Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
17
Korchnoi. Vingjarnlegt
bjarndýr.
Þess eru dæmi að skákmenn hafi
lézt um kíló eða meira við eina
skák. Slíkar staðreyndir varpa
ljósi á skokk Korchnois og tennis-
iðkanir heimsmeistarans.
Meðan halda þarf líkamskröft-
um í horfinu er sannarlega ekki
hætt við að keppendur verði
svefngenglar vanans. Korchnoi fer
seint á fætur daginn eftir keppnis-
skák og fer yfir hana með
hjálparmönnum sínum Keene og
Stean. Áður en skák hefst fær
hann sér einnar stundar kríu-
blund.
í morgunverð snæðir hann
hafragraut bragðbættan hunangi
eða viský. Milli skáka snæðir hann
oft íranskan kavíar og segir það
gott fyrir höfuðið. Hann er keikur
og hugdjarfur („Ég hræðist aðeins
tannlækninn") og þótt honum sé
reykur og drykkur að skapi lætur
hann allar hóglífisvenjur lönd og
leið um tveggja til þriggja mánaða
skeið fyrir skákeinvígi. Tolstoy,
Solzhenitsyn or Sherlock Holmes
eru allir hans menn, hann er
mannblendinn og hændur að
köttum.
t
Dollara fyrir
að tapa
Ég ræddi við Korchnoi um
mútur í skákheiminum á kaffi-
stofu einni. Ray Keene hafði skýrt
mér svo frá að reynt hefði verið að
múta sér í Reykjavík 1972. „Ég
skal útskýra málið fyrir þér,“
sagði Korchnoi, þar sem hann sat
afslappaður í fráhnepptri skyrtu.
„í Sovétríkjunum er mönnum ekki
ávallt mútað í formi peninga —
heldur einhverju enn verðmætara,
t.d. með ferðalögum. Það eru ekki
nema íþróttamenn sem fá tæki-
færi til ferðalaga. Mér er kunnugt
um einn sem lét múta sér til að
gefa Karpov vinning. Hann er nú
einn af aðstoðarmönnum hans. Þá
veit ég um júgóslavneskan skák-
meistara sem seldi sovéskum
stórmeistara vinning fyrir 400
dollara og annan rúmenskan, sem
tapaði fyrir Brazilíumanni fyrir
þúsund dollara."
Skák er eins ótæmanleg og
veröldin sjálf. Mér er tjáð að í
alheiminum sé fjöldi atóma, sem
þar er að finna, 10 í sjötugasta
veldi. En fjöldi hugsanlegra tafl-
leikja er 10 í hundraðogtuttugasta
veldi, Skákinni eru engin takmörk
sett. Þegar ég talaði við Stean líkti
hann henni við blöðru sem þenst í
sífellu. „Yfirborðið — þekking
okkar,“ sagði hann, „vex stöðugt,"
Viktor Korchnoi hefur skrifað
bók sem nefnist „Skákin er líf
mitt“. Það eru orð að gönnu. Hann
hefur verið stórmeistari í 24 ár.
Hann flúði frá Sovétríkjunum
vegna skákarinnar frekar en af
pólitískum ástæðum. En nú er
hann ósjálfrátt og skyndilega
orðinn pólitískur andófsmaður
þótt hann hafi engin samskipti við
menn eins og Alexander Solzhenit-
syn. Orsök þessa er sú staðreynd
að konu hans og syni er ekki leyft
að yfirrefa Sovétrikin. Fyrir
aðeins örfáum dögum ritaði
Korchnoi bréf til Brezhnevs or
skoraði á forsetann að gera
gangskör í málinu. Þetta bréf fór
hann með til sovéska sendiráðsins
í Manila. Því var skilað aftur til
hans óopnuðu. Eftir sem áður á
sonur hans, Igor, herskyldu yfir
höfði sér — fimm ár til viðbótar í
Sovétríkjunum.
Á „Pines“-kaffihúsinu segir ein-
hver: „Það verður aumasta veður
hér fram í október, Viktor. Ætl-
arðu að leika 30 skákir í hunda-
veðri?" Petra Leeuwerick svarar
að bragði: „Viktor kann vel við sig
í slæmu veðri.“ Korchnoi situr í
ermalausa Sussex-bolnum sínum
og hlær hjartanlega samþykkur.
„Þú hlýtur að vera ótrúlega
þolgóður," verður mér að orði og
þá glottir Petra ísmeygilega:
„Færir þú til Sovétríkjanna í tiu
a r mundi þér lærast að vera
þolinmóður einnig."
Stytl ou pndursaut úr Thc Ohsorvcr)
að sjá. Svipbragð hans er róman-
tískt. Hann les gjarnan Lermon-
tov, rómantískt skáld Rússa.
Karpov er vinafár og stúlkur
umgengst hann ekki. Hann er
varkár og gefur engan höggstað á
sér við skákborðið. Sovéski stór- i
meistarinn Tal hefur sagt: „Hann !
er dvergsnillingur, sem stefnir að !
því að verða stór.“
„Hann er svalur," segir Michael
Stean. „Eitt sinn lék ég á móti
honum í diskóteki á Spáni. Loft-
ræstingin MlaðL skyndilega og
eftir það sátu allir í svitabaði. En
það spratt ekki svo mikið sem eitt
svitatár af enni Karpovs."
Vissulega er það ávinningur
fyrir Karpov því skák getur verið
einkar lýjandi fyrir keppendur.
Stean: Skákinni eru engin takmörk
sett.
