Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 31 kynnti sig. Sendiboði menningar- innar var þögull. Ég get ekki í fullri hreinskilni sagt, að fyrstu fimm mínúturnar hafi verið lausar við spennu. Mikoyan tók fyrstur til máls; Nadía þýddi. Allir við borðið voru sammála um að þetta hefðu verið góðir tónleikar. Montand þakkaði þeim; ég brosti. Síðan var talað um veðrið. Mikoyan stakk upp á að við skáluðum. Mig minnir að það hafi verið fyrir vináttu og frið milli þjóða okkar. Eða friði í heiminum öllum. Þegar byrjað var að tala, var talað í þrjá tíma. I þrjá tíma heyrðist ekki í neinum nema Krúsjef, Montand og mér — en sérstaklega þó Nadíu, sem þýddi ótrúlega hratt það sem Krúsjef sagði og það sem við sögðum. Hinir mennirnir fjórir þögðu. Af og til kinkuðu þeir kolli til samþykkis einhverju sem Krúsjef sagði, eða hlógu að bröndurum hans eða okkar. Þeir voru ekki margir. Krúsjef hóf umræðurnar. „Það var ekki auðvelt fyrir ykkur að koma hingað, var það?“ „Það er ekki auðvelt fyrir neinn að koma til lands yðar um þessar mundir, hr. Krúsjef." „Vegna þrýstings frá fasistum?" „Nei, vegna atvikanna í Búda- pest, hr. Krúsjef. Fasistarnir eru yfirleitt ánægðir með atvikin í Búdapest... En sleppum fasistun- um.“ Við reyndum að útskýra afstöðu okkar. Við styddum kommúnista þegar okkur þætti þeir vera að gera rétt. Tilfinningarnar réðu afstöðu okkar, og því hefðu myndir af Rauða hernum í Búdapest haft mikil áhrif á okkur. Krúsjef ákvað að skýra hlutina eins og hann sá þá. Til að skilja ástandið í sósíal- istaríkjunum, yrði að hverfa aftur til tíma Stalíns, og sérstaklega þó þegar rætt væri um Ungverjaland. Hann útskýrði Rákosi, ungverska leiðtogann sem var stalínisti, og vitleysurnar sem hann gerði. Hann talaði um Pólland. Hann hermdi eftir Bería. Hann talaði um fangabúðirnar og sló í borðið þegar hann sagði: „16 milljónir dauðar." Ég leit á Krúsjef og ég leit á Molotov, sem horfði í gaupnir sér. Ég hugsaði: „Og þú, hvað varst þú að gera allan þennan tíma?“ Krúsjef svaraði áður en ég gat spurt. „Ég get lesið hugsanir þínar," sagði hann og benti á mig yfir borðið, „þú hugsar: Þú, hvað varst þú að gera allan þennan tíma?... Ég gat ekkert gert, vegna þess að hvað sem maður hefði gert gegn Stalín hefði verið gegn sósíalisma." Nú vildi Mikoyan skála aftur, í þetta sinn fyrir félaga Krúsjef, sem hafði hugrekki til að segja sannleikann, sem var prýði sósíal- ismans. En var Krúsjef viss um, þegar hann sendi herinn inn í Búdapest, að hann væri að gera sósíalisman- um gagn. „Já, við björguðum sósíalisma frá gagnbyltingu." „En,“ sagði Montand, „einu sinni hélztu að Tito væri gagnbyltingar- sinni og svikari.“ Hreinskilni „Mistök, sem tilheyra fortíð- inni,“ svaraði Krúsjef. „Og nútíðinni fylgja engin mis- tök?“ „Við sendum herinn til Búdapest vegna þess að Ungverjar þáðu okkur um hjálp." „Fólkið?“ „Já, fólkið. Það vill vörn frá ungverskum fasistum og sendi- mönnum heimsveldissinna." „Kannski hefur fólkið haldið að það ætti heimtingu á meira frelsi innan marka nýja sósíalismans sem þú boðaðir því, hr. Krúsjef, og það hafi misskilið þig?“ „Það eruð þið sem hafið misskil- ið,“ svaraði hann brosandi. „Ef svo er þá hafa anzi margir á Vesturlöndum misskilið.“ Þeir vissu þetta kannski allt og kærðu sig kollótta. Þeirra var að stjórna þjóð 200 milljóna sovézkra borgara. Það var mikið verk. Óánægja nokkurra fylgismanna á Vesturlöndum og örvænting vina snerti þá ekki. Þeir hafa kannski hugsað: „Þið þessir vinstrisinnuðu menningarvitar eruð óttalega þreytandi." Það er ekki svo sjaldan sem rökræður við kommúnista í París enda með þessum orðum. Montand reis á fætur. Hann vildi þakka þeim fyrir að hafa hlustað á það sem hann og kona hans höfðu að segja. Orð Krúsjefs höfðu ekki sannfært hann. Hann vonaði að þau hefðu sagt þeim eitthvað nýtt. Hann þakkaði þeim fyrir að