Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 39 MAROKKÓ ALSÍR NIGER Ú^GAMBIAV Í^GUINEA- f^BISSAU JEMEN CHAD , EFRI-v VOLTA SUDAN NIGERIA MIO- AFRIKA UGANDA mio-afríku íguinea^h KENYA 'GABON ZAIRE TANZANIA ZAMBIA RHODESIA MALAGASY HerÞjálfun og vopnasendingar Stofnun stjórnmálaflokka Lögreglu- v pjálfun BOTSWANA SUÐUR-AFRIKA ETHIOPIA Afríkuher Austur- Þióðverja Austur-Þjóðverjar gegna litlu hlutverki ( Afrfku miðað við Kúbumenn, en hlutverk þeirra er mikilvægt. Þeir veita herjum uppreisnarmanna hernaðaraðstoð, en meira máli skiptir sú hjálp sem þeir veita sigursælum þjóðfrelsishreyf- ingum til þess að treysta pólit- (sk völd s(n og koma á laggirn- ar lögreglueftirliti. Sérgrein Austur-Þjóðverja er að setja á stofn og vopna löggæzlulið, þar á meðal leynilögreglu og lff- verði, og skipuleggja stjórn- málaflokka að austur-þýzkri einræðisfyrirmynd. Austur-Þjóðverjar þjálfa einnig tæknisérfræðinga skæruliða, þar á meðal flug- menn og verkfræðinga og sér- fræðinga í stórskotavopnum, sprengiefnum og fjarskiptum. Þeir útvega uppreisnarmönn- um ýmis konar létt vopn og birgðir af ýmsu tagi og veita þar að auki yfirmönnum skæru- liða þjálfun i Austur- Þýzkalandi. Varlega áætlað hafa Austur- Þjóðverjar á að skipa 3.000 her- mönnum og sérfræðingum i Afríku til þess að framfylgja þessari áætlun. Enn sem komið er starfa aðeins nokkur hundr- uð þeirra beinlínis hjá þjóð- frelsisfylkingunum sjálfum. Þorri þeirra starfar í þess stað hjá vinstriríkisstjórnum, sem hafa treyst sig í sessi, aðallega stjórnum Eþíópíu, Angóla, Mozambique og Kongó- lýðveldisins. Ekkert beint hlutverk Austur-Þjóðverjar virðast forðast að taka nokkurn beinan þátt í bardögum eins og Kúbu- menn, sem áætlað er að hafi sent 45.000 hermenn til Afriku og gegna úrslitahlutverki á víg- völlum álfunnar. Sómalíumenn héldu því fram að þeir hefðu tekið austur-þýzka hermenn til fanga í bardögunum í Ogaden- auðninni, en þeir hafa aldrei sýnt þá utanaðkomandi aðilum. Fréttir voru einnig uppi um austur-þýzka herflugmenn í Biafra 1969 og austur-þýzka hermenn i fyrstu árás upp- reisnarmanna á Shaba-hérað í Zaire fyrir rúmu ári, en þessar fréttir eru ennþá óstaðfestar. í stað þess að berjast einbeita Austur-Þjóðverjar sér að hern- aðarþjálfun og þjálfun á sviði öryggismála, fyrst og fremst í fyrrverandi nýlendum Portúgala sem fengu sjálfstæði eftir byltinguna í Lissabon 1974. Þetta hlutverk Austur- Þjóðverja er nýtt og einstætt og ekkert annað Austur- Evrópuríki hefur farið að dæmi þeirra. Umsvif þeirra hófust með viðtækri hernaðaraðstoð við frelsishreyfinguna Frelimo í Mozambique 1969 og þau hafa aukizt verulega á undanförnum tveimur árum. Aðstoð þeirra bætir upp herþjálfun og her- mennsku Kúbumanna I Afríku og Rússar samræma aðgerðirn- ar. Sókn eftir viðurkenningu Mikill áhugi Austur- Þjóðverja á Afriku hófst vegna baráttu þeirra fyrir alþjóðlegri viðurkenningu og samkeppni þeirra við Vestur-Þjóðverja. Ihlutun þeirra hefur í senn auðveldað þessa baráttu og gert hana flóknari. Austur-Þjóðverjar hafa