Dómari í júgurðmáli: Lothar
Schmid.
Korchnoi og Petra: Forlögin stefndu okkur saman.
Keene segir hafa verið reynt að
múta sér í Reykjavík.
Baturinsky. Fyrrverandi starfs-
maður KBG-lögreglunnar.
Milljónir
bóka liggja
undir
skemmdum
— vegna lélegra gæða
pappírs á seinni árum
í Harvardháskóla í Banda-
ríkjunum færist það nú stöðugt
í vöxt að þegar nemendur fá
bækur að láni í hinu gríðar-
stóra bókasafni skólans. að á
milli bandsins er ekkert nema
ryk.
Harvardháskóli á um 9,3
milljónir bóka, þannig að þetta
er að verða mikið vandamál.
Auk þess er þetta mikill skaði
fyrir bókaunnendur.
Mikill fjöldi bóka, jafnt léleg-
ar pappírskiljur sem vandaðar
bækur í skinnbandi, er nú að
verða ófáanlegur, bæði í einka-
eigu og í almenningsbókasöfn-
um, og er ástæðan fyrir því sú
að þær eru prentaðar á pappír
sem eyðir sér sjálfur.
Þrátt fyrir það að bók sem
prentuð er í dag líti út fyrir að
vera mjög endingargóð, eru ekki
líkur til þess að hún muni duga
miklu lengur en í 30 til 50 ár. í
byrjun næstu aldar munu blað-
síður hennar vera orðnar gular
og stökkar og molna auðveld-
lega.
Klassísk verk munu vissulega
ekki glatast, því þau eru sífellt
endurprentuð. En bókaverðir
óttast að stór hluti af vinsælum
bókum, eins og til dæmis
spennandi skáldsögur og ástar-
sögur, sem fólk les sér til
skemmtunar, muni glatast að
eilífu.
Lítil bókasöfn losa sig reglu-
lega við gamlar bækur til þess
að pláss verði fyrir nýjar.
Glötun bóka er því fyrst og
fremst vandamál stórra rann-
sóknarbókasafna í borgum og
við háskóla.
Fjöldi þeirra bóka, sem breyt-
ast í ryk, er nú yfirþyrmandi
hár. Til dæmis eru um 18
milljón bókaeintök í eigu bóka-
safns bandaríska þingsins, en
það er stærsta bókasafn í heimi.
Af þessum 18 milljónum eintaka
er einn þriðji of illa farinn til að
hægt sé að lesa þau.
Vandamálið felst í pappírn-
um, sem bækurnar eru prentað-
ar á. Um og eftir 1850 byrjuðu
gæði pappirs að versna og síðan
þá hefur að sögn bókavarða
verið ríkjandi „tímabil lélegs
pappírs". í um það bil 600 ár
fyrir miðja 19. öld var pappír
mjög endingargóður. Iðnaðar-
menn framleiddu hann úr
léreftstuskum, sem þaktar voru
með hlaupi. Þess konar pappír
virtist geta enst að eilífu.
En þá lærði maðurinn að nota
auðveldari aðferðir. Byrjað var
að framleiða pappír úr trjá-
kvoðu og þekja hana með
álúns-harpeis blöndu. En kvoð-
an endist ekki eins vel og
léreftið og álúns-harpeis bland-
an gefur frá sér efni sem étur
upp pappír með tímanum.
Én í hverju felst mesta
hættan? Ef til dæmis við tökum
ástarsögurnar, sem voru mjög
vinsælar í kringum síðustu
aldamót, þá voru þessar bækur
prentaðar á frekar lélegan
pappír. Slíkar bækur munu
hverfa, en þær eru vissulega
hluti af menningunni. Flestir
gera þó ráð fyrir að einhver
hluti af menningunni glatist
með tímanum, og er slíkt talið
eðlilegt. En stór hluti af menn-
ingunni er byggður á upplýsing-
um, og mestur hluti þeirra
upplýsinga er geymdur á pappír,
og mikill hluti af þeim pappír
liggur undir skemmdum, þannig
að menn eru farnir að velta því
fyrir sér, hversu lengi menning-
in megi við því að glata svo
miklu og vera samt það sem við
viljum að hún sé.
Bókasöfn geta endurnýjað
bækur, sem farnar eru að gulna,
en aðferðin er seinleg og kostn-
aðarsöm. Bækurnar eru þá
teknar í sundur og blöðin þvegin
hvert fyrir sig með kalsíum
karbónaði eða magnesíum bik-
arbónaði. Síðan eru þær bundn-
ar inn að nýju. Þessi aðferð
getur þó ekki lagfært þær
skemmdir, sem þá eru komnar
fram, en getur aðeins komið í
veg fyrir frekari skemmdir.
Algengur kostnaður fyrir
slíka aðferð er 300 til 400'
dollarar, eða 78 til rúmlega 100
þúsund íslenskar krónur. Það er
því augljóst, að einungis er hægt
að beita þessari aðferð við
mikilvægustu bækurnar.
Bókasafn bandaríska þingsins
er nú að gera tilraunir með
gasaðferð, sem hugsanlega get-
ur varðveitt nokkur hundruð
bækur í einu. Bækurnar eru þá
settar í loftþétt herbergi og
loftinu dælt þaðan út, en í
staðinn er sérstakri gastegund
dælt þar inn. Engin niðurstaða
er þó komin úr þessari tilraun
ennþá, en bókaverðir telja að
einfaldasta lausnin á meðan, sé
að prenta bækurnar á endingar-
betri pappír.
Þýtt og endursagt.