Morgunblaðið - 06.08.1978, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978
Skálholt
9
Sameinuöu þjóðanna í dag en
eitthvert þjóðarþing. Skálholts-
stóil var tekjustofnun, stóð straum
af kostnaði við rekstur staðarins,
átti m.a. gríðarmiklar jarðeignir,
og af þeim runnu tekjur til þess að
kosta menningarsetur biskupsins.
Gissur ísleifsson sá ekki betur en
hér ætti biskupnum að vera
borgið, „meðan Island er byggt".
í Skálholti urðu
íslendingar sið-
menntað fólk
Við íslendingar erum stoltir af
miðaldamenningu okkar, en hún er
njörfuð þessum stað í bak og fyrir.
í Skálholti tileinkuðu íslendingar
sér bókleg fræði, hér var fyrsti
íslenski skólinn stofnaður, og
menntunarstarfið sem hér var
unnið stuðlaði að því að koma
Islendingum í tölu siðmenntaðra
þjóða.
Engilsaxneskur trúboðsbiskup,
Hróðúlfur að nafni og frændi
Játvarðs helga Englakonungs,
starfaði hérlendis á árunum frá
því um 1030 til 1049 og sat á Bæ og
í Lundidí Borgarfirði. Við heim-
komuna til Englands tók konungur
honum opnum örmum, því að hann
sögu biskups segir, að um alda-
mótin 1200 hafi búið hér um 200
manns, en það er lögformlegt
þéttbýli á okkar dögum og hefði
orðið borgarvísir við bærilega
höfn eins og til dæmis Þerneyjar-
sund í Álfsnesi.
Páll stóð í allmiklum fram-
kvæmdum, lét reisa stöpul eða
turn við dómkirkjuna, og „Atla
prest skrifara penta allt ræfr
innan í stöplinum og svo bjórinn
(stafnþilið) og tjalda allt hið neðra
þrennum tjöldum vel og fagur-
lega.“ ... Þá prýddi Páll „í
hvívetna, það er hugum mátti
hyggja, bæði kirkju og stöpul í
búningi öllum, í bríkum og kross-
um, í skriftum, líkneskjum og
lömpum og glergluggum og í
biskupsskrúði alls kyns. Hann lét
og steinþró höggva ágæta haglega,
þá er hann var í lagður eftir
andlát sitt, og hann lét búa gröf
virðulega í stöplinum þeirra
manna, er honum þótti mestur
vandi á.“
Þá lét hann gera skrín um
jarðneskar leifar Þorláks móður-
bróður síns og lagði í það eigi
minna fé „en fjögur hundruð
hundraða", en Páll hefur varið um
það bil 100 milljónum í okkar
peningum í stöpulsmíðina, skreyt-
ingar og smíði Þorláks skrinis. Þá
hafði dvalist lengi með villimönn- hefur Skálholt staðið með mestum
um á norðurslóð, eins og það er glæsibrag, og hér sátu framandi
orðað í engilsaxneskum annálum. gestir eins og Jón biskup smyrill
höfuðstaður íslands í 7 aldir
Herra biskup íslands, virðu-
lega biskupsfrú, góðir kirkjugest-
ir. Velkominn heim 1 Skálhojt,
velkominn heim 1' höfuðstað ís-
lands í sjö aldir.
Ég hef verið beðinn að fjalla hér
lítillega um sögu Skálholts. Ég hef
komið hingað alloft með ferða-
menn leika og lærða og reynt að
segja þeim eitthvað af því, sem hér
hefur gerst, en fundist jafnan á
eftir að mér hafi láðst að tíunda
það sem máli skiþti . Hve mikið
sem ég og aðrir hafa þulið af
staðreyndum um sögu þessa stað-
ar, hefur yfirleitt gleymst að geta
þess, hvaða gildi hann hefur haft
fyrir líf og starf fólksins í landinu
og jafnvel okkur, sem komum hér
saman í dag.
Að mínu viti hefur Skálholt
verið mesti örlagastaður þessarar
þjóðar.
Ég veit að hástig fara illa í
munni manna, sem eiga að forðast
fullyrðingar og hafa jafnan það
sem sannara reynist. Hins vegar
veit ég ekki betur en hér á þessum
stað hafi oft og tíðum verið teknar
ákvarðanir í málum, sem bjuggu
Islendingum örlög um aldir. — Ég_
ætla ekki að fara í neinn jöfnuð
milli Skálholts og Þingvallar, enda
eru þessir staðir báðir í Árnes-
þingi og stutt á milli . Hins vegar
leyfi ég mér að fullyrða að hér var
Islendingum búin sú samfélags-
skipan, það kerfi, sem entist þeim í
um það bil 800 ár.
í Skálholti var
íslendingum búið kerfi,
sem þeir bjuggu við
í allt að 8 aldir
Ari fróði segir að af ástsæld
Gissurar biskups „og tölum þeirra
Sæmundar (fróða), með umráði
Markúsar lögsögumanns var það í
lög leitt, að allir menn töldu og
virtu allt fé sitt og sóru að rétt virt
væri, hvort sem var í löndum eða í
lausaaurum, og gerðu tíund af
síðan.
