Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGUST 1978 Kona Pálsi — Taktu þcssu nú rólega. Það er alveg rétt, að þú ert bara númer þrjú í fyrirtækinu, en hérna heima ertu alla vega númer tvö GRANIgöslari „Nei, mér finnst það alls ekki snjöll hugmynd að akvegurinn fari undir húsið. Þetta verður að fara burt.“ — Ég flyt bara heim til mömmu, öskraði eiginkonan f bræði sinni og ksastaði nokkr- um flíkum niður í ferðatösku. Um kvöldið var hún komin í foreldrahúsin og hringdi bjöilunni. Faðirinn kom til dyra. — Mamma þín? Nei, hún flutti heim til ömmu þinnar í gær. — Þér getið ekki trúað, hvað ég hrífst innilega af vísindun- um, sagði borðdama prófessors- ins. Ég skil t.d. alls ekki, hvað hefur haldið fólki við jörðina áður en þyngdarlögmálið gekk í gildi. . Deildarhjúkrunarkonan áminnti hjúkrunarkonuna um að gera upp á milli læknanna í samræðum við sjúklingana. Hálftfma seinna heyrði hun til hjúkrunarkonunnar, þar sem hún talaði í sfmann. — Jú, það eru sex læknar hérna á deildinni, en ég get því miður ekki mælt með neinum þeirra. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Vinsældir bridge aukast nokkuð ört í löndum Austur-Evrópu. Ungverjar héldu í vor sína fyrstu Philip Morris Evrópukeppni í Kesthely og í allt var fjöldi þátttakenda ótrúlegur. Spilið í dag er þaðan og sýnir vel eitt af undirstöðuatriðunum í kastþröng. Gjafari vestur, allir utan hættu. Norflur S. ÁK98 II. 93 T. ÁI)3 L. ÁD108 Vestur Austur S. 532 S. I)(;i07 11.652 II.DG108 T. f; 10852 T. fil L. 12 L. 703 Surtur S. 01 II. ÁK71 T. K97 L. KG95 Bara að hann hefði aldrei farið að taka tennur. A að láta sjó- innhirða...? „Kæri Velvakandi. Eins og mörgum er kunnugt stendur yfir um þessar mundir fornleifauppgröftur frá miðöldum að því að talið er við Stærri-Borg austur undir Eyjafjöllum. Þar, eins og víðar, vinna fornleifa- fræðingar að rannsókn horfinnar menningar til þess að fræða okkur um liðna tíð svo við getum lært af henni og betrumbætt okkar eigin menningu og arf. Á Stærri-Borg hafa fundizt margir munir svo sem skór, lás og lykill, galtartönn og hvorki meira né minna en 41 beinagrind þar sem uppgraftarsvæðið er forn kirkjugarður. (Sagt er frá uppgreftrinum í Mbl. 21. júlí sl.). Það var einmitt í sambandi við beinagrindurnar sem ég set þetta á blað því eins og kom fram í Mbl. lét einn fornleifafræðingurinn eftirfarandi orð falla um jarðnesk- ar leifar sennilega forfeðra undir- ritaðs sem er ættaður undan Eyjafjöllum. „Það er ekkert við þær að gera annað en gera af þeim uppdrátt og leyfa síðan sjónum að hirða þær“. (M.S. Mbl. 21. júlí bls. 10.) Á meðan fólk er jarðsett nú á dögum með virðingu og athöfn eru fornleifafræðingar að kroppa upp úr moldinni bein og jarðneskar leifar fólks til að kasta á það aldurságizkunum sem hefur lítinn eða engan tilgang og brenna þær síðan, setja á söfn eða láta sjóinn hirða þær. Finnst ykkur slíkt athæfi ekki mikill fáráðaskapur? Ég er hræddur um að nútíma- mönnum þætti ekki gaman að vita til þess að eftir nokkrar aldir fyndist forn kirkjugarður í brekk- unni upp frá Fossvoginum og þar yrði hafinn mikill uppgröftur þar Eins og sjá má eru 7 lauf mjög góður samningur. En hugrekki suður brást og varð hann sagnhafi í sex gröndum eftir þessar sagnir. Noróur 1 L 3 L 3 S r»L Yestur pass pass pass pass Austur pass pass pass pass Suóur 2 G 3 II I G 6 G Opnunin lofaði sterkum spilum og með fimm laufum sagði norður frá þrem ásum. Útspil tígulgosi. Til að kastþröng virki almennt þarf fyrst að gefa andstæðingun- um sína slagi og sagnhafi þarf síðan að geta tekið alla sína slagi nema einn. í