Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 8
8 Túlkun Alþýðuflokks á tillögum Alþýðubandalags: Innheimta þarf 17 milljarða í sköttum FORSVARSMENN Alþýðudokksiqs telja sig nú hafa brotið tilliigur Alþýðubandalagsins í vinstri viðræðunum til mergjar með því að fá sérfræðinga til að leggja mat á ýmsa helztu liði í tillögunum. Sérfræðingar þessir eru ekki frekar tilgreindir í þeim gögnum, sem Alþýðuflokkurinn afhenti Morgunblaðinu, en Kjartan Jóhannsson, varaformaður fiokksins, sagði þegar hann var spurður um þefta atriði að hér væri um að ræða sérfra'óinga sem starfað hefðu á vegum Þjóðhagsstofnunar og Seðlabankans. Niðurstöður þeirra eru í flestum tilfellum töluvert fjarri því sem Alþýðubandalagsmenn hafa gengið út frá í tillögum sinum. Varðandi niðurgreiðslu verðlags, sem Alþýðubandalagsmenn lögðu til að yrði fólgin í lækkun sölu- skatts, niðurgreiðslu og lækkun verzlunarálagningar gerðu Alþýðu- bandalagsmenn ráð fyrir að vísi- töluáhrif þessara aðgerða yrðu um 10% og kostnaður um 6 milljarðar króna. Sérfræðingarnir meta hins vegar vísitöluáhrifin um 7,5% og kostnaðurinn verði 8.3 til 9 millj- arðar króna, svo að þarna ber 2,5% á milli eða 1.5 til 2.2 milljarða króna hvað snertir kostnað. Varðandi millifærsluleiðina þá mátu Alþýðubandalagsmenn fjár- þörfina um 3 milljarða króna en sérfræðingar meta hana hins vegar um 5 milljarða króna, svo að þarna ber 2 milljarða króna á milli. Alþýðubandalagsmenn hugðust afla þessara þriggja milljarða með veltuskatti, ent sérfræðinga er að ekki hefði tekizt að ná nema um 2 milljörðum með því mótinu, svo að þar vantar milljarð upp á. Varðandi tekjuöflun ríkissjóðs á árinu gerðu Alþýðubandalagsmenn ráð fyrir að skattahækkun, sem innheimtist á árinu, yrði um 3,8 milljarðar meðan sérfræðingarnir mátu hana um 3 milljarða, Alþýðu- bandalagsmenn gerðu ráð fyrir að með lækkun framkvæmda- og rekstrarútgjalda ríkisins fengjust um 2 milljarðar meðan sérfræðing- ar mátu þá fjárhæð um einn milljarð og Alþýðubandalagsmenn gerðu ráð fyrir að einn milljarður fengist með spariskírteinasölu meðan sérfræðingar gerðu þar ekki ráð fyrir neinum tekjum. Alþýðu- bandalagsmenn mátu því heildar- tekjuöflunina 6,8 milljarða en sérfræðingar aðeins '4 milljarða, þannig að þarna skakkaði 2,8 milljörðum. í fjórða lagi gerðu Alþýðubanda- lagsmenn ráð fyrir að ígildi vaxta- lækkunar í kaupi yrði um 8—10% meðan mat sérfræðinganna er 4-5%. Að því er Alþýðuflokksmenn segja þá vantar alls 7,3 til 8 milljarða til þess að ná 7,5% verðlagslækkun en til þess að ná 10% verðlagslækkun vanti 9—10 milljarða að mati sérfróðra aðila. Auk þess vanti fé til að mæta 4—5% af kaupgreiðslum vegna ofmetinna áhrifa af vaxtalækkun. Spariskirteinasala er talin ófær leið að mati hinna sérfróðu aðila, þar sem þau mundu að öllum líkindum ekki seljast, en að svo miklu leyti sem þau seldust yrði það á kostnað útlána til atvinnu- veganna. Alþýðuflokksmenn vekja einnig athygli á að þetta dæmi Alþýðu- bandalagsmanna nái einungis fram til áramóta, en um áramótin þyrfti þá annað hvort enn stærri gengis- fellingu en nokkru sinni hefði verið gert ráð fyrir í tillögum Alþýðu- flokksins eða stórkostla auknar álögur á þjóðina í sköttum og miklar og flóknar styrkgreiðslur úr ríkissjóði til atvinnufyrirtækja með millifærslu. Alþýðuflokksmenn vekja athygli á, að samkvæmt framlögðum tillög- um Benedikts Gröndals væri gert ráð fyrir að samningarnir tækju gildi að fullu 1. september og kaup mundi hækka um 13—15% 1. september nk. og um 2—6% hinn 1. desember nk. Gert hafi verið ráð fyrir að samið yrði við verkalýðs- hreyfinguna um frestun á áhrifum gengisbreytingarinnar á kaup- gjaldið. Þetta atriði yrði tekið inn i gerð nýrra kjarasamninga og ríkið tæki að sér að tryggja varanlega það kaupmáttarstig sem að hafi verið stefnt með samningunum á sl. ári. I þessum samningum yrði sérstaklega að því stefnt að tryggja hag hinna lægstlaunuðu og tryggja launajöfnuð. Alþýðuflokkksmenn segja því, að allt tal um „kauprán" hjá hinum lægst launuðu sé út í hött. Um skiptingu byrðanna af völdum gengisfellingarinnar hefði