Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 11 bú, kúabúy fjárbú, hrossarœkt, hundarœktog útflutnúigsverzlun fyrir kapli í súgþurrkunina á hlaöinu og Kjartan fer öðru hverju út til að fylgjast með verkinu. Hann er eðlilega með hálfan hugann við það þegar kemur í Ijós að bilun hefur orðið í gröfunni og olían að smáleka af henni. En það er mikilvægt að hún hafi það af um nóttina að grafa og moka ofan í aftur eftir að kapallinn er lagður, svo mjólkurbíllinn komist að tankhúsinu að morgni. Það hefst um miðnættið. Þá er kominn á vettvang Erlendur Davíðsson, for- maður ræktunarsambandsins, lög- regluþjónn með meiru, og drekkur með okkur kaffisopa. Allan tím- ann er eitthvað um að vera þarna. En þetta leiðir talið að kúnum og búskapnum. Kjartan kveðst alltaf hafa lagt mesta áherzlu á mjólkurfram- leiðslu, hafði áður 70 mjólkandi kýr og um 100 hausa í fjósi, en hefur nú fækkað um helming, niður í 40 mjólkandi kýr. — Bæði komu þrjú heyleysisár í röð, og eftir að umframframleiðsl- an varð svo mikil og áróður gegn mjólkurframleiðslu vex, þá minnk- ar áhuginn eðlilega og maður leggur sig ekki eins fram, segir Kjartan til skýringar. Maður dregur þá frekar úr nautgripa- ræktinni. Við höfðum þá reglu að kaupa alltaf 20—30 kýr á haustin, en nú höfum við ekki gert það í 3 ár. Við framleiddum 170 þúsund lítra af mjólk, en á sl. ári vorum við komin niður í 117 þúsund lítra. — Heldurðu að horfurnar eigi enn eftir að versna hvað mjólkur- framleiðslu snertir? — Já, ég er hræddur um það. Tæknin hefur gert mögulegt að auka þessa framleiðslu ótrúlega mikið með sama mannafla, og búin hafa stækkað. Þegar við komum hingað 1949 var algeng framleiðsla á bú 60 þúsund lítrar, pú líklega um 100 þúsund lítrar og hjá mörgum komin hátt í 200 þúsund lítra. En margir bændur hér hafa byggt svo stór fjós, og fjárfest í þeim, að þeir eru neyddir til að nýta þau áfram. — Frá sjónarmiði framleiðand- ans er hagkvæmt að bú hans skili fullum afköstum, heldur Kjartan áfram. Og þó maður fái ekki fullt verð fyrir umframframleiðsluna, þá getur hún borgað sig. Það er ódýrasta framleiðslan, ef hægt er á annað borð að losna við hana. Maður getur því selt síðustu 10 þúsund lítrana ódýrara en fyrstu 10 þúsund lítrana, því tilkostnað- urinn er minni. En þarna spilar tíðarfarið líka inn í. Við fengum þrjú slæm ár í röð. En tíðin var góð í fyrra. • Vaxandi möguleikar í hrossarækt — Hvernig er ástandið í kvik- fjárræktinni? Þú ert með um 120 kindur, er það ekki? Þú ert ekki að hugsa um að hætta búskap er það? — Ástandið er enn verra í kvikfjárræktinni svarar Kjartan að bragði. En við viljum vera við búskap og ætlum okkur það. Við erum líka með um 80 hross. Og það er greinilega vaxandi eftirspurn eftir hestum, bæði til útflutnings og á innanlandsmarkað. Og mér sýnist að verði hægt að gera sér mat úr hrossaræktinni til kjöt- framleiðslu líka. Ólafur Dýr- mundsson, búfjárfræðingur, segir að ekkert holdanaut framleiði meira en íslenzk hryssa. Þetta er gott kjöt. Þarf bara að kenna fólki með að fara — að ala hrossin, slátra og matreiða. Kjartan kveðst alltaf hafa haft áhuga á hrossum, enda alizt upp við hestamennsku. Sigríður raun- ar líka. Hrossarækt er því stunduð á Ólafsvöllum, með 10—12 folöld- um á ári. Og veturnir eru notaðir til tamninga. — Við erum með hesta meira sem áhugamál og sport en