Morgunblaðið - 29.08.1978, Síða 22
22
Aldrei spurning
hvort liðið var
betra í úrslitum
bikarkeppninnar
SUNNUDAGURINN var aagur Skagamanna í íslenzkri knattspyrnu. Þeim tókst þá í 9. tilraun að
bera sigur úr býtum í bikarkeppni KSÍ. Úrslitin urðu ltO og það voru Valsmenn sem biðu lægri
hlut. Þetta var í fyrsta^ skipti síðan 1975 að Valur tapaði í bikarkeppni, þá tapaði liðið einnig 1.0
gegn Akranesi. Sigur IA var í hæsta máta verðskuldaður og hefði getað orðið stærri eftir gangi
leiksins.
Hetja Skagamanna í þessum leik var Pétur Pétursson, en þessi mikli markaskorari gerði út um
leikinn með fallegu skoti á narkamínútu fyrri hálfleiksins. Eftir hornspyrnu Karls Þórðarsonar frá
hægri náði Sævar Jónsson, varnarmaður hjá Val, aðeins rétt að snerta knöttinn, sem fór beint til
Péturs Péturssonar. Pétur drap knöttinn niður á brjóstinu og skaut síðan hnitmiðuðu skoti
viðstöðulaust í markhornið nær á milli varnarmanna Vals.
Pétur stóð að þessu marki sínu eins og sá sem valdið hefur og snillina og 3f. mark hans á
keppnistímabilinu var staðreynd. Sennilega dýrmætasta markið á ferli hans. Mark, sem færði bikarinn
af Hlíðarenda, þar sem hann hefur verið í tvo vetur, og í knattspyrnubæinn Akranes.
Er liðsskipan var tilkynnt áður kemmtilega spretti í fyrri hálf- að á köflum í fyrri hálfleiknum, en
en leikurinn hófst á sunnudaginn
vakti það athygli að fyrirliði IA í
sumar, Jón Askelsson, og sá
leikreyndi jaxl, Jón Gunnlaugsson,
voru meðal varamanna ÍA. I stað
þessara kappa byrjuðu þeir leikinn
Sveinbjörn Hákonarson og Sigurð-
ur Halldórsson, leikrr rnn, sem
sjaldan hafa verið í byrjunarliði
IA í sumar. Þes ir ungu menn
sýndu þó að þeir voru traustsins
verðir og S nbjörn átti stórleik
á móti Val. Hann barðist eins og
Ijón og byggði einnig upp margar
sóknarlotur IA-liðsins eins og
góður verkfræðingur.
Bezti maður í A í leiknum var þó
Jóhannes Guðjónsson, sem gegndi
fyrirliðastöðunni að þessu sinni.
Hann var alls staðar í vörninni
þar sem mest á reið, bjargaði hvað
eftir annað á sinn rólega og
yfirvegaða hátt. Hreinsaði ekki
aðeins útaf eða langt fram á
völlinn, heldur reyndi alltaf að
byggja upp ef það, var mögulegt.
Snjall leikmaður, sem ævinlega
leikur með höfðinu, ekki aðeins
með fótunum.
Lykilmenn í Skagaliðinu eins og
Karl Þórðarson, Pétur Pétursson
og Arni Sveinsson gerðu mjög
góða hluti í leiknum og sérstaklega
í fyrri hálfleiknum. Karl og Pétur
höfðu ásamt Matthíasi sérstaka
gæzlumenn á sér, en tókst eigi að
síður að rífa sig lausa oftar en einu
sinni í leiknum. Karl ætlaði sér
helzt til mikið í þessum leik, en fór
þó hvað eftir annað illa með
varnarmenn Vals. Athyglisvert
var í leiknum hve Pétur vann
marga skallabolta, en er leið á
seinni hálfleikinn var hann þó ekki
öfundsverður af hlutverki sínu. Þá
hugsuðu leikmenn ÍA fyrst og
fremst um að halda sínum hlut og
minna var hugsað um að leika
Pétur upp.
Leikmenn eins og Sigurður
Halldórsson, Guðjón Þórðarson,
Jón Alfreðsson og Jón Áskelsson,
eftir að hann kom inn á í seinni
hálfleik, stóðu vel fyrir sínu.
Þessir spilarar eiga það þó allir
sameiginlegt að þeir leika fyrst og
fremst sjálfa sig, eru klúbbspilar-
ar, sem sjaldan brugðust í leikn-
um. Matthías Hallgrímsson átti
leiknum, en hann varð að fara útaf
í seinni hálfleik vegna meiðsla.
