Morgunblaðið - 06.08.1978, Page 19

Morgunblaðið - 06.08.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 19 "I Skömmu eftir 1960 fann Pat- rick Steptoe upp spegiltæki, sem meðal annars gerðu það mögulegt að læknar gátu fylgzt meö því er egg þroskast í eggjastokkum kvenna. O Um miöjan sjöunda áratuginn hófst samvinna Steptoes og Edwards um frjóvgun eggja í tilraunaglösum. Eftir margra ára vonbrigði þar sem ekki tókst að halda lífi í hinum frjóvguðu eggjum, tókst vís- indamönnunum að fá þau til að vaxa og þroskast í tilrauna- glösunum. O Viö skulum setja eggin í leg kanínunnar og fara síðan til Cambridge. A Siöan óku þeir meö kanínuna frá Oldham til Cambridge. fT Egg, sem hafa verið frjóvguð ^ með sæöi, í ræktunarvökva, bíða þess að vera sett í ræktunarglasiö. Nýtt líf hefur kviknað. Frumuskipting á sér staö og eggiö vex. 10 Mörg „tilrauna- glasabörn” á leiðinni Allt bendir til þess að Louise Brown verði ekki neitt heims- undur nema skamma hríð, því að mörg „tilraunaglasabörn" til viðbótar eru á leiðinni, og um það bil sem Louise litla verður í þann veginn að taka fyrstu skrefin er fyrirsjáanlegt að hópur þeirra líti dagsins ljós. Með vissu er vitað um þrjú slík börn, og ein mæðranna er meira að segja ónefnd greifafrú, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Síðan fréttin um að von væri á barni, sem getið væri í tilrauna- glasi, spurðist, hefur ekki linnt fyrirspurnum og óskum frá fólki hvaðanæva að úr heiminum, sem þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt að eignast börn, en vill nú komast í samband við Patrick Steptoe, eða hvaða annan kvensjúkdómafræðing sem fær er um að beita aðferð hans við frjóvgun. Ekkert virðist því til fyrirstöðu að hægt sé að hjálpa fjölda kvenna með þessu móti, en enn sem komið er eru það aðeins læknar við sjúkrahúsin í Oldham og St. Thomas’s sjúkrahúsið í Lundúnum, sem hafa þessa tækni á valdi sínu. Nokkrum klukkustundum eftir að Louise Brown kom í heiminn var konu ekið í St. Thomas’s þar sem egg var fjarlægt úr eggjastokk henn- ar. Það var síðan frjóvgað á sama hátt og átti sér stað þegar Louise Brown varð til, og hefur egginu nú verið komið fyrir í leginu. Robert Taylor, læknir við St. Thomas’s, hefur ekki viljað skýra frá nafni þessarar konu, en segir að hún sé á fertugsaldri og eigi tvö börn fyrir. Hún hefur árangurslaust reynt að verða barnshafandi síðastliðin þrjú ár. Læknum við St. Thomas’s sjúkrahúsið hefur iðulega tekizt að ná eggi úr eggjastokk, frjóvga það og halda í því lífi, en hingað til hefur þeim ekki tekizt að koma því fyrir í leginu þannig að það hafi tekið sér þar bólfestu og haldið áfram að þroskast með eðlilegum hætti. Af þeim konum, sem læknarnir í St. Thomas’s hafa reynt þessa aðferð við, hafa aðeins tvær náð að verða barns- hafandi, en báðar hafa látið fóstri eftir skamma meðgöngu. Robert Winston heitir frægur kvensjúkdómafræðingur við Hammersmith-sjúkrahúsið í Lundúnum. Hann er sá, sem fyrstur beitti öreindatækjum til að laga óvirka eggjaleiðara, og nú hefur hann lýst yfir áhuga sínum á því að taka upp „til- raunaglasaaðferðina". Læknar í Bretlandi hafa almennt sýnt þessari vísindalegu nýjung veru- legan áhuga, og er ekki fráleitt að á næstunni verði hún í tengslum við frjósemistilraunir af ýmsu tagi nokkurs konar tízkufag, og að í Bretlandi, að minnsta kosti, muni sjúkrahús keppa um fjármagn til slíkrar tilraunastarfsemi. g Áriö 1970 tekst Steptoe og Edwards aö ná tullþroskuöu eggi úr legi konu, frjóvga þáð síöan og koma því fyrir aftur í leginu. Þær konur, sem þátt taka í tilraununum, láta undan- tekningarlaust fóstri eftir skamman meðgöngutíma. Læknir, ég er reiöubúin aö reyna hvað sem er til að eignast barn. <2 Því miöur, fósturlát hefur átt ^ sér staö. Q Þroskuð egg nást og eru frjóvguö. b) Eggjastokkar. c) Stífla í eggjastokkum. d) Frjóvgað egg sem sett hefur verið í legiö. 