Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Prédikun á Skálholtshátíð 9. sd. e.trin., 23. júlí 1978 mammon ranglœtisins. Mammon, auður, fé, valdið, sem flest ranglæti í heiminum verður rakið tii Þaðan sprettur óvild manna á milli, jafnvel milli ástvina — hvað getur ekki gerzt, þegar böm fara að skipta foreldraarfi? — Þaðan koma erjur og átök og stríð stétta milli og þjóða. Þetta þarf ekki svo að vera, segir Jesús. Það væri ekki þannig ef Ijósið cetti fleiri börn og myrkriö í mannheimi færri. Og þú getur farið þannig með fé, að þú eignist innstæðn í hugum annarra, innstœðu þakklætis, slíks þakklætis, sem stenzt erídurskoðun eilífðar. Þetta er innlegg inn á reikning lífsins sem verður ekki að engu, það færðu greitt með vöxtum. Allt, sem þú afsalar þér eða lœtur í té öðrum til góðs, öðrum til blessunar, það mœtir þér í Jjaldbúðum eilífðarinn- ar“, það er hið eina, sem þú leggur fyrir þannig, að þní eigir að því að ganga, þegar sporið mikla verður stigið yfir um, hið eina, fyrir utan það, sem miskunn hins krossfesta leggur til með þér. Því viðhorf þitt til peninga, til veraldargœða, afhjúp- ar sjálfan þig nœsta gagngert, lýsir því æði glöggt, hver þú ert. III Sem sagt einfalt mál. Kannski of einfalt til þess að háþróuð nútímahugsun gefi því gaum. Reyndar heyrist nú hitt oftar, að kristindómurinn sé flœkja óskiljanlegra kenninga sem enginn hlusti á lengur. Ég hef líka heyrt menn segja það, að sá sem spilar Bach sé bara að framleiða óskemmtilegan hávaða. Þeir eru margir sem vita betur og játa það án alls yfirlætis. Þeir vita að þama er um að ræða dásamlega veröld. En hún lýkst ekki uppfyrir þeim, sem aldrei Ijá henni ey-ru né athygli. Ég skil víst lítið í Einstein. En ég afgreiði hann ekki með vorkunnlátu eða háðslegu glotti, þó að hann tali ekki um tíma og rúm á máli Litlu gulu hænunnar. Og svo ætti Jesús Kristur og hugsun hans að vera slíkur hégómi, sem hægt sé að afgreiða hugsunarlaust! Svo ætti djúp kristins dóms, sem stórmenni andans hafa í 20 aldir ausið af, hugleitt, tilbeðið, að vera slíkt léttvægi, sem hver busla og moldvarpa og dægurfiðrildi geti dæmt um með tilburðum alvizkunnar! Menn misbeita viti sínu í fleiru en fjármálabrellum og öðrum þess háttar myrkraverkum. Menn gera það líka þegar þeir ana athugalaust um grynnkur og þynnkur andlegra mála og lepjaflautir og soð úr misjöfnum kötlum og fetta fávitafingur út í leyndardóma heilagrar trúar og afgreiða þá eins og rakkinn þá þúfu, sem hann hefur hnusað af. Jesús segir í guðspjallinu: Notaðu vit þitt og beittu því rétt. Hann hefur lokið upp venileik, sem er þess verður að kanna hann, og það gerist ekki án hugsunar, hann hefur mótað lífsstefnu, sem er þess verð að fylgja henni, og það gerir enginn án vilja, einbeitingar sjálfsafneitunar. Honum hefur þóknast að gefa það ríki, sem eitt stendur að éilífu. Vér biðjum i þjóðsöng íslands um þroska á puðsríkisbraut. Hvaða stund leggjum vér á þann þroska? Það er spurningin um það hvemig vér rœkjum heilaga trú. Hér hefur undanfama viku veríð fjölmennur hópur í Skálholti, sem leitar þroska i bœn og tilbeiðslu. Þar sem mikiU arfur við að styðjast, mikil auðlegð andlegrar reynslu, sem kirkja aldanna hefur dregið saman. Það minnir Skálholt á. Og Skálholtshátíð. Nú eru 29 ár siðan hin fyrsta slíkra hátíða var haldin. En hugmyndin um árlega hátíð hér hafði fœðzt áður og sú hugmynd hafði verið kynnt ári fyrr, 19X8, þegar fyrsti almennur fundur var kvaddur saman i því skyni aðfylkja ífélag þeim mönnum, sem vildu vinna að þvi, að ný tið mœtti renna upp yfir Skálholti helga. Það eru m.