Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 við Suðurhóla verði ekki tilbúið fyrr en 20. marz á næsta ári, dagheimili við Hagamel í febrúar og skóladagheimili við Völvufell hinn 15. marz 1979. Fulltrúar meirihlutans nýja í félagsmálaráði reyndu af lítilli reisn að skella skuldinni á borgar- verkfræðing í bókun, sem þeir gerðu af þessu tilefni á fundinum á fimmtudag. Við fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu létum þá bóka afstöðu okkar á eftirfarandi hátt: „Það er algjörlega út í hött að I kenna borgarverkfræðingi um frestun framkvæmda við dagvist- arstofnanir í borginni. Það liggur fyrir, að meirihluti borgarráðs hefur gefið embættismönnum borgarinnar fyrirmæli um að draga úr framkvæmdum svo sem við verður komið vegna fjárhags- Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi: Meirihlutinn frestar fram- kvæmdum við ný bamaheimili Opnun þrigg ja nýrra heimila látin bíða þar til á næsta ári Þau reynast haldlítil, þegar á reynir, öll fyrirheit hins nýja meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur um aðgerðir í dagvistarmál- um barna. Öllum kjósendum er í fersku minni sú höfuðáherzla, sem vinstri flokkarnir lögðu á þennan málaflokk i kosningabaráttunni í vor. Þar eð hinir nýju stjórnendur tóku við á miðju sumri, var tæpast von til að framkvæmdagleði þeirra sæi stað þegar á þessu ári. En varla hafa kjósendur vinstri flokkanna í borgarstjórn átt von á að borgarfulltrúar þeirra kæmu í veg fyrir, að nokkur ný dagvistar- stofnun barna yrði tekin í notkun á þessu ári. Þrjár slíkar stofnanir eru í byggingu og reyndar langt komnar. Þegar sjálfstæðismenn voru enn í meirihluta í borgar- stjórn var unnið að framkvæmd- um við þær samkvæmt áætlun, sem gerði ráð fyrir að nýtt dagheimili við Suðurhóla yrði tekið í notkun hinn 1. október í haust, dagheimili við Hagamel 1. nóvember og skóladagheimili við Völvufell um áramót. Á fundi í félagsmálaráði sl. fimmtudag var kynnt bréf frá byggingardeild borgarverkfræðings, þar sem fram kemur að samið hefur verið við verktaka um að draga úr fram- kvæmdahraðanum við allar þessar stófnanir, þannig að dagheimilið stöðu borgarsjóðs. Því er ljóst, að borgarverkfræðingur er að fram- kvæma ákvarðanir hins nýja meirihluta í borgarráði. Hitt hörmum við, að með þessari ákvörðun er útséð um að nokkur ný dagvistarstofnun verði tekin í notkun á þessu ári þrátt fyrir öll fyrirheit meirihlutans um forgang framkvæmda í þessum málaflokki." Meirihlutinn i félagsmálaráði samþykkti svo að skora á félaga sína í meirihlutanum í borgarráði að endurskoða framkvæmda- áætlunina þannig að upphafleg áætlun, sem gerð var í tíð fyrrverandi meirihluta um að opna þessar stofnanir í haust og fyrripart vetrar, verði látin standa óbreytt. Nú reynir á, hvort þessi áskorun fær einhvern hljómgrunn hjá forystumönnum vinstri flokkanna í borgarráði. Ef viðbrögð þeirra láta eitthvað á sér standa er víst tímabært fyrir einstæðar mæður og aðra í for- gangsflokkum, sem von áttu á vistun fyrir börn sín á þessum stofnunum strax í haust, að gera aðrar ráðstafanir. Það eru nefni- lega liðnir rúmir tveir mánuðir frá borgarstjórnarkosningum og lof- orðarunan hjá nýja meirihlutan- um reynist vera eintóm blekking. 269 hvalir hafa veiðst TVÖ hundruð sextíu og níu hvalir höfðu veiðst i gærmorgun, en veiðar hvalbátanna fjögurra hafa gengið með ágætum að undan- förnu. Af veiddum dýrum eru 202 langreyðar og 67 búrhvalir. Áhafnir hvalbátanna hafa ekki enn orðið varar við sandreyði á miðunum, en mjög er misjafnt hve snemma þessi hvalur gengur á miðin við ísland og stundum kemur fyrir að hann lætur hreint plflfi cirr við Stefaníu Það ríkir óneitanlega svolítið einkennilegt ástand á vígvelli stjórnmálanna þessa stundina. Þjóðstjórnarhugmyndin er fræði- lega enn við lýði, þegar þetta er ritað, en allir virðast samt búnir að gefa hana upp á bátinn. Reyndar hafa allir flokkarnir nema Sjálfstæöisflokkurinn veriö með hugann allt annarsstaöar en við stjórnarmyndun frá því að Geir Hallgrímsson varpaöi fram hugmyndinni um þjóðstjórn. Alþýöuflokksmenn og