Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
33
vatnsforði jarðar, sem nú er til
ráðstöfunar á hagnýtan hátt,
hrökkva harla skammt til þess
að fullnægja brýnustu þörfum
nema tiltölulega fárra.
Eftir 200 ár
Á því getur þess vegna ekki
leikið minnsti vafi, að vinstri-
andanum hefir þegar orðið
hörmulega vel ágengt í tor-
tímingarsókn sinni gegn lífs-
grundvelli manneskjunnar —
jörð, lofti og vatni, þremur af
fjórum höfuðskepnunum; þá
fjórðu, eldinn, hefir hann alltaf
haft í þjónustu sinni a.m.k. til
jafns við lífríkið.
Hagvaxtartrúin, sem sorglega
margir greindir menntamenn
halda enn fast við, hefir reynzt
eitt skæðasta vopn vinstriand-
ans í baráttu hans gegn heil-
brigðum og lífvænlegum þjóðfé-
lagsháttum. Það væri þó ósann-
gjarnt, beinlínis hróplega rang-
látt að láta þess fagnaðarefnis
ógetið, að ýmsir merkir menn —
og þeim fer fjölgandi — er m.a.s.
alllengi hafa verið haldnir
vinstrihyggju, hafa á síðari
árum fyllzt óhug og kvíða vegna
sigra hugsunarlausrar peninga-
hyggju, og snúizt vasklega til
liðs með lífverndarfólki. Einn
þessara ágætismanna er banda-
ríski hagfræðiprófessorinn
Robert L. Heilbroner, sem segir
í bók sinni, „Business
Civilization in Decline" (New
York 1976), og styðst við út-
reikninga í ritgerðarhandriti
Emile Benoit („Must Growth
Stop?“);
„Nú gröfum við upp og notum
nálægt 2.7 milljarða tonna af
tíu helztu málmum jarðar ár
hvert, Ef núverandi notkun
okkar ætti að aukast um
yfirlætislaus 3% á ári næstu
þúsund ár, myni afraksturinn
verða efnafeikn, sem vega
myndu meira en jörðin sjálf. í
raun og veru er vafasamt, að
við gætum staðið undir slíkri
vaxtaraukningu þessara tíu
meginmálmtegunda lengur en
um 200 ára tímaskeið.“
200 ár? En er það ekki býsna
langur tími? Ekki svo ýkja —
200 ár eru 3—4 mannsaldrar, 50
kjörtímabil, og lok 200 ára
tímabils eru ekki nema tæpum
11 árum fjær okkur í framtíð-
inni en upphaf Stjórnar-
byltingarinnar miklu er í fortíð-
inni — og barnabarn yngis-
herra, sem sæi dagsins ljós í
fyrsta skipti í dag, gæti auðveld-
lega verið við beztu helsu þá
fyrir aldurs sakir.
Þrennt aðallega finnst mér
sameiginlegt öllum sviplíkum
hryllingsmyndum úr fram-
tíðinni, þar sem fólksmergðin
verður að sofa standandi vegna
þrengsla, hefir sigrað í þyngdar-
samkeppni við hnöttinn sinn eða
étið höfuðstól sinn upp til agna:
Þær eru martröð, standast
reikningslega en ekki nokkur
lifandi manneskja lætur sér til
hugar koma að þær geti orðið
vej;uleiki.
Ástæðan til þess, að enginn
trúir að til alvörunnar geti
komið þrátt fyrir að tvö fyrst
greindu atriðin séu óyggjandi,
er í fyrsta lagi sú, að manneskj-
an hefir ævinlega tortryggt
stærðfræðina, þegar um
persónulega framtíð hennar
sjálfrar hefir verið að ræða. í
því efni hefir hún alltaf haft
meiri trú á lófalestri, kaffikorg
og stjörnuspám. „Qui numerare
incipit, errare incipit", er haft
eftir Rómverjum: „Sá, sem
byrjar að telja, byrjar að rugla."
Og Englendingar þekkja helzt
ekki nema þrjú stig lyginnar:
venjulega lygi, bölvaða lygi og
hagtölur.
I annan stað virðist ómeðvitað
trúnaðartraust á, að náttúran
grípi ávallt í taumana á réttum
tíma og réttum stað, vera
manninum áskapað. Og vissu-
lega er það rétt, að náttúru-
fræðingar þekkja engin dæmi
um t.d. offjölgun í dýraríkinu,
sem náttúran hefir ekki kunnað
ráð við.