átt að semja við verkalýðshreyfinguna og vilji Alþýðuflokkurinn að kjör hinna lægstlaunuðu yrðu sérstak- lega tryggð í þeim samningum. Hitt hafi Alþýðuflokkurinn ekki dregið dul á að byrðar yrðu menn að taka á sig, en ítrekað að um skiptinguna hafi átt að semja. Alþýðuflokksmenn telja að sam- kvæmt tillögum Benedikts þá hefði verðjöfnunarsjóður styrkst og að- gerðirnar verið varanlegur grundvöllur til að byggja á, staða SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. bama&fþlskyldu- Ijösmyndir AUSTURSTR€TI 6 SM12644 I I l 3 buxur í pakka kr. 5000 Margar tegundir af buxum kr. 1000 til kr. 3900. Barnaúlpur fyrir 7 til 12 ára kr. 3000. Flauels og nankinsjakkar kr. 3000. Txyndisala þessa viku aöeins. Fatasalan Tryggvagötu 10. sjávarútvegs hefði stórbatnað og hann í heild orðið hallalaus. Sérstök 1,7 milljarða króna fjár- veiting hefði verið ætluð til upp- byggingar í fiskiðnaði, þar sem vandinn væri mestur, t.d. á Reykja- nesi og í Vestmannaeyjum, en af hálfu Alþýðubandalagsins hafi ekki verið gert ráð fyrir krónu til slíkra aðgerða. Staðið yrði undir 6,5 til 7% verðhömlunaraðgerðum með niðurskurði rikisútgjalda og fram- kvæmda og með sérstakri tekjuöfl- un upp á 4,6 milljarða ásamt hertu verðlagseftirliti. Alþýðuflokksmenn benda á að í tillögum Alþýðubandalagsins hafi verið gert ráð fyrir 6—9% kaup- hækkun 1. september og 3% kauphækkun 1. desember en þurft hefði viðbótarskatta til að standa undir gaatinu, sem væri í efnahags- tillögum þeirra, og þær álögur sem þyrftu að greiðast fyrir áramót hefðu numið kr. 175 þúsund fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Alþýðuflokksmenn segja að sam- kvæmt tillögum þeirra hefðu við- bótarskattar á árinu numið um 3,6 milljörðum króna, þ.m.t. eigna- skattar og rekstrarskattar en að auki hefði komið til niðurskurður ríkisútgjalda að fjárhæð um 1 milljarður króna. Hins vegar verði samkvæmt tillögum Alþýðubanda- lagsins að innheimta um 17 millj- arða króna í sköttum, ef mæta eigi gatinu, sem fólgið sé í tillögum þeirra, þ.e.a.s. ef sú leið yrði farin. Loks gagnrýna Alþýðuflokks- menn Alþýðubandalagið vegna tillagna þeirra um þriðjungs vaxta- lækkun, „sem yrði látin ná til allra afurða- og rekstrarlána, viðauka og yfirdráttarlána og víxillána vegna reksturs. I tillögunum er gert ráð fyrir að lækkunin jafngilti um 8—10% í launagreiðslum útflutn- ingsatvinnuveganna". Alþýðu- flokksmenn segja, að að mati sérfræðinga sé lækkunin hins vegar í reynd ígildi 4—5% launalækkun- ar. Hér sé því komið viðbótargat. Hitt sé þó verra, að þetta þýði í raun að Jón Jónsson forstjóri eigi að fá víxillán með 15,7% vöxtum, sem hann auðvitað noti að eigin geðþótta, en Jón Jónsson, launa- maður fái víxillánið með 23,5% vöxtum. „Dettur nokkrum í hug að forstjórinn muni ekki nota lánið í einkaneyslu sína?“ sagði Kjartan Jóhannsson. „Hann hefur gert það hingað til. Það sem gerðist væri þá að launamaðurinn og sparifjáreig- endur væru að greiða með láni forstjórans. Þetta er launþega- stefna Alþýðubandalagsins — sér- stök vildarkjör handa forstjóranum á kostnað launamannsins." pick-upar og nálar BUÐIN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI 83000 Okkur vantar íbúöir í eftirtöldum hverfum, Fossvogi, Háaleiti, Hlíöum, Laugarneshverfi, Vogum og Vesturbæ. Einbýlishús og raöhús, allir staöir koma til greina á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Til sölu: í Hverageröi Einbýlishús 142 ferm. + bílskúr 40 ferm. viö Laufskóga. Einbýlishús 131 ferm. + bílskúr 45 ferm. viö Laufskóga. Garöyrkjustöö í fullum gangi í Ölfusi. í Reykjavík 5 herb. íbúö viö Hrafnhóla + bílskúr. 3 herb. íbúö viö Krummahóla + réttur á bílskýli. 2 herb. íbúö viö Hvassaleiti + bílskúr. 2 herb. íbúö viö Snorrabraut, laus strax. 3 herb. íbúö viö Bergþórugötu. 100 ferm. sérhæö + 140 ferm. á jaröh. + bílskúr viö Sundlaugarv. 80 ferm. vandaö iönaöarhúsnæöi, laust strax. Opið alla daga til kl. 10 e.h. Geymiö auglýsinguna. FASTEICNAÚRVALIÐ SÍMI83000 Silfurteigii Sölustjóri: Auðunn Hermannsson Benedikt Björnsson lgf. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.