Morgunblaðið - 29.08.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1978
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Rítstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aóalstræti 6, sími 10100.
Aðal8træti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands.
j lausasölu 100 kr. eintakið.
Hvar er hinn „góði
grundvöllur” Lúðvífcs?
Dag eftir dag koma fram nýjar upplýsingar, sem sýna hversu skammt
tilraun Lúövíks Jósepssonar til stjórnarmyndunar var á veg komin og
hversu víós fjarri raunveruleikanum staóhæfingar hans og félaga hans í
Alpýðubandalaginu um, að Lúðvík hafi verið búinn að sigla skútunni að
bryggju og einungis hafi verið eftir að binda hana, eru. Eitt af pví sem Lúövík
Jósepsson staðhæfði í greinargerð, er hann sendi frá sér um tílraun sína til
stjórnarmyndunar, var, aö kominn væri „góöur grundvöllur að samkomulagi
við stærstu samtök launafólks um skipan launamála fram til 1. des. 1979“.
í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram í samtölum við forystumenn nokkurra
verkalýösfélaga, að ekkert hefur verið rætt við samtök sjómanna, iðnverkafólks
eða verzlunarmanna um pessar fyrirhuguðu efnahagsaðgerðir. Þannig segir
Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands í viðtali við
Morgunblaðið, að svo virðist sem peir menn, er standa í vinstri viðræðum,
telji, að sjómenn hafi lítið að segja um efnahagsmál og ekkert samband hafi
verið haft viö Sjómannasamband íslands. Guðmundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur tekur í sama streng og segir, aö flogið hafi fyrir,
að samkvæmt efnahagsaögerðum hugsanlegrar vinstri stjórnar ættu sjómenn
einungis að fá % af peim launahækkunum, er verkamenn í landi fengju og
kvað slíkt algjörlega óviöunandi fyrir sjómannafélögin. Tveir forystumenn
láglaunafélaga, peir Bjarni Jakobsson, formaður Iðju í Reykjavík og Jón
Ingimarsson, formaöur Iðju á Akureyri segja í viðtali viö Morgunblaðíð á
sunnudag, að ekkert samráö hafi verið haft við pá. Og Bjarni Jakobsson segist
ekki vita í hverju pessar efnahagsaðgerðir séu fólgnar að öðru leyti en pví
sem hann les í blööum. Hins vegar upplýsir Eðvarð Sigurðsson í samtali við
Morgunblaðið, aö rætt hafi veriö við úrtak flokksmanna Alpýðuflokksins og
Alpýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni og sagði Eðvarð pað sína
skoðun, að með peim viðræöum væri kominn góður grundvöllur að
samkomulagi, sem byggðist á pví, að samníngarnir frá síöasta ári yröu í gildi,
en pak yröi sett á vísitöluna.
Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur,
sem er stærsta launpegafélag landsins, segir hins vegar í samtali við
Morgunblaðið: „Viö í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur höfum ekki séð pað,
sem nefnt er í bréfi Lúðvíks Jósepssonar til flokksstjórnar Alpýðuflokksins ...
pað hefur pess vegna ekkert verið við okkur rætt um, að á pessum tíma verði
ekki um kauphækkanir að ræða nema í formi verðbóta, enda mundi slík
tilhögun stórskaða stöðu og efnahagsafkomu púsunda launamanna í
verzlunar- og pjónustustéttum hins almenna vinnumarkaðs á umræddu
tímabili, svo ekki sé talaö um, að parna er raunverulega veriö að taka
samningsréttinn af verkalýðsfélögunum. Við höfum að undanförnu staðið í
viðræöum við viðsemjendur VR um grundvallarbreytingar á kjarasamningum
verzlunar- og skrifstofufólks til samræmis við samninga BSRB og Sambands
íslenzkra bankamanna, sem gerðir voru sl. vetur vegna sambærilegra starfa.