Árni Skúlason fyrrver-
andi forstjóri-Minning
Fæddur 21. maí 1908,
Dáinn 29. júlí 1978.
Árni Skúlason hafði nýlega fyllt
sjöunda áratuginn þegar hann
kvaddi þennan heim, en hann
andaðist í svefni af hjartaslagi á
heimili sínu aðfaranótt 29. júlí s.l.
Hann var fæddur í Skálholti í
Biskupstungum, sonur hjónanna
Sigríðar Sigurðardóttur og Skúla
Árnasonar héraðslæknis.
Árið 1939 kvæntist Árni Sigríði
Jónsdóttur Hjaltalíns, prófessors,
og eignuðust þau hjón tvær dætur,
Ragnheiði og Sigríði Elínu, sem
báðar eru búsettar konur í Sví-
þjóð. Sigríður, kona Árna, lést
1961.
Eg kynntist Árna Skúlasyni árið
1964, þegar Gróa systir mín
gerðist bústýra hans. Var þá
Sigríður, yngri dóttir Árna, 13 ára,
en Ragnheiður í skóla í Svíþjóð og
giftist svo þar.
Eg held að það sé óhætt að
segja, að það hafi verið gæfuspor
fyrir þau bæði Gróu og Árna,
þegar leiðir þeirra lágu saman.
Þau höfðu bæði orðið fyrir mikilli
lífsreynslu, og tókst þegar með
þeim góð vinátta, sem varð æ
kærleiksríkari eftir því, sem árin
liðu, og studdu þau hvort annað í
blíðu og stríðu. Þau höfðu mikið
yndi af því að aka út fyrir borgina
á góðviðrisdögúm og fara þá í
langar gönguferðir. Þau ferðuðust
talsvert, bæði innan lands og utan.
Nýkomin voru þau frá ferð um
Snæfellsnes, og höfðu pantað sér
far til Færeyja nú 10. ágúst. Oft er
það að „mennirnir áætla, en Guð
ræður".
Vart er hægt að segja að þau
Gróa og Árni hafi verið fjarvistum
hvort frá öðru í rúm 14 ár.
Árni var mesta snyrtimenni,
ekki aðeins persónulega, heldur og
með allt, sem hann snerti á, og
voru þau Gróa mjög samhent í því
að fegra heimilið og sumarbústað-
inn.
Árni í „Gamla kompaníinu", en
allir fullorðnir Reykvíkingar
þekktu hann undir því heiti, hafði
stjórnað því fyrirtæki í nær 40 ár,
þegar hann fyrir nokkrum árum
lét af störfum og seldi þáverandi
meðeiganda sínum fyrirtækið.
Árni var léttur og hress í tali og
viðræðugóður og fróður um marga
hluti. Svo hefur sagt mér gamalt
starfsfólk hans, sem unnið hafði
hjá honum árum saman, að hann
hafi verið einstaklega góður hús-
bóndi og vinnuveitandi, sérstak-
lega bóngóður og greiðvikinn, og
það gat leitað til hans utan
vinnutíma ef veikindi eða einhvern
vanda bar að höndum, og alltaf
fann hann einhver ráð ef finnanleg
voru.
Eins ffylgdist ég með því, eftir
að ég kynntist Árna, hve mikla
umhyggju hann bar jafnan fyrir
gömlu starfsfólki sínu, sérstaklega
þeim, sem voru minnimáttar eða
einstæðingar. Heimsótti hann það
fólk og hlynnti að eftir getu.
Árni var heilsugóður alla ævi,
léttur í spori og kvikur í hreyfing-
um sem ungur maður væri fram á
síðasta dag. Það var ekki fyrr en á
síðastliðnu vori, sem hann leitaði
læknis, og var honum þá sagt að
hjartað væri farið að bila. Hann
hló bara að þessu ef á var minnst.
„Það bankar víst eitthvað vitlaust
stundum," var svar hans, og svo
var það útrætt mál.
„Eitt sinn skal hver deyja“,' en
það má segja að hann hafi kvatt
lífið með sama hugarfari og sömu
reisn og hafði verið yfir starfsævi
hans, því að síðasta daginn, sem
hann lifði, var hann að klippa
grasið á lóð sinni og snyrta hana.