þessu tilfelli á hann ellefu slagi og síðara skilyrðinu því fullnægt. Útspilið tók sagnhafi á hendinni og í von um að aðeins annar andstæðinganna hefði vald á báðum hálitunum gaf hann austri næsta slag á spaðatíu. Hann spilaði tígli og þurfti seinna að finna tvö afköst þegar suður spilaði láglitunum. Fari lesendur yfir spilið munu þeir sjá, að austur gat alls ekki ráðið við þetta og varð að gefa tólfta slaginn. ■ M Framhaldssaga eftir Mariu Lang 1% I I § 1 I II V lll I Jóhanna Krist jónsdóttir 33 á þeim aldri viidi maður jafnan helzt það sem forboðið var. — Nei, sagði Judith án þess að hika. — Matta fannst bara góður kirsuberjalíkjör. Þannig var það líka í þau fáu skipti sem hann fékk sér í glas. — En hvað með ykkur hin? Voruð þið líka svona sólgin í súkkuiaðimola þessarar gerð- ar? — Nei, ætli það. sagði hún. — Mér fundust þeir óétandi, sætir og klístrugir. Og Klem- ens þoldi ekkert sem lfkjörs- bragð var að. Nanna Kasja hafði tekið það í sig að það væri lífshættulcgt fyrir línurnar, en hún hafði enga slíka fyrirvara á þegar í hlut áttu smákökur og rúllutertur og slíkt. Hún var aldrei mjög samkvæm sjálfri sér. Ég held ekki að neitt okkar hafi nokkurn tíma getað fengið af sér að fá sér einn bita frá honum. Hann hafði svo mikla nautn af því að borða þetta sælgæti að okkur var skemmt að horfa á hann. Hér voru samræður þeirra rofnar af stúlkunni sem kom rjóð af annríki með bakka með tveimur stórum diskum úr grænni keramik. Hún setti annan fyrir framan Judith og sagði glaðlega> — Þettaer Bergslagsdiskur. Norell for stjóri hefur sjálfur sett hann saman í forrétt. — í forrétt, sagði Judith án sýnilegrar hrifningar. — En þetta eru slík ókjör af ýmsum tegundum og ég er ekki tiltak- anlega soitin. Diskurinn var skrautlegur en yfirgengilegur. Þar voru kartöflur og síld, sænskur kavíar með lauk, reyktur lax, tómatar og agúrka, kálfarúlla, hreindýrabiti, ostur og radísur — og á miðjum diskinum bikar með ferskum rækjum. Augnaráð stúlkunnar hvaríl- aði til skiptis til forstjórans og lögregluforingjans, en sá fyrr- nefndi náigaðist nú hröðum skrefum. — En það hljóta að hafa átt að vera þrír diskar, þetta eru mistök. — Það er borðið sem er rangt, sagði Bo Koland Norell fýlulega. — ÉG pantaði borð inni í Klúbbnum. Hann kastaði ekki kveðju á Christer sem sat allt í einu cinn, matarlaus og allslaus og velti fyrir sér hvort hann ætti að vera fcginn eða einmana. Það leið ekki á löngu unz veitingamaðurinn skaut upp kollinum og bar fyrir hann gómsætan forrétt. — Og nú, sagði Klemens — hef ég einsett mér að borða kvöldverðinn minn með þér og það er að segja, ég læt lönd og leið leiðindaforstjóra og stút- fullar konur. — Áttirðu í einhverju basli með frú Ivarsen? — Ég ákvað að koma henni heim. Vegna gamallar vináttu. Og aúðyitað er mér líka um- hugað um að fólk í þessu ástandi sé ekki á veitingastaðn- um. Ég vil ekki eyðileggja orðspor Litlu kvennanna þriggja eiginlega áður en við erum komin af stað fyrir alvöru. — Hún drekkur sýnilega töluvert meira en hún þolir. — Já, en það getur verið að Nönnu líði eins og Jeppa á Fjaili. — Er enginn sem reynir að komast eftir því hvers vegna hún drekkur? Judith var eitt- hvað að tala um að hún væri slæm á taugum og mörg dauðs- föll f fjölskyldunni. — Jú, þökk fyrir, sagði Klemens kuldalega. — Ég fékk gusuna um það á heimleiðinni. Um Zacharías á Móbökkum og hjartahilunina og lungnabólgu Ivans á miðju sumri og móður hcnnar. Ilenny vesalinginn, sem lcið inn í meðvitundarleysi og dó af því að bílstjóri sjúkrabílsins villtist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.