Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 26

Morgunblaðið - 06.08.1978, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 • V axandi ferðaáhugi innanlands Ungt fólk sækir m jög í ferðir — Það er mjög vaxandi áhiiKÍ á því að ferðast um landið. Einkum er áberandi á þessu ári hve ungt fólk sækir miklu meira í ferðirnar hjá okkur en áður. Fólk um tvítugt er nú yfirgnæfandi í mörgum ferðum og það er mjög gleðilegt, sagði Þórunn Lárus- dóttir, framkvæmdastjóri Ferða- félags íslands f spjalli við Mbl. um ferðalög til tilefni þess að nú er ein mesta ferðahelgi ársins. — Áhuginn er almennt vaxandi, bæði á dagsferðum og lengri ferðum, sagði hún ennfremur. Og einkum áberandi hve fólk kemur meira með í ferðir sem miða að göngu. Það kemur gjarnan akandi í eigin bíl og tekur þátt í gönguferðunum. Stundum er þá gengið á fjöll. I sumar var Vífilfellið fja.ll ársins og gengu 350 manns á það í 13 ferðum. Auðvitað er það ekki sambærilegt við gönguferðirnar á Esju á síðasta ári, þegar 1700 manns gengu á fjallið í 26—27 ferðum, enda veður mun verra í ár. Einkum var mikið um rok, rigningar og þokur um helgar í vor. Sjálfsagt nær ekkert fjall Esjunni, því þangað gekk fólk jafnt í roki og rigningu. Svo margir hafa spurt um Esjuferðir, að ég býst við að við tökum þær upp aftur í haust. — Það hefur örvað mjög fjall- göngur, að ég held, að Ferðafélag- ið tók upp ferðabækur þar sem fólk skráir í ferðir sínar. Ánnað er almenn ferðabók, hitt fjallabók, sem í fara fjöll yfir 500 metra há. Og þegar búið er að fylla bókina, þá fær fjallgöngumaðurinn viður- kenningarskjal. Margt af því fólki, sem nú gengur á fjöll með okkur, byrjaði með því að fá slíka bók og skrifa í hana. Síðan kom up metingur um að fylla hana. Þetta eru skemmtilegar litlar minninga- bækur með teikningum eftir Halldór Pétursson. Krakkar og unglingar fara mikið með. Og þetta verður hörkuduglegt fólk, ef það elst upp við að leggja svolítið á sig. Við víkjum talirni að sumarleyf- isferðunum, sem eru lengri ferða- lög og einkum farin á þessum árstíma. Þórunn segir að í ár hafi verið mikill áhugi á ferðunum þremur á Hornstrandir. Tóku 80 manns þátt í þeim. Tveir hópanna höfðu fast aðsetur í Hornvík, en einn gekk úr Furufirði í Hornvík. Var mikil ánægja með þær ferðir, fólkið var meira og minna á göngu allan tímann, enda veðrið alveg einstætt. Kom ekki droni úr lofti fyrr en búið var að taka farangur- inn um borð í Hornvík og loka Þórunn Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaíélags íslands. — Viðtalvið Þórunni Lárus- dóttur, fram- kvæmdastjóra Ferðafélags íslands lestum. Önnur áhugaverð og nýstárleg ferð er í ár í Lónsöræfin, þar sem ekið er í jeppum eftir nokkurs konar tröllavegi í tjald- stað og síðan legið við og farnar gönguferðir þaðan inn á hálendið. En þar er víða ákaflega fagurt. • Gönguskálar — Annars eru ferðirnar hjá okkur ákaflega blandaðar ennþá og verða það alitaf, segir Þórunn. Alltaf verður að aka í bílum á staðina, og í hverri ferð eru einhverjir, sem ekki kæra sig um að ganga mikið. í samræmi við þennan göngu- áhuga er Ferðafélagið nú farið að koma upp litlum skálum fyrir