Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 STUTTAR UMSAGNIR LAUGARÁSBÍÓt ALLT í STEIK Köflótt og misfyndin satíra, — einkum á sjónvarpið og hetjusköpun kvikmyndanna. En þó að sum atriðin skjóti langt yfir markið og jafnvel verði að teljast smekklaus, þá eru þau flest bráðfyndin og ASÍ er ágæt skemmtun þegar á heildina er litið. ANÆSTUNNI NÝJA BÍÓi STAR WARS Ja>ja. þar kom að því, þessi langfra'gasta og vin- sa-lasta mynd sem enn hefur komið fram á sjónvarsviðið mun nú væntanleg mjög fljótlega. Er ásta'ða til að segja meira? L M-M-MASSER AF DEJLIGE DAMER ... úr „í nautsmerkinu“ Mazurka - millifóta AUSTURBÆJARBÍÓ: 1 NAUTSMERKINU Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo snar þáttur er gerð klæminna mynda orðinn í Danmörk að gamalgrónar, þarlendar stjörnur eins og Ole Söltoft, Otto Brandenburg og meira að segja Karl gamli Stegger, eru komnir með í slaginn. Sá síðastnefndi er reyndar ósköp raunalegur á svipinn. Og hér heima hefur umrædd mynd slegið aðsóknarmet hússins, hvað aðsókn í fyrstu sýningarviku snertir. Hér hefði hún verið talin argasta klám fyrir aðeins tæpum áratug, en þá voru það einmitt Rúmstokks-masúrka myndirnar sem voru hneykslunarhellur á borð við þessa. Hversu heppileg þessi þró- un er verður ekki dæmt um hér, en rétt er að benda á nokkur atriði í þessu sam- bandi. Sannkallaðar klám- myndir — þær eru svona nokkurn veginn undan- tekningarlaust. andlausir hortittir — tröllríða nú kvik- myndahúsmenningu vest- rænna þjóða, það sést best á þeim gífurlega fjölda sem af 'þeim er framleiddur og vel- gengni margra þeirra. Hven- ær þær verða fyrir alvöru þáttur af daglegu lífi okkar eyjarskeggja er aðeins tíma- spursmál. Örugg tilvist þeirra erlendis sannar það. Þá eru og Danir oftast broslegir þegar þeir vilja það við hafa og því verður ekki neitað að það má nokkrum sinnum glotta að þessari endemisvitleysu. Og síðast en ekki síst: mynd eins og í NAUTS- MERKINU er tiltölulega skaðlaus unglingum og taugaveikluðu fólki og lítt skaðvænleg siðferðismóral landsmanna. Það er meira en hægt er að segja um margar þeirra dráps- og djöfulskaps- mynda sem virðast eiga greiðan aðgang inná gafl hérlendra kvikmyndahúsa. Mannlífið í McArthurgarði Áhorf- endur hlæja jafn- vel hvað hæst þegar persón- urnar gráta TÓNABIO: KOL- BRJÁLAÐIR KÓRFÉLAG- AR („The Choirboys") Leikstjórii Robert Aldrich.- Kvikmyndatakai Joseph Bir oc. Klippingi Mary Wine- trobe. Bandarísk, frá LORIMAR. Gerð 1978. 122 mín. Svona rétt til að byrja með má benda á þá meinfyndnu tilviljun, að hér eru sýndar í röð myndir eftir tvo harð- svíruðustu leikstjóra Banda- ríkjamanna, þá Sam Peckin- pah og Robert Aldrich. Báðir hafa þeir lagt braut fyrir meira ofbeldi en áður tíðkað- ist í kvikmyndum, en það hefur oftast veríð vekjandi, gagnrýnið og ekki síður til þess ætlað að vekja á þvi viðbjóð en hitt. Báðir hafa þeir litla tiltrú á kvenfólki — sannkallaðir „macho“-istar — í þeirra augum virðast þær hafa litlar, ærlegar tilfinningar til að bera. Allavega birtast þær í myndum þeirra félaga sem ólánsgripir yfirleitt, eða þá heilagar kýr. Þeir nota gjarn- an sömu manngerðirnar í myndir sínar og oft sömu leikara. Bók Wambaughs, The Choirboys, er skrifuð