Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 Jón Þ. Árnason Lífríki og lífshættir XX „Viö lifum öll undir því þrúgandi faryi, að einhver tortímingarafl séu aö verki, er kunni aö valda þvílíkum spjöllum d umhverfi okkar, aö manneskjan muni líöa undir lok sem úrelt lífverutegund eins og risaspendýrin á sínum tíma. “ — David Price. Upphaf og endalok Við ívitnuð ummæli, sem dr., David Price lét hafa eftir sér árið 1959, en þá var hann einn af æðstu yfirmönnum heilbrigðis- málaráðuneytis Bandaríkjanna, bætti hann þessum eftirtektar- verðu orðum: „Það uggvænlegasta við þessar hugrenningar er einkum fólgið í því, að örlög okkar gætu hafa verið ráðin þegar löngu áður en afleiðingar meginorsakanna kæmu í ljós.“ Sú staðreynd, að allt eigi sér sinn stað og sinn tíma, upphaf og endi, og að ekkert geti gerzt orsakarlaust, hefir um langan aldur verið á meðal þekktustu náttúrulögmála. Margir víð- frægir vísindamenn halda því fram, að jafnvel bæði rúm og tími, þ.e. alheimur, lúti lögmáli upphafs og'endaloka, þó að öll mörk séu ákaflega umdeild. T.d. hafa sumir nefnt allt að 40.000.000.000 ár til slokknunar sólar okkar, en aðrir telja 10.000.000.000 ár öllu sennilegri. Það er vitanlega hvorki á færi ígripagreinaskrifara né leik- manna yfirleitt að mynda sér neitt í líkingu við sjálfstæðar skoðanir í þessum efnum. Við vitum bara það eitt með vissu, að okkar persónulega heimsendi ber að á sama andartaki og dauðinn hrifsar okkur í fang sér. Með þessu er ekki sagt, að einskisvert sé að leitast við að gera sér grein fyrir aðstöðu og afstöðu manns og heims í tímanum. Síður en svo, og það þótt ekki væri af öðru en því, að tíminú er reyndur, ásamt hugs- un og náttúru, einn af uppruna- legu framleiðsluþáttunum þremur, enda þótt framleiddu framleiðsluþættirnir tveir, fjár- magn og vinna, séu oftast ofar á dagskrá og fyrirferðameiri, þeg- ar efnahagsleg vandamál eru til úrlausnar, ósjaldan aðalatriði. Reynzt hefir tiltölulega auð- velt að rekja jarð- og mann- kynssöguna í milljörðum, millj- ónum, þúsundum og hundruðum ára. Með þeim hætti hefir tímaramminn hins vegar þótt helzt til þokukenndur og óstöð- ugur, ekki sízt vegna þess, að tímaskyn manna er mjög mis- munandi og flestum auk þess ótamt að hugsa skýrt í háum tölum. Til þess að gera sem skilmerkilegasta grein fyrir, hversu örskömm nútíðin er í samanburði við fortíðina, hefir þvi stundum verið brugðið á það ráð að þjappa heimssögunni saman í eitt almanaksár, sem telst eins og kunnugt er vera 365 sólarhringar eða 8.760 klukku- stundir eða 525.600 mínútur eða 31.536.000 sekúndur. Þannig verður heimsmynd tímans að öllu leyti minnisstæðari og gleggri. Af nokkrum dæmum, sem ég hefi rekizt á af þessu tagi, hefir mér fundizt tvö skara fram úr í skipulegri framsetningu og sannfærandi túlkun. Hér á ég við heimsár þýzka stjörnufræð- ingsins dr. Erns Basler. Heimsár Siedentopfs Siedentopf telur um 5.000.000.000 ár frá sköpun jarðar, og munu allflestir stjarneðlisfræðingar, er gerzt mega vita, álíta þá aldurs- ákvörðun nærri sanni. Mælt á þann mælikvarða lætur Sieden- topf heimsár sitt líða þannig: Janúari Feiknmikill gasefna- hnöttur splundrast í allar áttir og dreifist í milljörðum geim- eyja um alheimstómið, ein þ.