Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 48
(íLY'SINííASÍMINN EK: 22480 JW*r0ttnl>Iníiit> SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Fólkið dreif- ist á mót og skemmtanir MIKIL dreifing ver á mót og skemmtanir um þessa verzlun- armannahelgi, aö því er virðist af samtölum við mótstaði og lögreglu í gærmorgun. Veður var alls staðar milt og mótin fóru vel fram, en hvergi yfirfullt. Sama var að segja um staði, sem aðeins efndu til dansleikjahalds. Unglingar sóttu nokkuð á dansleiki í Árnesi og Aratungu, að sögn lögreglunn- ar. Voru margir unglingar þar í tjöldum, og dansleikir léttir, en drykkjuskapur ekki umfram það sem venja er. Þá virtust „eldri“ unglingar hafa safnast saman á Laugarvatni, þó ekkert væri þar neitt sérstakt um að vera. Talið er að þar hafi verið um 500 manns. Þaðan þurfti að flytja 3 sjúklinga vegna fót- og handleggsbrota, sem urðu fyrir óhöpp, en ekki sérstaklega drykkjuskap, að því er lögreglan á Selfossi sagði. Fréttir af mótstöðum í Eyjum, Laugum, Galtalæk og Ulfljótsvatni eru á bls. 2. Kolmunninn fiskast nú í nót undan Vestfjörðum: Stanzlaus kolmunna- löndun í Neskaupstað MJÖG góð kolmunnaveiði var í fyrradag og fyrrakvöld og í gærmorgun komu þrjú kol- munnaskip til Neskaupstaðar með góðan afla, og eitt landaði í fyrrakvöld. Hegðun kolmunnans breyttist mjög í fyrradag, þannig að hann var mjög nálægt yfir borði sjávar eða á 10—20 faðma dýpi. Skipin sem voru að veiðum, Karl prins fékk 5 laxa fyrsta daginn KARL prins af Wales hélt beint á laxveiðar í Hofsá í fyrramorgun og fyrsta veiðidaginn fékk hann 5 laxa, að því er Morgunblaðinu var tjáð í veiðihúsinu að Teigi í Vopnafirði í gær. Að sögn var prinsinn mjög ánægður með veið- ina, en laxarnir voru allir mjög jafnstórir, þetta frá 8—12 pund og allir veiddir á flugu. Prinsinn hélt á ný til veiða snemma í gærmorgun og var búinn að fá nokkra laxa um ellefuleytið. Veður í Vopnafirði var þá eins og bezt verður á kosið fyrir laxveiðimenn, hlýtt en skýj- að. hættu þá að nota flotvörpurnar og byrjuðu að kasta loðnunót- um utan um kolmunnatorfurnar með góðum árangri og fengu allt að 200 tonn í kasti. Þessi hegðun kolmunnans minn- ir mjög á hegðun hans á síldar- árunum er hann gekk í stórum torfum undan Austfjörðum. Köst- uðu þá mörg skip á kolmunnatorf- ur í stað síldartorfa og hættu þá mörg skip veiðum, sökum þess hve kolmunninn ánetjaðist í nætur þeirra. Loðnunæturnar henta hins vegar vel til þess að ná kolmunn- anum þegar það er fært, þar sem þær eru mjög smáriðnar. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað í gær, að þar væri nú stanzlaus löndun á kolmunna. Bjarni Ólafsson AK landaði þar 750 lestum í fyrrakvöld, í fyrrinótt kom Arnarnes með 350 lestir, en sá bátur er í að flytja afla frá Grindvíkingi í land. Þá kom Sigurður með um 900 lestir í gærmorgun og um hádegisbilið var Börkur NK væntanlegur með um 800 lestir. Auk kolmunnaskipanna var Magnús að landa 300 lestum af loðnu í Neskaupstað. Nú mun vera búið að landa um 10 þús. lestum af kolmunna í Neskaupstað í sumar. Hópur krakka að leggja land undir fót. Þessir krakkar ætla að eyða verzlunarmannahelginni í Vatnaskógi. Þar er alltaf mikið fiör. Ef vel er að gáð má sjá gítar með í för, svo að vafalaust verður tekið