Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.08.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978 13 jalda— aðhald staðið gegn því og þess vegna hafi málið ekki komist lengra áleiðis í tíð núverandi ríkisstjórnar? — Um tæplega tveggja ára skeið hefur verið unnið markvíst að því að leiða fram rök fyrir því að ríkið sé ekki að vasast í rekstri sem betur væri fyrir kominn hjá öðrum aðilum í þjóðfélaginu. Þær tvær áfangaskýrslur sem nefndin hefur lokið við, hafa verið lagðar fram í ríkisstjórninni og sendar viðkomandi ráðuneytum til umsagnar. Það er raunverulega ekki fyrr en nú við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1979 sem reyna mun á, hvort pólitískur vilji sé fyrir hendi að ríkið hætti afskiptum af rekstri þeirra stofnana sem nefndin hefur fjallað um. Þannig hefur ekki enn þá reynt á það hvort önnur pólitísk öfl í landinu séu í reynd á móti þessum málum en þeir framsóknarmenn sem í nefndinni störfuðu stóðu að tillögum nefndarinnar en nefndin hefur verið sammála. Það sem mætti gagnrýna er fyrst og fremst, að þessi mál skuli ekki vera lengra á veg komin, en ég vil benda á að slíkar veigamiklar breytingar þurfa rækilegan undirbúning sem krefst tíma. Endurbætur á tekjuskattskerfinu — Stór hluti skattgreiðenda hefur mörg undanfarin ár talið að ekki hafi verið tryggt jafnrétti milli þjóðfélagsþegna við álagningu opinberra gjalda? — Skattalögin sem samþykkt voru á síðasta Alþingi fela í sér fjölmargar breytingar frá eldri tekjuskattslög- um. Meðal hinna mikilvægustu má nefna sérsköttun hjóna. Þá er gjaldendum gefinn kostur á að telja 10% af launatekjum í stað ýmissa frádráttarliða sem gerir alla framtalsgerð einfaldari. Þá er leitast við að tryggja að sjálfstæðir atvinnurekendur greiði sinn skerf til sameiginlegra þarfa, en þetta ákvæði hefur valdið gagnrýni. Að því er skattlagningu atvinnurekstrar varðar, eru mikilvægustu nýmælin um breyttar reglur um fyrningar og söluhagnað, þar sem tekið er í fyrsta skipti tillit til eigin fjármagns fyrirtækja og verðbólgu- áhrifa, þannig að með hinum nýju lögum ætti að skapast grundvöllur að því að atvinnureksturinn sýni réttari mynd af raunverulegri rekstrarafkomu. Með þessari lagasetningu eru að minu mati gerðar margar grundvallarendurbætur á tekjuskattskerfinu og sú raunhæfasta tilraun sem gerð hefur verið til lagfæringar á þessum málum nú um skeið. — Hver er persónuleg afstaða fjármálaráðherra til þess. hvort taka eigi upp staðgreiðsluskatta? — Afstaða mín til þessa máls er sú, að ég tel það ekki gefið að taka eigi upp staðgreiðslu opinberra gjálda hér á landi nú. Hins vegar taldi ég nauðsynlegt þar sem þetta mál hefur verið til umfjöllunar í mörg ár, að gerð yrði athugun á kostum og göllum þess að taka upp staðgreiðslu og samið frumvarp sem lagt væri fyrir Alþingi til umfjöllunar og ákvörðunar. Var á síðasta Alþingi í samræmi við það lagt fram frumvarp um staðgreiðslu opinberra gjalda sem ekki fékk endanlega afgreiðslu Alþingis. Ég tel að athuga þurfi mjög ýtarlega hvort staðgreiðslan auki ekki á skriffinnsku og sé dýrari í framkvæmd en núverandi innheimtukerfi og enn fremur hvort það innheimtukerfi sem notað er í dag sé ekki það nærri staðgreiðslu að við það megi una. Ég vil geta þess að þó svo staðgreiðsla opinberra gjalda verði ekki tekin upp um næstu áramót, eins og gert hafði verið ráð fyrir þarf veigalitlar breytingar að gera á hinum nýju skattalögum, þannig að þau falli að því innheimtukerfi sem við búum við í dag. — Hvað með upptöku virðisaukaskatts? — Ég tel að taka eigi upp virðisaukaskatt og hefi falið tekjudeild fjármálaráðuneytisins í samráði við þá aðila sem hagsmuna hafa að gæta að semja frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Ráðstafanir vegna samkeppnisiðnaðar — Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar á sviði tollamála sem tryggja stöðu íslenska samkeppnisiðnað- arins m.t.t. tollalækkana samfara aðild að EFTA og fríverslunarsamnings við