Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 186. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekki linnir látum / i Iran þrátt fyrir nýja ríkisstjórn JAAFAR Sharif Emami. 68 ára líamall formaður íranska þinus- ins ok fyrrum forsætisráðherra. var í K*r skipaður forsætisráð- herra nýrrar stjórnar í landinu eftir að miklar óeirðir hafa Keisað undanfarna daga i mörKum stærri boruum landsins. Eftir að Emami hefði formlega tilkynnt skipan stjórnar sinnar, sem í eru þrír fyrrverandi ráð- herrár, gaf hann hernum skipun um að setja sig í steliingar og koma í veg fyrir frekari óeirðir í landinu, sem hafa kostað fjölda manns lífið, eða um 500 manns á undangengnum átta mánuðum. Síðustu fréttir herma að þrátt fyrir vígbúnað hersins linni ekki látum og mikil ólæti séu í mörgum stærstu borgum landsins en ekki er þó um neitt mannfall að ræða. Ný stjórn var mynduð í íran um helgina. Hinn nýi forsætisráðherra. Jaafar Sharfi-Emanii, til hægri, rseðir við íranskeisara í Saabadhöllinni í Teheran í gær. Símamynd AP. Jóhannes Páll fyrsti, hinn nýkjörni páfi kaþólsku kirkjunnar;, veifar hér til mannfjöldans á Péturstorginu eftir kjörið á laugardag. Jóhannes Páll I: Vel til þess fallinn að vera í forsvari VaticanborK. 28. ágúst. AP. HÁLFSJÖTUGUR ítalskur kardi- náli. Albino Luciani, var á laugar- dag kosinn páfi róversk-kaþólsku kirkjunnar, sem hefur innan sinna vébanda 700 milljónir manna víðs vegar um heim. Kosning Lucianis, sem síðar tók sér nafnið Jóhannes Páll fyrsti, kom flestum á óvart sem fylgdust mcð undirbúningi páfa- kjörs. Jóhannes Páll páfi hefur frá árinu 1969 verið erkibiskup í I 'eneyjum á Ítalíu og er það talið eitt mikilvægasta embætti kirkj- unnar þar í landi. Viðbrögð leiðtoga rómversk-ka- þólsku kirkjunnar víða um heim eru nær öll á sömu lund, það er að Jóhannes Páll fyrsti sé sérstaklega vel til þess fallinn að vera í forsvari fyrir þá, og er í því sambandi sé: staklega getið um frjálsræðl það ■:em hinn nýkjörni páfi hefur viðhaft hin seinni ár. Líflátinn fyr- ir matgræðgi Riyadh. 28. ágúst. AP. f ilíGUR Saudi-Arabi var í dag • flátinn fyrir þá sök að fá sér í l .gginn meðan á svonefndri Ram- ada íföstu stendur. Ungi maðurinn, A1 ‘ bii, var hálshöggvinn á almenn- ing. torgi að viðstöddu fjölmenni, að því er fréttir frá Riyadh hcrma. Samkvæmt lögum um Ramadan- föstuna er bannað að neyta fæðu eða drykkjar frá sólaruppkomu til sól ieturs. Nokkrir aðilar eru þó sem telja kosningu Jóhannesar Páls vera óhagkvæma, þar á meðal franski erkibiskupinn Marcel Levebrev, sem segir kirkjuna hafa stigið hættulega langt í átt til frjálsræðis, undir stjórn tveggja fyrirrennara hans, þeirra Páls VI og Jóhannesar XXIII. Sjá nánar um hinn nýkjörna páfa bls. 18. Ný stjórn í Danmörku: Jörgensen áfram forsætisráðherra Kaupmannahötn, 28. ágúst. AP. LEIÐTOGAR jafnaðarmanna og Venstre náðu seint í kvöld sam- komulagi um stjórnarsamstarf eftir þriggja vikna þref. Stjórnar- samvinna þessara tveggja flokka er að því leyti söguleg að aldrei fyrr hafa verið saman í stjórn Danmerkur sósíalískur flokkur og ósósíalískur. Það voru leiðtogar flokkanna, þeir Anker Jörgensen formaður Jafnaðarmannaflokksins og for- sætisráðherra og Henning Christophersen formaður Venstre sem tilkynntu ákvörðunina sam- eiginlega á fundi með fréttamönn- um. Við það tækifæri sagði Jörgen- sen að þrátt fyrir ýmis