Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 13

Morgunblaðið - 22.08.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 13 Sveinn Þórðarson fyrrverandi aðal- féhirðir áttræður Baldvin Ilalldórsson flytur ljóð á útifundi herstöðvarandstæðinga. Ljósm. Mbl. Kristján. Útifundir 21. ágúst hreyfingar og her- stöðvaandstæðinga 21. ágúst hreyfingin og Samtök herstöðvaandstæðinga gengust í gær fyrir útifundum í tilefni þess að 10 ár voru liðin frá innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Fundur 21. ágúst hreyfingarinnar var á Bernhöftstorfunni kl. 16.30 og stóð hann í tæpan klukkutíma. Á fundinum kom það fram að tilgang- ur hreyfingarinnar væri að vekja athygli á málstað tékkneskrar alþýðu og einnig að berjast gegn heimsvaldastefnu. Ávarp á fundin- um flutti Arnór Sighvatsson og síðan söng söngflokkur 21. ágúst hreyfingarinnar. Að loknum útifundinum á Bern- höftstorfu gengu fundarmenn að sovéska sendiráðinu en þar fór fram útifundur Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Tvö ávörp voru flutt á fundinum af þeim Árna Björnssyni og Árna Hjartarsyni en auk þess flutti Baldvin Halldórsson ljóð og Hjördís Bergsdóttir söng 2 lög. í lok fundarins var lesið upp bréf til forseta Sovétríkjanna, Leonids Brezhnevs, þar sem innrásinni í Tékkóslóvakíu var mótmælt og gerð var krafa um að her Sovétríkjanna hyrfi á brott þaðan. Það er ótrúlegt þó satt sé, að sá síungi Vesturbæingur, Sveinn Þórðarson fyrrum aðalféhirðir Búnaðarbanka íslands, fylli átt- unda tuginn í dag. Ég kynntist Sveini er ég, þá ungur að árum, hóf störf í Búnaðarbanka Islands og með okkur tókst góð vinátta — sem haldist hefur síðan — þrátt fyrir töluverðan aldursmun — en í huga Sveins er kynslóðabilið ekki til. Sveinn Þórðarson var allra manna glaðastur og hressilegastur í starfi — áhuginn og kappið bókstaflega geislaði af honum og smitaði út frá sér. Hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa og leiðbeina af sinni miklu starfsreynslu og það kom sér afar vel fyrir nýliða. Frá útifundinum á Bernhöftstorfu. Það var einnig gaman að ræða við Svein um hin og þessi málefni, því hann var allra manna fróðast- ur og minnugur vel — hann er víðlesinn og les allt vel sem hann les — hann er vel heima í ritum 'bestu rithöfunda okkar. Einkum dáði hann mjög Halldór Laxness, og honum lágu á tungu heilu kaflarnir úr ritum Laxness, eink- um Gerplu og Heimsljósi. Sveinn var og er allra manna best heima í tónlist og söng vel á sínum yngri árum. Mér er alltaf sérstaklega hugstætt erindi, er Sveinn flutti í útvarpið einn aðfangadag jóla, og sem kom fólki í jólaskap áður en hátíðin gekk í garð. Þarna á ég við erindi, um hvernig lagið við sálminn Heims um ból varð til. Þetta erindi var flutt af þeirri alúð, sem ég er viss um að Sveinbjörn Egilsson hafði til að bera er hann orti nefndan sálm upp, í stað þess að þýða hann úr þýzku, eins og gert var á flestum norrænum málum. En flutningur Sveins á þessu erindi var með ágætum, bæði hvað snerti samning, og þó kannski enn frekar flutningurinn, sem einkenndist af hógværð svo sem hæfir slíkum sálmi, og tíma þeim er hann er fluttur á. Þegar Sveinn hætti störfum í Búnaðarbankanum settist hann ekki í helgan stein heldur tók til við nýtt verkefni — hann fékk sér vandaða myndavél og hóf að taka myndir af gömlum húsum í Vesturbænum — og raunar Aust- urbænum líka. Hann hafði aldrei snert á myndavél fyrr og sagði hann mér að hann óttaðist að það yrði engin „mynd“ á myndum sínum. Sá ótti var ástæðulaus, sem vænta mátti, því Sveinn, af sinni alkunnu alúð og natni, náði frábærum árangri í ljósmyndun, og bjargaði þar með frá glötun ýmsum verðmætum, sem ella væru gleymd. Og þetta var áður en hreyfing í þá átt að varðveita gömul hús hófst hér í borg. Ekki get ég gjört stans á þessu pári utan þess að geta um frú Kristínu Guðmundsdóttur konu Sveins, sem er hans betri helming- ur, svo og börn þeirra hjóna frú Ingibjörgu og Atla Heimi tón- skáld, sem bera foreldrum sínum og æskuheimili fagurt vitni. Að endingu færi ég afmælis- barninu bestu óskir mínar og fjölskyldunnar — og þakka nýja og forna vináttu. Sveinn verður að heiman á afmælisdaginn. Starfsfélagi GÆÐI SEMSTMIDA löngu eftirað verðið er gleymt og grafíð Berir þú saman verð, gœði og endingu, sérðu fljótt að samanburðurinn við aðrar innréttingar er hagstœður fyrir Haga eldhús- innréttingar. Það er nú einu sinni svo að vandaður hlutur er dýrari en óvandaður og það er skoðun okkar að „vel beri að vanda það sem lengi á að standa“. Það er vissulega freistandi að láta lœgsta fáanlegt verð ráða kaupunum en reynslan sýnir að það getur verið dýru verði keypt. Við sýnum mörg mismunandi uppsett eldhús í sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6, Reykjavík og Glerárgötu 26, Akureyri. Komið og kynnið ykkur möguleikana sem bjóðast. HAGI! Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (91) 84585. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.