Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.10.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 3 Eimskip lækkaði vamar- liðsf lutningana um 25% — Hreint undirboð, segja Bifrastar-menn — Lækkunin nauðsynleg til að mæta auk- inni samkeppni, segir forstjóri Eimskips EimskipafélaK íslands hcfur lækkað farmRjöld sín á gámum frá Bandarikjunum ok til íslands um 25%. FarmKjöld félagsins á flutninnum fyrir varnarliðið lækkuðu samkvæmt þessu úr 1750 dollurum i 1312,50 dollara ou flutningur fyrir íslcnzka aðila iækkaði í 1750 dollara eða til samræmis við þau flutningsKjöld sem skipafélagið Bifröst hafði skráð. Forráðamenn Bifrastar segja að lækkun Eimskipafélags- ins á varnarliðsflutningunum sé hreint undirhoð af hálfu Eimskip en forráðamenn Eimskip segja lækkunina hafa verið nauðsyn- lega til að mæta aukinni sam- keppni. Samkeppni Eimskipa- félagsins og Bifrastar hefur leitt til þess að farmgjöld á varnarliðs- flutningunum hafa lækkað úr 2309 dollurum á hvcrn gám í liðlega 1300 dollara, en á hcilu ári mun farmgjaldalækkun þessi spara varnarliðinu um 900 milljónir króna. Morgunblaðið sneri sér í gær til Óttars Möller, forstjóra Eimskip, og innti hann eftir ástæðum fyrir þessari lækkun: Erlend samkeppni olli lækkuninni „Eins og mönnum er kunnugt, þá sigldu amerísk skipafélög með vörur til varnarliðsins hér áður. Eimskip fékk síðan þessa flutninga árið 1966 og hefur haft til ársins í ár. Þetta hefur aflað þjóðinni mikilla gjaldeyristekna og tryggt góða nýtingu skipa félagsins, sem sigla til Bandaríkj- anna með frystan fisk og því hefur verið marglýst yfir, að varnarliðið hefur verið mjög ánægt með þessa flutninga. Síðan gerist það, að skipafélagið Bifröst kemst inn í þennan flutning með 10% lægri flutnings- gjöldum. A sama tíma skeður það svo að varnarliðið gjörbyltir pökkunaraðferðum sínum og lang- mest af þeirra vörum ef ekki um 90% kemur í gámum. Þeir lesta gámana sjálfir, taka við þeim hér og losa þá sjálfir. Þeir greiða síðan flutningsgjöldin mjög fljótt og vel í erlendum gjalderyri. — Við þessar breytingar sá Eimskipa- félagið, að nauðsynlegt var að lækka farmgjöld af gámum, því að annars leyndist sú hætta, að amerísk skipafélög yfirtækju flutningana aftur. Eimskipafélag- ið ákvað því að lækka farmgjöld á gámaflutningum um 25%. En ekki var um að ræða lækkun á öðrum flutningi, hvorki fyrir varnarliðið né Islendinga. Bifröst lækkar Bifröst brást þannig við, að þeir lækkuðu farmgjöld á gáma- flutningum fyrir varnarliðið og lausavörum fyrir Islendinga. Einnig eru dæmi þess að þeir hafi lækkað vissar vörutegundir fyrir sína velunnara. Því hefur verið mætt með lækkun Eimskipafé- lagsins á viðkomandi vörutegund- um, svo að viðskiptavinir þess sætu ekki við skertan hlut. Fyrir hálfum mánuði síðan ákvað svo Eimskipafélagið að mæta þessari samkeppni, lækkaði alla vörur frá Bandaríkjunum, lausavöru fyrir varnarliðið og Islendinga og gáma- flutninga um 25%.“ Þá gat Óttar Möller þess, að Eimskipafélagið hafi í áratugi verið undir verðlagsákvæðum með flutning stykkjavöru. Hækkana- beiðnir hafi hverju sinni verið afgreiddar með hliðsjón af því þjónustuhlutverki sem Eimskipa- félagið gegnir. Sem dæmi um þetta gat Óttarr þess, að vörur sem eru skráðar á svokallaðar aöalhafnir úti á landi og hefur verið safnað saman í Reykjavík, eru fluttar á þessa staði móttakendum að kostnaðarlausu. Væri þetta einungis einn margra þátta í þjónustu félagsins sem væri tap- rekstur á. Til þess að geta annað þessu þjónustuhlutverki yrði ein- hvers staðar að vera hagnaður. Ef það færi í vöxt að menn ættu bæði skip og vörur, færi ekki hjá því að markaðurinn þrengdist og farið gæti svo að Eimskipafélagið neyddist til að draga úr hinni ýmsu þjónustu sem veitt er í dag. „Það er því ekki nóg að Eimskipa- félagið þurfi að keppa við 36 innlend skip, heldur er það einnig bundið af verðlagsákvæðum, sem ákveða hámarksverð, en ekki lágmarksverð. Því höfum við sagt öllum okkar viðskiptavinum, að ef þeir geti fært sönnur á, að aðrir flytji vörur á lægra verði en við, verðum við að mæta slíkri sam- keppni, því að öðrum kosti mynd- um við missa flutningana," sagði Óttarr ennfremur. Fullyrðingum Bifrastarmanna