Alþýðu- bandalagsmenn heyja hatrammt áróðursstríð og bera hvorir aðra þungum sökum vegna slita vinstri viöræönanna en framsóknar- menn eru hins vegar í óða önn að gera úttekt á innanflokksmálum sínum eftir ófarirnar í kosningun- um, svo sem maraþonfundur þeirra í miöstjórninni er til vitnis um. Þar höföu þeir ekki fyrir því aö fjalla um þjóöstjórnarhug- ÞingflokkiSjálfstæöisflokksins var eðlilega nokkur vandi á höndum um þaö hvernig staöiö skyldi aö stjórnarmyndunartilraununum af hans hálfu. Forystumenn flokks- ins voru ragir viö að fara þá leið aö láta kjósa viöræöunefndina, því að Ijóst var að margir voru kallaöir en fáir útvaldir, og ógjörningur að segja til um það hvernig þeirri kosningu heföi lyktað. Hugmynd var uppi um að núverandi ráðherrar flokksins skipuöu viöræöunefndina, en niðurstaðan var síðan sú að formaður og varaformaöur flokksins voru valdir til að leiöa þessar tilraunir til stjórnarmynd- unar. Þegar síðan reifuð var sú hugmynd aö hefja tilraunina með því að freista þess að ná saman þessu víðtæka samstarfi stjórn- málaflokkanna fjögurra, hlaut hún strax góöan hljómgrunn á fundinum og aðeins í máli tveggja sig. „Eftir þessar viðræöur við fulltrúa hinna flokkanna tel ég engan grundvöll fyrir fjögurra flokka stjórn,“ sagði einn af forystumönnum flokksins. „Þaö vantar áhugann fyrir því hjá ýmsum og ekki hægt að segja að það sé að kenna frekar einum en öörum, t.d. hefur Alþýðubanda- lagiö alls ekki viljaö aftaka neitt í þessum efnum.“ Sagt er að áhugaleysið fyrir fjögurra flokka stjórn sé ekki síöur meöal forystumanna Framsóknarflokks, svo sem komiö hefur fram í ummælum Ólafs Jóhannessonar, og meðal þingliðs Alþýöuflokks- ins almennt. Einblínt á „nýjar leiöir“ Alþýöubandalagsmenn leggja Tveir andstæðír pólar i islenzkri pólítik og báöir umdeildir — Ólafur Ragnar og Albert ræöa viöhorfin á götuhorni. myndina heldur samþykktu strax að fara út í viðræður um Stfaníu, samstjórn Sjálfstæðisflokks, Al- þýöuflokks og Framsóknar. ■ Farsæl lausn Sjálfstæöismenn hafa fariö sér hægt meöan beðið var eftir viðbrögðum Framsóknarflokks- ins á miðstjórnarfundinum í fyrrakvöld. Umbrotin í flokknum kringum Heimdallarfundinn virö- ast hafa hreinsaö andrúmsloftið — um sinn að minnsta kosti, og menn í flokksforustunni eru mjög ánægöir með þaö hvernig mál réðust á fundi miöstjórnar og þingflokksins, þar sem lagt var á ráöin um þaö hvernig Geir Hallgrímsson skyldi svara mála- leitan forseta um forystu í annarri lotu tilraunanna til stjórnarmynd- unar. þingmanna, Ragnhildar Helga- dóttur og Sverris Hermannsson- ar, kom fram einhver andstaða viö þá hugmynd aö einnig yröi farið á fjörurnar við Alþýðu- bandalagsmenn. 27Það er mjög almenn skoöun, aö sjálfstæöismenn hafi valið þjóöstjórnarmöguleikann í fyrstu umferð til að sýna fram á að Alþýöubandalagsmenn væru ekki tilbúnir til stjórnarþátttöku af neinu tagi. „Ég veit ekki hvaö menn eru að dunda við þetta," sagði einn úr röðum yngri mann- anna í Alþýðubandalaginu í samtali á föstudaginn, „ég held að þetta sé bara „trikk“ til að einangra Alþýöubandalagiö." í forystuliöi Sjálfstæöisflokksins hafa menn þó ekki viljað viöur- kenna aö stefnt hafi verið aö því beinlínis meö þessum hætti aö Alþýöubandalagiö útilokaöi sjálft einnig áherzlu á aö þeir séu ekki búnir að afneita algerlega einum eöa neinum möguleika á stjórn- arþátttöku. „Menn hafa miklar tilhneigingar til þess að einblína á þessa ríkisstjórnina eöa hina ríkisstjórnina, raða þessu upp í formúlur," sagöi einn af þing- mönnum bandalagsins. „Alþýðu- bandalagiö lítur hins vegar öðru vísi á þetta mál og það er ekki bara eitthvert áróöursbragö af okkar hálfu, heldur raunveruleg afstaða." Viöhorfin innan Alþýöu- bandalagsins eru að sögn þing- mannsins fyrst og fremst þau, að málefnin skulu ráöa hvort sem um er aö ræöa þjóðstjórn, nýsköpunarstjórn eöa einhverja aðra stjórn, en megin málefna- barátta þeirra er sú að reynd verði ný leið í efnahagsmálum í staö þeirrar, sem einkennzt hafi af gengisfellingum og nokkuð Fréttaskýring Stigið í væng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.