mjólk var komin í brjóst móðurinnar. Kokkabækur og kynbætur Það hefur verið haft eftir Malcolm Potts, yfirmanni Alþjóða- frjósemisrannsóknastofnunarinnar í Norður-Karólínu í Bandaríkjun- um að hér sé ekki um að ræða svo mikilsverða vísindauppgötvun, að ástæða sé til að ætla að vísinda- mennirnir hljóti Nóbelsverðlaun. „Þetta er hálfgert kokkabókarmál, þótt auðvitað sé þetta gagnleg uppgötvun," segir Potts. „Frjóvgun utan líkamans er svo sem ekki annað en það sem froskar stunda í drullupollum." Brezkir vísinda- menn, sem hafa stundað sams konar rannsóknir og þeir Steptoe og Edwards, hafa látið í ljós efasemdir og segjast ekki vita hvort hér sé um að ræða raunveru- legan vísindaárangur eða hvort tilviljun og heppni hafi ráðið úrslitum. Siðferðilegar spurningar verða þó eflaust meira brennandi á næstunni en það hvað Steptoe og Edwards séu mikilhæfir vísinda- menn. Hér koma ekki sízt til grreina trúarleg sjónarmið. Kaþólska kirkjan hefur lýst yfir vanþóknun sinni á málinu, og telur óviðurkvæmilegt að á þennan hátt sé tekið fram fyrir hendurnar á náttúrunni, eins og það er orðað. Hins vegar hafa trúarleiðtogar bæði mótmælenda og Gyðinga látið hafa eftir sér að frjóvgun utan líkamans brjóti ekki í bága við trúarkenningar þeirra, svo framar- lega sem sæðið komi frá eigin- manni móðurinnar. Eitt af því sem valdið getur miklum deilum í framtíðinni er sá möguleiki, sem nú er á fóstur- flutningum. Hægt er með hormóna- gjöfum að frjóvga kynbótakýr þannig að þær geti í einu „fram- leitt" 16 fóstur. Síðan eru þau tekin úr kúnni og sett í leg fósturkúa, sem í fyllingu tímans bera fullsköp- uðum kálfum. Þessi aðferð, sem teljast verður mjög hagkvæm á meðan um er að ræða nytjadýr, verður hins vegar eki jafnaðlaðandi þegar menn hugsa sér að beita henni við mannlegar verur. Hún flýtir mjög fyrir kynbótum, og kemur sér vel fyrir bændur sem vilja fá sem mest af góðum landbúnaðarafurðum, en tilhugsun- in um mannlega hliðstæðu veldur trúlega martröð. (Heimildir. Time — Newsweek — Daily Express) Ljósmyndir hafa enn ekki verið birtar af fyrsta tiiraunaglasbarn- inu, en Bob Williams, teiknari Daily Express, hefur teiknað þessa mynd af mæðgunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.