Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 0 INNLENT Moka Norðmenn upp íslandsloðnu við Jan Mayen? NÚ MUNU um 10—15 norskir hringnótabátar vera á leiðinni á loðnumið um 15—20 sjómflur vestur og suðvestur af Jan Mayen eftir að norskur bátur fékk þar nýverið rösklega þúsund tonn af loðnu. Fyrirsjáanlegt þykir að fái þessir bátar góðan afla muni um 50 norskir loðnubátar halda á miðin, en samkvæmt norskum heimildum er þarna loðna á ferð af sama stofni og sú sem veiðist hér við land. Þessar veiðar geta því skipt íslendinga töluverðu en af hálfu stjórnvalda hér er beðið nánari fregna af þessum veiðum. Samkvæmt fréttum, sem Mbl. hefur frá Noregi, á norskur hringnótabátur að hafa mokað upp loðnu rétt við Jan Mayen fyrir fáeinum dögum. Fékk hann 13 þúsund hektólítra í 11 köstum á þremur dögum, og þegar þessi tíðindi spurðust til Noregs héldu þegar í stað milli 10 og 15 hringnótabátar á þessi mið. Búizt er við að 50 loðnubátar til viðbótar þyrpist á miðin ef veiðar þessara báta takast vel, og haft er eftir fiskimálastjóra Norðmanna að loðnan, sem þarna fæst, sé af sama stofni og íslendingar hafa verið að veiða úr en ekki af þeim stofni sem Norðmenn hafa gengið í en hann er úr Barentshafi. Að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings má gera ráð fyrir að veiðist loðnan vestur eða suðvest- ur af Jan Mayen sé hún af íslenzka stofninum. Hann kvað íslenzk rannsóknaskip við síldar- rannsóknir hafa orðið vör við loðnu á þessum slóðum en aldrei mjög mikið. Jakob sagði, að væru Norðmenn þarna að ganga í íslenzka stofninn þýddi það einungis að hluturinn, sem við sjálfir mættum taka úr stofnin- um, rýrnaði. Þórður Ásgeirsson skrifstofustjóri kvaðst aðeins hafa haft lauslegar fréttir af þessum veiðum en fylgzt yrði með framvindu þeirra og beðið nánari upplýsinga frá Norðmönnum. Þess má geta að ekki hefur verið gengið frá samkomulagi þjóðanna um skiptingu fiskveiðilögsögu milli íslands og Jan Mayen. Nýr raf- strengur tilEyja UNNIÐ var i gær að því að leggja nýjan rafmagnsstreng frá landi til Vestmannaeyja, en Vestmanneying- ar hafa búið við töluvert öryggis- leysi í rafmagnsmálum allt frá þvf fyrir gos, þar sem orðið hefur að treysta á einn streng. Norskt kapalskip annast lagningu kapalsins, en hann er tekinn á land á nokkuð öðrum stað en strengurinn sem er fyrir. Lagning kapalsins sóttist vel í gær, þrátt fyrir erfiðar aðstæður á köflum, bæði vegna straums og ójafns botns, en undir kvöld var kapalskipið komið upp að Vestmannaeyjum ásamt Lóðsinum, sem var skipinu til aðstoðar í allan gærdag. Ljósm. Sigurgeir Frá útifundinum á Lækjartorgi f gær. Lúðvík útilok- ar viðræður við Sjálfstæðisflokk „ÉG myndi að sjálfsögðu ekki neita að bjarga manni, þótt ég yrði að gera það í samvinnu við sjálfstæðis- mann, eða þjóðinni, ef út í það er farið, þótt það kostaði samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Ég segi það hins vegar að ég tel, að eins og landið liggur nú séu mjög litlar líkur til þess að við og sjálfstæðismenn gæt- um orðið ásáttir,“ sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins, er Mbl. spurði hann hvers vegna hann útilokaði nú möguleikann á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, ef upp úr viðræðum við Al- þýðuflokk og Framsóknar- flokk slitnaði. Þegar forsetinn hafði falið Lúðvík