ö.o. 30 ár siðan því merki var brugðið á loft í alþjóðaraugsýn, sem táknaði kvaðningu til sóknar að því markmiði að reisa Skálholt úr rústum. Frá þeim tíma liðu 15 ár þar til þessi kirkja var risin og vigð og þá gerðist það jafnframt sem eitt varð mest góðra.tíðinda í sögu staðarins, síðan Gissur biskup Isleifsson lagði grunn að tign hans með því að gefa hann, föðurleifð sína, t.il biskupsseturs ævinlegs: Skálholti var aftur skilað heim, það var aftur gefið kirkjunni. Hún hafði að sönnu átt þennan stað alla tíð að lögum Guðs, með rökum söguhelginnar, hvað sem kóngleg bréf sögðu og tillögur hallœris- nefnda á vondrí öld. En nú var þetta viðurkennt með manndómlegum hætti af Alþingi og ríkisstjóm og skjallega staðfest á vígsludegi kirkjunnar. Vér minnumst sem sagt í dag 15 ára afmælis dómkirkjunnar nýju og 30 ára afmœlis þeirrar hreyfingar, sem setti sér það mark, að kirkja og þjóð skyldi endurheimta hið týnda Skálholt og fæða nýtt af skauti hins gamla. Þegar dr. Bjöm Þórðarson flutti hér ræðu á annarri þeirra hátíða sem hér var efnt til, mælti hann m.a.: „Orðið Skálholts- hátíð er nýtt á tungu vorri... Hugtakið spennir yfir fortíð ogframtíð Skálholts og hátíðin er orðin staðreynd. Hér er hafinn nýr siður, sem vissulega á fyrir sér að verða langlífur í landinu. Vér erum komnir hér til eflingar hinum nýja sið, vér emm hér komnir í dag til liðveizlu og vegsemdar þeirri hugsjón að endurreisa Skálholtsstað.“ Síðan þessi orð voru sögð hafa góðir atburðir gerzt. Þökk sé þeim mörgu sem að því hafa stutt með skilningi, fómar- hug, fyrirbœn, með aðild að löggjöf með hollri og virkri liðveizlu. Það er innilegg inn á reikning, sem skila mun vöxtum í andlegt bú þessarar þjóðar, eilífum ávexti. IV Margt er að þakka á þessari afmœlis- hátíð. Ég læt ekki hjá líða að nefna eitt nafn í dag, Ludvig Storr. Hann andaðist í síðustu viku. Þau listaverk, sem mest prýða þessa kirkju, eru honum að þakka, beint og óbeint. Hans nafn og minning skal blessuð hér nú og um alla framtíð. 21 Mikið hefur unnizt. En meira er eftir. Skálholt er að rísa en ekki endurreist og verður raunar aldrei að fullu svo að segja megi: hingað og ekki lengra. Hér hafa aðeins verið stigin byrjunarspor. Það nægir að nefna, að skólinn er hálfbyggður enn, bókhlöðu vantar til />ess að hið verðmæta bókasafn staðarins geti komið að notum. Og enn er hér ekki biskupsstóll og skyldi þess ekki verða langt að bíða úr þessu. Enn gegnir sama máli og forðum, þótt margt hafi breytzt: Vér erum komnir hér í dag til liðveizlu og vegsemdar þeirri hugsjón að endurreisa Skálhottsstað. Hvað þýðir það? Að endurreisa Skálholtsstað er fólgið í því að endurreisa í oss sjálfu m, styrkja og efla í oss sjálfum það, sem hefur helgað Skálholt, vora heilögu kristnu trú. Að endurreisa Skálholt ér að reisa, viðrétta og styrkja kristinn sið, kristna kirkju, í landi voru. Ekkert, sem reist er hér eða endurreist, er s sjálfstakrnark, og ekkert hefur staðinn sjálfan út af fyrir sig að markmiði, ekkert mannvirki, enginn stofnun, ekkeii embætti, markmiðið er sú kirkja, sú kristni vors lands, sem á þessa móður, helgan Skálholtsstað, og rœkir þessa móður vegna þess að hún er að leita að sjátfrí sér, leita uppruna s'tns, leita þeirra linda, sem hún hefur líf sitt frá, hún vill rækja þessar s'mar móðurstöðvar vegna þess að hún er að leitast við að styrkjast til þeirrar þjónustu við íslenzka þjóð, sem Drottinn hefurfalið henni. Skálholt er tákn og Skálholt er tæki. Hrun þess táknaði niðurlægingu landsins mesta. Svo skal um mœlt hér í dag og það mun eftir ganga, að vegur þessa staðar mun jafnan verða vísbending um það, hvar ísland er á vegi statt. Og tæki skal það vera, Skálholt helga, til helgunar, tit þroska á guðsríkisbraut. Tæki þess Drottins Jesú Krists, sem áminnir, brýnir og býður, af því að hann veit og þekkir og elskar og frelsar. Hann vill setja stimpil sinnar heilögu fórnar á allt, öll málsskjöl og allt bókhald vors flekkaða lífs til þess að reikningarnir standist í birtunni miklu og eilífu. Mættum vér í því trausti lifa í hans ríki, undir hans valdi sem Ijóssins börn og í lífi og dauða njóta þess, sem hann hefur í sölur lagt til þess að réttlæta rangláta og frelsa týnda. eftirlit með því á hvaða þætti börn þeirra horfi. „Það er ekki auðvelt fyrir foreldra," segir hann. „Mörg börn eru beinlínis háð „kassanum". Ef foreldrar reyndu að slökkva á tækjunum, gæti það jafnvel leitt til ofbeld- is.