Morgunblaðið - 22.08.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1978 33
Eitt
og annað
Um samband
f jölmiðla og
hljómsveitar
BLM: Sýna fjölmiðlar hljóm-
sveitinni áhuga eður ei?
Þorsteinni Ríkisfjölmiðlarnir
standa sig betur en dagblöðin.
Þau hafa, að því er virðist, lítinn
sem engan áhuga á starfsemi
hljómsveitarinnar.
BLM: Er tíma hljómsveitar-
innar vel varið í hljóðritanir
fyrir hljóðvarp? Þjóna þær
tilgangi sínum?
Þorsteinni Þær gera það að
nokkru leyti. Hljóðritanir þess-
ar eru uppistaðan á flutningi
hljómsveitarinnar á innlendri
tónlist.
Gunnari Fjölmiðlar eru ótrú-
lega áhugastýrandi, bæði ríkis-
fjölmiðlar og dagblöð. Hér
fyrrum þóttu t.d. íþróttafréttir
lítt áhugaverðar, en nú er ekki
þverfótandi fyrir þeim í dag-
blöðum. Sinfóníuhljómsveitin,
og tónlistarfréttir almennt,
gætu náð til miklu fleiri ef
fjölmiðlar beittu sér fyrir því.
Sigurður I.t Hljóðvarpið hef-
ur staðið sig vel gagnvart
hljómsveitinni, en Sjónvarpið
sennilega ekki einu sinni nýtt
þær endurgjaldslausu 140 mín-
útur sem það hefur til umráða
árlega til útsendinga með
hljómsveitinni.
Sigurður B.i Hjá Frétta- og
fræðsludeild Sjónvarps kem ég
oftast að lokuðum dyrum, og
Lista- og skemmtideild hefur
aðeins látið gera einn 45 mín-
útna þátt síðan ég tók við
framkvæmdastjórn. Dagblöðin
birta sjaldnast fréttatilkynning-
ar hljómsveitarinnar í heild.
BLM: Er þá ekki full ástæða
til að stofna embætti blaðafull-
trúa S.Í.?
Sigurður B.i Ég hef reynt að
sinna þessu starfi sjálfur.
Gunnari Ég lít svo á að
kynningarstarfsemi fyrir hönd
hljómsveitarinnar þurfi að vera
í höndum sérfróðs manns. Það
er varla hægt að ætlast til þess
að framkvæmdastjórinn, hver
sem hann er, sé sérfræðingur í
auglýsingatækni og blaða-
mennsku. Það vantar töluvert
upp á að við gerum hljómsveit-
ina og starfsemi hennar að-
gengilega fyrir leikmenn. Hins
vegar myndi slík viðleitni marg-
borga sig á nokkrum árum.
BLM: Framkvæmdastjórinn
kvartar undan því að fréttastof-
ur fjölmiðla, sýni Sinfóníu-
hljómsveit íslands lítinn áhuga.
En eru fréttatilkynningar S.í.
þess eðlis að almennir frétta-
menn, og þar með alþýða
manna, hafi áhuga á því sem
þar er á borð borið? Er upptaln-
ing staðreynda fréttaefni sem
líklegt er að vekja eftirtekt
almennings?
Sigurður B.i Ég skrifa þessar
tilkynningar sjálfur eftir bestu
getu. En því miður eru þær oft
styttar af fréttamönnum.
Kannski mætti standa að frétta-
tilkynningum á annan hátt.
BLM: Ér framkvæmdastjór-
inn þá á þeirri skoðun að í raun
þyrfti sérmenntaður blaðafull-
trúi að annast þetta starf?
Sigurður B.i Það má vel vera.
En það er hætt við að fjöl-
miðlarnir sýndu skrifum hans
jafn lítinn áhuga.
BLM: Hefur útvarpið sér-
þjálfaðan mann á sínum snær-
um sem gæti tekið starfið að
sér?
Þorsteinni Ekki það ég veit.
Gunnari Þetta mál hefur oft
komið til umræðu. Ég man
sérstaklega eftir blaðamanna-
fundi sem pólskur hljómsveitar-
stjóri sat fyrir hönd S.í. Áhuga-
leysi og doði tilkvaddra frétta-
manna gekk svo fram af stjórn-
andanum að hann gat ekki orða
bundist. Hann sagði af þessu
tilefni, að almenningur í Pól-
landi vissi meira um Sinfóníu-
hljómsveit íslands en fólk á
íslandi!
