Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 7 Þegar ég var aö Ijúka viö sföustu sunnudags- greinina, leitaöi fast í hug minn mynd af manni, sem sízt ætti aö gleymast samtíö sinni þegar minnzt er á framavonir og fórnar- líf. Þótt óþarfi ætti aö vera, langar mig til aö minnast á Albert Schweitzer, sem raunar er eitt fegursta dæmi aldarinnar um mann, sem hafnar framavonum, sem raunar voru orönar aö veruleika, og velur fórnar- líf. Aö hann hlaut einnig heimsfrægö af þeirri fórn, rýrir ekki gildi þess, sem hann geröi. í sögunni af móöur Zebedeussonanna setur Jesús fram skilyröislausa kröfu sína gegn metnaði móöurinnar, svo stranga fórnarkröfu, aö ætla má kristindómsins. Hvort- tveggja geröi hann í senn, aö leiða mönnum meö rökum fyrir sjónir, hve skammt kristnin hefur komizt í fylgdinni viö Jesú og aö sýna meö eigin lífi, að enn á þessari öld er unnt aö lifa Fjallræöuna í langtum ríkari mæli en sýnast mætti af kristinni kirkju nútímans. Á unga aldri varö hann víöfrægur af riti sínu um ævisögur Jesú. Hann skip- aði sér í fremstu röö frjálslyndra guðfræðinga og hirti ekki um lof né last þegar hann tók að sýna fram á, hve gersamlega frumkristnin var á valdi þeirrar trúar aö heimsend- ir væri í næstu nánd, og aö meö þá staðreynd í huga yröi að lesa frum- heimildir kristninnar. Hróp mun lifa frægöarorö hans af samfylgdinni viö Krist, þjónustunni viö hina svörtu bræöur og systur í Lambarene, innst í Mið-Afríku, skerfinn stóra, sem hann galt af skuld hvíta mannsins viö hinn svarta kynstof. Hann lét svo ummælt, aö þaö væri markmiö sitt meö hálfrar aldar lífsverki sínu í Svörtu-Afríku, að greiða sinn „litla skerf“ af þeirri skuld, svo voöaleg væri hún og hana yröu hvítir menn að greiða af mætti. Og þegar þess er gætt, hverju hann fórnaöi, verö- ur manni aö spyrja, hver hafi með okkar samtíö lifaö kristindóm Jesú Krists eins og hann. Menn hafa nefnt hann trúboða. Já, en eru það ekki fremur verk en orö. Fórnarlíf í Lambarene að fæstir kristinna manna taki mark á þeim oröum Jesú. Þekkir þú þaö í lífi þínu eöa þinna nánustu, aö fórnarhugsjónin sé sett ofar metnaöardraumun- um, auðmjúk þjónusta ofar öllum framavonum, jafnvel sönn manngöfgi ofar hungri eftir völdum og fé? Er þá ekki sannmæli hjá Albert Schweitzer, þótt hneykslaði marga og hneyksli enn, aö enn eftir 19 aldir sé kristindómur okkar aöeins byrjunarspor í áttina aö kristindómi Jesú, eins og guöspjöllin geyma hann? Um þaö mátti hann dæma flestum öðrum fremur, því aö erfitt mun að benda á aöra, sem á okkar öld hafa lifað fórnarhugsjón Jesú eins og hann. Hann var fæddur á kristnu heimili, en þau augnablik liföi göfug móö- ir hans, aö metnaðar- draumar hennar um hann gengu í aöra átt en fórnar- hugsjónin, sem hann vildi lifa. An kristindóms heföi hann ekki oröiö sá, sem hann varð, og trú hans og heimspeki um lotninguna fyrir lífinu ekki oröiö til. Þeir eru margir og hafa líklega skiliö hann bezt, sem segja aö meö lífi sínu og bókum hafi hann bjarg- að trú þeirra á framtíð þeirra, sem hneyksluðust, lét Schweitzer ekki á sig fá. Þá hlaut hann mikla frægö af ritum sínum um þýzku ofurmennin Göethe og Bach, og eru þau rit enn talin með því gáfuleg- asta og snjallasta af allri þeirri bókamergö, sem um þessa höfuösnillinga hefur birzt. Viö orgelið í stærstu hljómleikasölum menning- arlandanna telja sumir hann hafa unnið stærstu sigrana. Vegsemd og virö- ingarmerki hlóöust aö honum úr öllum áttum. Viö háborö jaröneskra lista og vísinda höföu afburöagáf- ur hans og snilld skipaö honum sess, en hann átti annan draum, sem hann var einráðinn í að láta rætast: Úr þessu háa