Kristinn Björnsson barðist vel, en
er heldur stirður í öllum aðgerðum
sínum. Þá er aðeins ógetið Jóns
Þorbjörnssonar markmanns ÍA.
Hans hlutverk var óvenju rólegt í
leiknum, en Jón barg þó nokkrum
sinnum vel, t.d. frá Inga Birni í
seinni hálfleiknum.
Af leikmönnum Vals voru þeir
sterkastir að þessu sinni Grímur
Sæmundsen, sem sýnt hefur mikl-
ar framfarir í ár, Sigurður Har-
aldsson og Dýri Guðmundsson.
Ingi Björn átti góða spretti í
leiknum, en í heildina átti Valslið-
ið ekki góðan dag. Skagamenn
voru ofjarlar þeirra að þessu sinni
og án þess að nokkuð sé að vera
gera lítið úr Valsliðinu og afrekum
þess í sumar, þá virtust leikmenn
ekki koma með réttu hugarfari til
leiksins. Miklu meiri baráttu
vantaði í liðið og að auki var eins
og leikmenn Vals væru mun
taugaveiklaðri í byrjun leiksins,
heldur en Skagamenn. Nokkuð
sem undirritaður bjóst við að yrði
þveröfugt farið. Valur varð ís-
landsmeistari á Akureyri fyrir
réttri viku og e.t.v. hefur gleðið
yfir þeim titli og fleira í því
sambandi setið í leikmönnum.
Hver svo sem orsökin var, þá náði
Valsliðið sér aldrei verulega á
strik gegn IA á sunnudaginn og
liðið hafði heldur ekkert með sér.
heldur virtust leikmenn þess þó
vera að hressast er leið að lokum
hálfleiksins, en þá náðu Skaga-
menn góðum sóknarlotum og úr
einni þeirra skoraði Pétur markið,
sem réð úrslitum. Það kom á 43.
mínútu hálfleiksins, en skömmu
áður átti Árni glæsilegt skot sem
Sigurður varði í horn. Á 46.
mínútunni átti Matthias Hall-
grímsson hörkuskot innan á stöng
Valsmarksins og knötturinn fór
eftir marklínunni í Dýra
Guðmundsson og út í teiginn.
Matthías hafði leikið upp með
Skagamenn um það fyrst og síðast
að halda fengnum hlut og það
tókst nokkuð auðveldlega. Akur-
nesingar léku mjög upp á það að
fá Valsmennina rangstæða og létu
Valsmenn alltof oft grípa sig fyrir
innan í leiknum þannig að ekkert
varð úr annars vel upp byggðum
sóknarlotum þeirra.
ÍA-Valur 1:0
Textii Ágúst I. Jónsson
Myndiri Ragnar Axelsson
VALSMENN YFIRSPILAÐIR
Á KÖFLUM í
FYRRI IIÁLFLEIKNUM
Svo vikið sé að gangi bikarúr-
slitaleiksins þá byrjuðu Skaga-
menn með miklum látum og á
fyrstu fjórum mínútum leiksins
skapaðist tvívegis hætta við mark
Vals. I bæði skiptin urðu varnar-
mönnum á mistök, en Pétur
Pétursson var í bæði skiptin
sekúndubroti of seinn að átta sig.
Dýri Guðmundsson var aðþrengd-
ur við eigin markteig á 17. mínútu
og náði naumlega að skalla yfir slá
eigin marks og í netþakið. Á 25.
mínútu leiksins skoppaði knöttur-
inn yfir tær Péturs og Kristins í
vítateignum.
Valsliðið var lireinlega yfirspil-
endamörkum og skot hans kom
öllum á óvart úr mjög þröngri
aðstöðu en allir bjuggust við
fyrirgjöf.
I fyrri hálfleiknum fengu Skaga-
menn sex hornspyrnur, en Vals-
menn tvær og segir það sína sögu
um gang leiksins. Þá var heldur
aldrei ástæða til að lyfta minnis-
bókinni og skrá atvik í teig
ÍA-liðsins, þar skapaðist aldrei
hætta fyrri 45 mínútur leiksins. í
seinni hálfleiknum breyttist leik-
urinn mjög og varð jafnari. Til
marks um það má enn nefna
hornspyrnur liðanna, en hvort
liðið um sig fékk aðeins eina
hornspyrnu. Það segir sitt um
hvar leikurinn fór fram, nefnilega
á miðju vallarins.
