Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 16

Morgunblaðið - 22.08.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 „Meðal þeirra, sem stóðu höggdofa og horfðu á skriðdrekana streyma hjá, einn af öðrum, var fjöldi kvenna og harna. Tárin runnu niður vanga þeirra og angistarsvipurinn á andlituqum sýndi að þau grétu, en það var hljóðlaus grátur. Grátur, sem kafnaði í ærandi skrölti og hvæsi skriðdrekanna.“ Þessi frásögn erlends ferðamanns, sem staddur var í Prag í innrásinni, lýsir ekki aðeins fyrstu viðbrögðum kvenna og barna í höfuðborginni, heldur þjóðarinn- ar í heild. Innrásin kom gjörsamlega á óvart. Hernaðarleg mótspyrna varð engin. Glórulaust ofbeldið var óstöðvandi. Við því var ekkert svar. Táragasmökkur á Wenceslas-torgi á innrásardaginn. Landið varð allt á valdi innrásarhers- ins innan sólarhrings. Innrásarliðið lét það verða sitt fyrsta verk að hertaka Prag og tryggja landamærin að Austur- ríki og Vestur-Þýzkalandi. Þegar fyrstu fregnir um innrásina bárust til Prag um nóttina vildi svo til að forsaetisnefnd kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu sat á fundi. Þegar í stað var ákveðið að kalla saman í skyndingu miðstjórn flokksins, um leið og send var út yfirlýsing um að innrásin hefði verið gerð án vitundar forseta lýðveldisins, forseta þjóðþingsins, forsætisráðherra og aðalritara kommún- istaflokksins. Fjórir forsætisnefndar- menn gréiddu atkvæði gegn því að yfirlýsingin yrði samþykkt, þar á meðal Bilak, sem allar götur hefur verið einn dyggasti erindreki Rússa í Tékkóslóvakíu, og rær nú — tíu árum eftir innrásina — að því öllum árum að ná völdum og áhrifum af Gustav Husak. Miðstjórn kommúnistaflokksins vannst tími til að senda frá sér áskorun til þjóðarinnar um að veita innrásarliðinu ekki mótspyrnu, heldur þögla fyrirlitningu og stillingu þannig að öngþveiti yrði ekki í landinu við þessa ógnaratburði. Jafnframt var því lýst yfir að innrásin væri brot á þjóðréttarlegum grundvallarreglum og þess krafizt að stjórnir innrásarríkjanna kölluðu herlið sitt þegar á brott frá Tékkóslóvakíu. Stilling og þögul fyrirlitning þjóðarinn- ar stóðu skamma stund. Ekki leið á löngu áður en íbúar hinnar hernumdu höfuð- borgar tóku að þyrpast út á götur og torg og gerðu aðsúg að hernámsliðinu. Margt af þessu fólki mundi vel innrás nazista árið 1939, og þurfti ekki mikið til að koma róti á tilfinningar þess. Fyrir þessu fólki skipti ekki máli hvort líkamningar ofbeldisins voru brúnir eða rauðir: „Fasistar", var hrópað að sovézku hermönnunum á götum borgarinnar þennan miðvikudagsmorgun. í þessum vöfum féllu fyrstu fórnarlömb innrásar- innar. Ung stúlka og 14 ára drengur voru skotin til bana á Wenceslastorgi, og við útvarpshúsið féll ungur maður. Barizt um útvarpshúsið — mikilvægustu miöstöd upplýsingamiölunar Það er sígild saga að ein helzta forsenda valdaráns er að ná tökum á upplýsingamiðli eins og útvarpi, og í innrásinni í Tékkóslóvakíu urðu mestu átökin við útvarpshúsið í Prag. Innrásar- liðið sneri sér að því árla morguns að ná útvarpsstöðinni á sitt vald, en um nóttina hafði mikiivæg upplýsingamiðlun hinnar löglegu stjórnar landsins farið fram um stöðina. Þegar skriðdrekar tóku að streyma að útvarpshúsinu hafði mikill mannfjöldi safnazt saman við bygging- una og í nærliggjandi götum. Strætis- vögnum og vörubifreiðum var lagt þvert á götur til að hindra framrás skriðdrek- anna. Fyrst í stað skutu sovézku hermennirnir upp í loftið, en brátt var allt komið í bál og brand. Kveikt var í sovézkum skriðdreka og þá hófst gífúrleg skothríð. Átökin urðu æ alvarlegri og 23. ágúst 1968. Staffírugir Sovétleiðtogar fagna hinni velheppnuðu innrás í Tékkóslóvakíu, og aka inn í Moskvu sigrihrósandi með Svoboda Tékkóslóvakíuforseta. Dubcek og félagar hans sitja enn í haldi f Sovétrikjunum, en sama kvöld og myndin var tekin sáu valdhafarnir sér ekki annað fært en að sleppa þeim út úr fangageymslum og leiða þá að samningaborðinu með Svoboda. Sovézkur skriðdreki brennur eftir að ungir Prag-búar báru að honum eld daginn eftir innr&sina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.