sæti steig hann niður á miðjum aldri, kvaddi auð og frægö til aö skipa sess fórnar og þjónustu viö holdsveiku vesalingana í Svörtu-Af- ríku og þann sess skipaði hann enn, er hann andað- ist þar syöra níræður aö aldri. Orgelleikur hans geym- ist á hljómplötum, sem hlustaö verður á meðan hirt'veröur um heilaga, háa list. Bækur hans um heimspeki, guðfræði og höfuðsnillingana Göethe og Bach eru lesnar og taldar höfuðrit, en lengst sem Kristur hvetur til, þegar hann vísar á bug metnaðardraumum stór- látrar móöur en bendir á þjónustuna, sem hina æðstu vegsemd og segist sjálfur gefa líf sitt sem lausnargjald fyrir marga? „Gefa líf sitt“, — veröur annars meira krafizt? Af þeirri lexíu höfum viö lítið lært, þú og ég, grátlega lítiö. En viö jarðnesk ævi- lok eigum við langa leiö ófarna enn. Um heima og himna verður ferðinni haldiö áfram. En sumir hafa þegar í þessu lífi svo mikið af þessari lexíu lært af Kristi, lexíunni sem líklega er vandlærðari en allar aðrar, aö þeirra líf réttlætir þá von, að í öllum mönnum búi einhver vísir Kristslífsins, þjónustu hans, heilagleika hans, hinnar algeru, sjálfselsku- lausu fórnar hans, sem fullkomnaöist á Golgata. Þeirra minning má ekki gleymast, en þakka skul- um viö Guöi hvern geisla, sem lýsir og vermir þessa köldu jörö. Þeir eru okkur trygging þess, að vorið, vor kærleikans, bræðra- lagsins komi á jöröunni eftir alla kuldana, haust- nepjuna og hatriö. En megintrygging þess er hann, sem fæddist í fjár- hússjötu og dó á krossi. Fáksfélagar Úthlutað veröur lóöum undir hesthús á Víöivöll- um. Breytt byggingarlag Þeir sem hafa áhuga á hesthúsbyggingum, leggi inn umsókn, eigi síðar en 25. ágúst Eldri umsóknir þurfa aö endurnýjast. Félagiö vantar starfskraft í hestahiröingu í vetur komandi. Aöeins vanur maöur kemur til greina. Getur veriö um framtíðaratvinnu aö ræöa. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins kl. 14—17. Sími 30178. Hestamannafélagið Fákur. jazzBaLLeccskóLi Búm líkam/tccM j.s.b. Byrjum aftur eftir sumarfrí 14. ágúst ( ★ líkamsrækt og megrun tyrir dömur á öllum aldri ★ morgun- og dag og kvöldtímar ‘ ★ tímar tvisvar og fjórum sinnum í viku ( ★ Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í megrun | Vaktavinnufólk ath. „lausu tímana“ hjá okkur ★ Sturtur — sauna — tæki — Ijós ‘ ★ Muniö okkar vinsæla sólaríum. ( ★ Hjá okkur skín sólin allan daginn, alla daga. : Upplýsingar og innritun í síma 83730, frá kl. 9 fh. til kl. 7 e.h. _ i jazzBaLLeCCskóLi búpu Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1978 Miövikudagur 16. ágúst Fimmtudagur 17. ágúst Föstudagur 18. ágúst Mánudagur 21. ágúst Þriðjudagur 22. ágúst Miövikudagur 23. ágúst Fimmtudagur 24. ágúst Föstudagur 25. ágúst Mánúdagur 28. ágúst Þriðjudagur 29. ágúst Miövikudagur 30. ágúst Fimmtudagur 31. ágúst R—30801 til R—31200 R—31201 til R—31600 R—31601 til R—32000 R—32001 til R—32400 R—32401 til R—32800 R—32801 til R—33200 R—33201 til R—33600 R—33601 til R—34000 R—34001 til R—34400 R—34401 til R—34800 R—34801 til R—35200 R—35201 til R—35600 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Bíldshöfða 8 og verður skoöun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16:00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoöunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því aö bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreiöa sé í gildi. Athygli skal vakin á því, aö skráningarnúmer skulu vera laesileg. Vanræki einhver að koma bifreiö sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. ágúst 1978 Sigurjón Sigurösson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.