Valur átti tvö skástu færi seinni
hálfleiksins og Ingi Björn hefði
hæglega átt að geta jafnað á 80.
mínútu leiksins. Hann fékk knött-
inn þá innfyrir vörn IA, en Jón
Þorbjörnsson gerði sér lítið fyrir
og varði laust skot hans. Skömmu
síðar átti Atli Eðvaldsson skot í
hliðarnetið úr ágætu færi.
í fyrri hálfleiknum hafði ÍA
leikið stífan sóknarleik og þegar
liðið var ekki með knöttinn var
pressað mjög stíft á Valsmenn,
nánast hvar sem var á vellinum. I
seinni hálfleiknum hugsuðu
Að leiknum loknum fögnuðu
Skagamenn sigri sínum ákaflega
og undraði engan. Ekkert félag
hefur áður gert eins margar
tilraunir til að sigra í úrslitaleik
bikarkeppni án árangurs. í áhorf-
endastúku og -stæðum voru
aðdáendur Skagamanna fjölmenn-
ir og þeir kunnu sannarlega að
hvetja. sína menn í leiknum og
síðan að þakka þeim fyrir að
honum loknum.
Einar Ágústsson, utanríkisráð-
herra og knattspyrnumaður með
Víkingi í eina tíð, afhenti Skaga-
mönnum verðlaunin. Það var Jón
Áskelsson, sem tók við bikarnum
þó svo að hann hefði verið
varamaður í leiknum. Jón hefur
hins vegar verið fyrirliði í öðrum
leikjum sumarsins og því fannst
Jóhannesi Guðjónssyni réttara að
aðalfyrirliðinn tæki við gripnum.
Skagamenn hlupu síðan heiðurs-
hring með bikarinn langþráða um
völlinn, þeir Jón Áskelsson og
Jóhannes Guðjónsson fyrstir.
George Kirby, þjálfari ÍA, var
tolleraður eins og vera bar og er
komið var í búningsklefana flaut
kampavínið.
Góður dómari þessa úrslitaleiks
var Guðmundur Haraldsson og
línuverðir með honum þeir Oli
Olsen og Kjartan Ólafsson. Tveir
leikmenn voru bókaðir, þeir Dýri
Guðmundsson og Kristinn
Björnsson.
LIÐ ÍA. Jón borbjörnHHon, Jóhannen
Guðjónsson, Guðjón Þórðarson, Karl
bórðarson, Sveinbjörn Hákonarson,
Matthías Hallgrtmsson, Árni Sveinsson, Jón
Alfreðsson, Kristinn Björnsson, Sijfurður
Halldórsson, Pétur Pétursson, Jón Askeis-
son (vm).
LIÐ VALSi Sigurður Haraldsson, Guðmund-
ur Kjartansson, Albert Guðmundssoii, Jón
Einarsson, Atli Eðvaldsson, Grímur
Sæmundsen, Guðmundur Þorbjörnsson,
Ingi Björn Albertsson, Dýri Guðmundsson,
Hörður Hilmarsson, Sævar Jónsson, Ilálf-
dán örlyitsson (vm).
I níundu tilraun tókst Skagamönnum að
sigra í bikarkeppninni og binda endi á
veldi Vals í keppninni tvö síðustu árin
• ÞRUMUSKOT Péturs Pétursso
gerði ÍA að bikarmeisturum í f
Álfreðsson. Dýri Guðmundsson,
• Jón á Stað Alfreðsson bergir á 1
baki hans má sjá Helga Danielst
DAUF stemming í búningskle
drúpa höfði og ekki er annað s
23 MILI
AFLOT
ALLS borguðu 6746 áhorí
endur sig inn á bikarúrslita
leikinn á sunnudaginn
Brúttó-innkoma í aðgangs
eyri nam 8.7 milljónun
króna, en hvort félag um sij
fékk 2.3 milljónir í sinn hlut
Sú upphæð er hærri en mörf
félaganna í 1. deildinni fs
fyrir allt íslandsmótið
Félögin höfðu lagt í nokkuri
kostnað vegna leiksins
þannig að það sem kom
þeirra hlut er ekki hreim
gróði. KSÍ fær 25% af inn
komunni og fer það fé m.a