notið stuðnings þeirra frelsishreyf- inga, sem þeir hafa hjálpað að ná völdunum, til dæmis í Ang- ola og Mozambique. Þeir geta reitt sig á atkvæði fjölmargra Afríkurfkja í atkvæðagreiðsl- um á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um ályktanir sem brjóta í bága við hagsmuni Vestur-Þjóðverja. Þeir nutu ekki stjórnmálalegrar viður- kenningar nokkurs Afríkuríkis 1969, en nú njóta þeir stjórn- málalegrar viðurkenningar næstum því hvers einasta ríkis Afriku (til eru undantekningar eins og Zaire, sem sleit stjórnmálasambandi við austur- þýzku stjórnina vegna stuðnings hennar við uppreisnarmenn). Hins vegar vilja Austur- Þjóðverjar ógjarnan styggja SUÐUR- Leynistuðningur við uppreisnarmenn vestræn ríki, sem viðurkenndu austur-þýzku stjórnina að lokum eftir langa stjórnmálaeinangrun hennar. Þeir vilja heldur ekki baka sér óvild hófsamra Afrfkurfkja eins og Nigeriu sem útvegar þeim mikilvæg hráefni. Stjórnin í Austur-Berlin þegir því vandlega um hinn nýja „Afríkuher" sinn og upplýsingar um hann eru því af skornum skammti. En ýmissi vitneskju er hægt að safna saman úr ýmsum áttum, aðallega samkvæmt vestrænum leyniþjónustuheimildum, þótt ýmsum fréttum sé óvarlegt að treysta. Það á til dæmis við um frétt þess efnis, að austur- þýzkir lögreglumenn hafa veitt aðstoð við að koma upp fangabúðum i Suður-Jemen. Sú frétt er með öllu óstaðfest. Auk þess gengur á ýmsu i sambúð Austur-Þjóðverja og ríkjanna í Afríku. Þeir hafa veitt bæði Nlgeríu og Súdan hernaðaraðstoð á liðnum árum en Ihlutun þeirra í þessum löndum heyrir til liðinni tið, þar sem bæði þessi lönd eru nú mjög tortrygging f garð Austur- Þjóðverja. Fjárráð Austur- Þjóðverja eru líka takmörkuð og þeir verða að einbeita sér að þeim stöðum, þar sem mest átök eru og þar sem mestar vonir eru um pólitískan ávirming. Samkvæmt öruggustu heimildum fæst þessi heildarmynd af íhlutun Austur- Þjóðverja í Afríku: Zaire: Brezka blaðið Observer hermdi í síðasta mánuði að Austur-Þjóðverjar en ekki Kúbumenn hefðu skipulagt síðustu innrás uppreisnarmanna i Shaba- hérað. Það taldi að 100 austur- þýzkir hernaðarsérfræðingar væru í Angola og hefðu það hlutverk að þjálfa uppreisnarmenn frá Katanga sem hafa þar bækistöð. Varsjárbandalagið fól Austur- Þjóðverjum það hlutverk að grafa undan stjórn Mobutu Sese Seko að sögn blaðsins. Tilgangur slfkra aðgerða er meðal annars sagður sá að gera bækistöðvar angólskra uppreisnarmanna i Zaire óvirkar og að torvelda tilraunir vestur-þýzks fyrirtækis að smiða langdræga eldflaug á tilraunasvæði Shaba. Vestur-þýzkir sérfræðingar staðfesta, að austur-þýzkir liðs- foringjar hafi haft það hlutverk að þjálfa uppreisnarmenn frá Shaba, en eru tregir til að draga nokkrar viðtækari álykt- anir af þeim sönnunum, sem fyrir liggja. Raunar segja þeir að sumir uppreisnarmenn hafi verið búnir austur-þýzkum vopnum, en aðrir voru vopnaðir sovézkum vopnum og bandar- Iskum vopnum sem voru tekin herfangi. Eþfópfa: Þar eru 1500 austur- þýzkir sérfræðingar í öryggis- málurn undir stjórn