á.m. verður Vetrarbrautin, heimkynni sólar okkar. Febrúari Reikistjörnurnar verða til, ein þeirra verður hnötturinn okkar, Jörðin. Apríli Vatn greinist frá föstu landi, heimshöfin verða til. Sumari Líf rís upp af efninu einhvern tíma um sumarið. Nóvemberi Gróður festir ræt- ur á meginlöndunum, lifandi verur stíga upp úr djúpunum. Desemberi Síðustu viku í jólaföstu ráða frumferfætlur ríkjum á jörðinni. Jóli Frumferfætlur deyja út. Gamlaárskvöld um kl. 23,00i Pekingmaðurinn birtist. Gamlaárskvöld um kl. 23,50i Neandertalmaðurinn kynnir sig. Gamlaárskvöld um k). 23,59,30i Það, sem við venjulega og dálítið hreykin, köllum mannkynssögu, hefst — og gerist á síðustu 30 sekúndum ársins — — og ætti ekki að saka að bæta því við til fróðleiks, að á 60. sekúndu heimsárs Sieden- topfs, síðustu sekúndu ársins, þrefaldaðist mannfjöldinn á jörðinni. Heimsár Siedentopfs telst þar með runnið í aldanna skaut, núlíðandi andartak er gengið í garð, og ef við hugsum aðeins 10 sekúndur fram á næsta heimsár á sama tímamælikvarða og hann notaði og reiknum með óbreyttum hundraðstölum fólksfjölgunar á jörðinni þessar 10 sekúndur, sem væru 1.560 ár samkvæmt tíðkanlegum tíma- talsreglum, myndi samanlögð líkamsþyngd jarðarbúa vega álíka og jörðin sjálf! Og jörðin sjálf er talin vega 5.960.000.000.000.000.000.000 t - fimm þúsund níu hundruð og sextíu trilljónir tonna. Heimsár Baslers Síðara dæmið, sem hér verður tekið til nánari glöggvunar á órabilinu á milli nútíðar og fortíðar, nær að vísu ekki nándar nærri jafnlangt aftur í tímann og heimsár Siedentopfs, en er sízt ómerkara fyrir því. Dr. Basler rekur síðastliðin 170.000.000 ár jarð- og mann- kynssögunnar á svipaðan hátt og Siedentopf, en hjá honum verða öll tímabil eðlilega skemmri á almanaksmæli- kvarða mæld. Þannig verður almanaksmánuðurinn 14.700.000 ár í heimsári dr. Baslers, sólarhringurinn um 466.000 ár, klukkustundin rösk 19.400 ár, mínútan um 323 ár og sekúndan nálægt 5 árum og 4 mánuðum. Hin 170.000.000 ára jarð- og mannkynssaga dr. Baslers líður því þannig samkvæmt heimsal- manaki hans: Janúari Þykkt jarðvegs- og gróðurlag hefir þegar myndazt á yfirborði meginlandanna; spen- dýrin efja þróunarferil sinn. Marzi Fyrstu fuglategundirn- ar taka að svífa um loftin. Maíi Nýjar lauftrjáategundir, s.s. fíkju- og aspartré, skjóta rótum og bera ávexti. Júlíi Risaskriðdýrin ná full- um þroska (liðin eru 85—100.000.000 jarðár). Septemberi Risaspendýrin deyja út. Októberi Spendýr, hálfapar og apar, þ.e. æðstu dýrategund- ir, komast á legg. Nóvember, í 2. vikui Mannapar gera vart við sig (fyrir um 25.000.000 jarðárum). Desember 30i Forfeður okkar, fyrstu manneskjurnar, birtast á vettvangi lífsins, ganga upprétt- ir og nota áhöld og verkfæri úr steini. Desember 31. um kl. 20.00i Neandertalmaðurinn deyr út (fyrir tæpum 80.000 jarðárum). Gamlaárskvöld kl. 23.30i Manneskjan tekur að rækta jörðina, taka sér fasta bólfestu og þar með að hafa áhrif á umhverfi sitt; viðleitni hennar til þess að gera sér náttúruríkið undirgefið er hafin (fyrir um 10.000 jarðárum). Gamlaárskvöld kl. 23.40i Hjólið, ein elzta og merkasta uppfinning mannkynsins, afl- vaki tækniframfara, kemur til sögu (fyrir u.