“ Þótt rannsóknir hans hafi v^rið bundnar við 1.500 pilta, eru þeir að sjálfsögðu ekki þeir einu, sem verða fyrir áhrifum af ofbeldi í sjónvarpi. „Ég vil gjarnan kanna að hve miklu leyti sjónvarpið hefur áhrif á ofbeldi hjá stúlkum,“ segir hann. „Það virðist vissulega vera miklu meira um ofbeldi hjá stúlkum en ég bjóst við áður en ég hóf rannsóknirnar. Og mig langar mjög að kynna mér ofbeldi hjá börnum, því við höfum orðið varir við ofbeldis- hneigð hjá þeim löngu fyrir 13 ára aldur. Og ef þaö reynist rétt að siðareglur þjóðfélags okkar séu að brotna niður — og að þetta hafi verið að gerast um lengri tíma — þá gætum við átt illa framtíð í vændum." Hann og kona hans höfðu eftirlit með því á hvaða þætti þeirra börn horfðu. „Við lögðum alltaf mikla áherzlu á góða frammistöðu í skólanum," segir hann. „Þess vegna tók námið mikinn tíma hjá þeim. Við kröfðumst þess að þau lykju fyrst við heimanámið og Margaret las með þeim. Þannig takmarkaðist' af sjálfu sér sá tími, sem þau gátu' notað til að horfa á sjónvarpið." Elzta barnið, Jane, er 25 ára, og að ljúka lögfræðinámi. Hin dóttirin, Louise, er 23 ára og leiksviðshönnuður. Eldri sonur- inn, Ross, er 20 ára og við háskólanám, en Bruce, sem er 16 ára, er í menntaskóla. „Þetta er skemmtilegur hópur," segir faðir þeirra hreykinn. „Sjónvarpið hefur margar jákvæðar hliðar," segir hann. „Flestir framleiðendur sjón- varpsþátta eru heiðarlegir og vilja æskunni ekkert illt. En við þurfum á eftirliti að halda til að sjá um að þeir fáu óheiðarlegu komist ekki upp með neitt ábyrgðarleysi. Ég vil að sam- félagið viti hvað er að gerast hjá unglingunum, svo að það geti gert eitthvað við því.“ (Observer) Hótel Ishaf sér um ferðimar CfWftO* Eftir John C. Ausland Poul Heiberg Christensen er starfsmaður SÁS flugfélagsins. Hann sér um ferðir þess til Grænlands, íslands og Færeyja. í sinni fyrstu ferð til Græn- lands. fyrir nokkrum árum var hann bitinn bakteríu og notar nú hvert tækifæri til að heim- sækja þetta stórkostlega land. Ein leiðin er að skipuleggja árlega skíðaferð um landið. Nú í vor gekk Christensen á skíðum frá Holsteinsborg, á vestur- strönd Grænlands, að Söndreströmsfirði. 200 km. austar. Hann var sex daga í ferðinni. Skíðaferðir um Græn- land eru frábrugðnar öðrurn skíðaferðum, því það eru hunda- sleðar sem bera farangurinn og lúna göngumenn. Nýlega var Christensen gest- gjafi hóps norrænna bláða- manna, sem Danska ferðaskrif- stofan og SAS buðu til Græn- lands. Eftir að eyða einni nótt, óvænt í Reykjavík vegna óveð- urs var lent í Narssarssuaq í Suður-Grænlandi. Þar er prýðilegt hótel, Hótel íshaf, sem áður var aðsetur bandarískra hershöfðingja, þeg- JCft ar Bandaríkjamenn höfðu bæki- stöð í Narssarssuaq. Á stríðsár- unum var þarna flugvöllur, sem vélar á leið frá Norður-Ameríku til Evrópu notuðu. Nú er lagt upp í margs konar ferðir frá Hótel Ishafi og úr mörgu er að velja. Meðal annars er gefinn kostur á bátsferð milli ísjak- anna upp að jökli, eða heimsókn á fornar slóðir Eiríks rauða. Með frækna göngumenn er farið í sex tíma ferð um djúpan dal og að jökli. Fyrir ferðafólk, sem vill njóta útivistar, er Grænland tilvalinn staður að heimsækja. Mikilfeng- legt landslagið og ísjakarnir er óvenjuleg sjón, og ferð í fylgd hundasleða hlýtur að vera ógleymanleg reynsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.