10 Árið 1977. Frú Lesley Brown kemur reglulega í Old- ham-sjúkrahúsið þar sem náiö er fylgzt með henni í því skyni aö segja fyrir meö sem mestri nákvæmni á hvaða stundu egglos muni eiga sér stað. Á miönætti hinn 10. nóvember 1977. Lesley Brown gengst undir aðgerð þar sem egg næst úr eggjastokknum og er tekið úr líkama hennar í gegnum 2V? sentimetra langt op á kviönum. ■» O Tveimur dögum síöar. Eggið ■*■ “ hefur verið frjóvgað og er látiö i legið. Lesley Brown hvílist og jafnar sig í sjúkrahúsinu. Konan er komin fjóra mánuöi á leiö og stöðugar og nákvæmar rannsóknir benda til þess að fóstrið dafni með fullkomlega eðlilegum hætti. 1 A 25. júlí kemur „barn aldarinn- ■*■ ^ ar“ í heiminn, hiö fyrsta í sögunni, sem getið er utan líkama móðurinnar, Tímanna tákn: Barnið er stúlka. Nágrannar Brown-hjónanna. sem búsett eru í Bristol. bera þeim þá sögu, að þau séu ofur venjuleg, ekki mjög mannblendin en þó vinsamleg. Með öðrum orðum> ósköp venjulegt fólk. Mary Whithey hefur búið í næsta húsi við þau undanfarin sjö ár. Hún vissi hvað var á seyði löngu áður en málið varð opinbert, og sagði þegar Louise var fæddi „Við höfðum öll áhyggjur af því hvernig þetta mundi fara. og nú hefur það sém betur fer farið eins vel og við gerðum okkur vonir um. Hins vegar eigum við ekki von á því að hafa þau lengi í nágrenninu úr þessu. miðað við alia peningana. sem bíða þeirra. En guði sé lof fyrir að barnið er komið í heiminn heilu og höldnu. og okkur finnst öllum að við eigum það í sameiningu." Nágrannarnir slógu reyndar saman í kampavín morguninn eftir að barnið fa'ddist. og er myndin hér að ofan tekin þegar skálað var fyrir hinum ánægjulegu tíðindum. Ef Brown-fjölskyldan hefur ekki bústaðaskipti getur verið að þessum sömu nágrönnum gefist annað tækifæri til að skála af sama tiiefni því að á biaðamannafundi hafa þeir Steptoe og Edwards lýst því yfirr að ekkert sé því til fyrirstöðu að Louise eignist systkini. jafnvel tvíbura. því að þeir telja unnt að frjóvga tvö egg í einu. Robert Edwards og Patrick Steptoe — urðu fyrstir til að ná árangri. en aðrir læknar hafa stundað sams konar rannsóknir. Það er ekki að undra þótt fæðing Louise Brown hafi verið kölluð „Fleet Street-sirkus**. Lundúnablaðið Daily Express. sem getið hefur sér orð fyrir ýmislegt annað en áreiðanlega og ábyrga blaðamennsku, tryggði sér fyrir mörgum mánuðum forgangsrétt að myndbirtingu og viðtölum við Brown-hjónin. Að því er næst verður komizt greiddi Daily Express hjónunum scm nemur rúmum 148 milljónum fslenzkra króna fyrir vikið. en sumir hafa haft orð á því að útgáfufyrirtækið hafi ekki gert neitt sérstaklega góð kaup. því að Brown-hjónin hafa ekki getað gefið sérlega safaríkar lýsingar á þessari óvenjulegu lífsreynslu. Lesley Brown hafði fátt að segja þegar blaðamaður ræddi við hana eftir að dóttir hennar kom í heiminn annað en> „Hún er svo lítil, svo falleg, svo fullkomin.“ en faðirinn, 38 ára gamall járnbrautarstarfsmaður var himinlifandi og átti vart orð til að lýsa gleði sinni. Þó tókst honum að tjá blaðamanni Daily Express að Louise væri stórkostlegasta barn, sem nokkru sinni hcfði fæðst, og svo tókst honum að stynja upp> „Aldrei átti ég von á því að mér ætti eftir að hlotnast slík hamingja. Það liggur bara við að þetta sé of stórbrotið. Þetta er eiginlega of gott til að vera satt. Það getur vel verið að hún Louise mín sé sögulegasta barn, sem um getur, en fyrir okkur Lesley er hún bara barnið okkar.“ Svo mörg voru þau orð, en teiknari danska blaðsins Information leggur blaðamanni Daily Express f munn þessi orð þar sem hann stendur í þeim stórræðum að ræða við undrabarniði „Bla-bla! Er það allt og sumt sem við fáum fyrir milljónirnar okkar.“ ý/t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.