Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 ■ .. Kafli úr endurminningum leik- konunnar Simone Signoret, JVostalgia isn ’t what it used to be“, sem Weidenfeld og Nicolson-forlag- iö hefur gefiö út. verjalandi, sovézka hersins, gengu um breiðgöturnar og hrópuðu: „Fasisminn mun lúta í lægra haldi." Jean-Paul Sartre sagði við okkur: „Ef þið farið berið þið ábyrgð Rússanna; ef þið verðið um kyrrt berið þið ábyrgð mótmæl- endanna." Vartdræði okkar voru leyst með símtali. Framleiðandi myndar sem Montand hafði gert samning um hringdi einn morguninn og sagði: „Ef þú syngur þarna verður ekkert úr myndinni. Samstarfsmenn mín- ir hafa sagt, að ef þú ferð vilji þeir ekkert hafa með mynd sem þú leikur í.“ Ég sá yfir herbergið að Yves var mjög alvarlegur, en rólegur, þegar hann svaraði: „Ég var ekki viss um hvort ég ætti að fara, en nú liggur það í augum uppi. Ég fer.“ Til vinstri eru hjónin Simone Signoret og Yves Montand. Yfir þeim stendur Krúsjef: Hann sagöi brandara. Ein af fáum borgum heims í desember þetta ár, þar sem ekki var talað um Búdapest, var Moskva. Það rann upp fyrir okkur í hádegisverði hjá einum ráðherra menningarmála nokkrum dögum eftir komu okkar. Allir embættis- mennirnir voru sannfærðir um að vandræði okkar hefðu eingöngu verið vegna afstöðu okkar til frönsk-ensku sprengjuárásarinnar á Kairó. Þeir vissu aðeins, að í Búdapest „hafði þögnin vérið endurheimt", eins og Nadía, túlk- urinn okkar orðaði það. Við leiðréttum misskilninginn, en há- degisverðarboðið var ekki hið sama á eftir. Okkur var sagt að borgarbúar væru fullir eftirvæntingar og hlökkuðu mikið til fyrsta kvölds Montands í Tchaikovski-leikhús- inu. Fulltrúar allra sendiráðanna í Moskvu voru viðstaddir frumsýn- inguna að einum undanskildum, franski sendiherrann, Dejean og kona hans, höfðu ekki einu sinni fyrir því að afþakka boðið. Ekkert hafði heyrzt frá þeim. Tvö beztu sætin í húsinu stóðu auð. Ég stóð bak við sviðið á meðan Montand söng fyrir allt að því fullu húsi. Hægra megin við sviðið, í risastórri stúku klæddri tjöldum, sátu Krúsjef, Molotov, Mikoyan, Bulganin og Malenkov, í sömu röð og maður sér þá á opinberum ljósmyndum. Að söngskránni lokinni stóðu þeir allir fimm upp og klöppuðu. Allir leikhúsgestirnir stóðu upp og klöppuðu. Það var skipst á: Klapp- að fyrir Montand, klappað fyrir forystunni, sem ég er viss um að flestir hafi verið að sjá í fyrsta sinn. Montand flýtti sér í búnings- klefa sinn og aðstoðarmenn hans eltu hann eins og þeir gerðu alls staðar. Bankað var á dyrnar, þar var sendiboði menningarinnar mættur og bar þau boð að félagarnir úr ráði verkamanna og hermanna Ráðstjórnarríkjanna biðu okkar. Montand svaraði snöggt og sagði að hann biði þeirra í búningsklefa sínum. Sendiboði menningainnar útskýrði^þá, að léttur kvöldverður hefði verið útbúinn í leikhúsinu og að hann væri kominn til að bjóða okkur til hans. Félagarnir úr stórráðinu vildu ekki valda listamanninum ónæði í búningsherberginu. Þeir biðu okkar í lítilli borðstofu bak við sviðsstúkuna. Hver á eftir öðrum stigu þeir fram og kynntu sig, eins og að við vissum ekki hverjir þeir væru. Bulganin togaði í skeggið eins og góður afi; Krúsjef sagði brandara; Molotov var þung- búinn; Mikoyan hló; Malenkov virtist niðurdreginn. Þeir kynntu sig, við kynntum okkur, Nadía. Slmone Slgnoret fðrmeð elglnmannl sínum, Yves Montand, tll Rússlands skömmu eftlr upprelsnlna f Ungverjalandl og bentl ráðamönnum þará nokkrar staðreyndlr Aö neöan Krús- jef Malenkov og Bulganin viö lík Stalíns. „... hvaö sem maöur heföi gert gegn Stalín heföi ver- iö gegn sósíal- isma.u Minnistu nóvember- mánaðar árið 1956? Ég spyr í fullri alvöru. í nóvember 1956 féllu menn dauðir í Búdapest og Súez. Uppreisnin í Ungverjalandi og mistökin í Súez létu milljónir góðra manna örvænta og fjölda illmenna gleðjast. Fyrir Montand og mig var nóvembermánuður 1956 einn furðulegasti, grimmileg- asti og sorglegasti mánuður mestu eyðileggingar sem við höfum upplifað í 27 ára sambúð. Yves hafði ákveðið konsertferð um Sovétríkin og Austur-Evrópu með löngum fyrirvara. Gat hann farið nú með góðri samvizku? Stuðningsmenn ungversku „bylt- ingarmannanna" gengu upp Champs Elysées og lögðu sveig að gröf Oþekkta hermannsins. Verj- endur eigenda vopnanna, sem skutu niður saklaust fólk í Ung-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.