hafa hlustað á söng hans, síðan skálaði hann fyrir fólkinu og áheyrendum hans þetta kvöld. Allir klöppuðu. Mikoyan rétti mér lítið koníaks- glas og bað mig að skála fyrir einhverju. Ég reis á fætur og sagði að maðurinn minn hefði talað fyrir mig og að ég vildi aðeins skála fyrir pravda — ekki blaðinu, heldur pravda. Punktur. Þetta vakti mikla kátínu og við skáluð- um fyrir sannleikanum. Klukkan var næstum orðin fjögur að morgni. Við héldum nú í boð hjá Rithöfundasambandinu. Montand hafði undirstrikað í vikunni áður þegar við þáðum boðið að hann vildi ekki syngja. Hann vildi syngja fyrir þá sem ekki kæmust f leikhúsið, en hann væri ekki reiðubúinn að syngja fyrir þá sem virtust eyða næstum hverju kvöldi í leikhúsinu, eins og félagar í Rithöfundasambandinu virtust gera. ímyndið ykkur undrun okkar þegar við komum til veizlunnar og sáum að móttakan var í sal með sviði, stólum, píanói og hljóðnema. Fyrir framan sviðið sátu gestgjaf- arnir og biðu þess að skemmtunin hæfist. Tveir söngvarar sungu. Klukkan var orðin margt, Mont- and var svangur. Við klöppuðum og veltum fyrir okkur hvað við værum að gera þarna. Síðan var farið að hrópa: „Yves Montand ... eitt lag.“ Ég steig fram og bað fólk að heirnta þetta ekki. Montand var of þreyttur. „Bravó. Bravó. Hún er fyndin. Eitt lag,... eitt lag,..." Montand stóð upp og benti Bob píanóleikara að setjast við píanóið. Hann tók hljóðnemann af mér og söng hálft ljóð. „Jæja, krakkar, komum okuur héðan." Hann kippti Bob og mér með sér niður af sviðinu. Þá fór hann að ausa yfir þá svívirðingum. Á mettíma fór hann yfir ókurteisi þeirra þarna, aum- ingjaskap fyrrum og í framtíð. Hann sagði þeim að hann hefði ekki lesið neitt eftir þá flesta, en sú staðreynd að þeir sætu þarna, á lífi og svona gamlir, væri nóg til þess að hann myndi aldrei vilja lesa bækur þeirra. Hann spurði þá um fréttir af Pasternak, hann kallaði þá samansafn af gömlum blýantanögurum, halassa hórur, tækifærissinnaða lýðskrumara og á endanum bölvaða drullusokka. Rödd hans var hás af þreytu og reiði. Þeir sátu allir lamaðir. Þetta voru allt menntaðir menn og skildu frönsku fullkomlega. Kvöld eitt í París 1962 fengum við að vita hvernig þetta atvik hafði glatt Moskvu — Moskvu yngri skáldanna og rithöfundanna sem við hittum aldrei, sem voru ekki í fordyri Sovetskaya-hótels- ins. Við vissum ekkert um veru þeirra, en þeirssu af okkur. Eðlilega. Þeir skrifuðu bæklinga og gerðu gys að okkur og því fólki sem við umgengumst. Én eftir kvöldið hjá Rithöfundasamband- inu byrjuðu þeir að skrifa ljóð um aðra en okkur tvö. (þýtt úr The Observer) Upplýsinga- rit um r Island ICELAND — Country and People heitir nýtt upplýs- ingarit sem Iceland Review hefur sent á markaðinn. Þar er að finna fróðleik um land og þjóð á ensku. Er hann í samþjöppuðu formi, en texti er þó nægilega ýtarlegur til að veita ókunnugum allgóðar upplýsingar um náttúru landsins, sögu, menningu, atvinnu og þjóðlíf íslendinga. Ritið er í handhægu broti, 64 síður, og í því eru 32 litmyndir ásamt korti af landinu. Efninu er skipt í tvo kafla og fjallar annar um landið en hinn um Islend- inga. I kaflanum um landið er að finna upplýsingar um landa- fræðina, eldgos, hveri, jarð- hita, jökla, ár, vötn, gróður- lendi, dýralíf og veðurfar. í kaflanum um Islendinga er fjallað um þjóðina, sögu, merkisdaga, Reykjavík, helstu bæina, stjórnmála- kerfið, utanríkisþjónustu, menningu, menntun, félags- mál, fiskiðnað, annan iðnað, orkulindir, ferðalög og sam- göngur, íþróttir og tóm- stundaiðju og að lokum eru hagnýtar upplýsingar handa ferðamönnum. Texta skrifaði Sigurður A. Magnússon, en hönnun fór fram á Auglýsingastofunni h.f. í verzlun kostar bækling- urinn 780 krónur. ÞÚ ÁUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINl \l GLVSINi.A SIMINN KR>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.