þ.b. 6.500 jarðár- um). Gamlaárskvöld kl. 23,59,23i Upphaf iðnbyltingar. Gamlaárskvöld kl. 23,59,40 — 45i Bílar og flugvélar hefja sigurför sína um láð og loft. — og á síðustu 15 sekúndum heimsárs dr. Baslers eru háðar tvær heimsstyrjaldir, tugir milliríkjastríða, hundruð bylt- inga og borgarastyrjalda, kjarn- orkan er leyst úr læðingi og krefst fyrstu 2—300.000 fórnar- lamba sinna; trúin á almætti vísinda og tækni sigrar veru- leikaskyn mannsandans, gengur af guðstrú nær dauða en lífi, ofurselur einstaklinginn náð framfærsluríkisins, og draum- urinn um stigmagnað, sífellt fyrirhafnarminna bruðllífi á grundvelli ævarandi hagvaxtar opnar allar gáttir hnignunar, glötunar og dauða. Vinstriand- inn hefir heltekið sálir mann- anna. „K jarabætur” út yfir gröf og dauða Og á næstu 4 sekúndum samkvæmt tímatalsmælikvarða dr. Baslers, eða á næstu 20 árum röskum að venjulegu tímatali, mun framleiðsla neyzlu- og notavarnings í heiminum tvöfaldast að óbreytt- um forsendum og fyrirætlunum — og þykir hvergi nærri nóg. M.a. af þeim sökum vofir yfir, ef brennsla núþekktra birgða í iðrum jarðar af fljótandi og loftkenndum aflgjöfum heldur áfram af sama ákafa og undan- farin hagvaxtarár, að forði þeirra verði gjörsamlega þrot- inn eftir 30 Baslersekúndur eða rúmlega 150 ár. Með öðrum orðum: á minna en 1/1.000.000 þess tíma, sem náttúruríkið þurfti til þess að skapa þessar orkulindir af óendanlegri þolin- mæði og dæmalausri nákvæmni, mun mannkynið hafa brælt upp og sóað þeim til fulls, ef áætlanir „kjarabóta“-fólks og fyrirgreiðslumanna standast svo sem að er keppt. Enn má taka til dæmis um þann ógnarhraða, er heims- byggðin stefnir á beinustu leið niður til vinstri, að jarðarbúar þurftu 600.000 ár til að fjölga sér yfir 4.000.000.000-markið — það gerðist í fyrra —, en þurfa nú ekki nema 30 ár til þess að tvöfaldast að tölu, komast yfir 8.000.000.000-markið, ef forsjón- in tekur ekki í taumana með einum eða öðrum hætti. Að því er áreiðanlegustu mannfjöldaspár, sem nú liggja fyrir, benda eindregið til, mun móðir jörð hafa 7.000.000.000 líkami á framfæri sínu árið 2000, g 20.000.000.000 árið 2100, allt mergð, sem gerir háværar kröfur til þess að hún fæði sig, hýsi og klæði, sjái sér fyrir vinnu og störfum, menntun og heilsugæzlu. Þegar og ef þar að kemur má búast við að afar skammt yrði í að allur jarðolíu-, jarðgas- og kolaforði gengi til þurrðar, svo fremi að ný og risavaxin forða- búr, sem enginn hefir grun um nú að einhvers staðar kunni að leynast, yrðu ekki uppgötvuð. Vatnsafl til orkuframleiðslu er takmarkað, sums staðar, t.d. í Sviss, þegar fullvirkjað. Úran, sem er undirstaða kjarnorku- framleiðslu og mun að líkindum verða sífellt þýðingarmeiri afl- gjafi í framtíðinni, eða a.m.k. næstu áratugi, er ekki heldur fyrir hendi í ótakmörkuðum mæli, auk þess sem vinnsla þess og nýting hefir í för með sér ófyrirsjáanlega örðugleika og umhverfisógnir. Líka er vert að hafa í huga, að landrými mun ekki aukast, heldur þvert á móti; vatnsmagn jarðar mun ekki aukast, og að vísu ekki minnka heldur, en það mun hins vegar spillast til muna; andrúmsloftið mun ekki heldur fara vaxandi eða breyt- ast til batnaðar. Fullvíst má þess vegna ætla, að ef mannkyn- ið næði einhvern tíma 20.000.000.000-markinu eða færi jafnvel yfir það, að þá myndi hinn nálega 40.000 rúmkm Veröld á vinstribraut Tvö heimsár og 10 sekúndum betur Stigmagnad bruðl af takmörkuðum f orða 2.700.000.000 tonn á ári Á meðan sovétmenni þjálfa hjarðir steppunnar undir blóð- verkin ... ... taka Vesturlandamenn sér grafir sínar með tönnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.