Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 11

Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 11 Reza Pahlavi: Keisari keisaranna” með háleitar draum- sýnir en ótrygga framtíð Olætin í íran á undanförnum mánuðum hljóta að hafa vakið upp uggvænlegan draug í huga keisarans. Árið 1953 flúði hann, þá 32 ára gamall, íran vegna svipaðra uppþota á götum Teheran, Tabriz, Qum og annarra persneskra borga. Útlegð hans varð ekki löng, þrátt fyrir óskhyggju þáverandi drottningar hans Sorayu um að þau gætu yfirgefið íran fyrir fullt og allt og setzt að í Ameríku. Slíkt átti ekki að liggja fyrir íranskeisara. Hann sneri aftur að viku liðinni og komst að nýju til valda, spjátrungskórónunni var tyllt á höfuð hans með aðstoð hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna CIA. Muhammed Mussadiq forsætisráðherra og helzti andstæðingur keisarans var handtekinn. Nú er úöldinn aftur kominn út á stræti og torg Teheran. I s.l. viku jukust ólætin að nýju en þau hafa ólgað undir yfirborðinu og stungið sér upp öðru hverju undanfarna mánuði. Hrópin, háreystin og mótmælin gegn keisaranum virðast í algleymi. Hundruðum mannslífa hefur verið fórnað á altari þessarar óánægju með keisarann í ár. Fleiri hundruð manns hafa særzt í ólátum dg þúsundum hefur verið stungið bak við lás og slá. Ótal menntastofnunum í landinu hefur verið lokað. Veldi landeigenda var brotið á bak aftur og landinu úthlutað til bænda og leiguliða. Fáfræði almennings var tekin til nánari athugunar. Verka- menn fengu að taka þátt í meiriháttar ákvörðunum. Kon- ur fengu aukin réttindi, svo sem kosningarétt og inngöngu í æðri menntastofnanir. „í íran er að hefjast mikið blómaskeið" sagði keisarinn í viðtali við brezkan blaðamann, sem sagði keisarann hafa talað lágum rómi um leið og hann horfði haukfránum augum á ákveðinn punkt hátt á veggnum í skrifstofu sinni. „íran verður ein þeirra þjóða, sem aðrar þjóðir munu taka alvarlega. Allir fegurstu framtíðardraum- ar einnar þjóðar munu rætast í íran ...“ Hann dreymir um veldi aríanna þrungið andagift hinna fornu konunga Cyrusar og Daríusar. íran verður samt eins og Japan, tæknivætt þjóðfélag Þegar Mussadiq forsætis- ráðherra stóð að baki uppreisninni 1953 naut hann stuðnings einstrengingslegra múhameðstrúarhópa sem voru andvígir vestrænni einokun á olíunni 5 Iran og annars vegar kommúnistaflokksins, Tudeh, sem hafði það eina markmið að brjóta á bak aftur einveldi keisarans. Enn snýst óánægjan um vestræn áhrif í íran og þann aragrúa Bandaríkjamanna, aðallega tæknifræðinga,, hern- aðarsérfræðinga og fjölskyldur þeirra sem hafið hafa búsetu í landinu og virðast njóta þar ýmissa forréttinda. Múhameðs- trúarmenn líta á Bandaríkja- mennina sem boðflennur. Oláta- seggirnir og uppreisnarmenn- irnir hafa undanfarið brotizt inn í banka, kvikmyndahús og verzlanir. Muhammad Reza Pahlavi, keisari keisaranna, full- trúi aríanna horfist í augu við sama vandamálið og fékk hann til að skjálfa á beinunum fyrir hálfum þriðja áratug. Þó lítur ekki út fyrir að hann hyggist flýja land í þetta sinn og gerast innflytjandi í Ameríku. Hann er ekki sami saklausi pabbadrengurinn og í þá tíð. Þá þarf hann ekki að óttast, að fjandmaður eins og Mussadiq sameini andstöðuhópana sem eru