Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 ffeimsókn að Brú í Jökuldal FRAM HEFUR komiö í fréttum, að í ráði er að lóga öllu fé á bænum Brú í Jökuldal vegna riðuveiki, sem upp hefur komið í fénu par, en pað er samtals tæplega 800. Mbl. var á ferð eystra fyrir stuttu og spjallaði við ábúendur á Brú, en par er tvíbýli og búa par annars vegar hjónin Sigríður Eydís Ragnarsdottir og Stefán Halldórsson og hins vegar í félagsbúi Sigvarður Halldórsson ásamt hjónunum Önnu Halldórsdóttur og Einari Jónssyni. Stefán bóndi Halldórsson var um það bil að fara í fjárhús ásamt konu sinni Sigríði Eydísi Ragnarsdóttur, en þau voru að undirbúa fjárflutninga til Egilsstaða daginn eftir og spurði Stefán komumenn hvort' væru ekki- tif'7’að standa á fjárbíl með sér. Fátt varð um svör við því, en talinu beint að því vandamáli, sem þau standa nú frammi fyrir ef lógað verður fé þeirra: — Öll afkoma okkar hér i Efra-Dal byggist á fjárbú- skap, því aðrar skepnur er varla hægt að hafa hér. Flestir hafa þó eina eða tvær kýr svona fyrir heimilisnot, en Jökuldælingar byggja allt sitt á sauðfénu, sagði Stefán og þau héldu út í fjárhúsið ásamt Ragnari syni sínum og öðrum syni aðeins 5 vikna, sem var vel geymdur í vagni við einn garðann á meðan þau voru við Sigríður Eydís Ragnarsdóttir og Stefán Halldórsson huga að fénu. Eðlilegar aðgerðir ef þær eru raunhæfar Er vitað hvernig riðan hefur komizt hingað? — Það er nú höfuðverkur- inn, að það er eiginlega ekkert um það vitað með vissu. Ekki er óhugsandi að hún hafi borizt hingað með héraðssýn- ingarhrút, en þó er það talið frekar ólíklegt. Það mun vera ómögulegt að segja nokkuð til um þetta meðan sýkillinn finnst ekki. Hversu margar kindur hafa veikst? — Við höfum þegar lógað 12 kindum, þeirri fyrstu í vetur sem leið og hinum nú í haust. Við tókum eftir því að eitthvað óvenjulegt var við hegðan einnar ærinnar og sendum hana til dýralæknis sl. vetur strax og fært var og hafði okkur dottið í hug að um riðu gæti verið að ræða. Ekki var að heyra á þeim hjónum neina uppgjöf þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart framundan, en þau hófu sinn búskap fyrir rúmum 5 árum, en Stefán er fæddur og uppal- inn á Brú. Við töltum yfir á hinn bæinn, en þar voru ábúendur að dytta að vélum og tókum við þá tali. - segir Stefán Halldórsson vinnu sína. Við tókum þau tali á milli þess sem þau drógu féð, og næst var Stefán spurður um hvað þeir hefðu ráðlagt, sérfræðingarnir sem komu til hans í heimsókn daginn áður, þeir Sigurður Sigurðsson ásamt fulltrúa landbúnaðar- ráðuneytisins, Hauki Jörunds- syni, og Kjartani Blöndal framkvæmdastjóra Sauðfjár- sj úkdómanef ndar: — Þeir fóru hér um og skoðuð búskapinn og það er talið ráðlegast að rífa allt tréverk innan úr fjárhúsunum til þess að reyna að komast fyrir veikina, og lögð er á það áherzla að hér verði fjárlaust í tvö ár, en féð, sem lógað verður, verður lagt á reikning eigenda. En að hverju getið þið snúið ykkur meðan fjárlaust er? — Við megum hafa kálfa og það eru líkur til þess að svo verði, þannig getum við notað heyið, sem við eigum nú í hlöðunni og nýtt húsin að einhverju leyti. Þó er ekki gert ráð fyrir að kálfar komi strax, enda verður það ærin vinna að rífa allt út úr húsunum því síðan þarf einnig að moka skítinn úr kjallaranum. Síðan var Stefán spurður álits á fundinum, sem hafði verið haldinn kvöldið áður og þar sem bændur á Jökuldal lýstu sig hlynnta niðurskurði fjárins á Brú: — Nú, þessi fundur fór eins og ég hafði búizt við. Það er ekki hægt að setja sig á móti því sem óskað er eftir og þarna náðist líka samstaða um þessar aðgerðir, sem Sauðfjár- sjúkdómanefnd lagði til. Ég vil heldur ekki bera ábyrgð á því, ef svo kynni að fara að riða kæmi hér upp á næstu bæjum, að hafa staðið í vegi fyrir að útrýma henni. Þú ert þá sammála þessum aðgerðum? — Eg tel aðgerðina eðlilega ef hún er raunhæf og hægt verður með henni að útrýma riðu hér á þessu svæði og ef þess verður gætt að fylgja þessari aðgérð vel eftir t.d. ef upp kemur riða á öðrum bæjum í nágrenninu. Auðvitað er erfitt að sjá á bak öllum þessum 550 skepnum og ekki annað að sjá en að þær séu heilbrigðar, en það er ekki hægt að standa á móti því ef nágrannarnir óska þess og ég ítreka að ég treysti mér ekki til að taka þá ábyrgð á mig að hafa staðið á móti þeim. Telurðu að bændur verði meira vakandi nú en áður fyrir því hvernig ástatt er um fé þeirra? — Ég held að menn verði hiklaust meira vakandi en áður að fylgjast með fé sínu og nú þegar menn átta sig á hversu alvarlegt þetta er og ólæknandi sjúkdómur og getur farið að snerta fleiri, þá muni menn jafnvel hafa meira auga með riðunni en öðrum fjár- pestum. í fjárhúsunum eru fjögur brynningartæki, en aö sögn Stefáns er hugsanlegt aö emit berist milli kindanna úr stömpunum. Stefán og Sigríöur hafa 550 fjár og hafa fundizt 12 riöuveikar ær hjá peim og er pví taliö nauðsynlegt aö lóga allri hjörðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.