ofursta, háttsettasta foringja Austur- Þjóðverja i Afríku. Þeir annast herþjálfun og skipuleggja borg- aralega lögreglu, leynilögreglu og stjórnmálaflokk, sem er byggður upp með einræðis- skipulagi. Forseti eþíópiska herráðsins færði nýlega Austur- Þjóðverjum (ásamt Rússum, Kúbumönnum t>g Suður- Jemenum) sérstakar þakkir fyrir að „styðja okkur með að- gerðurn." Hann sagði að þessir .Jramfarasinnuðu vinir lifðu með okkur, dæju með okkur og berðust með okkur“. Seinna spurðu vestur-þýzkir frétta- menn austur-þýzka, utanrikis- ráðuneytið hvort eitthvað væri hæft i því að Austur-Þjóðverjar tækju þátt í hernaðaraðgerðum Eþiópíumanna gegn aðskilnað- arsinnum í Eritreu, en ráðu- neytið vildi ekkert láta eftir sér hafa. Sómalíumenn hafa haldið þvi fram að Austur-Þjóðverjar hafi sent flugvélar frá bækistöðvum sfnum í Suður-Jemen meö her- mönnum, fótgönguliðsvopnum og gagnskriðdrekavopnum til Eþiópiu meðan á Ogaden- stríðinu stóð. Þessar fréttir eru hins vegar óstaðfestar. Angola: Uppreisnarmenn Al- þýðuhreyfingarinnar til frels- unar Angola (MPLA) hlutu viðtækan stuðning frá Austur- Þjóðverjum i kjölfar samnings frá 1973 um gagnkvæma hern- aðarsamvinnu. Áður en upp- reisnarmenn sigruðu áttu um- svif Austur-Þjóðverja upptök sín í Kongó-lýðveldinu, öðru bandalagsriki þeirra í Afriku. Þar þjálfuðu Austur-Þjóðverjar sveitir uppreisnarmanna og þaðan sendu þeir flugvélar með særða skæruliða til Austur- Þýzkalands þar sem gert var að sárum þeirra. Siðan MPLA vann sigur sinn f Angola hafa Austur- Þjóðverjar skipulagt þar borg- aralega lögreglu og leynilög- reglu, skipulagt hafnirnar i Lu- anda og Loboto og stjórnað sigl- ingum um þær, og veitt Angola- mönnum margháttaða aðstoð á ýmsum sviðum efnahagsmála og heilbrigðismála. Sunnanverð Afríka: Rhódesiumenn sögðu frá þvi 1976 að þeir hefðu hlerað sam- töl á þýzku I talstöðvum upp- reisnarmanna og drógu þá ályktun að austur-þýzkir sér- fræðingar i verkfræði og sprengiefnum þjálfuðu liðs- menn frelsishreyfinga Zimb- abwe, en þrátt fyrir slfkar frétt- ir telja vestur-þýzkir sérfræð- ingar að Austur-Þjóðverjar séu mjög gætnir í þessum hluta Afríku. Skæruliðar Zimbabwe opn- uðu skrifstofu i Austur-Berlín í byrjun þessa árs. Fulltrúi í æðstu stjórn austur-þýzka kommúnistaflokksins, Werner Lamberz, sem nú er látinn, hét skæruliðum Zimbabwe opin- berlega stuðningi í fyrra. Og útvarpið í Mozambique til- kynnti samtímis, að Austur- Þjóðverjar væru reiðubúnir að veita frelsishreyfingum í sunn- anverðri Afriku hernaðarlega aðstoð. Þó hafa enn ekki komið fram óyggjandi sannanir um viðtæk- an stuðning Austur-Þjóðverja við frelsishreyfingar Zimbabwe og heldur ekki frelsissveitir i Namibíu (Suðvestur-Afríku). Stuðningur Austur-Þjóðverja er að mestu leyti bundinn við áróður. Vestur-þýzkir sérfræðingar telja þetta bera vott um að Austur-Þjóðverjar sýni vísvit- andi stillingu svo að þeir þurfi ekki að eiga það á hættu að vestræn ríki eða hófsöm Afr- íkuríki slíti við þá stjórnmála- sambandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.