VR kynnti opinberlega sjónarmið félagsíns í pessum efnum pegar á sl. vetri
og við vöktum athygli á pví, að munurinn á töxtum VR og gildandi töxtum
BSRB miðaö við sambærileg störf væri á bilinu 9—59% verzlunar- og
skrifstofufólki í óhag. Fyrir vinnuveitendum liggja nú tillögur frá okkur um
gjörbreytta flokkaskipan með par af leiðandi taxtabreytingum, sem myndu
leiðrétta pennan mismun. Við í VR trúum pví ekki að óreyndu, að
Alpýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn staöfesti framangreint ranglæti í
stjórnarsáttmála og takmarki svo samningsfrelsi verkalýðsfélaganna, að
verzlunar- og skrifstofufólk og annað fólk, sem vinnur pjónustustörf úti á
hinum frjálsa vinnumarkaði, fái ekki rétt við sinn hlut“.
Eins og sjá má af pessum ummælum forsvarsmanna nokkurra
launpegafélaga, sem hafa stóra hópa láglaunafólks innan sinna vébanda, er
augljóst að sú yfirlýsing Lúðvíks Jósepssonar aö kominn væri „góður
grundvöllur að samkomulagi við stærstu samtök launafólks um skipan
launamála fram til 1. des. 1979“ stenzt ekki. Svo virðist sem pessi „góði
grundvöllur“ Lúðvíks Jósepssonar sé takmarkaöur við valinn hóp
flokksmanna hans og Benedíkts Gröndals, ef marka má orð Eðvarðs
Sigurðssonar og vakna pá óhjákvæmilega pær spurningar, hvort pað fámenna
úrval alpýöuflokksmanna og alpýðubandalagsmanna í verkalýðssamtökunum,
sem talað hefur verið við, geti lofað pví fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar
í landinu að samningarnir frá 1977 verði óbreyttir út næsta ár. Morgunblaðið
mundi vissulega ekki lasta pað, ef samkomulag tækist um að engar
grunnkaupshækkanir yrðu í landinu á næsta ári, en væntanlega er pá ætlun
forsvarsmanna vinstri flokkanna sú, að auk óbreyttra grunnlauna
félagsmanna almennu verkalýðsfélaganna á árinu 1979 mundu opinberir
starfsmenn fresta eða falla frá peim grunnkaupshækkunum sem peir eiga
samningum samkvæmt að fá á næsta árí. Öllum er auðvitað Ijóst, að viö pað
yrði ekki unað af hálfu almennu verkalýðsfélaganna, ef félagsmenn peirra
fengju engar grunnkaupshækkanir á sama tíma og slíkar hækkanir kæmu til
greiðslu hjá opinberum starfsmönnum. En kjarni málsins hér er sá, að um
petta hefur ekki tekizt pað víðtæka samkomulag, sem Lúðvík Jósepsson gaf
í skyn í greinargerö peirri, sem hann sendi frá sér við lok tilraunar sinnar
til stjórnarmyndunar og er pað eitt dæmi af mörgum um, að ekki stendur
steinn yfir steini í peim yfirlýsingum hans, að hann hafi verið búinn að ná
endum saman í efnahagsmálunum í peim viðræðum, sem hann veitti forstöðu.
Verðbólgan eykst á ný
samkvæmt tillögum Lúðvíks
Umræður vinstri flokkanna um efnahagsmál hafa svo til eingöngu snúizt
um pað, hvernig leysa ætti vanda efnahags- og atvinnumála fram til
næstu áramót og hefur verið sett upp dæmi um pað, hvernig slíkt væri unnt
með stórauknum niðurgreiöslum og stóraukinni skattlagningu til pess að
standa undir peim. Þegar hins vegar petta sama dæmi er reiknaö út næsta
ár kemur í Ijós, að 17 milljarða vantar til pess að endar nái saman á næsta
ári. Hið aivarlegasta viö pessar tíllögur um úrbætur í efnahagsmálum er pó
e.t.v. pað, að jafnvel pótt pær leiði til pess, aö verðbólgan muni fyrst í stað
fara minnkandi bendir allt til pess, að hún muni aukast á ný, pegar kemur
nokkuð fram á næsta ár og sýnir paö, að hér er í mesta lagi tjaldað til einnar
nætur og tæplega pað, pví að litið gagn er í peim „efnahagsráöstöfunum",
sem munu leiöa til vaxandí verðbólgu að 12 mánuöum liðnum, jafnvel pótt
engar grunnkaupshækkanir verði í landinu.