Þorsteinni Það sem þarf að
gerast er það, að dagblöðin, og
aðrar fréttastofnanir, ráði sér-
fróða menn til starfa, en ekki að
S.í. geri það.
Sigurður I.i Mér finnst ekki
fráleitt að S.í. leiti til einhverr-
ar þeirra auglýsingafyrirtækja
sem nú eru starfrækt með það
fyrir augum að kynna starfsemi
hijómsveitarinnar. Og það ræki-
lega, til tilbreytingar..
Um útgáfu-
starfsemihljóm-
sveitarinnar
BLM: Hvað er að frétta af
útgáfustarfsemi á vegum hljóm-
sveitarinnar, t.a.m. hljóðritanir
og upplýsingarit hverskonar?
Þorsteinni Fréttir á því sviði
eru litlar. Þó hafa verið gefnar
út tvær hljómplötur með tón-
verkum eldri tónskálda okkar,
og ein í undirbúningi með
verkum þeirra yngri. Þetta er
hins vegar fyrst og fremst mál
Tónverkamistöðvarinnar, þó
tæknimenn Útvarps, og hljóð-
færaleikararnir sem allir gefa
vinnu sína, komi þar einnig við
sögu. Það eru uppi áform um að
halda útgáfustarfsemi Tón-
verkasmiðstöðvarinnar áfram í
framtíðinni.
BLM: Hvað um útgáfu á
prentuðu upplýsingaefni um
starfsemi hljómsveitarinnar?
Væri ekki hugsanlegt að gefa út
fréttabréf um hljómsveitina
og/eða tónlist á íslandi al-
mennt!
Sígurður B.i Víst væri það
hægt, eins og svo margt annað,
ef tími og peningar leyfðu. Hins
vegar sendum við fréttatilkynn-
ingar til dagblaða og ríkisfjöl-
miðla þar sem upplýsingar er að
finna. Eins og áður sagði.
Tónhvísl .
eftir GUÐMUND
EMILSSON
Að stækka
hljómsveitina
BLM: Hvað hefur verið gert af
hálfu yfirstjórnar til að fjölga
starfsmönnum hljómsveitarinn-
ar?
Þorsteinni Við gerum það sem
við getum til að stækka hljóm-
sveitina. En fyrr en lögin um
hljómsveitina ganga í gildi
getum við ekkert gert. Festa í
rekstri hennar, bæði í listrænu
og fjárhagslegu tilliti, kemst
ekki á fyrr. Það eru ótal hlutir
sem ég hefði viljað minnast á í
þessu viðtali, sem eru ótíma-
bærir þar sem hljómsveitina
skortir lagalegan grundvöll.
Tónleikahöll
BLM: Hvað hefur verið gert ai
hálfu yfirstjórnarinnar til að
flýta fyrir því að byggður verði
tónleikasalur samboðinn hljóm-
sveitinni, og vönduðum tón-
listarflutningi almennt?
Sigurður B.i Eins og kom
fram áðan er ég ekki í yfirstjórn.
hljómsveitarinnar, en sit hins
vegar fundi hennar. Ekki veit
ég til þess að „tónleikahöll" hafi
þar verið til umræðu upp á
síðkastið. Persónulega hef ég
oftsinnis fært þetta í tal vi
ráðamenn, sem aðra. Skortur á
tónleikasal skýtur skökku við í
borg þar sem ekki er þverfót-
andi fyrir íþróttahúsum og
völlum, verslunaröllum og öðr-
um mannvirkjum.
BLM: Hefur tónleikasalurinn
verið „saltaður niður“?
Sigurður B.i Að því er ég best
veit — nema þá eitthvað hafi
verið gert áður en ég tók við
starfi fyrir hálfu öðru ári.
Gunnari Það ætti að vera
öllum ljóst að það gerist ekkert
á þessu landi nema kveðið sé
dyra, og það hraustlega. Vi
stöndum aðgerðalausir gagn-
vart þeirri staðreynd að á öllu
landinu er ekki til einn einasti
mannsæmandi tónleikasalur.
Hljómsveitin leikur í kvik-
myndahúsum, leikfimissölum,
íþróttaskemmum, og kirkjum,
sem í sumum tilfellum er eins
fráleitt eins og að halda mál-
verkasýningu í niðdimmum
kartöflukjöllurum. Þrátt fyrir
mótbárur sumra er Háskólabíó
meingallaður tónleikasalur —
og ég lít á það sem kvikmynda-
hús einvörðungu. Ekkert hefur,
að því er ég best veit, verið gert
af hálfu yfirstjórnar hljóm-
sveitarinnar til að knýja á í
þessu máli. Enn einu sinni hefur
yfirstjórn hljómsveitarinnar
brugðist forystuhlutverki sínu.
