Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 5 Lagarfljóts- brúin var of sleip fyrir skeidhestana IIESTAMENN á Héraði efndu um helgina í rauninni til tveggja kappreiða, því á laug- ardag voru haldnar kappreiðar á vegum félagsins á Iðavöllum og á sunnudeginum átti að keppa í skeiði á vegum félags- ins á Lagarfljótsbrú, en vegna þess hversu brúin var blaut og sleip var minna úr þeim kapp- reiðum en ætlað var. Voru nokkrir skeiðhestar ræstir en þeir kepptu þó einn og einn í einu og náði Trausti, jarpur, er Reynir Aðalsteinsson sat, best- um tíma, 23,1 sek., en núver- andi íslandsmethafi og sá fyrrverandi, Fannar og Skjóni, hlupu upp. Á kappreiðunum á laugardag á Iðavöllum var keppt í fjórum greinum, 250 metra og 350 metra stökki, 250 metra skeiði og 800 metra brokki. Þá voru einnig sýndir 50 gæðingar í firmakeppni og sigraði í henni Randver Magnúsar Ármanns- sonar, . knapi Ármann Guð- mundsson, sem keppti fyrir G. Albertsson, Reykjavík. í 250 metra stökkinu sigraði Reykur Harðar G. Albertssonar á 18,5 sek, og í 350 metra stökkinu sigraði Nös á 25,0 sek., önnur varð Glóa og þriðja Mæja á 25,5 sek. I 250 metra skeiðinu sigraði Fannar á 23 sek., annar varð Skjóni á 23,3 sek, og Trausti á 23,6 sek. í 800 metra brokkinu tókst ekki að láta Létti frá Stórulág liggja en sigurvegari varð Randver á 1.52,0 sek. Á sunnudag mætti marg- menni til að fylgjast með Reynir Aðalsteinsson kemur hér að marki á skeiðhestínum Trausta en skeiðvöllurinn er harla óvenjulegur eöa Lagar- fljótsbrúin. Ljósm. Jóhann D. Jónsson. skeiðkeppninni á Lagarfljótsbrú en vegna þess hversu brúin var sleip þótti ekki. hættandi á að ræsa hestana fleiri en einn í einu og voru þeir því án képpni. Alls voru sex hestar reyndir þarna á brúnni og eins og fyrr sagði náði Trausti bestum tíma en aðrir sem lágu voru með tímana 24,6 til 25,8 sek. en það voru Máni, Villingur og Garpur en Fannar og Skjóni lágu ekki. Hestamennirnir að sunnan voru í gær enn á Egilstöðum og stendur til að reyna jafnvel í dag að keppa í skeiði á brúnni ef veður og aðstæður leyfa. Nýr tónlistarskóli undir stjórn Ragn- ars Björnssonar FYRSTA október n.k. hefur göngu sína nýr tónlistarskóli í Reykjavík, sem hlotið hefur nafnið Nýi tónlistarskólinn en hann verður til húsa í Breiða- gerðiskólanum. Skólastjóri Nýja tónlistarskólans verður Ragnar Björnsson. Kennslutilhögun verður með öðrum hætti en tíðkast í tónlistar- skólum hérlendis, sem felst í því að í stað einkatíma í hljóðfæraleik verða allt að fjórir nemendur saman í tíma og fá tvær 60 mínútna kennslustundir í viku í stað tveggja 30 mínútna kennslu- stunda. Nemendunum er þannig ætlað að læra hver af öðrum í tímunum og venjast strax við að spila fyrir áheyrendur. Þetta fyrirkomulag mun gilda á fyrstu stigum námsins, en á síðari stigum verða færri í hverri kennslustund. Þetta kennslufyrirkomulag gerir það að verkum að skólagjöld verða lægri en ella. I forskóla fyrir börn á aldrinum 6—8 ára verða ekki notaðar blokkflautur heldur verður börn- unum strax kennt að syngja eftir nótum og tónheyrn þeirra þannig þjálfuð í gegnum sönginn. Enn- fremur verða kennsluform eins og hreyfingar og leikir notuð á því stigi námsins. Nemendum verða lánuð strok- hljóðfæri endurgjaldslaust fyrstu námsárin á meðan þeir eru að kynnast hljóðfærinu og sjálfu sér gagnvart því. F’yrsta starfsár skólans verður kennt á strokhljóð- líagnar Björnsson. Sjávarútvegsráðuneytið hefur heimilað reknetabátum að hefja sfldveiðar n.k. laugardag 2. sept- ember, en eins og kunnugt er hefur sfldin verið það mögur fram til þessa, að engan veginn hefur þótt ráðlegt að hefja veiðarnar. Sfldarsýni, sem hafa verið mæld síðustu daga, sýna að sfldin er að fitna. a.m.k. á sumum svæðum. eins og t.d. við Vest- mannaeyjar, en þaðan hefur sfldin mælzt allt að 18% feit. færi, píanó og orgel, en kennslu á blásturshljóðfæri og ásláttar- hljóðfæri verður ekki korrtið við í byrjun. Aðalkennarar skólans auk Ragnars Björnssonár verða Árni Arinbjarnarson, sem kennir á fiðlu og hefur með höndum sam- leiksþjálfun og Pétur Þorvaldsson sem mun kenna á selló, en hann keniiir einnig tónfræði og tón- heyrn. Guðrún Birna Hannesdótt- ir verður aðalkennari forskólans. Umsóknarfrestur um skólavist er frá 1. til 20. september og verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu skólans í Breiðagerðis- skóla frá mánudegi til föstudags á milli kl. 5 og 7. (Fréttatilkynning). Samtals eru það 87 bátar, sem hafa fengið leyfi til síldveiða með reknet á komandi síldarvertíð. Hins vegar er enn allt í óvissu með söltun á síld, bæði bíða menn eftir aðgerðum næstu ríkisstjórnar og ennfremur eftir samningum við kaupendur erlendis, en nokkrar þjóðir bjóða nú síld á mun lægra verði en Islendingar gera og er sú síld bæði stærri og feitari oft og tíðum. Síldveiðar leyfð- ar 2. september Kjartan Lárusson Skipaður forstjóri Ferðaskrif- stofunnar KJARTAN Lárusson viðskipta- fræðingur hefur af samgönguráð- herra verið skipaður í stöðu forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins frá 1. september n.k. að telja. Kjartan er fæddur 20. júní 1945. Hann lauk kandidatsprófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands vorið 1972. Hann hóf að námi loknu störf hjá samgönguráðuneytinu að Ferðamálakönnun Sameinuðu þjóðanna, en frá 1. sept. 1973 hefur Kjartan starfað hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins, fyrst sem aðstoðar- framkvæmdastjóri, en var settur forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 11. nóv. 1976. Kona Kjartans er Anna Karls- dóttir. NÚ BJÓÐUM VIÐ FLAUELSBUXUR VE1«> Klt. 8.900.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.