Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 34
Ferðalög um
verzlunarmannahelgina
Sjaldan eða aldrei er jafn
mikið ferðast á íslandi og um
þá helgi, sem nú stendur yfir.
Sumum finnst jafnvel eins og
þeir séu næstum nauðbeygðir
til þess að ferðast, fara
eitthvert af því að allir eru að
fara eitthvert! Kannski geta
margir tekið undir með
Brunaliðinu og sungið: „Ég er
á leiðinni, alltaf á leiðinni!"
Hitt er annað, að fólk spyr
alltof sjaldan: Af hverju
erum við að ferðast? Af
hverju endilega um þessa
helgi, þó að það sé frí á
mánudeginum hjá flestum?
Er unnt að njóta lífsins á
annan hátt en að ferðast?
Eða hvað er það í rauninni að
njóta lífsins? Kannski getum
við rætt þá spurningu um
þessa helgi bæði fullorðnir og
börn og athugað að hvaða
niðurstöðu við komumst?
En hvort sem þið eruð á
ferðalagi eða njótið lífsins á
einhvern annan hátt, þá
óskum við ykkur góðrar helgi
og ánægjulegra daga. Barna-
og fjölskyldusíðunni hefur
borist skemmtilegt spil frá 7
ára hnátu úr Vestur-Húna-
vatnssýslu. Það er einmitt
um ferðalag, ferðalag trölla
að vísu — en engu að síður er
það skemmtilegt framtak,
sem Birna hefur sýnt með því
að búa þetta spil til og
þökkum við henni kærlega
fyrir, eins og öllum þeim, sem
hafa sent okkur efni að
undanförnu. Það væri gam-
an, ef foreldrar hvettu börn
sín til þess að senda síðunni
áfram hvers konar efni eins
og vísur, gátur, skrýtlur,
sögur, spil og önnur verkefni,
sem þroskandi er að fást við.
Belta-tré
Oft eiga menn í erfiðleik-
um með að ganga frá
beltunum sínum. Ymis ráð
eru til við því, en hér
bendum við á eitt þeirra.
Kauptu þér fáeina litla
króka, sem þú getuur
skrúfað neðan í herða-tré,
eins og sýnt er á myndinni.
BfVZB
T röllabarnið
á Krákueyju
sjávarmálið. Og áður en
varir er Skella komin um
borð ásamt yrðlinginum.
Hún veitir því enga eftir-
tekt, að flekinn rennur nú
hægt frá landi.
Þegar Palli kemur niður í
fjöruna skömmu síðar, er
flekinn þegar kominn
nokkra tugi metra frá landi.
Hann sér, að Skella situr á
flekanum, og veit, að nú eru
góð ráð dýr. Hann má ekki
eyða tíma í að kalla á hjálp,
og því stekkur hann út í
sjóinn í öllum fötum og
syndir að flekanum. Þegar
hann kemur að honum,
segir hann ávítandi við
Skellu:
„Þú ert allt of lítil til þess
að fara ein á sjóinn. Og það
var gott, að ég fann þig. Ég
skal aldrei framar vera þér
reiður eða öfunda þig. Nú
verðum við að reyna að
komast að landi. En það
verður víst erfjtt, þv í að
vindurinn blæs í seglið. Ég
er hræddur um, að okkur
reki lengra frá landi. Og ég
veit ekki, hvernig ég á að
stjórna þessu farartæki."
Fjöldi manns hefur nú
leitað um allan skóginn og
nú er hópurinn kominn
niður að höfninni. Melker er
mjög miður sín og örvænt-
ingarfullur. Hann heldur
enn á skó Skellu, eina
merkið eftir tröllabarnið ...
„Þetta er hræðilegt," seg-
ir hann. „Skella er gjörsam-
lega horfin, og við erum
þess nú vísari, að hún er
ekki í skóginum. Hvar í
ósköpunum er hún þá?“
Hann skyggnist út á
sjóinn og kemur auga á lítið
gufuskip, sem kemur sigl-
andi í áttina að hafnargarði
Krákueyju.
„Æ, æ,“ kveinar hann,
„hvað á ég að gera? Malín
kemur heim með gufuskip-
inu, og hvernig get ég
útskýrt fyrir henni, að
Skella er horfin okkur?"
Melker hefur enga hug-
mynd um, að skipstjórinn á
litla gufuskipinu hefur þeg-
ar komið auga á litla
timburflekann, sem rekur
stjórnlaust fyrir hvítum
seglum. Gufuskipið hafði
skömmu áður numið staðar
og bjargað þeim um borð,
Palla, Skellu og yrðlingin-
um. Malín varð yfir sig
hrædd, þegar hún sá litlu
dóttur sína á sjónum, en
andartaki síðar er hún glöð
og hamingjusöm og þrýstir
henni að sér.
Hún áminnir Palla, því að
hún heldur, að hann hafi
tekið upp á því að fara með
hana í siglingu. En Palli
útskýrir þá fyrir henni,
hvað gerzt hefur.
Nú stefnir skipið inn að
bryggjunni, og Malín sér
föður sinn standa þar og
bíða komu þess. Hann virð-
ist vera mjög taugaóstyrk-
ur.
Malín ákveður, að veita
föður sínum duglega áminn-
ingu, og þegar skipið liggur
við landfestar, segir hún við
Palla: „Leiddu nú Skellu
með þér. Farðu ekki strax í
land. Ég ætla að tala við
pabba fyrst, og láta eins og
ég viti ekkert."
Melker er alveg utan við
sig og blóðrjóður í framan,
þegar hann heilsar dóttur
sinni.
„Elsku Malín mín,“ segir
hann. „Því miður hefur
gerzt leiðinlegur atburður,
en þú skalt ekki verða
hrædd, heldur reyna að
taka því rólega. Við hljótum
að finna hana, og allt fellur
aftur í ljúfa löð.“
„Hvað segirðu?" spyr
Malín.
„Jú, hm ... Sjáðu nú til.
Skella er týnd. En við erum
öll að leita hennar. Og við
finnum hana fljótlega, því
máttu treysta."
Nú kemur Stína að. Hún
tekur skó Skellu úr hönd