Ég hef sagt það áður á viðeig-
andi vettvangi, að það er ekki
hægt að reka Sinfóníuhljóm-
sveit íslands í hjáverkum. Það
ætti að vera meira en fullt starf
að sjá til þess að málum
hljómsveitarinnar sé borgið. Því
finnst mér að í yfirstjórn ættu
að sitja menn sem hefðu tíma og
aðstöðu til að sinna þessum
störfum.
Sigurður I. Eg held ég fari
rétt með, að í væntanlegum
Útvarpshúsi sem nú er verið að
hefjast handa við, sé ekki gert
ráð fyrir að stærsti upptökusal-
urinn sé hannaður sem tónleika-
salur líkt og gert er víðast
erlendis.
Þorsteinni Það er í verka-
hring fleiri aðila en yfirstjórnar
S.í. að sjá til þess að hljómsveit-
in eignist tónleikahöll. Og annað
hitt: Ég tel meira aðkallandi að
halda hljómsveitinni á floti
fjárhagslega, því ekki vantar
mikið á að hún sökkvi með allri
áhöfn eins og nú er að staðið.
Allir tónlistarmenn í landinu
þurfa að leggjast á eitt í þessu
efni og samtök hvers konar, t.d.
kórar og hljómsveitir. Annars
held ég að draumurinn um
tónleikahöll sé einhvers staðar
úti í grámóðunni.
Um hlut innlendra
tónlistarmanna
BLM: Er hlutur innlendra
tónskálda og einleikara í verk-
efnaskrá hljómsveitarinnar
nægilega stór?
Þorsteinni Það má vafalaust
deila um það til eilífðar. En ég
UM
SiNFÓNÍU-
HLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Þriðja grein
tel hann ekki óeðlilega lítinn.
Hitt er víst, að öll hljómsveitar-
verk á íslandi verða til-fyrir
tilstuðlan S.Í., enda leikur hún
þau flest.
BLM: En hefur S.í. greitt
tónskáldunum fyrir þessar
skrautfjaðrir sem hún telur
íslensk tónverk vera í hatti
sínum?
Þorsteinni Nei. Hljómsveitin
hefur mér vitanlega aldrei falið
tónskáldi að semja tónverk eða
greitt fyrir slíkt.
Gunnari Mönnum ætlar seint
að skiljast að innlendir lista-
menn eru miklu meiri „sölu-
vara“, ef nota má svo óvirðulegt
orðaval, en einhverjir óþekktir
útlendingar sem sýknt og heil-
agt er verið að troða upp á
hljómsveitina og tónleikagesti.
Og jafnvel þótt við eigum
kannski ekki heimsins bestu
einleikara og einsöngvara eru
þeir engu að síður býsna góðir
og eiga miklu meira 'erindi á
pallinn hjá S.L en hinir. Aðsókn
að tónleikum íslendinga á Lista-
hátíð ‘78 bar því sem ég segi
glöggan vott.
Jákvæðasta hliðin
BLM: Hver er að ykkar mati
jákvæðasta hliðin á starfsemi
Sinfóníuhljómsveitar íslands í
dag?
Gunnari Það að hún skuli
yfirleitt vera til. Hljómsveitin
hefur verið burðarás tónlistar-
lífs, auk þess sem meðlimír
hennar hafa haldið uppi hljóð-
færakennslu í landinu. Hún er
hornsteinn tónmennta íslands.
Þorsteinni Ég tek undir orð
Gunnars heilshugar.
Sigurður I.i Við megum ekki
vanþakka heimsóknir þeirra
erlendu tónsnillinga sem S.í.
hefur gengist fyrir að kæmu
hingað, og þeirri mennt sem því
hefur verið samfara. En merki-
legasta við starfsemi hljóm-
sveitarinnar er það, að henni
skuli hafa tekist að vinna merkt
brautryðjendastarf í blóra við
ótrúlegt skilningsleysi utanað-
komandi afla.
Sigurður B.i Á meðan við
viljum kallast menningarþjóð
verðum við að eiga Sinfóníu-
hljómsveit. Ég vona að hún eigi
eftir að dafna og eflast í
hvívetna.
“1
Gunnar Egilsson. Þorsteinn Hannesson. Sigurður I. Snorrason og Sigurður Bjiirnsson