Gissur biskup lét og lög leggja á
það, að stóll biskups þess, er á
Islandi væri, skyldi í Skálholti
vera, en áður var hvergi, og lagði
hann þar til stólsins Skálholtsland
og margra kynja auðæfi önnur
bæði í löndum og lausum aurum."
Svo hljóðar frásögn Ara af
einhverjum mestu tíðindum, sem
hér hafa gerst. Ætli landnámið,
kristnitakan og tíundin séu ekki
stærstu atburðir íslenskrar sögu?
Með því að leggja Skálholtsland og
önnur auðæfi til íslensks biskups-
stóls varð til fyrsta sjálfstæða
stofnunin, sem hafði ákveðnu
hlutverki að gegna og var 'óháð
einkaeigninni. Menn höfðu siglt
hingað yfir veraldarhafið á land-
námsöld til þess einkum að eignast
land, og við vitum ekki betur en
allt land til jökla hafi verið í
einkaeign áður en Skálholtsstóll
var stofnaður. Verið getur að
sumir afréttir og upprekstralönd
og önnur nytjasvæði við strendur
og til fjalla hafi áður verið
félagseign hreppa eða byggðar-
laga, en það breytir ekki þeirri
staðreynd, að Skálholtsstóll var
alger nýjung í íslensku samfélagi á
sínum tíma. Gissur Isleifsson,
stjórnmálaskörungurinn, áróðurs-
snillingurinn og skipulagsmeistar-
inn mikli, lagði til biskupsstóls
„margra kynja auðæfi bæði í
löndum og lausum aurum". Hingað
galst m.a. fjórðungur tíundar úr
þremur landsfjórðungum, en það
hafa verið yfir 300 kýrverð á 13.
öld en þau munu nema um 30
milljónum í okkar margföllnu
peningum.
Þannig varð til fyrsta lénið hér
á landi. Skálholtsbiskup varð
lénsherra yfir eignum stólsins og
skyldi vera lénsdrottinn yfir öllum
kirkjulénum, stöðum, sem síðar
voru stofnaðir i biskupsdæminu.
Þeim völdum náði hann ekki fyrr
en um 1300 við lok Staðamála, og
þá aðeins að hluta, því að ýmsir
staðir héldust áfram í vörslu
leikmanna fram á 15. eða jafnvel
16. öld. Þó varð kirkjan sjálfstæð
stofnun á 13. öld með kristnirétti
Árna og lokum Staðamála, en hún
hafði verið ambátt veraldarvalds-
ins á 12. og 13. öld eða í tvær aldir.
Stofnunin Skálholtsstóll varð til
slíkrar fyrirmyndar um 1100 að
höfðingjar kepptust um að breyta
eignum sínum í stofnanir, „gefa“
kirkjunni á höfuðbólinu eða öllu
heldur verndardýrlingi hennar
lönd og lausa aura og stofna
kirkjulén, en áskildu sér og niðjum
sínum forræði þeirra ævinlega í
umboði verndardýrlingsins, sem
átti sér engan viðurkenndan full-
trúa hérlendis að dómi íslensku
höfðingjanna.
Á 12. og 13. öld ríktu hér fágætir
stjórnarhættir eða kerfi, sem mér
þykir best að kenna viö aðalhöfð-
ingjastéttina, kirkugoðana. Hug-
takið kirkjugoði ætti að merkja
heiðinn prest sem stjórnar krist-
inni kirkju, og er þar með fráleitt í
sjálfu sér. Samt sem áður lýsir það
miklu rækilegar íslenskum stjórn-
arháttum á 12. og 13. öld en
þjóðveldi, allsherjarríki eða önnur
villandi hugtök, sem hafa verið
notuð yfir það tímabil; þá var hér
hvorki þjóðveldi né allsherjarríki.
Hér tryggði goðakirkjan verald-
legum höfðingjum tekjur og völd
og menntaði þá talsvert eins og
bókmenntir tímabilsins sanna;
íslendinga sögur eru kirkjugoða-
bókmenntir að uppruna. Aðal-
bjargvættur og verndari goða-
Rúmlega 20 árum síðar, þegar
ísleifur Gissurarson hafði starfað
um skeið í Skálholti, átti hefðar-
klerkurinn Adam af Brimum ekki
orð til að lýsa ágætum siðujn
Islendinga í bók sinni um Ham-
borgarbiskupa, Gesta Hamma-
burgensis ecclesiae pontificum.
„Stærsti bær á Islandi heitir í
Skálholti", endar hann skýrslu
sína.
Fyrsta þéttbýlið
og mestu mannvirkin
Kristnin kenndi íslendingum að
menn lofa ekki skapara sinn með
því að gapa móti golunni út um
holt og móa; þeir urðu að reisa
honum musteri og í Skálholti reis
einhver stærsta stafkirkja allra
tíma. Það var helsta framlag
íslenskra miðalda til byggingar-
listarinnar. Kirkjan, sem Klængur
biskup Þorsteinsson lét smíða um
1155 var 50 m löng og stærra hús
reis ekki af grunni hérlendis fyrir
1900. Klængur biskup var auðvitað
ekki maður einhamur. Svo segir í
Hungurvöku, sem mun skrifuð
snemma á 13. öld, að á tveimur
skipum „komu út stórviðir þeir er
Klængur biskup lét höggva í
Noregi til kirkju þeirrar er hann
lét gera í Skálholti, er að öllu var
vönduð fram yfir hvert hús annað
þeirra er á Islandi voru gerð, bæði
að viðum og smíði."