mótmælt án þess að standa í blaðadeilum og rifrildi við sína keppinauta á opinberum vettvangi, en nú varð ekki hjá því komist." Eins og kunnugt er, flytur Eimskipafélagið vöruna til Reykjavíkur og aðalhafna úti á landi. Það fær ekki flutningsgjöld- in greidd fyrr en móttakendur afgreiða vöruna í tolli og framvísa frumfarmskírteini. Vegna þess að flutningsgjöld eru greidd í íslenzk- um krónum þá jafnvel ekki fyrr en mánuðum eða árum eftir að varan kemur til landsins, hefur Eim- skipafélagið orðið fyrir verulegu tjóni vegna lækkunar íslenzku krónunnar. Sem dæmi um þetta má geta þess að gengistap félags- ins á þessu ári nemur um 500 milljónum íslenzkra króna vegna lausaskulda erlendis. A þessu má augljóslega sjá, að flutningsgjöld fyrir varnarliðið og íslendinga eru alls ekki sambærileg,“ sagði Ótt- arr Möller, forstjóri Eimskipafé- lags íslands, að síðustu. „Verð SÍS-skipanna ekki helmingi lægri“ „Það er auðséð, að forráðamenn Sambandsins, hafa komist að raun um, að það er mun hagkvæmara að kaupa þessi ágætu skip í stað þess að byggja ný. Samkvæmt heimild- um sem við höfum þá voru þessi skip boðin til sölu fyrir mánuði síðan fyrir 8 milljónir danskra króna. Eimskipafélagið keypti þessi skip fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan fyrir 13 milljónir danskra króna. Það er mjög algengt að skip lækki í verði í erlendum gjaldeyri um 10 til 15% árlega. Því er ekki óeðlilegt að sambandsmenn fái þessi skip á lægra verði en við á sínum tíma, en ekki helmingi lægra,“ sagði Óttarr Möller, vegna frétta um að SÍS hefði keypt tvö flutningaskip sömu tegundar og nýjustu skip Eimskips nema hvað nú væri verðið helmingi lægra. Óttar sagði ennfremur, að sú staðreynd lægi fyrir, að heilu firðirnir væru fullir af ónotuðum skipum á Norðurlöndunum sem ekki væri hægt að selja, vegna þess að markaðurinn hefur verið mjög lágur að undanförnu. Bifröst íhugar viðbrögð Þá sneri Mbl. sér til Finnboga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Bifrastar, og innti hann eftir viðbrögðum þeirra við lækkun Eimskipafélagsins. — „Þessa lækkun Eimskip bar nú svo brátt að, að við höfum enn ekki gert neina breytingu á okkar flutnings- gjöldum fyrir herinn. Það verður væntanlega tekin ákvörðun í þessum málum á næstunni, en við lítum auðvitað á þessa lækkun sem augljóst undirboð gegn okkur," sagði Finnbogi. Anna Moffo. (U6sm. Emilía) Fyrri tónleikar • • Onnu Moffo í kvöld í gærmorgun kom Anna Moffo, sópransöngkonan heimsfræga. til Reykjavíkur. Anna Moffo er hingað komin á vegum Fulbrigt stofnunarinn- ar á íslandi. sem um þessar mundir á tuttugu ára afmæli. og mun hún koma fram á tvennum tónleikum i Háskóla- bíói. Ilinir fyrri verða í kvöld kl. hálfníu, en síðari tónleik- arnir verða á sunnudaginn og hefjast þeir klukkan hálfþrjú. Aðgöngumiðar fást hjá Happdrætti Háskóla íslands Tjarnargötu 4. „Úr því að farið er að ræða um Bifröst, sem virðist ætla að reka sitt skipafélag í dagblöðum, þá skal það tekið fram, að þegar þeir fullyrtu að frá komu m/s Bifrastar hafi bílar lækkað um 600 milljónir íslenzkra króna, þá segi ég, að það er þvættingur. Þeir hafa engan bíl flutt milli Evrópu og Islands. Þeir hafa aðeins eftir því sem bezt er vitað flutt nokkra Ford-bíla frá Bandaríkjunum. Þess vegna lækk- uðu flutningsgjöld af bifreiðum ekki við komu Bifrastar. Hins vegar komu innflytjendur bifreiða fyrir fjórum árum siðan til Eimskipafélagsins og bentu á að þeir teldu, að miðað við aðra vöru, væru flutningsgjöld á bílum of há. Við höfðum á þeim tíma eignast skip með sléttum dekkum, svo það var til muna auðveldara að flytja bílana en áður. Því ákváðum við eins og svo oft áður varðandi aðra vöru að lækka flutningsgjöld á bifreiðum. Þetta kom því komu m/s Bifrastar, sem kom nokkrum árum seinna, ekkert við. Þetta hefði kannski átt að koma fram fyrr, en Eimskipafélagið hefur haft nóg með að þjóna þessu landi Lúxusbíllínn ó lóga verdinu MAZDA 9291 LEGATO MAZDA 929 Legato býður upp á eitt sem flestum framleiðendum lúxusbíla hefur ekki tekist að bjóða: það er viðráðanlegt verð. Verö BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 81264 og 81299

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.