Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1978 5 lítvarp í dag kl. 9.00: Rætt við Hafstein Sveins- son, formann Snarfara Útvarp mánudag kl. 14.25: „Viltu vera með í búðarleik?” í útvarpi í dag klukkan 9.00 fyrir hádegi er þátturinn „Dægradvöl" á dagskrá og er hann í umsjá Olafs Sigurðssonar fréttamanns. Þátturinn í dag fjallar um málefni sportbátaeigenda. Ólafur sagði að ekki væri alveg vitað með vissu hvað margir sportbátaeig- endur væru á landinu, en talið væri að þeir nálgist töluna 200. Fyrir stuttu byrjaði siglingamála- stofnun að skrásetja þessa báta og væri ætlunin að halda áfram með það verk. „í þættinum ræði ég við Haf- stein Sveinsson formann Snarfara, sem er félag sportbátaeigenda," sagði Ólafur. „Einnig ræði ég við nokkra þátttakendur í sjórallinu, sem fram fór um daginn," sagði Ólafur ennfremur. Ólafur Sigurðsson, fréttamaður. Á morgun, mánudag, verður í útvarpi klukkan 14.25 þáttur er nefnist „Búðarleikur", og er hann í umsjá Guðrúnar Guðlaugsdóttur og Sigmars B. Haukssonar. Að sögn Guðrúnar er þetta blandaður þáttur með stuttum gamanþáttum og viðtölum. Rætt verður meðal annars við Báru Sigurjónsdóttur, sem er með verslunina „Hjá Báru“, H. Toft, sem rekur samnefnda verslun, Hermann Auðunsson sem starfar í versluninni „Nesco“, verslunar- stjórann í Hagkaup, Ólaf Stephensen auglýsingastjóra og starfsmann hjá einu síödegisblað- anna um mátt auglýsinga. Ennfremur verða lesnar gamlar auglýsingar og inn á milli atriða verða leikin létt lög. Meginefni þáttarins byggist á hugtakinu „að selja", og er það vel við hæfi á frídegi verslunarmanna. Þáttur- inn er um 65 mínútna langur. ÓDÝRAR HAUSTFERÐIR TIL Mallorca Vegna mikillar eftirspurnar bjóöum viö nú hagkvæmar haustferöir til Mallorca. Dvaliö á hinum vinsælu gististööum Sunnu, svo sem Portonova, Royal Magaluf, Royal Torrenova, Trianon, Villamar og Helios íbúöum og hóteli. Allir gististaöir meö einkasundlaugum og góöri sólbaösaöstöðu. Skrifstofa Sunnu meö íslenzku starfsfólki á Mallorca. Kynniö ykkur hin ótrúlega hagstæöu verö og kjör á haustferöum. Dagflug á sunnudögum: 17. sept. 1, 2 og 3 vikur 29. okt. 4 vikur 24. sept. 1, 2 og 3 vikur 26. nóv. 3Vi viku 1. okt. 1, 2 eöa 4 vikur Athugið að októberhitinn á Mallorca er 25—30 stig og vetrarhiti algengastur 20—28 stig, appelsínuuppskeran er í janúar á Mallorca Pantið strax, pví að ferðirnar fyllrfst fljótt. NtJ ERU ÖLL SUNNUFLUG AÐ SEUAST UPP. ATH.i ENGIN ÞREYTANDI NÆTURFLUG í SUNNUFERÐ. ORIHHUND Aþenustrendur — Rhodos — skemmtisigling. Mallorca dagflug alla sunnu- daga. Costa del Sol dagflug alla föstudaga. Costa Brava dagflug á sunnu- dögum. Kanaríeyjar dagflug á fimmtu- dögum og laugardögum allan ársins hring. Dagflug á þriöjudögum beint til Aþenu, án millilendinga meö stórri og rúmgóöri Boeingþotu. Laus sæti í eftirtöldum flugferðum: 15. ágúst 2 eöa 3 vikur. 29. ágúst 1 eöa 3 vikur. 5. sept 2 eöa 3 vikur. 19. sept. fullbókað eöa biðlisti. 3. okt. 1 vika. Sunna hóf fyrsta íslenska farþega- flugiö til Grikklands í fyrra. Þá fóru mörg hundruö ánægöir farþegar, margir þeirra fara aftur í ár. Spyrjiö þá sem reynt hafa Grikk- landsferöir Sunnu og sannfærist um þaö aö Sunnuferöir eru í sérflokki. Nú fer hver aö veröa síöastur aö tryggja sér velheppnaöa Grikk- landsferö í ár — pantiö strax — og njótiö þess heillandi ævintýris og feguröar sem Grikkland veitir. Frjálst val um dvöl í glæsllegum íbúöum eöa hótelum í eftlrsóttasta tísku- og baóstrandarbænum á Aþenuströndum, Glyfada, 3 baöstrendur — óteljandi veitingahús og skemmtistaöir, eöa þér getiö valiö aö dvelja í baöstrandarbænum Vouliagmeni, kyrrlátu bústaöarhverfi Grikkja, kjöriö fyrir þá sem vilja halda sér fyrlr utan skemmtana og veltingahúsalíf. Athugið. allir gististaöir Sunnu, íbúöir og hótel eru í fyrsta gæöaflokki og aö sjálfsögöu eins og öll hótel og fbúölr Sunnu í sólarlöndum, meö sundlaugum, göröum og sólbaösaöstööu. í Grikklandsferðum Sunnu njótið þér aðstoöar og leiðsagnar starfsfólks Sunnu á Aþenuströndum og blómaeynni Rhodos, þér getið skipt Grikklandsdvölinni milli þessara staða og tekið þátt í heillar viku ævintýrasiglingu með 17000 smálesta skemmtiferðaskipi. Viökomustaðir: Aþena — Rhodos — Krít — Corfú — Dubrovnik í Júgóslavíu og Feneyjar (ítalía). Allar íbúðir á skipinu með þægindum og einkabaði, næturklúbbar meö skemmti- skrá á hverju kvöldi — Vasinó — stór sundlaug, verslanir meö tollfrjálsum varningi, kvikmyndasalir, setustofur, rúm- góö sólbaðsþilför fyrir 750 farþega. Listahátíö í Aþenu í ágúst og september. Skrifstofur Sunnu í Grikklandi annast um aögöngumiðana. DRAUMASIGLING LÚXUSÆVINTÝRI LEGU VERÐI. SEM ALLIR ÞRA. Á VIÐRADAN- HEIMSFRÆGUR LISTAVIÐBURÐUR. COVENTGARDEN BALLET, RÍKISHLJÓMSVEIT GRIKKLANDS, ÞJÓÐLEIKHÚS GRIKKLANDS, FORN OG NÝ GRÍSK LEIKLIST, HEIMSFRÆGIR HLJÓDFÆRALEIKARAR OG SÖNGVARAR. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRÆT110 SÍMI29322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.