EBE? — Til að bæta stöðu hins íslenska samkeppnisiðnaðar gagnvart þessum tollalækkunum hafa á undanförnum árum verið gerðar ýmsar ráðstafanir. Frá og með 1. janúar 1977 má heita að hráefni og vélar til samkeppnisiðnaðarins séu tollfrjálsar. Þá munu tollar af fjárfestingarvörum lækka á árabilinu 1978—1980. Einnig munu tollar á verndarvörum innfluttum frá löndum utan EBE og EFTA lækka til að komið verði í veg fyrir óeðlilegan tollamun á innflutningsvörum efti' löndum. Þá hafa lög um jöfnunargjald nýlega verið samþykkt. Lög þessi fela í sér álagningu sérstaks gjalds sem lagt er á innfluttar iðnaðarvörur til að vega upp á móti þeim söluskatti, sem verður hluti af framleiðsluverði innlends varnings. Frá árinu 1969—1976 hefur hlutur tolltekna lækkað úr 31,5% í 17% af heildartekjum ríkissjóðs og ætlað er að á árinu 1980 verði þetta hlutfall komið í 11-12%. Þá skipaði ég nefnd undir forystu Ásgeirs Péturssonar, sýslumanns til að endurskoða lög um tollheimtu og tolleftirlit. Nefndin er skipuð fulltrúum innflutnings- verslunarinnar og embættismönnum. Var nefndinni m.a. falið að kanna atriði sem varða vinnubrögð og meðferð aðflutningsgjalda og eftir atvikum nýja innheimtuaðferð við þau, þar sem upp yrði tekinn svonefnd „tollkredit“ eða tímabundin lán á aðflutningsgjöldum. Nefndin hefur nú skilað ýtarlegu áh'ti um þessi efni þar sem fram kemur að nýskipun þesscra mála, geti orðið til þess að spara í senn vinnu og tíma og orðið bæði innflytjendum og hinu opinbera til beinna hagsbóta. Telur nefndin að beinn sparnaður af þessum b.eytingum geti numið hundruðum milljóna króna. „Tollkredit" myndi einnig örva innflytjendur til stærri innkaupa sem leitt gætu til hagstæðara vöruverðs og magnafsláttar rf va 'ningi, og þar með lækkun vöruverðs. Draga verður úr sjálfvirkni ríkisfjármála — Nú hefur mikil verðbólga ríkt hér á landi á undanförnum árum. Á hvern hátt tclur þú. að rikisfjármálin geti átt þátt í því að skapa efnahagslegt jafnvægi? — Fjármálastjórn ríkisins á mikilvægu hlutverki að gegna í stjórn efnahagsmála almennt, ekki síst í því markmiði að koma á og viðhalda jafnvægi í verðlagsmál- um og utanríkisviðskiptum. Ekki er þess kostur hér að gera tæmandi grein fyrir þessu atriði, en ég vil þó benda á nokkur atriði sem nauðsynlegt er að taka til endurskoðunar, þannig að ríkisfjármálin geti orðið áhrifaríkt stjórntæki í þessum efnum. í fyrsta lagi þarf að endurskoða þátt óbeinna skatta í kaupgreiðsluvísitölunni. Það er engum vafa undirorpið að hagstjórnarhlutverki ríkisfjármálanna eru þröngar skorður settar með gildandi fyrirkomulagi, þar sem t.d. sú ráðstöfun að fjármagna auknar bætur almannatrygg- inga til þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu með hækkun óbeinna skatta hefur þau áhrif að launagreiðslur í landinu hækka. í öðru lagi slævir það áhrifamátt ríkisfjármálanna sem hagstjórnartækis, að sífellt aukinn hluti ríkisútgjalda skuli tengdur verðvísitölum eða fastákveðinn á annan hátt með séfstökum lögum. Ef þéssu heldur áfram öllu lengur, verður gerð fjárlaga hverju sinni lítið annað en útreikningur á áhrifum rígbundinna lagaákvæða, sem ekki eru alltaf vel í samræmi við raunhæfar þarfir hvers tíma. Með því að draga úr þessari sjálfvirkni aukast möguleikar þess að beita ríkisfjármálunum í baráttunni gegn verðbólgu og jafnvægisleysi á öðrum sviðum efnahagsmála. I þriðja lagi þarf að halda áfram þeirri vinnu, sem þegar er hafin með gerð langtímafjárlaga og er ekki að efa að með gerð þeirra' munu augu manna opnast fyrir nauðsyn þess að beita fyllstu aðgætni í lagasmíði varðandi mikilvægustu þætti opinberrar þjónustu. — Hvaða áhrif telur þú að ríkisfjármálin hafi haft á þróun efnahagsmála á undanförnum árum? — Einn mælikvarði á jafnvægisáhrif ríkisfjármál- anna er samanburður á greiðsluafkomu ríkissjóðs og þjóðarframleiðslu. Sé litið til síðasta kjörtímabils er ljóst, að æskilegt hefði verið að beita ríkisfjármálunum í ríkara mæli að því markmiði að