Erindi dr. B jöms Þorsteinssonar
prófessors á Skálholtshátíð 23. júlí
kirkjunnar í nauðum, Sverrir,
hinn færeyski Noregskonungur,
var bannfærður kirkjuræningi og
prestasiátrari sem Islendingar
sömdu um eitt af fyrstu snilldar-
verkum sínum, Sverris sögu.
Heimskringla, saga Noregskon-
unga varð síðar til og nær að
valdatöku Sverris, en þá endar
frásögnin. Um Sverris sögu gat
sjálfur Snorri Sturluson ekki bætt.
Kirkjulénið Skálholt var fyrsta
og einhver mikilvægasta stofnun á
landi voru. Ég veit að einhver
muni telja alþingi eldra og engu
ómerkari stofnun en biskupsstól-
inn. En alþingi var ekki stofnun
nema nokkra daga á ári meðan það
starfaði, — annars var það ekki til.
Það minnir mig fremur á þing
Kirkjan var vígð 15. júní með
viðhöfn eins og vera bar og var þar
samankomið meira fjölmenni en
það sem gistir Skálholt í dag. Á
eftir bauð Klængur biskup öllum
þeim „sem við kirkjuvígslu höfðu
verið", til veislu, „og var það gert
meir af stórmennsku en fullri
forsjá", en veisluna sátu á 9.
hundrað manns og urðu tilföng
með óhægindum áður lauk.
Menn voru ekki vanir slíkum
höfðingsskap á íslandi fyrir daga
Klængs biskups, sem prýddi hér
staðinn að stórhýsi, bókum, gulli
og gimsteinum.
Blómaskeið Skálholts mun eink-
um dagar þeirra Klængs biskups,
Þorláks helga og Páls Jónssonar.
Þá var oft mikið um dýrðir hér í
Skálholti og mannmargt. í Páls
af Grænlandi og „gaf mönnum ráð
til, hversu vín skal gera af
krækiberjum, eftir því sem Sverrir
konungur hafði honum fyrir sagt“.
Þá varð gott til berja og víns á
Snorrastöðum að sögn Páls sögu
biskups.
Páll biskup kvæntist ungur
Herdísi Ketilsdóttur, sem „aflaði
þeirra hluta allra í sínum skör-
ungsskap og forsjá, er staðurinn
þurfti." Höfundur Páls sögu bisk-
ups, eflaust kirkjuprestur hér í
Skálholti, hefur bókstaflega haft
matarást á frú Herdísi, ráðsmann-
inum mikla í harðindunum um
aldamótin 1200.
Hörð pólitík, íjár-
fest í menningunni
Páll biskup Jónsson var
kvæntur, óskilgetinn goði og því
margbrotlegur og gjörsamlega
óvígjandi jafnvel prestsvígslu að
lögum heilagrar kirkju. íslending-
ar sendu þetta biskupsefni sitt á
fund bannfærðs Noregs konungs,
Sverris Færeyings, sem lét vini
sína vígja hann til prests, en meira
orkaði ekki maður sá. Eiríkur
erkibisup ívarsson í Niðarósi hafði
flúið land, og krossaði sig í bak og
fyrir, þegar honum var kunnugt
um biskupsefni íslendinga. Hann
neitaði að vígja, kvaðst vera
blindur og sjá ekki til starfans.
Herbiskupinn frá Hróarskeldu,
Absalon mikli, sigurvegarinn frá
Rúgen, afklæddist þá brynjunni í
bili og lagði hendur yfir Pál. Hér
var um stórpólitíska vígslu að
ræða, og Páll Skálholtsbiskup
Jónsson lýsti helgi Þorláks móður-
bróður síns. Við eigum okkur oft
bráðskemmtilega sögu, jafnvel
kirkjusögu.
Hér hefur varðveist ógrynni
verðmæta í rituðu máli frá mið-
öldum en ýmsu hefur verið sinnt
síður en skyldi. Mannvirki þessa
tímaskeiðs eru löngu farin veg
allrar veraldar í hrakviðrum og
náttúruhamförum liðinna alda, en
skrifuð blöð hafa geymst. Þess ber
að gæta, að á miðöldum runnu nær
allar tekjur íslensks samfélags til
menningar- og fátækramála. Þá
guldust litlir og oft engir skattar
úr landi, en menntastofnanir á
klaustrum, biskupssetrum og ein-
stökum prestssetrum blómgvuð-
ust. Ohætt er að áætla að þá hafi
starfað hér eins konar mennta-
skóli fyrir hverja þrjú til fjögur
þúsund íbúa þessa lands, þegar
best lét. Nú látum við okkur nægja