af eigin reynslu höfundar sem lög- reglumanns um árabil í stór- borginni Los Angeles. A.m.k. hefur eitt annað af ritverkum hans verið kvikmyndað, The New Centurions, með þeim George C. Scott og Steacy Keeach og var jólamynd Stjörnubíós á sínum tíma. Charles Durning er óborg- anlegur í hlutverki „sæðis- belgsins“ í nýjustu mynd Aldrich, THE CHOIR- BOYS. Þær fjalla um hinar dekkri hliðar starfsins, óþverrann og viðbjóðinn sem þeir hafa daglega fyrir augum og sem þeir svo reyna að hrista af sér og gleyma í stórkarlaleg- um drykkju- og svallveislum sem gjarnan eru haldnar í MacArthur garðinum eftir að skyggj a fer. Þar iðka þeir kvennafar, slagsmál og sví- virða húsbændur sína í orð- um. „Kórstrákarnír" kalla samkundurnar „kóræfingar", svona ti yndisauka. En ef þú lifir of lengi í mannsorpinu þá veistu ekki fyrr en þú telst til þess ... Það má segja að það sé einmitt helsti ókostur mynd- ar Aldrich; hann nær alls ekki réttum tökum á áhorf- andanum — myndin virkar oftast á hann sem kómedía. Undir harmþrungnum atrið- um sem betri leikstjóri hefði auðveldlega getað glætt nægilegum ádeilubroddi til að næstum hver nefapi hefði fundið til, grenjandi fólk af hlátri. Hér er nefnilega stundum grautað saman hlýjustu tilfinningum mannsins svo og vesælasta sora sem í honum býr. Vambaugh hefur þvegið hendur sínar af kvikmynda- handritagerð bókar sinnar og látið afmá nafn sitt af „creditlistanum". Kvik- myndagerð nýjustu metsölu- bókar sinnar, The Black Marble, sem er af svipuðum toga spunnin, hefur hann ákveðið að stjórna sjálfur. Á hinn bóginn er KK yfir höfuð vönduð og ásjáleg skemmtimynd, enda kann Aldrich svo sannarlega til verka þegar til átaka og ryskinga kemur. En maður þarf helst að geta hlegið að öllu. Hvort sem er gálgahúm- or eða mannlegri eymd og niðurlægingu. Fæstir leikaranna geta talist þekktir, en því kunnug- legri eru flest andlitanna úr mýmörgum skúrkahlutverk- um í gegnum árin. Þar ber hæst Charles Durning í hlut- verki „Spermwhale" Whalen, gamalreynds lögreglumanns sem er að reyna að halda sér á möttunni uns hann kemst á eftirlaun sem eru í sjónmáli. Durning er virtur sviðsleik- ari vestra. Hér getur einnig að sjá nýja hlið á Don Stroud sem til þessa hefur verið hvað þekktasta fúlmenni hvíta tjaldsins. Hér fæst hann við dramatískt hlutverk og tekst vel upp, einkum er hann reynir að hlífa fyrrver- andi kvalabróður sínum úr VN-stríðinu (Perry King). Sá er félagi hans í lögreglusveit- inni og er örlagavaldur sög- unnar. King (Mandingo) o.fl. kemst þokkalega frá dýptar- lausu hlutverki.) Tom Mclntyre er feikn hressilegur sem sadistinn Roscoe Rule og Randy Quaid (The Last Detail) virðist orðinn fastnegldur í hlutverk treggáfaðra sakleysingja. Þá er einn leikar ótalinn sem vert er að minnast, en það er Burt Young sem fer með hlutverk hins sóðalega en mannlega lögregluþjóns „Scuz“, Scuzzy. Young fékk núna á dögunum sitt fyrsta tækifæri til að leikstýra mynd og er hún jafnframt gerð eftir hans eigin hand- riti. Vilja sumir meina að þar sé hið eftirtektarverðasta Iistamannsefni á ferðinni. Tæknilega hliðin er að sjálf- sögðu öll í stakasta lagi — einsog Aldrich er von og vísa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.