göngufólk. Búið að reisa tvo slíka á Emstrum og í Hrafntinnuskeri á gönguleiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Var ætlunin að fara í ferð þangað í sumar, en henni var frestað til næsta sumars, þar sem fyrirhuguð göngubrú á Emstrur verður ekki komin á þennan erfiða farartálma fyrr en í september. I þessum litlu húsum á gönguleiðum hefur verið tekinn upp sá siður, sem ekki hefur fyrr tíðkazt, að læsa húsunum, en þeir sem ætla að nýta þau, fá lykil á skrifstofu Ferða- félagsins. Á þann hátt er hægt að tryggja að fólk komi ekki að fullu húsi, þegar það kemur úr langri erfiðri göngu, og að húsaskjól sé fyrir hendi. Fólk, sem fer í slíkar göngur undirbýr ferðina með mat og annan útbúnað, og ætti eins að geta tryggt sér gististað, segir Þórunn. Annars er orðið svo mikið af hópum á ferð um hálendið, m.a. útlendum hópum og ferðavönu fólki almennt, sem reiknar með húsunum og útilokar aðra, svo við verðum að hafa einhverja reglu á þessu. — í stóru Ferðafélagsskálunum eru önnur viðhorf, segir Þórunn. Þangað höfum við helgarferðir og fólk getur dvalið þar milli ferða, enda eru þar húsverðir, sem sjá um að raða niiður og nýta gistirýmið. Skálarnir eru yfirleitt ekki hugsáðir sem dvalarstaðir, heldur sem gististaðir nótt og nótt, Fer ðamannatím-; inn hefur lengzt framan. í ferðum, þar sem ekið er staðinn, er jafnvel hægt að hafa með borð og stóla. Ganga hollasta Dreifistnú á allt árið Viðtal við Einar Guðjónsen r framkvæmdastjóra Utivistar — Það er rétt að mikið er ferðazt, en mér sýnist verzlunarmanna- helgin ekki lengur vera sú helgi, þegar allt fer úr böndunum eins og var. Nú dreifast ferðalögin meira á sumarið og haustið og ferðatiminn hcfur lengzt. Áður tók fólk ekki að fara f tjald fyrr en komið var fram í júlí og hætti fljótlega eftir verzlunarmanna- helgina. Þetta var mikiil mis- skilningur og er að breytast, enda er haustið litrikasti tími ársins. Á þessa leið fórust Einari Guðjónsen, framkvæmdastjóra Útivistar, orð, þegar beðið var um viðtal við hann í tilefni þessarar mestu ferðahelgar ársins. — Ferðatíminn hefur lengzt í þeim mæli, að nú vill fólk orðið hreyfa sig allan veturinn, enda á veður aldrei að vera hindrun í þeim efnum, bætti Einar við. Maður á alltaf að geta búið sig svo vel að veður saki ekki. Að vísu er ekki hægt að fara eins langt og betra að ferðast í hóp, ef veður eru válynd. En til dæmis Reykjanes- skaginn hefur óendanlega mögu- leika til gönguferða. Menn eru stundum að tala um að merkja þurfi gönguleiðir og allir gangi sömu leiðina. En það er hreinn óþarfi hér á landi. Á hálendinu verður maður að vísu að haga leiðum í samræmi við hindranir, ekki hægt að komast yfir ár hvar sem er o.s.frv. Útlendingum, sem hingað koma og vanir eru marg- menni, finnst það mesti kosturinn að geta farið eigin leiðir og á fáfarna staði, þótt maður sé manns gaman. — Á íslandi eru óendanlegir möguleikar til ferðalaga. Og mér finnst að fólk ætti að vera áfjáð í að ferðast á nýja. staði og sjá eitthvað frábrugðið því sem það hefur séð áður. En fólk sækir gjarnan á þá staði, sem komizt hafa í tízku. Við í Útivist bjóðum bæði upp á helgarferðir og sumar- leyfisferðir. Förum