óttalega sundraðir í óánægju sinni. Herinn í íran er blýhólkur stjórnarinnar. Hann er ótrúlega vel vopnum búinn, brezku skrið- drekarnir eru m.a.s. fullkomnari en þeir sem brezki herinn sjálfur hefur til afnota. Irans- her er áreiðanlega fullkomnasta báknið í íran. Leyniþjónustan SAVAK er rekin af herforingj- um sem einnig eru í æðstu embættum innan lögreglunnar. Öll herforingjaefni ganga undir skoðun hjá hans hátign áður en tignin er þeirra. Iranskeisari á hernum völd sín að þakka. Faðir hans, Reza, var vel stígvélaður íranskeisari ásamt konu sinni, Föruh, og fjórum börnum. Frá vinstrii Ali, Reza, Leika og Farahnaz. tekur slag með þriðju eiginkonu sinni, Föruh, er líklegt að hugur hans sé ætíð bundinn við framtíðarsýnina — gósenlandið Iran. Hugsjón hans er að íran verði fimmta valdamesta ríki veraldar og þeirri hugsjón verður að hans mati að hrinda í framkvæmd fljótt! Andstæð- ingar hans skulu fá glýju í augun af hinni dýrlegu framför sem á sér stað í Iran áður en þeir aðhafast eitthvað í þá átt að reyna að stöðva hana. Lög- reglan er nógu sterk til að hafa í fullu tré við andstæðinga keisarans í landinu sjálfu og gagnvart óvinaþjóðum stendur Iransher vel að vígi í vopnabún- aði. Sonur hans, Reza krónprins, sautján ára mun erfa krónuna og hyggst keisarinn afsala sér henni til krónprinsins áður en langt um líður (hann er nú 58 ára gamall) en hvernig hinu unga höfði helzt á kórónunni er óvíst og stendur það eða fellur með hinum stórkostlegu draum- sýnum keisarans, sem eru þó svo mengaðar af misjöfnum til- gangi. kósakki, offursti í persneska hernum sem hrifsaði kórónuna með aðstoð hersins. Þegar Rúss- ar og Bretar hertóku Iran 1941 boluðu þeir Reza úr embætti og dó hann síðan í útlegð í Márítaníu. Sonur hans, sem var yfirforingjaefni í hernum, bar bæði einkenni taugaveiklunar og feimni og virtist langt í frá tilbúinn að taka við hlutverki föður síns, sem einvaldur í skjóli hersins. Uppþotin 1953 skiptu sköpum í lífi hans og skapgerð. Þar lærði hann þá þungu þraut að klífa á brattann í pólitíkinni. Hann hóf endurskipulagningu á hernum. SAVAK leyniþjónustan var stofnuð og þjálfuð af CIA og Mossad, ísraelsku leyniþjónust- unni. Olíufyrirtækin höfðu verið þjóðnýtt. Án minnstu feimni tók keisarinn margar nýjungar úr þreytingartillögum Mussadiqs. Árangurinn varð: Hvíta bylting- in. með fullkomnum verksmiðjum, risastórum flugvöllum, iðn- væddum bæjum og hinum full- komnustu höfnum. Blaðamaðurinn Gavin Young, er ræddi við hans hátign, sagði m.a.: „Hann er ofstækismaður, þrátt fyrir mjúka rödd og hægláta framkomu. Hann er einvaldur og treystir engum öðrum. (Árið 1976 gerði CIA sálfræðikönnun á keisaranum og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn stór- mennskubrjálæði.) Vinnudagur hans spannar um átján stundir. Vart er tekin sú ákvörðun að hún ekki þurfi persónulegt samþykki hans. Afþreyingu sina fær keisar- inn á skíðum, í akstri hrað- skreiðs bíls, eða við stjórnvölinn á nýtízkulegum hraðbát á Kaspíhafi. Þegar hann dreypir á ávaxtasafa yfir vestrænum stór- blöðum við sólarupprás, horfir á kúrekamynd að kvöldi dags eða Framtíðardraumur keisar- ans um veldi íran og tæknivæðingu er ekki eins sam- ræmanlegur írönsku þjóðskipu- lagi og japönsk tæknivæðing