ágreinings- efni flokkanna væri þessi ákvörðun það eina rétta eins og efnahagsmál- um landsins væri nú komið. Alls munu flokkarnir tveir hafa 88 fulltrúa á þjóðþinginu og vantar því 2 þingsæti upp á hreinan meirihluta, en þar sem stjórnarand- stöðuflokkarnir eru níu talsins er það aðeins talinn fræðilegur mögu- leiki að þeir geti sameinazt í andstöðu sinni við ríkisstjórnina nýmynduðu. Anker Jörgensen mun halda sæti sínu sem forsætisráð- herra, en líklegt er talið að Venstre fái embætti utanríkisráðherra og jafnvel fjármálaráðherra. Geysimiklar tafir eru á flugumferd í Evrópu París, London, 28. ágúst. AP. FARÞEGAR ýmissa flugfélaga í Evrópu hafa orðið fyrir geysimiklum töfum um helgina, mestu ferðahelgi ársins, og í dag vegna „seinagangs" franskra flugumferðarstjóra, sem hafa „farið sér hægt“ frá því á hádegi á föstudag og hyggjast gera það enn um sinn. Hvað verst urðu farþegar á sólarströndum Spánar fyrir barðinu á þessum aðgerðum flugumferðarstjóranna. Þeir urðu að bíða í allt að sólarhring eftir því að flugvélar fengju leyfi til að halda af stað. Á Mallorca einni biðu um 70 flugvélar eftir grænu ljósi nú síðdegis, og með þeim um 6000 farþegar. Einnig fengu brezkir farþegar að kenna á þessum aðgerðum og þurftu margir þeirra að bíða upp í 18—20 klukkutíma eftir því að komast leiðar sinnar, sérstaklega farþegar sem vorú að halda í sumarfrí til Spánar og Portúgals. Til að gera biðina bærilegri fyrir þá var fjöldi hægindastóla og sjónvarpstækja fluttur til Gatwickflugvallar, sem er annar stærsti flugvöllur London. Fer einvígi Karpovs og Korchnois út um þúfur? Baguio. Filippscyjum. 28. úgúst. AP. ÝMSAR blikur eru nú á lofti í Baguio á Filippseyjum og er jafnvel talið að einvígi þeirra Anatoly Karpovs og Viktor Korchnois um heimsmeistara- titilinn í skák geti farið út um þúfur án þess að fleiri skákir verði tefldar, vegna framkomu og nærveru sovézka dularsál- fræðingsins Vladimir Zukhar. Að því er áreiðanlegar heim- ildir herma þá hefur áskorand- inn Korchnoi hótað því að mæta ekki til leiks framar ef dularsálfræðingurinn Zukhar heldur sínu striki og situr á fimmta bekk meðan meistar- arnir tefla. Korchnoi telur það alveg ótvírætt að Zukhar sé settur honum til höfuðs og eigi að hafa dularsálfræðileg áhrif á hann til hins verra. Korchnoi, sem var mjög nið- urdreginn eftir tap sitt á laugardag, sagðist ekkert skilja í því hvernig tíminn hefði hlaupið frá honum og hann gengið í gildru sem síðar leiddi til tapsins. Hann vildi hins vegar ekki kenna nærveru Zuk- hars þetta tap. Florencio Campomanes skipu- leggjandi einvígisins sagði í dag að hann myndi alls ekki taka það í mál að fækka bekkjum á áhorfendasvæðinu meira en hann hefur þegar gert vegna krafna Korchnois. Zukhar sem er einn úr 14 manna sendinefnd Sovétmanna vegna einvígisins hefur allt frá því að það hófst setið á einum af fremstu bekkjum í áhorf- endasvæðunum - og starað án afláts á keppendurna, allt upp í fimm klukkustundir án hvíldar. Menn telja að það sem aftri Korchnoi frá að hætta keppni sé vitundin um að þá muni hann missa sinn hlut í hinum gífur- legu verðlaunum sem í boði eru, 550 þúsundum Bandaríkjadoll- ara, eða 150 milljónum íslenzkra króna fyrir gengisbreytingu. Sigurvegarinn fær af því þrjá fimmtu hluta en sá sem bíður lægri hlut tvo fimmtu hluta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.