í Þórsmörkina, en einnig á ýmsa girnilega staði. Þá verðum við varir við að oft er erfitt að fá fólk til að fara á þá staði, sem það hefur ekki heyrt um. Heldur að ekkert annað sé að sjá á íslandi. Það hefur að sumu leyti vanizt á húsin, en að sumrinu eru engin vandkvæði á að fara með tjald. I sínu tjaldi er maður sinn eiginn húsbóndi og út af fyrir sig, en getur verið með hópnum um leið og stigið er út fyrir tjaldskör- ina. I skálum er þrengra um og maður verður að taka meira mið af öðrum. — Nú er útbúnaður ekkert vandamál lengur. Komnar eru svampdýnur sem eru þægilegri en vindsængur. Og yfir venjuleg tjöld er hægt að fá stóra himna, sem breyta þeim næstum í hústjöld. Þá er tjaldið sjálft svefnhýsi, en eldhús og íverustaður fyrir- hreyfingin — Það hefur orðið feikileg aukning á ferðamennsku, sagði Einar ennfremur. Tilvist Útivistar varð þar mjög mikill hvati. Við erum komnir með á annað hundr- að ferðir á þessu ári og er þátttaka svipuð og í fyrra. Þátttakan hefur þó aukizt í gönguferðum í ná- grenni höfuðborgarinnar, sem eru eins dags ferðir um helgar. Slíkar ferðir eru vel þegnar. Fólk segir kannski að það geti f^rið sjálft í slíkar gönguferðir, en vill þó fá leiðsögn og vera í félagsskap. Það hefur aðhald og hvatningu í hópnum. Gönguferðirnar eru ekki erfiðar og miða að því að almennt geti fólk verið með. Ef um fjallgöngur er að ræða, þá eru skiptar skoðanir. Sumir vilja ekki vera með nema um fjall sé að ræða, aðrir alls ekki, og geta þá gengið með hlíðum í staðinn. Enn Einar Guðjónsen, framkvæmdastjóri Útivistar. Myndina tók fréttamaður blaðsins, Jóhannes í Hornstrandaferð í sumar aðrir vilja helzt ganga fjörur. Það er nú einu sinni svo, að ganga et hollasta hreyfing, sem hægt er að fá og þá helzt að ganga á ójöfnu landi. Kyrrsetufólk, sem býr alla jafna við einhæfar hreyfingar, þarf einmitt á fjölbreytni að halda til að auka starfsþrek sitt. • Frá einni bækistöð — I öllum okkar ferðum er miðað við það að þurfa ekki að bera farangurinn. í lengri ferðum er fremur valið að hafa eina bækistöð og fara í göngur þaðan. Að mínum dómi er það óskhyggjan ein, að ætla að fá hópa til að ganga frá einum stað á annan, sagði Einar. Almenningi hentar ekki að bera mikið. Fólk er hrætt við það og ekki vant því. Það úrvalslið, sem vill og getur borið þungar byrðar á ferðum sínum, er fært um að skipuleggja sínar ferðir sjálft. — Áf okkar ferðum eru Horn- strandirnar vinsælastar. Við fór- um tvær ferðir í sumar í Hornvík og ^engum þaðan í allar áttir. Fólkið var mjög heppið með veður og að var létt yfir öllum, veizlur á hverjum degi. Nægur fiskur í soðið, kræklingur og fugl í fjöru- máli. — Nú um verzlunarmannahelg- ina erum við í Þórsmörk. Það er það sem við leggjum raunar enga sérstaka áherzlu á. Þá förúm við í Gæsavötn og göngum upp að brún Vatnajökuls og í Vonarskarð, og farið verður inn að Laka. En í þessum ferðum eru fastar bæki- stöðvar og bíll við höndina. Þá er farin nýstárleg ferð. Flogið verður til Sauðárkróks, ekið í Varmahlíð og síðan farið riöandi að Mælifelli og gengið á Mælifellshnjúk, sem er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.