japönsku þjóðfélagi. Einn þriðji hluti íbúa írans fæst við land- búnað, sextíu af hundraði íbú- anna eru bæði ólæsir og óskrif- andi. „Flytjum Ameríkana inn“ er svar keisarans við því. Þannig að nú eru búsettir í Iran þúsundir háttlaunaðra Banda- ríkjamanna, sem fara fram á íbúðir, bifreiðar, uppþvottavélar og sjónvarpstæki. Verðbólga er mikil og hinir fátækari og vinstri menn, andvígir Banda- ríkjamönnum, kenna keisaran- um um. „Róttækir" múhameðstrúar- menn, sem vilja óðir og uppvæg- ir endurreisa lagaveldi múham- eðstrúarmanna eru æfir yfir endurbótum keisarans, tilbúnir til blóðsúthellinga fyrir mál- staðinn og gæfu allt til þess að konur hyldu andlit sín blæjum að nýju og hyrfu úr háskólum. Hversu kaldhæðið sem það kann að virðast brýzt hatrið á keisaranum fram þegar þess var sízt að vænta, því hann þykir hafa sýnt meira frjáls- lyndi í garð pólitískra andstæð- inga sinna nú en nokkru sinni fyrr. Starfsfólk Amnesty Inter- national segir ótrúlega breyt- ingu hafa átt sér stað í viðhorfi keisarans til stofnunarinnar, því fyrir þremur árum þóttist hann ekki einu sinni vita um tilvist Amnesty International. Nú nýverið bauð keisarinn t.d. aðstoðarframkvæmdastjóra Amnesty að spjalla við sig í Teheran. Þá hefur alþjóðlega Rauða Krossinum verið leyft að heimsækja um tuttugu írönsk fangelsi. A.m.k. einum útlendum blaðamanni var leyft að ræða við fanga og nokkrum pólitísk- um föngum, sem látnir voru lausir nýlega, var leyft að fara úr landi. Þetta ber samt ekki að skilja sem svo að nú sé að vora í persneskri pólitík. Enn berast fregnir um pyndingar og menntamenn eru enn ofsóttir, þó í minna mæli en áður. Margir hafa þó verið handteknir nú upp á síðkastið vegna óeirðanna. Engu að síður sýnir þetta fram á að hinn þrjózki og stolti keisari er farinn að fylgjast með stefnunni í mannréttindamálum á alþjóðavettvangi. Kannski að hann hafi fengið olnbogaskot frá Carter Bandaríkjaforseta? Þessir síðustu og verstu tímar í íran hafa dregið fram ýmsar hliðar keisarans, einmanaleik hans og þá stað- reynd að hann á fáa vini og treystir engum. Ospektir og óeirðir almennings á götum úti sýna fram á vantraust Irana á keisara sínum. Menntamenn eru líklegast óánægðasta stéttin enn sem fyrr. Almúginn er enn jafn blásnauður og fáfróður þrátt fyrir hvítu byltinguna og aug- ljóst virðist að megnið af olíuaurunum hefur runnið í vasa miðstéttarinnar. Auðæfin skjót- fengnu hafa valdið öngþveiti í þessu forna þjóðfélagi. Keisarinn hefur einnig fulla ástæðu til að hafa áh.vggj- ur af ýmsum nágrannalöndum. Byltingin í Afghanistan í apríl s.l. hefur sýnt honum fram á að margt getur breytzt á skömm- um tíma. Ástand mála í ná- grannaríki Irans, Baluchistan er ótryggt. Hann stendur fast á skoðun sinni varðandi skiptingu Pakistan, sem hann segist aldrei mundi líða. Þá beinir hann sjónum til norðurs að landa- mærum Rússlands en sovézk afskipti þyldi hann aldrei. „Ef Rússar kæmu til Iran yrðu afleiðingarnar hörmulegar" seg-' ir hann. í blaðaviðtalinu sagði írans- keisari að framtíð hans væri ótrygg. Hann á vald sitt undir hernum og stöðu sína trygga meðan slik sundrung varir meðal andstæðinga hans eins og nú þegar enginn Mussadiq er til að sameina þá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.