Svo þurfti Árni að hlaupa í bæinn
fyrir lokun í erindum fyrir vin
sinn. Þegar hann kom heim mundi
hann að hann hafði lofað gömlum
kunningja í nágrenninu að laga
eða setja fyrir hurðarskrá, og eins
gott væri að ljúka því af áður en
hann borðaði kvöldmatinn, til þess
að bregðast ekki því loforði. Og
þar var settur endapunkturinn á
starfsævinni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Árna þann hlýhug, sem hann
sýndi mér og fjölskyldu okkar, og
um leið bið ég Guð að blessa sálu
hans.
Jafnframt vil ég nota tækifærið
til þess að biðja um styrk til handa
dætrum Árna, sem hafa misst
elskulegan föður, sem allt vildi
fyrir þær gera, og fyrir Gróu, sem
hefur misst lífsförunaut sinn.
Sömuleiðis systkinum hans, því að
allri fjölskyldu sinni gerði hann
allan þann greiða, sem í hans valdi
stóð.
í Guðs friði.
Guðrún I. Jónsdóttir.
Útför Árna fer fram frá Dóm-
kirkjunni á þriðjudag.
+
Eiginmaður minn, faöir og stjúpfaðir,
RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON,
vélstjóri, frá Seyöisfiröi
Garöavegi 11,
Keflavík
lést á Gjörgæsludeild Landspítalans 30. júlí. Jarðarförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 2.
Júliana Jónsdóttir,
Sigurfríð Rögnvaldsdóttir,
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEFÁN M. ÞORKELSSON,
bitreiöastjóri,
Seljavegi 7,
er lézt 28. júlí, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 9. ágúst
kl. 3.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag islands.
Jóna B. Albertsdóttir,
Stella Stefánsdóttir, Karl Ingimarsson,
Albert Stefánsson, Ásta Ottósdóttir,
Pétur Stefánsson, Erla Karelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar. tengdafaöir og afi.
BJARNI J. JÓHANNSSON
vélstjóri frá Patreksfirði
sem lést 31. júlí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. ágúst
kl. 13.30. Margrét Stefánsdóttir
Sigurbjörn Bjarnason, Sigurbjörg Petersen,
Guðríöur Bjarnadóttir, Jóhann Jónsson
og barnabörn.
Útför
GUDMUNDAR ÞÓRS KRISTJÁNSSONAR,
Hlégeröi 16,
Kópavogi,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. ágúst kl. 10.30.
Kristján Guömundsson,
Anna Friðleifsdóttir,
Páll Beck Valdimarsson
og bræður hins látna.
+
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
VIGDÍSAR SOFFÍU ÞÓRDARDÓTTUR
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna
Guöríður Ólafsdóttir, Gísli Auöunsson,
Jóhanna Ólafsdóttir,' Jón N. Pálsson.
+
Faðir okkar,
STÍGUR GUÐBRANDSSON
sem andaöist 27. júlí, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju þriöjudaginn
8. ágúst kl. 2 e.h. Jón Stígsson,
Heimir Stígsson,
Dagbjartur Stigsson,
Þórhallur Stígsson,
Edda Borg Stígsdóttir.
Útför + DAÐA JÓHANNESSONAR,
Hrafnistu,
fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 8. ágúst kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja. Svanborg Jóhannesdóttir, Þuríöur Jóhannesdóttir.
+
Hjartanlegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og
jarðarför bróður okkar,
SÆMUNDAR ÁGÚSTSSONAR,
Reykjavíkurvegi 32,
Hafnarfirói,
Árni Ágústsson,
systkini og tengdasystkini.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts
SIGURDAR HEIDBERG,
Guöný Guðmundsdóttir,
Daggrós Guómundsdóttir,
Sigríöur Stefánsdóttir.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
SVEINBJÖRNS GÍSLASONAR,
fyrrv. verkstjóra,
Eikjuvogi 8,
„ Sigriður Vilhjálmsdóttir,
Björg Sveinbjörnsdóttir Dranitzke, Richard Dranitzke,
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Hilmar Skúlason.
+
Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og aðstoð við andlát og útför
GUNNLAUGS VILHJÁLMSSONAR,
Miklubraut 70.
Svava Guðbergsdóttir, Davíö Vilhjálmsson
Svanhildur Vilhjálmsdóttir, Matthías Otthosson,
Sæunn Guöjónsdóttir, Hanna Guójónsdóttir.