beinlín- is búgrein, segir Kjartan. Enda þægilegasta sportið í sveitum. Maður getur gripið stund og stund og skroppið á bak, í stað þess að önnur áhugamál, eins og t.d. skíðaíþróttin, krefjast þess að farið sé af bæ og í lengri tíma í senn. Á landsmóti hestamanna á Þingvöllum var Ólafsvallafólkið með falleg hross. Eldri sonurinn á heimilinu, sem er 18 ára, kom ríðandi. En dóttirin, sem er við menntaskólanám missti í hrapal- legu slysi fallegt reiðhross. • Isl. hundurinn greindur og gæfur Sigríður segir okkur að fyrst hafi Kjartan gefið sér hest og síðan hund, fallegan „fox terrier" og þetta hafi orðið afdrifaríkt. Þegar hún skömmu síðar sá ákaflega fallegan gulan hund, sem átti að vera íslenzkur, þá lýsti hún því yfir að næst vildi hún eignast einn slíkan. Og eftir að þau hjónin voru flutt að Ólafsvöllum, fóru þau að leita að íslenzkum hundi. 1968 kveðst Sigríður hafa fengið ádrátt um að fá fyrsta ísl. hundinn. — Páll A. Pálsson dýralæknir spurði mig þá, hvprt ég vildi ekki reyna að rækta íslenzkt hundakyn og ég féllst á það. Hélt að um væri að ræða einn hund og eina tík. En fyrr en varði var ég komin með fjórar tíkur og tvo hunda, sömu tölu og ég er með nú. Páll fór að hjálpa mér við að koma upp stofni, en hundarnir eru upprunnir frá Keldum. Eina tík fékk ég að vísu úr Eyjafirðinum. Þannig fékk ég mikinn áhuga á að bjarga hunda- stofninum íslenzka, sem var að hverfa. Ég fór þrjár ferðir til Bretlands til að hitta hundarækt- endur þar. M.a. hitti ég gömlu frú Nagel, sem mest hafði gert til að bjarga írska úlfhundinum, sem var að deyja út. Marc Watson, sá frægi maður, hafði líka samband við- mig, þegar hann frétti um þetta. Hann sendi mér tvo hunda, sem hann hafði flutt til Ameríku á sínum tíma og tekið svo með sér heim til Bretlands. Hann fékk upphaflega íslenzka hunda frá Austurlandi og af Norðaustur- landi. En þar var ekki lengur slíka hunda að fá, þegar ég byrjaði. Uppistaðan í hundastofninum á Keldum var frá tík af Vestfjörð- um, sem eftir varð frá honum. — Nú framhaldið var auðvitað það að ég varð að dreifa hvolpun- um og ég fór að selja þá til að borga fóðurkostnaðinn. Auk þess sem ég vissi að fólk fer betur með það sem það kaupir en það sem það fær gefins. Bretarnir komu því líka inn hjá mér að ég mætti ekki gefa hunda nema völdu fólki. Hundaræktin hefur þó aldrei staðið undir sér. Ekki einu sinni þegar hún var mest. Þá voru hér fjórtán fullorðnir hundar og þrjá- tíu og tveir hvolpar. En þá voru líka svo margir munnar að metta. — Nú eru þetta orðnir heimilis- vinir á bænum. Tíkurnar fá að eiga hvolpa öðru hverju, ekki á hverju ári. Það er hrein tilviljun að þrjár áttu í ár tíu hvolpa. Þeir eru nú allir seldir nema einn, sem ég held eftir sjálf vegna hundasýn- ingarinnar í haust. Enda ekki ástæða til að vera með svo marga. Islenzka stofninum hefur verið bjargað. Og Island er svo fámennt land, að markaðurinn mettast. Nú er íslnzki sveitahundurinn ræktað- ur erlendis og -eigendur hafa samband við mig. Ég útvega þeim ræktunarhunda, til að tryggja það að þeir séu i nægilega háum gæðaflokki. — Hvaða kosti hefur þessi íslenzki sveitahundur? — Þetta eru svo góðir heimilis- hundar. Eru svo hændir að mann- inum og eiga enga grimmd til. Líklega af því að þeir hafa ræktazt eðlilega á löngum tíma á heimilun- um. Sá íslenzki er talinn sá eini af þessum