JÓHANNES PÁLLI
Nýr páfi blessaöi brosandi tugbúsundir manna sem voru á Péturstorgi.
Hógvær og hjartahlýr vitmaður
en þorra manna enn óráðm gata
„Ég cr h«Kvær maður og
hlédræKur og mér líður bezt í
kyrrð og utan asa og hraða.“
Þessi orð sagði Albino Luciano
nýkjörinn páfi í viðtali nýlega.
Hætt er við að hann verði nú að
breyta nokkuð lifsháttum sín-
umi þótt páfi lifi ekki munaðar-
lífi í orðsins venjulega skiln-
ingi er erill og veraldarvafstur
stór liður í skyldustörfum
hans.
Ekki þarf að orðlengja hversu
kjör Luciano kom á óvart. Hann
hafði hvergi verið nefndur í
mörgum og löngum greinum
allra blaða vítt um veröld þegar
fjallað var um hugsanlegan
eftirmann Páls páfa. Viðbrögð
við kjöri hans eru jákvæð en
voru nokkuð blandin undrun í
fyrstu. Ymsir orðuðu það svo að
hann væri óþekkt stærð sem
ekki væri fært að tjá sig um
jákvætt eða neikvætt að svo
stöddu.
En sú ræða sem Albino
Luciano — nú Jóhannes Páll I.
— hélt af svölum Péturskirkj-
unnar yfir um 200 þúsund
manns sem saman komnir voru
á torginu, gaf mörgum góð
fyrirheit um að til páfa hefði
valizt í hæsta máta verðugur
maður, manneskjulegur í bezta
lagi, og líklegur til að afla sér
ekki aðeins virðingar, heldur og
elsku.
„Þið megið vel vita að ekki hef
ég til að bera vit og þekkingu
Páls páfa sjötta — né heldur
hlýju og hjartavizku Jóhannesar
tuttugasta og þriðja — en ftér
stend ég nú samt,“ mælti páfi
yfir mannfjöldann. Hann var í
senn glaðlegur og frjáls í fasi, þó
virðulegur.
Þeir sem þekkja til hins nýja
páfa segja að auðmýktin sé
aðalsmerki hans. „En hann á til
hörku og snerpu og má segja að
auðmýktin sé styrkur hans —
hann er frjáls maður“. Hann
hefur verið mjög opinskár and-
stæðingur kommúnista og beitt
sér í ræðum sínum mun meira
gegn vaxandi áhrifum þeirra á
Italíu en flestir starfsbræður
hans.
Albino Luciano er fæddur 17.
október 1912 í fjallabæ í
Dólómítaölpunum, Forno Di
Canale. Menn minnast hans þar
sem ungs áhugasams drengs er
hann óð snjóinn til að komast í
skólann á veturna í næsta þorpi
og á sumrin rak hann kýrnar
berfættur með bróður sínum út
í hagana.
Faðir hans vann í fjölda mörg
ár verkamannavinnu í Sviss en
móðir hans var höfuð fjölskyld-
unnar. Síðar fékk faðirinn vinnu
í glerverksmiðju í grennd við
Feneyjar. Albino lagði stund á
guðfræði en á sumrin sneri
hann heim til þorpsins í fjöll-
unum og vann með öðrum
þorpsbúum að því að yrkja
jörðina. Eftir að hann var
orðinn prestur hélt hann áfram
að koma heim í leyfum sínum.
Gamall þorpsbúi frá Forno di
Canale, sem nú heitir Canale
d’Agordo, kveðst muna eftir
honum við slátt í prestsbúningi
sínum.