lagið. Ljósm.i Ol.K.Magn. Miðstjórn Fram- sóknarflokks: Samþykkti þátttöku í viðræðum um nýja Stefaníu FRAMSÓKNARMENN töldu ekki ástæðu til að taka formlega afstöðu til þjóð- stjórnarþreifinga forystu- manna Sjálfstæðisflokksins á miðstjórnarfundi í fyrra- kvöld heldur samþykkti þátttöku flokksins í viðræð- um um þriggja flokka stjórn Sjálfstaeðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknar- flokks. Að sögn Gests Kristinsson- ar, erindreka flokksins, stóð miðstjórnarfundurinn í 11 klukkustundir og urðu á honum miklar umræður en hann sóttu um 90 manns þegar mest var. Ekki lá fyrir fundinum tillaga um að hann tæki afstöðu til þjóðstjórnar heldur var borin fram í lok fundarins og samþykkt til- laga þess efnis að flokkurinn tæki þátt í viðræðum um þriggja flokka stjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, ef til þeirra verður boðað, en jafn- framt samþykkt að næðist í slíkum viðræðum einhver samkomulagsgrundvöllur Euwe hættur við að freista endurkjörs Lýsir yfir stuðningi við Friðrik DR. MAX Euwe, forseti AI- þjóða skáksamhandsins, hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki verða við áskorunum um að gefa aftur kost á sér til endurkjörs í forsetaembættið, og hefur lýst fullum stuðningi við framboð Friðriks Ólafsson- ar. Morgunblaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá Skáksambandi íslands um þetta efni: „Dr. Max Euwe, forseti FIDE, hefur tilkynnt Skáksambandi íslands að hann hafi ákveðið að verða ekki við áskorunum um að gefa kost á sér við forsetakjör í FIDE, enda þótt hann fengi til þess stuðn- ing. Jafnframt lýsti hann því yfir, að hann myndi með skeyti þar sem hann þakkaði þeim skáksamböndum er sent hefðu honum áskoranir um að fara í framboð, traustið, beina þeim tilmælum til þeirra að þau greiddu Friðrik Ólafssyni at- kvæði sitt í komandi forseta- kosningum." Einar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins gat sér þess til um ástæður þessarar ákvörð- unar Euwe, að hann hefði ekki fengið þann skeytafjölda, er hann hefði vænzt, en hann hafi ekki verið búinn að fá 20 skeyti, þegar hann hafði samband við Skáksambandið hér og taldi Einar, að þegar hann hafi séð dræmar undirtektir ýmissa landssambanda í næsta ná- grenni við hann, hafi hann látið af frekari fyrirætlunum um endurkjör. þessara flokka um stjórnar- myndun, yrði kallaður saman miðstjórnarfundur á ný. Mið- stjórnin verður þannig látin taka endanlega afstöðu um stjórnaraðild flokksins. Morgunblaðið náði í gær- morgun, laugardag, tali af Geir Hallgrímssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, en hann kvað engar frekari fréttir vera af þjóðstjórnar- þreifingum og yrði ekki tekin endanleg ákvörðun um fram- hald þeirra fyrr en eftir helgina. Sólin á erfitt upp- dráttar MIKIÐ hægviðri er um allt land og spáði Markús Einarsson veður- fræðingur í gær hægri breytilegri átt á landinu í dag. Víðast hvar yrði skýjað og sums staðar úr- komuvottur, einkum við strend- urnar. Sólin á erfitt uppdráttar, þar sem hvergi er raunveruleg landátt. Ekki þorði Magnús að spá um veður á mánudag, þar sem lítið þarf út af að bera til að breyting verði, þegar svo mikið hægviðri er á stóru svæði í kring um Island.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.