koma á efnahagslegu jafnvægi og reka ríkissjóð með verulegum greiðsluaf- gangi í stað halla. Hins vegar er það jafnljóst, að verulega hefur þokast í rétta átt, eins og dæma má af því, að á árinu 1974, þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við völdum, var greiðsluhalli ríkissjóðs 2,5% af þjóðarfram- leiðslu, en á tveimur síðustu árum var þetta hlutfall komið niður í 0,2% og 0,5%. Þessi árangur hefur ekki náðst án átaka og sérstakra aðgerða og má í því sambandi nefna, að auk þess sem staðið hefur verið á móti miklum þrýstingi á aukin ríkisútgjöld, og það jafnvel frá aðilum sem í orðu kveðnu aðhyllast minnkun ríkisumsvifa, hefur verið leitast við að bæta allt útgjaldaeftirlit ríkisins með því að koma á örara og skipulegra upplýsingastreymi, sem reynst hefur áhrifa- ríkt stjórntæki í þessu efni, eins og vikið er að áður. Verðbólgan — Hver telur þú vera brýnustu verkefni á sviði efnahagsmála nú? — Sjálfstæðismenn leggja á það megin áherslu, að árangur náist í baráttunni gegn verðbólgunni. Forsendur þess er að stjórnmálamenn, forustumenn hagsmunasamtaka og ekki síst allur almenningur hafi til þess vilja og ábyrgðartilfinningu, að láta viðureignina við verðbólguna sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum markmið- um. Þá er fyrst að taka afstöðu til þess hvaða áherslu sé á hverjum tíma unnt að leggja á þau markmið, sem að er stefnt, svo sem kjarabætur, framkvæmdir, félagslega þjónustu og byggðkjafnvægi með hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum. Þá verðum við að gera okkur grein fyrir því, að innbyrðis barátta um skiptingu afrakstursins, sem ekkki er byggð á málefnalegum forsendum, leiðir okkur ekki nær því marki að sigrast á verðbólgunni og öflugt atvinnulíf fái að blómgast hér á landi í framtíðinni. Rígbundin lagaákvæði — Þú segir að sjálfstæðismenn leggi áherslu á að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgunni. Nú hafið þið haft 4 ár til þess að ná þessum árangri og hann blasir við og mörgum þykir hann býsna takmarkaður og kenna m.a. um veikri stjórn ríkisfjármála. Ilverju viltu svara þeirri gagnrýni? — Eins og hér hefur komið fram, tel ég að ríkisfjármálin eigi að gegna mikilvægu hlutverki í stjórn efnahagsmála almennt, en staðreyndin er sú að þeim er settur mjög þröngur stakkur til að vera áhrifaríkt tæki í þessum efnum. Það er rétt að ríkisstjórninni tókst ekki að vinna bug á verðbólguvandanum, en ég tel það mikla einföldun á hlutunum að kenna veikri stjórn ríkisfjár- mála hvernig til hefur tekist, hér hafa fleiri komið til en þáttur ríkisfjármála í efnahagslífi landsmanna. Ég vil benda á tvö atriði þar sem þáttur rikisfjármálanna hefur orðið frekar til að draga úr vexti verðbólgunnar. Hið fyrra, að hlutur útgjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu hefur farið lækkandi og hið síðara er, að greiðsluhalli ríkissjóðs hefur minnkað á síðasta kjörtímabili. Þá er líka hægt að benda á, að ef bornar eru saman árangur áætlanna um ríkisfjármál og niðurstöður þeirra við áætlanir annarra meginsviða efnahags- og peningamála, kemur í ljós að framkvæmd ríkisfjármála hefur staðist mun betur. Það breytir ekki þeim staðreyndum að nauðsynlegt hefði verið að þau hefðu gert enn meira til að vega á móti því jafnvægisleysi sem ríkt hefur á sviði efnahagsmála. Til þess að ríkisfjármálin geti orðið gild til slíkra hluta, þarf að slíta þá sjálfvirkni sem f-yrir hendi er og draga úr áhrifum rígbundinna lagaákvæða, þannig að hægt sé að beita þeim á hverjum tíma til að viðhalda jafnvægi í verðlags- og utanríkisviðskiptum. — Hver er svo staða ríkisfjármálanna nú við lok kjörtímabilsins? Eins og fram kom í þeirri skýrslu sem ég lét gera ív júlímánuði um horfur í ríkisfjármálum 1978 er gert ráð fyrir aö jöfnuður náist í ríkisfjármálum á árinu og umsamdar greiðslur af lánum ríkissjóðs við Seðlabank- ann verði inntar af hendi en þær nema um 3,2 milljón króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.