P'aðir hans var sósíalisti,
allróttækur en hann mun aldrei
hafa sett sig upp á móti því að
sonur hans yrði prestur. Luci-
ano var við framhaldsnám við
Rómarháskóla og sagt að eftir-
lætisfög hans hafi verið bók-
menntir og heimspeki. Hann tók
prestvígslu 7. júlí 1935 og eftir
frekara nám hélt hann heim til
sín og tók við starfi þar og síðar
í nágrannabænum Agordo og
fékkst þar einnig við kristin-
fræðikennslu.
Frá árinu 1937 og í tíu ár var
hann aðstoðarskólastjóri við
prestaskóla þann sem hann
hafði sjálfur numið við og
kenndi þá siðfræði, kirkjurétt og
listasögu. Árið 1948 varð hann
aðstoðarmaður biskupsins af
Belluno. Hann var útnefndur
biskup árið 1958 og 1969 var
hann skipaður patríarki í Fen-
eyjum. Þar hefur hann unnið
mikið að því að reyna að
innræta Feneyingum meiri sið-
gæðiskennd, en honum fannst
mikið á skorta að borgarbúar
hefðu hina réttu lífsafstöðu.
Hann afnam hefðbundna skrúð-
siglingu á Stórál — aðalsíki
Feneyja — þegar hann var
skipaður patríarki og hann
mátti iðulega sjá á gangi um
þröngar götur Feneyja og gaf
hann sig óspart á tal við
vegfarendur og skrafaði við þá
glaðlega. „I átta ár bjó hann hér
á meðal okkar og líferni hans
var svo einfalt og fábrotið að
það var allt að því óþægilegt,“
sagði borgarstjórinn í Feneyj-
um, Mario Rigo, um hann. En
fyndist honum nærri kirkjunni
hoggið vílaði hann ekki fyrir sér
að sýna á sér klærnar. Hann var
eindreginn andstæðingur þess
að hjónaskilnaðir yrðu leyfðir á
Italíu og taldi það óhyggilegt í
hæsta máta. Og í þingkosn-
ingunum 1976 þegar fjöldi
þekktra kaþólikka bauð sig fram
fyrir kommúnista gaf hann út
yfirlýsingu: „Sannir kaþólikkar
geta alls ekki greitt kommúnist-
um atkvæði sitt né gengið til
einhvers konar samvinnu við
þá.“
Jóhannes Páll páfi er sagður
bókavinur hinn mesti og þeir
höfundar sem hann hefur mest
dálæti á eru Charles Dickens,
Mark Twain og Sir Walter
Scott. Hann er ágætur þýzku- og
frönskumaður og hóf fyrir
nokkru að leggja stund á ensku.
Hann hefur ferðast töluvert í
erindum Vatikansins, meðal
annars til hins helga staðar
Fatima í Portúgal og á ráðstefn-
ur í Burundi í Afríku, Þýzka-
landi, Frakklandi og Brazilíu.
Hann þykir hafa húmor og er
andríkur ræðumaður og
skemmtilegur og fræðandi í
almennum viðræðum. Hann hef-
ur, auk predikunarstarfa í Fen-
eyjum, unnið þar mikið mann-
úðarstarf í þágu snauðra. Með
hógværð og viti hefur hann
laðað til sín ýmsa andans
trúmenn sem iðulega hafa lagt
lykkju á leið sína til að vitja
hans í Feneyjum og sækja til
hans andlega endurnæringu og
vísdóm að þeirra sögn. Þeir sem
hafa sótt hann heim hafa ekki
aðeins verið kaþólikkar, heldur
einnig ýmsir framámenn mót-
mælenda, Gyðinga og úr kirkju-
deildum ortodoksa. Það þykir
lofa góðu að hinn nýi páfi skuli
þegar — áður en hann var
kjörinn páfi — hafa aflað sér
trausts forvígismanna annarra
trúflokka og gefur fyrirheit um
að samvinna innan hinna ýmsu
trúflokka heimsbyggðar muni
eflast meðan hann situr á
páfastóli.