stjórriarmyndun úti- lokaði Lúðvík ekki þann möguleika að hann myndi freista viðræðna við Sjálf- stæðisflokkinn, ef viðræður við Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk leiddu ekki til árangurs. I gær sagði Lúðvík hins vegar að ef hann mæti stöðuna þannig síðdegis í dag að hann teldi ekki líkur á því að viðræður Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks leiði til stjórnarmyndunar, þá myndi hann skila umboði sínu til stjórnarmyndunar aftur til forseta íslands. LÝÐRÆÐISSINNUÐ æska, en það er ungt fólk úr Sjálfstæðis- flokki, Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki. stóð í gær fyrir útifundi á Lækjartorgi og var ætlunin með honum að minnast innrásarinnar í Tékkóslóvakíu fyrir 10 árum og að hvetja til samstöðu við tékknesku þjóðina í baráttu hennar fyrir frelsi. Fundurinn hófst á Lækjartorgi, framan við Útvegsbanka Islands, klukkan rétt rúmlega hálfsex, en skömmu áður hafði hópur fólks safnast þar saman. Er dagskráin hófst fjölgaði fundarmönnum til muna og urðu hátt á annað þúsund. Vel viðraði á fundarmenn og ríkti mikill samhugur meðal þeirra og virtist fólk hlusta á ræðurnar af athygli. Dagskráin hófst með því að þrír tónlistarmenn léku fyrir fólkið, en það voru þeir Magnús Kjartans- son, Sigurður Karlsson og Sigurð- ur Árnason. Tónverkið, sem þeir léku var sérstaklega tileinkað efni fundarins. Hófst það á rólegum kafla og átti hann að sögn Magnúsar Kjartanssonar að tákna lífið í Tékkóslóvakíu áður en innrásin var gerð. Þá kom heilmik- ið stríð og læti, táknað með tónlistinni, en það leystist síðan upp í von og draum fólksins um frelsi. Ræðumenn á fundinum voru þau Finnur Torfi Stefánsson, Jóhanna Thorsteinsson, Jón Magnússon og Jón Sigurðsson, en ræður þeirra Fundarstjóri var Einar Guðfinns- son nemi. eru birtar á miðopnu Morgun- blaðsins í dag. Á fundinum las Tinna Gunnlaugsdóttir leikari ennfremur tvö ljóð eftir Stein Steinarr. Fundinum barst ályktun frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, þess efnis að félagið tæki heilshugar undir markmið fundar- ins. Einnig barst fundinum skeyti frá stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna (SUS), þar sem Tinna Gunnlaugsdóttir flutti Ijóð. leikari sambandið sendi útifundinum lýð- ræðissinnaðar baráttukveðjur. Fundarstjóri var Einar Guð- finnsson nemi og sagði hann í lok fundarins að hann vonaði að fundurinn hefði orðið til þess að efla frelsi og mannréttindi og að hann mætti verða til þess að auka skilning íslendinga á þeirri bar- áttu, sem háð er í heiminum í þessu efni í dag. Góð loðnuveiði í gær - 10 skip með 6190 lestir í FYRRINÓTT lægði á loðnumiðunum vestur og norður af landinu og þá glaðnaði strax yfir loðnu- veiðinni á ný. Um kl. 15 i gær höfðu 10 skip tilkynnl afla samtals 6090 lestir. Fimm skipanna fóru meí aflann til Faxaflóahafna og Vestmannaeyja og þrjú fórvi til Raufarhafnar. Ekki ei vitað hvert tvö skipanna fóru, en þau gátu valið um að bíða eftir löndun á Norðurlandi eða sigla til Austfjarða. Skipin, sem tilkynntu veiði í gær, eru: Sigurður RE 135( lestir, Pétur Jónsson RE 600 Ársæll KE 470, ísleifur VE 400, Kap 2. VE 680, Eldborg GK 540, Ljósfari ÞH 350 Gígja RE 600, Huginn 570 oj Hilmir SU 530 lestir. Vel heppnaður útífund- ur á Lækjartorgi í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.