Spitztegundum, sem lifa í löndum kring um Norður-heim- skautið, sem ekki er grimmur. Auk þess er íslenzki hundurinn mjög greindur, þó hann sé seinþroska. Greindin kemur hægt, svo að ekki má byrja að kenna íslenzkum hvolpi eins snemma og öðrum hvolpum. Þá verða þeir bara ruglaðir. Helzt á ekki að bvrja að kenna þeim fyrr en 6 mánaða gömlurn eða jafnvel seinna, 10 mánaða. Ég tel þá hvolpa til hálfs annars árs, og segi það oft, en fólk vill oft ekki trúa því. En greindin kemur örugglega. Til dæmis sagð mér maður, sem temur hunda fyrir Disney myndir og tamdi íslenzkan hund til að leika fyrsta hundinn, sem fór í geimfari, að hann hefði aldrei fengið jafn góðan hund. Honum gekk svo vel að læra og var svo léttlyndur, var alltaf reiðubúinn til að læra meira. Ég hefi líka fengið þessi ummæli frá hundatamningastöð í Kaliforn- íu. Og einn fór í gegn um stranga tamningu í sænska lögregluskól- anum og gekk mjög vel. Hér eru þeir lítið tamdir til notkunar, en bóndi einn, sem þjálfað hefur hund frá mér sem fjárhund, var að fá annan í sama skyni. íslenzki hundurinn er mjög mannelskur og þarf að fá að vera mikið með manni. • Stúlkur úr bændahúsmæðra- skólum Þetta er orðið langt mál, enda ótrúlega mikið um að vera á Ólafsvöllum. Þegar blaðamaður- inn furðar sig á því hvernig hjónin komist yfir þetta allt, svara þau: — Það er ótrúlegt hvað maður kemst ýfir, þegar maður gerir það sem manni þykir skemmtilegt. Sigríður tekur fram að á bænum sé hjálparfólk. Nú eru þarna þrjár stúlkur, 14 ára gömul bóndadóttir úr Borgarfirði, ein úr Reykjavík og bóndadóttir frá Danmörku. Pabbi hennar, sem rekur svínabú, á íslenzka hesta og haná langaði til að kynnastt Islandi meðan hún er að átta sig á hvað hana langar að læra næst. Þá er 14 ára drengur og synirnir á heimilinu, sem eru 18 og 8 ára. En dóttirin, sem er elzt og er við menntaskólanám, er ekki heima. Hjónin á Ólafsvöllum hafa, eins og um svo margt annað, annan hátt á en hér tíðkast, þegar þau ráða fólk til starfa. I 12 ár hafa þau haft erlendar stúlkur, flestar frá Sviss, eina frá Frakklandi, par frá París og eitt sinn pilt frá Sviss. Það hófst með því að þau auglýstu í svissnesku bændablaði eftir stúlku, útskrifaðri úr bændahús- mæðraskóla. En slíkir skólar eru í Sviss og mjög gagnlegir, segir Sigríður. — Þá eru stúlkurnar menntaðar til alhliða starfa á bóndabæ, innan húss og utan. Það er mjög gott að hafa fólk, sem kann allt til verka, segir Sigríður. Svona fjölhæfar stúlkur geta annað mun meiru, en stúlkur sem ekki kunna verkin. Þær hafa vanizt því að skipuleggja sín störf að morgni. Maður lærir sjálfur mikið af þeim. Aður en haldið er heim, er gengið út í kirkjuna á Ólafsvöllum, sem gerð var upp og byggt við hana fyrir nokkrum árum. Ákaf- lgea smekklega og fallega gert. Og altaristöfluna málaði Baltasar. En orðið er of dimmt til að taka fleiri myndir. Blaðamaðurinn hefur gleymt sér vð spjallið. Sigríöur kveður hvolpana fimm, sem eru að leggja upp í langferð í jeppa og síðan flugvél til sinna nýju heimkynna, í Frakklandi og Þýzkalandi. Sigríður, klædd í einn uilarjakkann, sem hún flytur út, klappar gamla hundinum sínum ættföðurnum, sem nú er kominn til ára sinna. Nýju eigendurnir eru ánægðir meö hvolpana sína af hreinræktuöum íslenzkum stofni, enda eiga pau íslenzka hunda fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.